Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.11.2003 at 16:02 #481604
Tek undir með jarðeðlisfræðingnum, þessi H2 er með að ég held sama undirvagn og Chevy Silverado 2500. En hitt vissi ég ekki að VW bíllinn væri svona fjári þungur.
28.11.2003 at 16:01 #481602Félagi SkúliH – ef þíg vantar fjórhjóladrifinn bíl fyrir frúna, þá myndi ég benda þér á Skoda Octavia Combi með dieselvél og 6 gíra kassa. Hef eiginlega aldrei tekið í bíl sem er meira "þjóðvegavænn". Fáir bílar sem standa honum á sporði í hálku! En hvað varðar Touareg-inn, þá verður fróðlegt að sjá hvernig hann spjarar sig í Paris-Dakar rallinu á móti Pajero, sem hefur verið áskrifandi að sigri þar í þessum flokki svo lengi sem ég man að hafa lesið um það fyrirbrigði. Það sem myndi nú aðallega há þessum bíl í torfæurakstri eins og við þekkjum hér, myndi vera þetta sem heitir á ensku approach- and departure angle (hvern andsk….. heitir þetta á því ástkæra ylhýra?). Það er snúið að færa hjólastellin á bílum með unibody construction (enn vantar þýðinguna). Þetta er reyndar ekki vandamál með Dömurnar að framan, en gæti verið að aftan sýnist mér á bílnum hans Jóh.Jóh. vinar míns. En Guð hjálpi okkur þegar kemur að verðmiðanum!
26.11.2003 at 15:49 #481402Flottar fréttir það. Svona fólk er gott að fá í skálana. Já, gamla Sóló er afbragðs gripur, lakast hvað hún er lengi að ná upp hitanum. Eiginlega þyrfti að vera dæla á kerfinu því venjuleg circulation verður svolítið hæg með frostleginum á. Þessir fjandans gasofnar eru dálítið hrekkjóttir. Það þarf m.a. að passa sig á því að þeir bæði brenna súrefni og búa til CO2.
kv.
26.11.2003 at 13:34 #481398Það var lóðið. Þetta gæti sumsé hafa farið til fjandans í gær og fyrrinótt, því þá var ansi mikið frost hérna fyrir norðan. En kannski sleppur þetta og það verði hægt að þíða græjurnar án þess að gripurinn brotni. En við vorum búnir að útvega okkur nýja skál og líklega fara einhverjir uppeftir um helgina til að skoða málið. Thanks anyway.
26.11.2003 at 13:11 #481394Þetta voru spennandi fréttir. En segðu okkur eitt hérna á K´roknum í sambandi við Skiptabakka. Sú frétt flaug fyrir að gangnamenn hefðu skilið við WC-ið í skálanum án þess að setja í það frostlög. Það er nú ávísun á frostskaða, en kíktuð þið nokkuð þar inn þegar þið komuð þarna?
vk.
25.11.2003 at 18:06 #481386U huuu! Það er ekki svo mikið sem snjókorn á jörð hérna í Skagafirði, svo ég trúi því vel að það sé autt hjá Stínu og Hatta á Hveró! En það er því meira frost hér og búið að vera afskaplega fallegt veður í dag og ekki laust við að maður horfi dreymnum augum á efsta hlutann af Hofsjökli, sem sést héðan af Sauðárkróki.
24.11.2003 at 16:03 #481254Fyrirgefðu, ef ég er að misskilja þig nutty, en mér finnst þú vera að rugla saman driflæsingu og driflokum. Það er eins og flestir vita sitt hvor hluturinn. Driflokurnar tengja/aftengja virkni framdrifsins út í hjól, þannig að framdrifið snýst ekki með þegar ekið er t.d. í 2×4 á millikassanum. Driflæsingar læsa mismunadrifinu inni í kögglinum, þannig að annað hvort snúast bæði hjólin eða eitthvað fer í sundur (nú eða vélin drepur á sér!)
24.11.2003 at 14:24 #480956Þakka þér svarið PHH. Þetta er æði. Nú hefur maður eitthvað á þessa kújóna hér, sem halda því fram að Pajeró sé bara ónýtt dót sem ekkert er hægt að eiga við. En er ekki rosalegt mál að koma 3,2 DID vélinni í þessa bíla út af öllu rafmagns dótinu? Svo held ég nú að þessi 2,8 vél sé svona eins og Cummins – diesel, þ.e. gangi nánast endalaust!
