Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.03.2003 at 19:23 #471506
Til hamingju Lúther – Til hamingju við allir!
Þetta sýnir okkur hvað félagið okkar getur gert sem slíkt. Það sem meira er – hér eftir getur enginn verið viss um að komast upp með að stela frá okkar félögum.
Flott hjá ykkur strákar!
kveðja að norðan
ólsarinn
28.03.2003 at 19:47 #471614Ég held að Skúli H sé ekki alveg nógu klár á því hvað hann er að tala um. Virkjun Jökulsánna í Skagafirði er ekki í Húnavatnssýslum. Það er þetta stóra svæði frá Blöndu vestur um að uppsveitum Borgarfjarðar, sem ég sé ekki að verði undirlagt af virkjanaframkvæmdum í ókominni framtíð. Tek hinsvegar undir með gunnarb, hann þekkir þetta greinilega betur. Jökulsárnar í Skagafirði verða virkjaðar á einn eða annan hátt. Landsvirkjun hefur haft hugmyndir um að veita Vestari-Jökulsá í Blöndulón en þeirri austari í Þjórsá. Hvorugt er neitt sérstaklega mikið fyrirtæki miðað við margt annað í pípunum. Hinsvegar má ætla að Eyfirðingar vilji fremur að Austari-Jökulsá verði virkjuð í þegar þeir fá stóriðju í Eyjafjörð. Það er svona nærtækasta virkjunin og mest rannsakað prójektið.
28.03.2003 at 16:02 #471604Mér hefur alltaf litist betur á Sprengisandsleiðina, því þetta svæði norðan við Langjökuler bölvað veðravíti eins og margir okkar þekkja. Svo er styttra líka og það er það sem skiptir mestu máli. Menn þurfa að komast milli Akureyrar og Rvikur allt árið. Varðandi "óspillt hálendi" þá verðum við að hafa í huga að þessar húnvetnsku heiðar eru svo til eini hluti hálendisins, sem sleppur við virkjunarmannvirki í náinni framtíð að því séð verður nú. Hitt er og verður undirlagt hvort sem er af virkjunarframkvæmdum. Svo bætist við, að Sprengisandsleiðin er hluti af grunnhugmyndum dr. Trausta Valssonar, prófessors, og út frá henni á að koma leið til Austurlands. Nú er búið að ákveða að ekkert verði gert til að viðhalda byggð á svæðinu frá Dölum og Barðastrandasýslu að Tröllaskaga. Því er óþarfi að vera að gera eitthvað sérstaklega til að halda vegasambandi hingað á svæðið!
Menn þurfa bara að komast í húnvetnsku laxveiðiárnar að sumrinu til og núverandi vegir duga til þess.
27.03.2003 at 12:46 #461782Ekki beinlínis jafn góða fyrir okkur. en flestir okkar þekkja jú heimasíðu Wetterzentrale.de, sem gefur oft ansi góðar vísbendingar í níu daga spám sínum. Fleirri mætti nefna, m.a. þær sem veðurstofan lingar inn á.
27.03.2003 at 12:44 #471482Fór í gær (eins og ég geri ansi oft) Sauðárkrókur-Reykjavík-Sauðárkrókur. Horfði vel í kringum mig allan tímann(þar sem eitthvað sást fyrir snjókomu og skafrenningi). Ég held bíllinn geti varla verið nærri vegi á þessari leið. Líst vel á að menn fari í þetta eins og hvert annað félagsverkefni.
25.03.2003 at 20:34 #471434Ætlaði bara að þakka þér kurteislega fyrir að setja þessar frábæru myndir inn á vefinn. Þetta er góð uppbót fyrir það að hafa ekkert komist í vetur. Vona að þú eigir eftir að fá sem flest tækifæri til að taka sem mest af svona myndum!
bestu ferðakveðjur.P.S. Nú er spáð snjókomu og norðan átt laugardag, sunnudag og mánudag. Kannski þetta sé að koma?
25.03.2003 at 11:53 #471458Það þýðir nú líklega ekki fyrir mig að kíkja út um gluggana, en þó, aldrei að vita. En það ætti einmitt að vera vettvangurinn fyrir þá sem verða fyrir þessum andskota að koma þessu á framfæri hér á vefnum við okkur félaga sína, því við eigum að STANDA SAMAN Í SVONA MÁLUM.
25.03.2003 at 11:50 #471430Djö…. eru þetta glæsilegar myndir hjá þér eik. ma,ma,ma, maður bara slefar að sjá þetta. Hvernig myndavél ertu með by the way?
