Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.05.2003 at 06:50 #473134
Maður er náttúrulega alveg sammála þér BÞV með það að skálarnir þurfa ekki endilega að verða einhverjar hallir, síður en svo. Málið er bara eins og þú þekkir betur en ég, að lagaumhverfið hér takmarkar afskaplega mikið möguleikana á því byggja fleiri skála á hálendinu. Merkilegt, og svo getur hæstvirtur forseti Alþingis ákveðið að eyðileggja með vegagerð eina svæðið á hálendinu, sem vonir stóðu til að yrði látið í friði fyrir mannvirkjagerð, þ.e. heiðarnar suður af Húnavatnssýslunum, bara af því að Akureyringum leiðist að aka um svæðið milli Holtavörðuheiðar og Öxnadalsheiðar. Til viðbótar eru allir, sem þekkja til sammála um, að þetta geti aldrei orðið góð vetrarleið vegna þess að veðurhörkur þarna geta verið miklar. Sannarlega væri skynsamlegra að ljúka vegagerð norður yfir Sprengisand ef stytta á leiðina milli þessara tveggja meginpóla, Höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. En það hefur þegar verið rætt um þetta á öðrum þræði hér. En af því ég komst ekki á aðalfund deildarinnar hér í gærkvöldi veit ég ekki hvað var rætt þar. Hitt veit ég fyrir víst, að áhugi er fyrir því að byggja forstofu við Skiptabakkaskála svo maður gangi ekki með snjóinn beint inn í húsið og svo væri án efa gaman að lengja hann til vesturs um sem svarar einni kojulengd! Ég hef hinsvegar meiri efasemdir um að hækka risið á skálanum, eins og sumir hafa stungið upp á, því það myndi gera hann erfiðari í upphitun. Nú talar maður eins og allir viti allt um þennan skála, en auðvitað er ljóst að svo er ekki. Geri hinsvegar ráð fyrir að BÞV sem Lýtingur í móðurætt hafi komið þarna einhverntíma á ævinni, þótt bæði Mælifellsá og Hvíteyrar hafi meira af vesturheiðinni að segja en Hraununum og Hofsafrétt!
kv.
ólsarinn.
06.05.2003 at 13:18 #473124Sæll fóstri!
Var alveg klár á því, gott hjá þér að benda mér á að innlegg mitt gæti misskilist. Ég var eiginlega að smokra því að, að þetta issue gæti komið upp á fundinum hjá okkur í kvöld og því gæti svona erindi komið til meðferðar eftir ár. Er þetta ekki kallað lobby-ismi í útlöndum?
06.05.2003 at 09:46 #473120Já, þetta með peninga – erum við alltaf að betla, ræflarnir og lúserarnir á landsbyggðinni? En hvað um það, deildin hérna heldur sinn aðalfund í kvöld og þar kemur í ljós hvort hún telur sig þurfa að biðja um aura. Hvort menn dreymir um fjárfestingar kemur fram þar. Einhverjar hugmyndir munu vera um að stækka Skiptabakkaskálann og endurbæta innganginn í leiðinni. Þótt skálinn sé afbragðs góður, þá er hann í minnsta lagi, einkum kvelur það okkur að hann rúmi ekki lengur árlegt þorrablót deildarinnar. Stjórn deildarinnar kemur þá væntanlega til með að ráðfæra sig við ykkur syðra ef spenningur er fyrir þeirri hugmynd. Við vonum líka að fleiri en við hérna í Skagafirði höfum gagn og skjól af þessum skála, jafnt að sumri sem vetri.
kv.
ólsarinn
06.05.2003 at 07:47 #473114Það hvarflar ekki að mér að draga til baka neitt um misnotkunaráráttu landans. Því miður eru alltof margir hér bókstaflega hugfangnir af því að finna leiðir til að fara í kring um lög og reglur af hvaða tagi sem er og hver þykir bestur og mestur sem mestum árangri nær á því sviði. Maður þarf nú ekki að fara lengra en lesa suma þræðina hér á vefspjallinu til að sjá þetta og reyna. Sem betur fer á þetta þó ekki við um alla íslendinga, þú verður sjálfur að ákveða í hvorum hópnum þú ert. Reyndar var ég ekki að fara þess á leit að fá að stjórna því hverjir hafi aðgang að 2311 eða öðrum tíðnum, ef þú getur lesið það út úr mínu skrifi þá er það "kjaftæði út í loftið" svo þín eigin orð séu notuð. Öðru í skrifi þínu nenni ég ekki að svara.