En, til hamingju og farnist þér jafn vel á þessum og á öðrum þínum margvíslegu ökutækjum.
kv.
ólsarinn.
24.11.2003 at 13:53 #480952Vow!
Ætlarðu að nota 38" sem sumardekk á gelluna?
Varðandi að "skrúfa upp"; var það ekki Rúnar Jóns hjá Heklu sem endurstillti olíuverk og þetta fjárans "waste gate" eða hvern fjandann þetta heitir á túrbínunni fyrir Jóh.Jóh.? Mig minnir að hann hafi sagt mér það. En eins og maðurinn sagði hér áðan, þá þýðir allt svoleiðis styttri líftíma vélarinnar. Hvað er þessi bíll mikið keyrður hjá þér ´PHH?
(er að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera með minn á 110 þús. á odometernum).
24.11.2003 at 06:24 #481284Hvað kostar þessi dæla hjá BYKO?
23.11.2003 at 16:11 #480932Hvernig er þetta með PHH, ætlar maðurinn ekkert að kvaka? Fara ekki að koma myndir á vefinn?
23.11.2003 at 16:09 #481196Vow!
Svo er spáð snjókomu í vikunni. Þetta er að koma!!!
23.11.2003 at 16:07 #481208Til viðbótar: Veit einhver eitthvað um Isuzu Ascender, sem er a.m.k. á Bandaríkjamarkaði í tveimur útgáfum, nú og svo Isuzu Axiom? Ætli þessir bílar hafi eitthvað verið fluttir til Íslands? Ef ég er ekki að misskilja eitthvað, þá er þessi Ascender á svipuðum grunni og Chevy Trailblazer, svona áþekkt og Rodeo, sem er líka á markaði sem Opel Frontera og einhver Vauxhall útgáfa í UK held ég. Þessi Ascender er byggður á grind, skilst mér og með millikassa. Vel að merkja – ef ég hef ekki misskilið eitthvað sem vel má vera. Því miður get ég lítið sagt cédric um Trooper, hef ekki (enn) átt svoleiðis bíl.
22.11.2003 at 09:22 #480922Maður verður bara að fara að gera sér ferð til að berja dýrðina augum!
21.11.2003 at 20:13 #480916Ertu að tala um Pál Halldór? Er hann sumsé kominn á sömu árgerð og þú ert á? Maður er kannski að misskilja eitthvað hérna í sveitinni en mér skildist að sá Páll væri að komast á svona Dömu-týpu á 44"? Svo vitnað sé í Ragnar Reykás: Ma, ba, ba, ba, áttar sig ekki á þessu!
21.11.2003 at 16:02 #480910Þetta endar nú með því að ég hækka hann Grána minn gamla upp á 38" og hætti við að fá mér Hilux – ef þið haldið svona áfram. Hitt er annað mál að ég hef ekki tímt að breyta þessum bílum sem ég hef átt vegna ótta um að aksturseiginleikar á malbikið glötuðust. Jóh.Jóh. vinur minn, coari hjá Páli H.H. í rallinu, segir mér hinsvegar að það sé bölvuð della. Maður er nú einu sinni að nota þetta grey sem "daily commuter" hitt verður nú alltaf, tja hvað skal segja, ekki neitt nauðsynjamál, svo maður leggur mest upp úr að halda þeim eiginleikum sem gera þetta jafn þægilegt apparat og það er nú í hinu daglega lífi. Hvað sem því líður, þá er hið besta mál að MMC Pajero/Montero er að fá uppreisn æru hér á landi. Þetta eru í sjálfu sér ágætar tíkur, nánast bilanafríar, eins og ég hef tekið fram á einhverjum spjallþræði áður, og þessi gamla 2,8 vél er svona svipuð og gömlu 3,3 Patrol vélarnar hvað endingu snertir. Með góðri meðferð rúllar þetta 3 – 500 þús.km Hinsvegar viðurkennir maður að hún er gamaldags hönnun, yesterday olíuverk, tímakeðja og svo framvegis. En maður þarf í sjálfu sér ekkert að gera fyrir þá til að setja 33" undir, bara skrúfa aðeins upp að framan. Hinsvegar drulla þeir sig minna út með brettaköntum og eru auk þess skárri að horfa á þá!
