Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.01.2004 at 06:15 #193395
Í tilefni af Dakar Rallinu hefur verið sett upp Mitsubishi bílasýning í Smáralind. Sýningin mun standa yfir meðan á ralli stendur og e.t.v nokkrum dögum lengur.
Sýndir verða fjórir bílar í einu og áhersla lögð á Pajero, Outlander og Lancer. Auk þess var komið fyrir DAKAR jeppa, framleiddum af starfsmönnum HEKLU á fyrstu dögum þess árs.
Söludeild MMC verður með starfsfólk, alla daga þegar mest traffík er um húsið. Samstarfsaðilar í þessu verkefni er m.a. Opin Kerfi.
Þess má geta að rallið gengur vel og eftir sérleið dagsins, nr. 5 af 18. á Mitsubishi 8 af 20 efstu bílum í flokki jeppa, og þar af bæði fyrsta og annað sæti.
Staða 9 efstu eftir sérleið númer 5 sem lauk um hádegi í dag.
1 203 PETERHANSEL / COTTRET MITSUBISHI 4h 26′ 31″ 00′ 00″
2 201 MASUOKA / PICARD MITSUBISHI 4h 32′ 43″ 06′ 12″
3 212 DE MEVIUS / GUEHENNEC BMW 4h 42′ 04″ 15′ 33″
4 207 ALPHAND / MAGNE BMW 4h 42′ 28″ 15′ 57″
5 208 DE VILLIERS / JORDAAN NISSAN 4h 42′ 36″ 16′ 05″
6 202 MC RAE / THORNER NISSAN 4h 42′ 43″ 16′ 12″
7 200 SCHLESSER / LURQUIN SCHLES-FORD 4h 44′ 30″ 17′ 59″
8 206 BIASION / SIVIERO MITSUBISHI 4h 45′ 00″ 18′ 29″
9 259 AL ATTIYAN / BARTHOLOME MITSUBISHI 4h 51′ 20″ 24′ 49″
04.01.2004 at 18:04 #483312Þeir feðgar, Rögnvaldur og Árni Jón í Norðurtaki ehf. eiga einn L200 á 38" sem þeir eru búnir að nota heil ósköp og þótt þeir séu reyndar snillingar við að halda hverju sem er gangandi, þá held ég að þessi bíll hafi gert það gott hjá þeim. Tel satt að segja að þeir væru löngu búnir að losa sig við hann annars. Mig minnir að þessi bíll sé annað hvort 2000 eða 2001 árgerð. Líklega eru þessir bílar vanmetnir og töluverður hópur haldinn fordómum gagnvart þeim, sem eru ekki byggðir á rökum.
04.01.2004 at 16:19 #483300Hef það eftir Þingeyingi, að í Bárðardal hafi menn verið að nota framan af nafnið Nýi-Jökuldalur um Nýjadal. Vafalaust verður rifist um þetta, en það er líkt og með Lyngdalsheiðina, sem kunnugir segja að sé alls ekki þar sem venjan er að tala um Lyngdalsheiði (Gjábakkaveg, Laugarvatnsvallaveg) að málvenja almennings er kannski ekki í takt við fræðimenn og "kunnuga heimamenn". Þessi sami Þingeyingur sagði mér líka varðandi Vatns – Wattsfell, að mönnum hafi ekki þótt viðeigandi að nota erlenda nafnstofna í íslensk örnefni (á þjóðernishroka/Hriflu-Jónasar tímanum) framan af tuttugustu öldinni og kannski lengur. Þessi heimildarmaður minn gat ekki um Lokatind, en líklega er ástæðan áþekk. Það verður gaman að fylgjast með framvindunni þarna. Las fyrir nokkrum árum grein eftir Hjalta Kristgeirsson, þáv. ritstjóra Árbókar FÍ um örnefni, en hann var þar eindregið þeirrar skoðunar, að menn ættu ekki að búa til örnefni þar sem þau hefðu ekki verið til áður. Staðsetningartækni nútímans kæmi í staðinn fyrir örnefnaþörfina á fyrri öldum. Tja, þetta var hans skoðun, ekki ætla ég mér að gera hana að minni að svo stöddu.
