Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.02.2004 at 15:12 #487358
Mig minnir að lendingin hafi orðið sú að eftirlitið samþykki bodyhækkanir upp að 100 mm (4") Hinsvegar eru til upplýsingar um þetta sem okkar frábæra tækninefnd hefur tkeið saman á heimasíðunni.
31.01.2004 at 21:51 #486418Kannski óviðeigandi að koma með spurningu um Volvo "Laplander" (sem heitir það nú víst ekki hjá Volvo). Einhverntíma sagði mér náungi, sem þóttist kunnugur í veldi Karls Gústavs, að þeir væru bara framleiddir þegar konunglega sænska herinn vantaði svona bíla, sem væri ca. á 10 ára fresti! En þetta var áður en Ford-veldið eignaðist Volvo, sænska þjóðarstoltið, sem einu sinni var og GM eignaðist Saab-Scania. Nú spyr ég eins og fávísum er títt; veit einhver hvenær svona bílar voru síðast framleiddir og hvort þeir verði framleiddir oftar?
31.01.2004 at 21:39 #486480Þetta voru góðir pistlar hjá ykkur, ágætu félagar. Á sínum tíma, þegar fólk var að byrja að þreifa sig áfram með þessa kúnst, að aka ofan á snjónum með því að hleypa úr dekkjum, þóttu 33" dekk á sínum tíma bara fjári miklir barðar og maður þóttist bara maður með mönnum með slíkar "blöðrur" undir gamla Bronco (og ekki stóð nú á gagnrýninni hjá þeim sem fundu þessu allt til foráttu). Maður fylgdist með þessum köppum, sem ruddu brautina, Bigga Brynjólfs, Eiríki Kolbeins, Adda Hermanns, Valda rakara og síðast en ekki síst Hafþóri Ferdinands og reyndi að apa eftir þeim og það tókst nokkuð bærilega. Nú, samhliða þessu kom svo leiðsögutæknin, ég á ennþá loran-tækið mitt, sem nú er ónothæft, þar sem maður hafði ekki annað en cross-track error til að keyra á milli punkta. Nóg um það, en á þessum tíma voru menn bara að prófa sig áfram, stundum voru teknir sénsar eins og gengur, en einhvernveginn slampaðist þetta. En menn prófuðu sig áfram og reyndu að hjálpa sér sjálfir. "The frontier spirit" eins og þeir segja í ammríkunni!. Ekki gera alltaf kröfur til annarra, prófa sig áfram, en ætla sér af, treysta á sjálfan sig. Svo vil ég bara skrifa undir það sem Vals segir í sínum pósti.
kv.
30.01.2004 at 07:39 #486350Þetta Hummer concept er nú óðum að flækjast. Upphaflega var þetta hannað sem herbíll og átti að verða ekki lakara tæki en t.d. M37. Herinn kallaði þetta HMMWV minnir mig og GI-arnir skírðu hann náttúrulega strax Humvee. Nú, þetta með að kasta honum niður með fallhlíf og svoleiðis á náttúrulega við herbílinn, en hann er reyndar til í alskonar útfærslum. Nú, þessi bíll þótti ansi öflugur og þegar menn komu til baka í civil life eftir service þá langaði margan manninn til að komast yfir svona bíl til að nota prívat fyrir sig, en það var ekki auðvelt. Þá tók AMG sig til og hannaði aðra útfærslu á bílnum og kallaði hann Hummer (sem núna er H1) Það er sú gerð sem menn þekkja hér. Nú, svo kom þar sögu að General Motors keypti það sem þeir áttu ekki í AMG og nú er þetta alfarið GM bíll. Þá fóru þeir að flippa og hönnuðu t.d. H2, sem er bara ljót yfirbygging ofan á 2500 pickup undirvagn og ekkert sambærilegt tæki við alvöru Hummer nema nafnið. Nú er víst H3 kominn langt á veg í framleiðsluferlinu og er sá minni en H2. Já, og maðurinn sem minntist hér að ofan á Torsen læsingarnar, þá er virkar þetta víst eins og hann lýsti réttilega, ef bíllinn grípur spól, þá er tiplað á bremsurnar og hjólið sem snýst meira en hin læsist. Úrhleypibúnaðurinn á Hummer virkar, en vafalaust er hann rándýr í viðhaldi.