05.05.2003 at 14:54 #473106Ég var nú satt best að segja að vona að þetta með 2311 yrði áfram utan umræðunnar, því um leið og þetta er orðið opinbert, þá kemur misnotkunin þegar í stað. Því miður, en við íslendingar eru bara þannig að meðal okkar er það hátt hlutfall af fólki sem misnotar allt sem það kemst yfir að misnota að slíks eru varla dæmi. Jæja, þá fór það í vaskinn hry.
29.04.2003 at 09:52 #192540Túrbínur eru auðvitað eitthvað mismunandi að gerð eftir framleiðendum, en flestar eru þær líklega með „nálalegum“ og þrýstismurðar frá olíukerfi vélar. Túrbínur snúast afar hratt og hitna mikið, eðli málsins samkvæmt. Af þessu leiðir, að óráðlegt er að stöðva vél með túrbínu strax ef búið er að aka eitthvað yfir 25 km, afleiðing þess getur verið og er vafalaust sú, að legurnar þorna mjög fljótt vegna hitans og eru því þurrar við næstu gangsetningu. Þær slitna því óeðlilega fljótt. Ráðlegt er því að láta vélina ganga um stund og leyfa túrbínunni að kólna áður en drepið er á vélinni ef henni hefur verið ekið eitthvað að ráði eins og fyrr segir. Þetta vita nú vafalaust flestir jeppamenn/konur, en það sem mér finnst merkilegt er, að fæst bílaumboð eða manualar bíla minnast á þetta, jafn mikilvægt og þetta er fyrir endingu túrbínanna. Gaman væri að fá komment á þetta frá tæknimönnum.
Svo er annað, sem mig langar að minnast á, þótt það sé ekki beinlínis aktúelt svona á vorin, en það er íblöndun léttara eldsneytis, steinolíu eða bensíns í dieselolíu. Ég man eftir því að í handbókum fyrir Scania hérna í den tid var beinlínis gert ráð fyrir íblöndun (reyndar eingöngu minnst á kerosene=steinolíu þar) þegar frost færi niður fyrir -10°C. Það var einhver tafla yfir þetta í manualnum, hve miklu ætti að blanda við mismunandi frostgráður. Það verður víst oft kalt í Norður-Svíþjóð! Nú eru diesel olíur orðnar til muna betri á veturna en áður þekktist, að maður tali nú ekki um synthetisku smurolíurnar, sem létta gangsetningu í kulda verulega, og því minni þörf fyrir svona íblöndun. En þó kemur það fyrir að þess þurfi með. Þá kemur til sögunnar hollráð þeirra Scania-manna í Svíþjóð, en það er að blanda tvígengisolíu í eldsneytið sem svarar 10% af því magni íblöndunarefnis, sem á tankinn fer. Það þýðir að hafi maður sett 10 lítra af steinolíu, þarf 1 lítra af tvígengisolíu einnig. Þetta mun vera til að tryggja smurhæfni olíunnar, en öll eldsneytiskerfi dieselvéla þurfa smurningsins við, bæði „gamaldags“ olíuverk og hin rafeindastýrðu og samrásarkerfi. Sumir vilja meira að segja halda því fram, að það auki endingu spíssa og annarra hluta olíukerfa að nota tvígengisolíu alltaf við hverja tankfylli. Gaman væri einnig að fá umsagnir tæknifróðra um þetta.
Afsakið langlokuna
kv. ólsarinn.
28.04.2003 at 14:46 #472928Nú er að standa saman félagar! Nú ættu menn að vera komnir í æfingu. Svo þarf að láta blöðin vita af því hvernig klúbbfélagar bregðast við. Ef þetta fer að fá fjölmiðlaupfjöllun, fer þjófapakkið að hugsa sig um tvisvar áður en það stelur okkar farartækjum.