24.03.2003 at 16:43 #471392Þetta er nú eins og annað, tryggingafélögin eru alltaf að reyna að hámarka gróða sinn. Nú sáu þeir þarna leið til að ná inn aukiatekjum með því að láta okkur kaupa rándýra tryggingu fyrir vetraraksturinn. Hefur nokkur spurt þá um ábyrgðartryggingu eða ÖF-trygginguna, hvort þetta gildi líka aðeins á malbiki og aðeins ef veður er gott? Mér er sagt að venjuleg kaskótrygging sé ekki í gildi ef vindhraði fer yfir 23 m/s og Vegagerðin skilgreini færið sem stórhríð (þeir sem eru vanir að nota færðarkort Vegag. vita hvað er átt við), nú og sama gildi ef vegurinn er skilgreindur blár (flughált) þá eigi maður ekki að vera á ferðinni, eða ferðist á eigin ábyrgð. Þekkið þið þetta félagar?
kv.
22.03.2003 at 13:45 #459962Búinn að lesa allt það sem er hér á undan og satt að segja þekkir maður þessar vangaveltur allar eiginlega alltof vel. Þekki til þessarar umræðu bæði af vettvangi 4×4 og Ferðafélags Skagfirðinga, sem ég er búinn að vera félagi í síðan það var stofnað. Hér nyrðra hefur gíróseðlaaðferðin verið notuð bæði af FS og Skagafjarðardeild 4×4. Sömuleiðis eru hengd upp spjöld á áberandi stöðum þar sem gistigjöld eru tilgreind og hvert má skila þeim. Enginn þessara 5 skála, sem eru á vegum Skagfirðinga er læstur, utan að Þúfnavallaskáli FS er læstur yfir sumarið. Í engum þeirra hefur til þessa verið gæsla. Innheimta gistigjalda hefur verið afar fátækleg. Í Ingólfsskála, svo dæmi sé tekið, greiða varla aðrir gistigjöld en starfsmenn Orkustofnunar, og veit maður þó að hann er talsvert notaður og þar fer MIKIÐ af gasi, sem hefur eins og allir þekkja hækkað ofboðslega síðustu ár. Fólk hefur velt þessu máli fyrir sér fram og aftur, því það að hafa gæslufólk kostar líka peninga og óvíst hvernig nettóútkoman úr dæminu yrði í skálum, sem eru kannski ekki á allra mestu ferðasvæðum. En það hlýtur að verða brýnt úrlausnarefni fyrir félagsmenn þessara félaga fyrr eða síðar, hvort og hve lengi er hægt að láta árgjöld félagsfólks standa undir rekstri slíkra skýla, ef allt aðrir einstaklingar eru svo að nýta sér þá sem viðdvalar- og næturstaði á ferðum sínum. Svoleiðis hugsjónamennska getur verið réttlætanleg gagnvart allslausu flóttafólki, en varla þeim sem geta kostað því til að aka á þeim dýru farartækjum sem þarf til vetrarferða, hvort sem við erum að tala um sleðafólk eða 4×4. Við höfum líka séð evrópsk ferðakort af Íslandi, þar sem beinlínis eru merktir ferðaskálar og neyðarskýli með þeirri umsögn, að þarna megi gista án þess að greiða fyrir. Ég veit til þess að skálarnir á Eyvindarstaðaheiði (við Galtará og Ströngukvísl) sem eru í eigu upprekstrarfélaga en voru kostaðir af Landsvirkjun á sínum tíma, eru lokaðir og gæsla í þeim yfir sumartímann, enda eru þeir beinlínis leigðir út í því skyni. Ennþá lengra eru þeir komnir með skálann við Áfangafell við Kjalveg, vestan Blöndulóns, en þar er svipaður rekstur og í Hrauneyjum. Kannski verður þetta niðurstaðan með flesta þá skála, sem ferðafólki þykir einhver akkur í að gista í. Þá getum við sennilega þakkað "Jóakimunum" fyrir það að gistikostnaður á slíkum ferðum verður kominn í Hilton klassa.
21.03.2003 at 16:13 #471294Athugaðu hjá Parti, þar sem þú keyptir loftpúðana. Þetta er sama fyrirtækið og ég var að vísa í áðan (Árni Páll) Þeir vita bókstaflega ALLT um gorma og loftpúða
21.03.2003 at 13:46 #471288Ef þú þekkir Árna Pál bílabreytingamann að Elshöfða 15, sími 567 3444 þá er hann búinn að gera þetta ansi oft og getur ábyggilega selt þér allt sem til þarf, ég held hann eigi það á lager.