03.01.2004 at 21:12 #483054Ef ég skil þig rétt, Stebbi, þá ert þú að tala um endurnýjunartíma (km) á 2500 vélinni. Þetta hafði ég reyndar eftir Pajero-sérfræðingi á þjónustuverkstæði Heklu, sem ég held að viti nokkuð hvað hann er að segja. Hinsvegar skilst mér að vélarnar, sem voru framleiddar í Japan, hafi verið miklu betri en þær Taiwan-produceruðu. Þannig að bílar eldri en 1995 (minnir mig) geta verið með mun betri líftíma á vél. Ég er búinn að eiga tvo 2500 og einn 2800 Pajero og líki því ekki saman hvað mér finnst þessi 2800 bíll betri, enda er mun meira í hann borið, til viðbótar við vélina. En þetta með þungann passar ekki við skráningarskírteinin í mínum bílum, hvernig sem á því stendur. Hinsvegar þótti mér skrítið að þegar ég keypti þennan sem ég er á núna í nóvember 1999, þá var hann nærri 100 kg léttari skv. skráningarskírteini en 2500 bíll árg. 1997 sem ég átti á undan. Þetta getur nefnilega munað peningum fyrir mann í sambandi við þungaskatt ef einhver della er í gangi þarna. Mér hefur alltaf þótt undarlegt að LC 90 skuli vera innan við 2 tonnin á skráningarskírteini miðað við það sem Pajero er skráður á, þetta eru það svipaðir bílar að stærð. Einhver vildi meina að grindin í Pajero væri svo mikið þyngri. Trúi því hver sem vill.
kv. gþg
03.01.2004 at 21:01 #483204Hef góða reynslu af ARB-túrbínu frá Benna. Þær koma inn á lægri snúningi en original Toyota, en eru að vísu svolítið stærri og fyrirferðarmeiri.
02.01.2004 at 20:52 #483014Það fer eftir því hvað jarðeðlisfræðingurinn telur vera vörubíla og hvað jeppa – hvar skilin liggja. VW Touareg verður líklega seint talinn til vörubíla, erlendis er hann flokkaður sem Sports Utility Vehicle, sem er jú eitthvað víðtækara en við köllum jeppa. Nissan Armada er varla vörubíll heldur, 7 farþega tæki á stærð við Toyota Sequoia eða Ford Expedition. En allavega myndi æruverðugur lögvitringurinn BÞV líklega kalla fjöðrunarbúnað þessara bíla þróaðan. Vertu ekki annars svona fjári geðvondur, Einar.
02.01.2004 at 10:07 #483010Þessi bíll virðist hafa fengið góða dóma í westrinu, en þeim þótti hinsvegar sem Armada, sem er með sömu vél og gírkassa og Titan, hefði betur verið með svipaðan afturenda og pick-upinn, þ.e.a.s. heila hásingu. Þeim þótti hann reka belginn full mikið niður. Enn lakari þótti þeim Isuzu Axiom og Ascender sem og Durango. Porsche Cayenne var í þriðja sæti og féll aðallega á stífri fjöðrun í "trail" akstri og einnig var spólvörnin ekki að virka. VW Touareg var í öðru sæti, þótti líka of stífur og eitthvað voru þeir að setja út á stjórntæki fyrir A/C ofl. þess háttar hnappavandamál. Spólvörnin virkaði hinsvegar mun betur á VW en Porsche þótt þessi mekanik eigi að vera nánast sú sama. Annars var greinilegt að þeir voru hrifnir af voffanum. Jæja, þetta segja þeir í ammríkunni.
01.01.2004 at 18:34 #483168Sælinú og gleðilegt ár.
Slöngurnar, sem fylgja ARB – lásunum eru að mig minnir ekki neitt sérstaklega merkilegar. Þegar þær fóru í sundur hjá mér á sínum tíma (gera þær það ekki hjá öllum?) þá fékk ég mér gasslöngur, sem að vísu kosta eitthvað dálítið og setti þær í staðinn. Maður þarf bara að gæta þess að nægilegur slaki sé á þeim til að taka við þeim hreyfingum, sem verða á drifhúsinu á bílum með röri. Ef það er hinsvegar fast uppi í grind, eins og það er að framan í klafabílum og að aftan í bílum með sjálfstæða fjöðrun á þeim endanum, þá er bara að ganga vel frá lögninni á stöðum, þar sem hún verður síst fyrir hnjaski af grjótflugi, klakamyndun og því um líku. kv.