28.04.2003 at 06:40 #462758Prófið þið að hafa samband við þá í Parti við Eldshöfðann. Þeir eiga bæði loftpúða og annan búnað (blaðfjaðrir, nöf ofl.) sem til þarf á skikkanlegu verði. Er einmitt að fara að versla svona sett hjá þeim félögum.
kv.
25.04.2003 at 07:28 #472766Af því ég hóf þennan þráð, þá langar mig að koma með smá komment á skrif manna hér að framan. Í fyrsta lagi þá finnst mér ekkert óeðlilegt við það að við veltum því fyrir okkur hvað sé eiginlega í gangi í sambandi við bílastuldi að undanförnu. Þegar farið er að koma þeim í "geymslu" með þessum hætti (þótt þetta séu gamli fólksbílar en ekki jeppar) þá fara nú ýmsar spurningar að vakna í sambandi við bíla, sem horfið hafa að undanförnu og eru hreint ekkert fáir. Mér finnst alveg óþarfi af nonnamagg að stinga upp á að maður fái sér sálfræðihjálp þótt maður veki máls á þessu. Og byrjendabúggí, ég var byrjaður að aka á jeppa árið 1958 svo varla telst maður byrjandi. Hinsvegar get ég tekið undir það, að það er okkur ekki sæmandi að koma með skot á lögregluna, eins og einn gerði hér í þessum þræði. Það eiga lögreglumenn ekki skilið, a.m.k. ekki þeir sem ég þekki.
kv.
ólsarinn
23.04.2003 at 14:17 #192520“ Bílar finnast á kafi í Bugðu
Lögreglan í Reykjavík og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins eru þessa stundina að veiða þrjá bíla upp úr ánni Bugðu á Norðlingaholti en ríðandi maður kom auga á bílana í ánni á ellefta tímanum í morgun og tilkynnti um það til lögreglu. Var tilkynnt um stuld á a.m.k. tveimur bifreiðanna í morgun. „Framanrituð frétt er úr mbl.is í dag.
Ætli þarna sé að koma skýring á einhverjum óupplýstum bílaþjófnuðum að undanförnu og ætli fleirri sprænur og drullupollar hafi verið notaðir í sama tilgangi? Manni dettur nú í hug önnur náttúrufyrirbrigði, svona eins og gígurinn við Þríhnjúka.
kv.
ólsarinn
15.04.2003 at 15:44 #472488Flott hjá þér Lúther, þú ert maður að meiri að hafa sett inn þinn póst. Það eru bara höfðingjar sem kunna ð biðjast afsökunar. Ekki það að mér komi þetta tiltekna mál neitt við!
En hitt er laukrétt, og þetta þekkjum við vafalaust öll sem höfum ferðast á fjöllum. Það er svolítið viðkvæmt að rekja einstök tilvik og því sleppi ég því hér á svona opinberum vef, maður vill helst gleyma því sem manni er gert í móti. Þetta er eiginlega hálfu verra á þeim stöðum þar sem ekki er stöðug gæsla. Það hefur komið fyrir í þeim skálum sem ég þekki best til í að þar hafi menn átt pantað, en upplýsingar um það liggja náttúrulega í sumum tilvikum alls ekki fyrir á staðnum, og raunar allshendis óvíst að sum okkar myndu yfirleitt taka mark á svoleiðis kilaboðum, það er nefnilega ríkur þáttur í eðli okkar íslendinga að taka alls ekki mark á reglum. Þess vegna er ánægjulegt að sjá viðbrögð eins og hjá Lúther og þeim Arctic Trucks félögum. En by the way, Lúther, Er ekki Freysi lifandi ennþá? Hann er orðinn svo ábyrgur heimilisfaðir að ég hef ekki séð hann í nokkur ár og sakna þess, ég verð að segja það!
kv. ólsarinn
15.04.2003 at 07:34 #192487Var að lesa frétt á BBC.co.uk þar sem sagt er frá „tracking device“ sem er upprunnið í Ástralíu. Þetta tæki var víst upphaflega hannað til að fylgjast með krókódílum (Húsavík hvað?) en hefur verið þróað síðar og m.a. hafa fyrirtæki í Ástralíu notað það til að fylgjast með farartækjum sínum, svo sem sendibílum og þess háttar. Kolabretinn er að velta fyrir sér að „monitora“ krakkagrislingana sína með þessu tæki. En það er líka bent á að þetta geti komið sér vel til að hafa uppi á stolnum bílum. Þetta útheimtir svipað kerfi og farsímanet, þ.e.a.s. það byggir á landstöðvum, ekki gerfihnattastaðsetningu, sem þýðir að sögn Tjallanna að byggð og byggingar hafi minni áhrif á kerfið. Manni skilst að tæki og fyrirtæki heiti QuikTrak. Gætu ekki íslensku símafyrirtækin farið að bjóða svona þjónustu?