18.03.2003 at 21:36 #467232Það er nú á við heilan vetur í verkfræði að lesa þennan þráð frá upphafi til enda. En svona smá sögustund og reynslusaga. Þegar settur var intercooler við 2,8 l vélina í Hi-Luxinum sem ég átti once upon a time, þá setti Árni Páll við hann cooler úr Iveco framan við vatnskassa. Dálítið möndl, en ekkert óskaplega mikið. Veit ekki neitt um Patrol né hvernig þetta rúmast í honum. Hitt er svo annað mál, að maður lenti oft í hitavandamálum, einmitt þegar ekið var hægt undan vindi eða í logni og mikið puð og streð á græjunni. Coolerinn var það stór, að hann "stal" greinilega kælingu frá vatnskassanum. Næsti eigandi á eftir mér er blikksmiður (Oddgeir Sæm)og bætti bara við vatnskassann og var þar með að mestu laus við vandamálið. Allavega gengur mótorinn enn að því ég best veit og það væri gaman að frétta frá núverandi eiganda hvað er á odometernum í honum núna (KT-376?)
18.03.2003 at 13:46 #471052Gæti þetta nokkuð verið í hjöruliðunum úti við hjól
17.03.2003 at 07:20 #470854Það er nefnilega það. Einhver var búinn að segja mér að það fengjust engar felgur fyrir nýja Pajero nema sem þyrfti að renna innan úr gatinu á. Þetta er semsagt áróður og lygi af Nýbýlaveginum eins og svo margt annað um Pajero. Minnir mann á gírkassasögurnar. Maður hlakkar til að sjá nýja tryllitækið hjá þér, og ekki er verra að vita að eigandinn af flottasta bíl á hjólum í dag sé ættaður frá bílabýlinu Syðri-Mælifellsá?
15.03.2003 at 16:19 #470850Þakka ykkur svör og upplýsingar. Ég hef nú ekki hitt Birgi í nokkur ár held ég. Töluðum síðast saman uppi á Grímsfjalli að mig minnir 1999 eða jafnvel 1998. Ljótt til frásagnar að vera svona dottinn út úr öllu. En það það verður gaman að sjá hvernig íslensk framleiðsla reynist í þessu, ekki kæmi mér á óvart þótt menn kæmu með bestu lausnina hér á landi, það er nú farið að vera svo algengt í þessum bransa að maður er farinn að telja það sjálfsagðan hlut!
14.03.2003 at 21:01 #192356Ég var að reyna á öðrum þræði að koma á framfæri spurningu um reynslu manna af samanskrúfuðum felgum (e. Bead Locks) Einhverjir af reyndustu félögum okkar hafa prófað þetta, en mig langar að heyra af reynslunni. Þetta virðist njóta vaxandi vinsælda í USA og flestir felguframleiðendur farnir að bjóða upp á felgur með bead locks, bæði í áli og stáli. Svo væri líka gaman að fá að lesa hvernig fasteignasalinn af Mælifellsárkyninu leysti felgumálið á Dömunni, en eins og margir vita er gatasetningin á nýja Pajero/Montero með sérstökum hætti.
kv.
ólsarinn.
14.03.2003 at 20:31 #470628Ekki veit hann ég hvort einhver hérlendis hefur flutt inn s.k. Revolver-hengsli frá fyrirtæki í USA sem heitir Teraflex. Kíkið á http://www.teraflx.com – sími (801) 256-9897, fax 801.256.9879 (tekið upp úr Four-Wheeler). Ef þessi fjandi virkar, gæti þetta verið sniðugt. Þetta virðist njóta vaxandi vinsælda þarna í westrinu. Tek hinsvegar undir það sem kom fram hér fyrr á þræðinum, að það þarf að fara varlega í að skrúfa upp torque-stanga fjöðrun (Panhard-rods) Ef geometrian á öxlunum breytist, getur það leitt til þess að gat komi á hosurnar og þær fyllist af drullu.
kv.
13.03.2003 at 15:06 #470740Hringdu í félaga Óskar í síma 453 6474 – ég veit að hann veit þetta og hefur auk þess reynslu af þessu úr sínum bílum, bæði 38" og 44"
kv.
13.03.2003 at 06:23 #470718Kíktu á annan þráð hérna á undan þar sem þetta er rætt ítarlega.
-
AuthorReplies