21.11.2003 at 06:45 #480988Sammála þér Glanni með þetta blað. Ég er búinn að kaupa það í ein þrettán ár í áskrift og svoleiðis kostar blaðið fjórðung eða minna af því sem maður þarf að borga fyrir það í lausasölu. Þetta er skemmtilega skrifað og margt kemur þarna fram sem að gagni má koma. Hafa einhverjir fleirri en ég tekið eftir spilakkeri, sem er oft auglýst þarna og heitir Pull Pal? þetta er svolítið öðruvísi en þau sem haður hefur séð hér og væri gaman ef einhver kunnáttumaður myndi skoða þetta. Ég er sjálfur með spilakkeri sem Freysi vinur okkar allra hannaði á sínum tíma, en það er dálítið fyrirferðarmikið en feikigóð græja og svínvirkar.
kv.
gþg
19.11.2003 at 17:19 #480880Ja, hérna. Þetta byrjar allt með Pajero og nú komið út í Hi-Lux. Nú, en hvað um það. Hafandi átt breyttan Hi-Lux í nærri sjö ár, þá vantar mig satt að segja oft skúffufjandann, þar getur maður látið allan fj….. hvort sem það er lykt ef því eða það óhreint o.s.frv., o.s.frv. En gamli minn var að vísu með 2,8 vél og ARB túrbínu, 3" pústi, Iveco-millikæli og ýmsum slaufum öðrum. Freysi taldi hann skila milli 150 og 160 truntum eftir að Árni Páll var búinn að fara um hann höndum. Held varla að þessi nýi mótor sé að gera það sama með þessum microchip sem er settur í eldsneytiskerfið á honum. En vitið þið hvort þessi bílar sem verið er að flytja inn núna eru framleiddir í Evrópu? Einu sinni var VW að setja þá saman fyrir Toyota og markaðssettu hluta framleiðslunnar sem VW Taro. Margir eru nefnilega búnir að missa allt álit á VW vegna óþolandi bilanatíðni. – En, af öllum þeim mörgu fjórhjóladrifsbílum, sem ég hef átt, er best að aka Pajero en Hi-Luxinn var nú sá sem var duglegastur, á því er enginn vafi í mínum huga og væri ég að fara aftur út í breyttan bíl held ég myndi skoða þann kost mjög vel. Hinsvegar var ég að prófa Nissan Double-Cab í gær með 133 hö vél og það er vissulega athyglisverður bíll. Helsti gallinn á honum er að aftursætin nýtast bara alls ekki vegna plássleysis.
19.11.2003 at 16:26 #480970Segið mér eitt – er enginn að selja Nitto hérna? Manni skilst að þau séu að gera sig í USA þetta nýja munstur. Vitið þið dekkjasérfræðingar eitthvað um málið? En hvað varðar innflutning á litlu magni þá hef ég unnið talsvert við innflutning sjálfur, m.a. á hjólbörðum, og efast hreinlega um að þetta borgi sig og vísa m.a. í það sem Björgvin Rich. segir hér að framan. Það er ótrúlega mikið pappírsvesen í kring um þetta, skilagjald, vörugjald, e.t.v. sérskoðun ofl.
kv.
19.11.2003 at 16:20 #480876Ég nýt þeirra forréttinda að eiga góða að hvað varðar jeppabreytingar, hvort sem það yrði nú Gráni gamli eða nýr Hi-Lux. Hitt er annað mál, að mér finnst framendinn á Hi-Lux ekkert vera sérstaklega "þróaður" hvað fjöðrun snertir ef þetta er gamla Panhard stöngin (Panhard-rod) eins og þessi snerilfjöðrun með torsion-bar langsum eftir bílnum heitir víst á tæknimáli (stundum kennd við Jaguar). Eða er greyið kannski kominn með gorma að framan? En þá kemur þetta vandamál með frúna og sætaskammirnar í Toyinu. Þegar fólk er búið að venjast sætunum í Pajero er það ekki tilbúið til að sitja í hverju sem er! Svo það er fleira en s´veifin á manni sem þarf að uppfylla kröfur hjá hinu fríðara kyni!
-
AuthorReplies