tæknikveðja
ólsarinn
09.04.2003 at 11:56 #471910Margt er búið að bera á góma hér þann tíma sem þessi langi þráður hefur verið við lýði. Einhvernveginn er það nú svo, að mér finnst að það sem Björn Þorri hefur látið frá sér fara hér sé næst því að vera samferða mínum hugmyndum og – langri reynslu.(það hefur ekkert með það að gera að hann á ættir að rekja í Skagafjörð, jú annars, kannski oggulítið!) Auðvitað skal það fúslega viðurkennt, að ég sé nú eftir gömlu Gufunni – SSB millibylgjustöðinni. En þær höfðu nú sína galla, blessaðar. Eitt var stærð og fyrirferð, annað var loftnetið og þriðja náttúrulega truflanir, sem oft gátu sett þær úr leik þegar verst stóð á, svo sem í útsynningi og éljagangi svo dæmi sé tekið. Gerfihnattasímar (Iridium kerfið, varla eru menn að tala um Inmarsat)) eða einhver "afkomandi" þeirra verður sjálfsagt aðaltækið í framtíðinni. En í dag finnst mér að sé maður að flækjast á fjöllum á annað borð, þurfi maður að hafa bæði VHF stöð og NMT síma. Gerfihnattasíminn er varla nógu þróaður enn, auk þess sem hann er sjálfur dýr og notkunargjöldin afspyrnu dýr. En ég má til að skjóta svolítið á jarðfræðinginn á Veðurstofunni. Verið getur að hann sé að stríða mönnum hér og fá þá til að hlaupa á sig, kannski, en að öðrum kosti finnst mér hann gera fremur lítið úr sér, verandi doktor í raunvísindum, að hengja sig í útúrsnúninga og orðhengilshátt. Ég veit að þetta hrín ekki á manninum, en mátti til að láta þetta koma fram.
kv.
ólsarinn
03.04.2003 at 13:19 #472008Ekki ætla ég að reyna að halda því fram að ég viti hvaða bíll er bestur, enda verður þeirri spurningu líklega seint svarað af viti.
Hinsvegar þarf maður að skoða sjálfur ýmsa grunnþætti hjá sjálfum sér, eins og hp7 er reyndar að gera í inngangspistli sínum. Til viðbótar eru náttúrulega spurningar eins og hvað miklu fé er maður tilbúinn til að verja í farartækið, hvort maður vill hafa "allt undir sama þaki" eða upptíning (pick-up), hvort og hve marga farþega maður vill hafa með sér, hve mikinn farangur/burðargeta o.s.frv.
Ég get svo sem sagt fyrir mig, að hafandi skoðað það sem hp7 segir þarna efst, þá myndi ég skoða vel einhvern hrísgrjóna upptíning, þeir eru flestir afskaplega ódýrir í rekstri, kannski vantar eitthvað á kraftinn í þeim sumum, en þeir eru líka ansi notadrjúgir. Ég átti sjálfur Land-Rover í eina tíð og líkaði hann aö mörgu leyti vel, en þeir hafa MIKIÐ breyst síðan. Þó held ég að veiki hlekkurinn í þeim sé drifrásin því sem næst öll. Stærsti gallinn við hrísgrjóna upptíningana eru hinsvegar fyrir minn smekk sætin, en þau hafa raunar verið að batna hin síðari ár, t.d. í Nissan og Isuzu. Þeir tveir síðasttöldu eru líka sprækari en t.d. Toyotan og L200, en Toyotan hefur náttúrulega hátt endursöluverð fram yfir hina flesta.
Er eitthvert gagn að þessu bulli félagi hp7?