31.12.2003 at 19:21 #482964Já, þetta með blessað pelastikkið, "enska" útgáfan er líklega þekktari hér en sú hollenska, enda er sú útfærsla kennd í sjómannafræðslunni, tja, það sem ég þekki, vel að merkja. Eins og fordman lýsti hér ofar á þræðinum, eru kósarnir mikið notaðir til sjós og það er áreiðanlega ekki að ástæðulausu og nokkuð sem reynslan hefur kennt mönnum. Kósarnir eru hinsvegar yfirleitt úr stáli og því geta þeir verið viss hætta ef eitthvað brestur eða slitnar. Réttlætingin fyrir að nota þá hlýtur því að liggja í því að tógið slitni síður ef þeir eru notaðir og það er út af fyrir sig góð og gild röksemd. Já, og splæstar lykkjur eru auðvitað mun betri en hnýttar lykkjur, um það deilum við áreiðanlega ekki. Hitt er kannski málið sem ég var með í huga, að þegar þú færð tóg í hendur þegar draga þarf bíl, er það kannski ekki endilega eitthvað sem þú hefur útbúið sjálfur og þarft því að bjarga þér og vera fljótur að því. Þá er nauðsynlegt að kunna að hnýta rétt pelastikk, nú eða annan jafngildan hnút, sem er bæði fljótlegt að hnýta og auðvelt að leysa og er ekki mjög hættulegur tóginu. Fjallamannaáttuna þekki ég bara því miður ekki, kannski stafar það einfaldlega af því umhverfi sem maður hefur lifað og hrærst í um ævina. Já, og þetta með efnið sem tógið er úr, ég tek undir með jarðeðlisfræðingnum að maður verður að forðast sumar gerðir af tógi og ég nefndi hér ofar eina gerð, sem ég bið menn enn og aftur að forðast. Teygjanlegu tógin eru afskaplega hentug við flestar þær aðstæður, sem við erum að baksa við í jeppamennskunni. Hinsvegar getur líka verið gott að hafa þjált tóg sem ekki teygist, eins og t.d. stímuðu tógin utan um kjarna úr nylon. Svo langar mig að nefna eitt, sem hér hefur ekki verið nefnt, en það er að menn verða að forðast í lengstu lög að tengja saman spilvír, hvort sem hann er nú úr venjulegum vír eða dynex, og teygjanlega spotta. Af slíku hafa orðið slys og óhöpp. Ég hef að vísu einu sinni neyðst til að nota saman spilvír og spotta, en þá var ég einn á ferð og hafði ekki aðra til að drepa og bíllinn stóð nánast upp á endann hjá mér með afturendann ofan í læk og því hefði draslið endað undir bílnum hjá mér ef eitthvað hefði bilað, sem það gerði reyndar ekki en það var glópalán.
Enn og aftur áramótakveðja til ykkar allra.
31.12.2003 at 10:45 #483088Ég spyr nú eins og Hjölli – er verið að tala um Oldsmobile dæmið hjá GM? Reyndar gáfust þeir GM – menn upp á því að framleiða diesel vél í henni ammríku, og fólu dótturfyrirtækinu Isuzu að gera það og þeir komu með Duramaxinn, sem manni er sagt að sé ágætis rokkur.
En varðandi vél í Patrolinn, ef hann Hlöðver í Japönskum vélum getur ekki fundið þær, þá er trúlega erfitt að ná þeim.
Áramótakveðja af Króknum.
31.12.2003 at 06:35 #483082Ja, sko, frá mínu sjónarmiði er nú aðalástæðan fyrir vélarvanda þess ágæta bíls Nissan Patrol skrifborðsvísindin í Brussell. Þessir bílar eru framleiddir fyrir markaðina í Austur-Asíu og Ástralíu með rúmlega fjögurra lítra vél, sem er náttúrulega afskaplega heppileg stærð fyrir þá og Nissan framleiðir góðar dieselvélar, það er enginn vafi. Einhver sagði mér að Patrolarnir sem hér væru á markaði væru settir saman á Spáni (?) og vel má það vera rétt. Það væri þeirra aðferð til að komast hjá verndartollakerfinu hjá Evrópusambandinu. En þá sæju skrifborðsbullurnar í Brussell til þess að þeir fengju ekki að hafa almennilega vél í bílunum, til að gera þeim eitthvað til bölvunar. Því hefðu þeir verið neyddir til að setja þessar ágætu fólksbílavélar í þá, sem eru náttúrulega góðar til síns brúks en alltof litlar í svona bíl. 3ja lítra vélin sé svo einhver nauðvörn, en hún hefði upphaflega verið hönnuð fyrir Pick-up bílana og Terrano II. Hvort sem þetta eru nú bara kjaftasögur eða sannleikskorn í þeim, þá veit ég fyrir víst að þessi fjögurra lítra 6 cyl. vél er til og seld þarna austurfrá og hitt er alveg kristalklárt að Nissan Patrol er sterkur og góður bíll og ef hann væri fáanlegur hér með þessari stærri vél væri þetta bíll sem að mínu mati er ekki síður eigulegur en LC 100.