02.04.2003 at 21:44 #471974Svona sem upphafsmaður að þessum þræði langar mig að þakka þeim sem skrifað hafa hér fyrir ofan og frætt bæði mig og aðra um heilmargt á þessu sviði. Satt er það, að þessi "killer switch" búnaður, sem t.d. bílar fyrir þýskan markað eru mikið með, getur verið til stórrar bölvunar ef bíll bilar t.d. á fjöllum og eitthvað þarf að eiga við rafmagnið. Ef maður tekur t.d. geymasamband af (við rafsuðu o.s.frv.) fer bíllinn ekki í gang aftur nema reset-a allt draslið með sérstakri tölvu, kóðanúmerum og öllum pakkanum, sem er alls ekki gert nema á sérhæfðu verkstæði. Big shit. Svo líður nú varla sú nótt að maður vakni ekki upp við "false alarm" frá þjófavarnarkerfi í bíl einhversstaðar í nágrenninu. En varðandi það sem stebbi skrifar hér á undan, þá ætla ég síst að lasta framtak utanfélagsmanna, þar eru til drengir góðir eins og t.d. stebbi er vafalaust. Hinsvegar eru líka í þeim hópi pjakkar, sem koma óorði á jeppamenn. Því hvet ég stebba og alla aðra vandaða og góða ökumenn jeppa að drífa sig í félagið. Þeir eiga þar heima og varla verður kostnaðurinn (félagsgjaldið) til að fæla þá frá, fyrir nú utan hvað við erum allir skemmtilegir! Það er nú ágætis bónus!
kveðja að norðan
ólsarinn.
02.04.2003 at 07:11 #192438Sælir, félagar!
Þjófnaðir á bílum tveggja félaga okkar nú nýlega hafa vakið upp ýmsar vangaveltur hjá manni. Hafi maður skilið frásagnir rétt, þá var í a.m.k. öðru tilfellinu (kannski báðum) notaður lykill til að stela bílnum. Þá veltir maður því fyrir sér, hvort bíllinn/bílarnir hafi nýlega verið á bílasölu/m? – Það er víst opinbert leyndarmál að einstaklingar, sem stunda þennan ljóta leik, séu orðnir nokkuð liprir við að fá bíla lánaða á bílasölum án þess að þeim fylgi nokkur maður frá sölunni, fari svo og láti smíða lykil og steli bílnum síðan við næsta hentugt tækifæri. Í þessu samhengi þykir manni bílaumboð – a.m.k. sum þeirra – nokkuð frjálslynd í lyklasmíði, þvi í flestum tilvikum þarf að leita til þeirra með að fá lykla smíðaða. Þarna bætist við að í mörgum bílum frá síðustu 5 árum eða svo eru microchips í lyklunum og þarf því að forrita þá sérstaklega fyrir hvern bíl.
Það væri gaman ef einhverjir vildu spinna þennan spotta áfram og ræða málið frá fleiri sjónarhornum. En óskaplega fannst manni ánægjulegt hvernig félagarnir tóku á þessum þjófnaðarmálum. Einhvernveginn held ég að þessi viðbrögð fréttist til óhappamannanna og þeir kveinki sér við að stela bílum okkar félagsmanna í framtíðinni eftir þetta þegar þeir vita af þessari góðu samstöðu. Spurning hvort við eigum ekki að vera passasamari með að merkja þá klúbbnum og félagsnúmeri í afturglugga, líkt og gert var hjá FR í dentid?
kveðja
Ólsarinn.
(Ég sé nú svona eftirá, að þessi þráður hefði átt betur heima undir félagsmál)
01.04.2003 at 11:28 #471854Þetta fer nú allt eftir því í hverju bíllinn var búinn að lenda áður en hann var skilinn eftir. Losið þið vel um allan klaka neðan í honum, sem gæti hindrað eðlilegar hreyfingar fjöðrunarbúnaðar – hjólastella. A-armar og linkar geta hæglega bognað og brotnað ef klaki er í milli svo átakið kemur vitlaust á viðkomandi stykki. Svo er líka þetta sem BÞV benti á með hosurnar, bremsuslöngur ofl. Ef gangverkið er í sæmilegu lagi á bíllinn að fara í gang á skotinu ef þið notið hitarann rétt. Oft getur verið gott þegar dieselvél er búin að standa í miklu frosti, að láta hitarann hita tvisvar, jafnvel þrisvar, áður en startað er. Gafst oft vel hjá mér á Toyotunni þegar hann hafði staðið yfir nótt í frosti og klaka.
01.04.2003 at 07:01 #471374Eiginlega get ég tekið undir allt sem Björn Þorri skrifar og litlu við það að bæta. En það kom við mitt frjálshyggjuhjarta þegar einn ágætur maður hér litlu ofar segist vilja frjálsan aðgang að kerfi 4×4 vegna hans sé "frjálshyggjuplebbi" eins og hann kallar það. Svona hugsunarháttur er nefnilega alls ekki frjálshyggja, minn ágæti vinur. Það er nú eitt af grunnatriðum frjálshyggjunnar að menn eigi að njóta þess sjálfir sem þeir afla í sveita síns andlits og við virðum einkaeignarréttinn mikils. Ég gæti með sömu rökum haldið því fram, að ég ætti að eiga aðgang að sumarbústaðnum þínum bara af því að hann er á stað sem mér þætti henta að gista einhverja nóttina! Nei fóstri, þetta er sósíalismi af verstu gerð, sem þú ert að halda þarna fram. Einhver annar á að borga fyrir þig! There is no such thing as a free lunch!- Í VHF kerfinu eru almenningsrásir, sem þeir nota sem ekki vilja kosta neinu til. Aukin þjónusta kostar peninga og þeir sem nota hana þurfa að borga hana. Það gerum við í okkar félagsgjöldum og félagið kostar uppsetningu endurvarpanna. Við getum síðan leigt öðrum aðgang, eins og LÍV og bara gott mál.
Kveðja
Ólsarinn
félagi nr. K 650 og búinn að vera lengi.
31.03.2003 at 14:26 #471620Við erum nú kannski að tala hvor í sína áttina við SkuliH eins og hendir. Samt get ég ekki fellt mig við þá sýn SkuliH að þessi fyrirhugaði vegur sé eitthvað í útjaðri hálendisins, eins og hann er kynntur í hugmyndum HBl. Hann er, ef eitthvað er, nær jöklum en mannabyggðum eins og þær eru í dag, hvað sem þessar sveitir hér á aumingjasvæðinu haldast lengi í byggð.
Kem hér með smávegis til skýringar. –
Þegar unnið var að svæðisskipulagi Miðhálendisins sællar minningar, þá var það einn þátturinn í heildarmyndinni við þá vinnu að þetta svæði frá uppsveitum Borgarfjarðar að Kjalvegi fengi að vera ósnert að öðru leyti en því sem þegar væri orðið. Þar var ýmislegt haft í huga, m.a. að þessar heiðar eru meira grónar en gerist annarsstaðar á landinu í sambærilegri hæð og til viðbótar koma svo vötnin og lífríki þeirra o.s.frv. Sá sem þetta skrifar var í þessari samvinnunefnd sem að svæðisskipulaginu vann lengst af, þó ekki til enda. Þekki þetta mál því nokkuð í gegnum þá vinnu.
Einn megin þátturinn í þessu svæðisskipulagi, sem var búið að fá samþykki allra viðkomandi afgreiðslustofnana var, að þessar mannvirkjabrautir eða hvað við eigum að kalla það, meðfram Kjalvegi og Sprengisandsleið, yrðu viðurkenndar ásamt með samskonar ræmu frá Sigöldu og austur um. Ég er nú ekki að segja að maður hafi verið kátur með allt sem þarna var samþykkt, en þetta var auðvitað eins og alltaf gerist, meðalvegur milli ítrustu krafna þeirra, sem hagsmuna þóttust eiga að gæta. Það var nú margt rætt og sagt í þessu starfi, sem ýmsum þætti fróðlegt að heyra, en um það er maður víst bundinn trúnaði svo því verður sleppt hér þótt freistandi væri. Hinsvegar væri gaman að eiga persónulegt spjall við SkúlaH og fleirri áhugamenn ef kostur gæfist einhverntíma.
kv.
29.03.2003 at 21:33 #471662Wait a minute – veistu eitthvað um þennan business – is it fake or trustworthy?
-
AuthorReplies