31.12.2003 at 06:21 #482956Góð ástæða til að þakka Stefáni Fordman fyrir hans innlegg. Sjómenn læra bæði af eigin reynslu og félaga sinna hvað er í lagi varðandi tóg og víra, enda eiga þeir oft líf sitt undir því að hvorttveggja sé rétt meðhöndlað. Tek líka undir með honum með að rétt hnýtt pelastikk á ekki að vera hættulegt við venjuleg skilyrði. Mig langar til að bæta við í sambandi við tóg og víra, að menn þurfa að passa sig á að það komi ekki "bragð" á tógin (og enn síður víra) því þá kemur brot í efnisþræðina og veikir ótrúlega mikið. Það er sérlega hætt við þessu ef ekki er rakið rétt úr rúllunni þegar spottinn/vírinn er tekinn nýr til notkunar. Ef maður kaupir spottana í veiðarfæraverslunum, þá eru afgreiðslumennirnir vanir að umgangast kaðla og víra og vita hvernig á að gera þetta. Hinsvegar eru kaðlar og tóg selt víðar og þá oft af fólki sem veit ekkert í sinn haus um hvernig á að umgangast þessar vörur. Svo er eitt enn, forðist "filmukaðla" en þeir eru oftast bláir. Þeir eru ódýrir, en þola illa sólarljós og veikjast hratt og ættu aldrei að vera notaðir sem dráttartóg í bíla.
Að endingu óska ég ykkur öllum gleðilegs nýs árs, sem virðist ætla að fara vel af stað hvað snjó snertir – um leið og ég þakka skemmtilegt spjall á árinu, sem er að verða búið.
31.12.2003 at 06:07 #483036Það er talsverður munur á 2.500 og 2.800 vélunum. Sú stærri er t.d. með keðjudrifinn knastás og vinnur á lægri snúningi. 2.500 vélarnar voru auk þess settar saman á Taiwan eins og L200 bíllinn, sem er með þessari sömu vél. Stærri vélin virðist líka vera að endast mun betur, það þarf að líta alvarlega á 2.500 vélina eftir 120.000 km venjulegan akstur en hin er með allt annan líftíma. Hvað er nóg í dekkjastærð – það fer eftir því hvernig þú ætlar að nota bílinn. Þú ferð náttúrulega ekkert út af malbiki á bíl sem er tvö og hálft tonn á 33" dekkjum. Hinsvegar er hann miklu meira sjálfbjarga í þæfingsfærð á götunum á 33" heldur en á 32", það segir sig sjálft.
30.12.2003 at 15:39 #482938Það er auðvitað hárrétt hjá SkúlaH að ef vel er gengið frá svona lás (þarf ekki endilega að vera hörpulás- hefurðu verið á sjó, Skúli?) þá á hann ekki að vera hættulegur. Satt að segja voru það nú dráttartóg, sem seld hafa verið á bensínstöðvum með kepjuspotta og járnkrók sem mér er sérstaklega í nöp við. Eftir að hafa horft á óhöpp vegna svona búnaðar í nokkur skipti verður manni ósjálfrátt meinilla við dótið. En splæsing er nokkuð vandasöm og krefst kunnáttu, sem ég held að jeppamenn búi ekki almennt yfir, því miður, og góður splæsingamaður þarf að æfa sig fjandi mikið áður en hann verður góður. En vel splæst lykkja er öllu betri á endann á spotta, hvað góður sem hann er að öðru leyti.
30.12.2003 at 06:47 #482902Þetta er held ég ekki mikið mál. Skömm frá því að segja að ég hef aldrei kíkt á hvernig hann Grímur tengdasonur minn leysti þetta á bílnum sínum, en hann er með einhverja ameríska Air Condition dælu hjá sér sem virkar fínt. Mér finnst líklegt að hann myndi leyfa þér að sjá þetta hjá sér ef þú bjallaðir í hann (hef reyndar ekki spurt hann!)
30.12.2003 at 06:41 #482930Sælir þið "fjandvinir" Lúther og BÞV
Reyndar er ég nokkuð oft í borginni og þarf ekki jólin til. Þekki BÞV ekki einu sinni í sjón þótt ég hafi gaman af að rífa kjaft við hann eins og aðra Lýtinga. Fer því varla að banka upp á hjá bláókunnugum manninum til að fá að sitja í bílnum hans. Hinsvegar er ég svo vel settur að eiga góðan kunningja sem heitir Jóhannes Jóhannesson og á samskonar bíl. Hef reyndar ekki enn sest upp í bílinn hans, en skriðið undir hann! Þann mann þarf víst ekki að kynna félögum í 4×4 þótt hann sé minna á vefspjallinu en BÞV. En svo maður fari nú á játningastigið, þá er draumabíllinn minn Ford F250 með 6 lítra PowerStroke, á 44" og með lóló. Eignast hann líklega ekki fyrr en í næsta lífi, ég er orðinn of gamall sjálfur til að geta réttlætt svoleiðis fjárfestingar miðað við tekju- og eignastöðu. En maður er ekki orðinn í alvöru gamall fyrr en mann hættir að dreyma………..
30.12.2003 at 06:31 #483006Ekki spyr ég nú að hógværðinni hjá Lýtingum. BÞV ætti nú að skoða hvaða dóma MMC Montero fékk hjá Four Wheeler þegar hann var prófaður síðast. Af því að ég veit að hann les Four Wheeler líka, þá væri allt í lagi að hann færi yfir alla greinina um FWOTY 2004 upp á það að gera hvernig "þróuð fjöðrun" kemur út í neðstu bílum í prófuninni. Ekki sakar að minna á að það er rör að aftan undir Lexus/Land Cruiser. Varðandi nafnið á "heiðarbýli" BÞV þá lærði ég þetta Nornabælisheiti af JÖRFÍ mönnum, hvaðan sem þeir hafa haft það. Hef reyndar ekki komið þarna nema einu sinni. Þá var þetta heldur ókræsilegt að sjá miðað við það sem það er víst orðið núna. En líklega er BÞV a.m.k. frímúrari fyrst hann fær að hafa skálann þarna óáreittur! Kannski er ástæðan sú að þetta svæði er víst utan sveitarfélaga?
30.12.2003 at 06:20 #483028Satt að segja er hægt að setja 33" undir Pajero árgerðir 1997 – 1999 án þess að gera nokkurn hlut. Það er hinsvegar betra að skrúfa þá upp að framan um þrjá hringi á skrúfunum og setja undir gormana að aftan. Svo fer þetta auðvitað betur með brettaköntum. En þetta er ekki mikið mál. Er sjálfur með 33" undir mínum, sem kom á göturnar um mánaðamótin okt/nóv 1999. Drifhlutföllin óbreytt, þ.e. 1:4,88 og kemur ágætlega út, en bíllinn er reyndar beinskiptur hjá mér. Árni Páll á Eldshöfða 15 gerði þetta á mínum bíl og var snöggur að því.
29.12.2003 at 21:01 #482920Ekki snúa út úr HarSv. Er ekki alveg að skilja hvernig þú túlkar mitt innlegg þannig að ég sé að tala eingöngu um teygjanlega spotta. Dynex er alveg sér mál, það vitum við flestir held ég. Ef fleiri eru með svona forrit í hausnum þá er líklega rétt að ég segi það eins greinilega og ég get á minni landsbyggðaríslensku, að með því að hafa fleirri en einn spotta vil ég hafa BÆÐI teyjanlega og ekki teygjanlega spotta. Dynex ber af hvað styrkleika snertir, á því er enginn vafi. En það kostar peninga. Það getur hinsvegar borgað sig að kaupa það sem er dýrt þegar allt er skoðað.
29.12.2003 at 20:55 #193362Tímaritið Four Wheeler hefur valið FWOTY 2004 og það er Lexus GX470, sem er að grunni til sami bíllinn og við þekkjum sem Toyota LandCruiser 90/120. Bíllinn sem boðinn er þarna vestra er þó (að sjálfsögðu þar) með v8 vél. Fjöðrunarbúnaðurinn (sem Nornabælisbóndi myndi af lítillæti sínu kalla þróaðan) er þó sá sami og við þekkjum í LC bílnum á Evrópumarkaði. Í öðru sæti var svo VW Touareg og fékk mun betri dóma en Porsche Cayenne, merkilegt nokk. Alls voru 7 bílar prófaðir, lakastir reyndust Isuzu Ascender og Axiom. Durango í 5. sæti, Nýi, stóri Nissan Pathfinder Armada í fjórða, Porsche í þriðja. Gaman að fylgjast með þessu.
-
AuthorReplies