29.01.2004 at 16:34 #486358Ég held ég verði bara að útnefna Sigurð Úlfar eða Rúnar Jóns sem sérstaka fulltrúa mína á svæðinu, eins og alla aðra daga! Hef bara ekki tíma til að keyra suður núna. Látið þið bara Björn Þorra ekki gorta of mikið!
29.01.2004 at 06:53 #486244Flottar ferðir og allt það hjá Eyfirðingum eins og þeirra er von og vísa. En, er ekki allt almennilegt fólk hætt að éta þennan andsk….. þorramat? Ég var að horfa á í verslun súrt hvalrengi (ojbarasta) og það kostaði 2.490 kr. kílóið! Svo var eitthvað fleirra af óætu spiki af vegarollum sem var búið að liggja mánuðum saman í einhverju gráhvítu glundri á lítið lægra verði. Er ekki eitthvað að fólki sem borgar fyrir að éta svona lagað?
28.01.2004 at 20:22 #486186Mikið skelfing varð ég feginn að sjá að Freysi er á lífi ennþá. Freysi minn, það er búið að vera gler hérna inni í skáp hjá mér með einhverju skosku sulli í mörg ár og átti að nota þegar þú kæmir í heimsókn næst?
Kveðja frá Ólsaranum.
27.01.2004 at 15:04 #485998Og svo höldum við að skerið okkar sé eitthvað spes……..
26.01.2004 at 20:28 #477818………….. og nú um Nitto Mud Grappler, sem virðast vera að gera sig í USA. Sjá m.a. mynd á bls. 70 í mars hefti Four Wheeler. Er einhver að flytja þetta inn hér?
kv.
26.01.2004 at 18:15 #486030Hef fyrir satt að kolsýra sé mikið notuð af herjum hinna ýmsu landa í hjólbarða herbíla, einkum þegar þeir þurfa að starfa við miklar variationir í hæð yfir sjávarmáli og/eða hitasveiflur. Sömu heimildir sögðu mér að kolsýra skemmdi alls ekki dekk, nema sömu fyrirvarar voru gerðir og hér að ofan með að frysta ekki dekkin (eða slöngur, þar sem þær eru notaðar). Kolsýran en miklu stabílla efni en andrúmsloftið, en mér er líka sagt að það "fjaðri" minna. Þetta hljómaði a.m.k. mjög trúlega í eyrum þegar viðkomandi maður var að segja mér þetta. Einar Kjartansson á nú að vita þetta, jafn sprenglærður og hann er í eðlis- og efnafræði, þannig að ég trúi því sem hann skrifar hér að ofan fyrst hann segir það!
26.01.2004 at 13:28 #485580Eru menn í alvöru enn í dag að tala niður til kvenna á jeppum? Allavega tek ég það óstinnt upp ef einhver er að hnýta í dætur mínar, sem KUNNA að keyra jeppa, bæði á 38" og 44" ef því er að skipta. En, by the way, það herðir nú alltaf á sér gamla Bronco hjartað í manni þegar maður les um vel búinn Bronco með hvort heldur er 302 eða 351 cid vélum. Reyndar var minn gamli bara með 200 cid línusexu, en þá þekktust heldur ekki þessi alvöru dekk. Hvað um það, góða ferð stelpur og góða skemmtun.
26.01.2004 at 13:22 #485986Mæli með að þú skoðir kort af austanverðu kanada svona til að leiðrétta smá landfræiðlegan misskilning. Það munar dálitlu á Newfoundland og Labrador.
25.01.2004 at 18:38 #485736Veistu um gjaldskrá fyrir sona skráningar?
24.01.2004 at 11:00 #193564Hefur einhver breytt nýja Musso-pickup bílnum frá Benna?
Í fljótu bragði sýnist manni að þessi bíll sé með kosti „upptíninganna“ en ekki gallana, þ.e. góða innréttingu og sæti og annan búnað sem gerir lífið þægilegra. Sögurnar, sem maður heyrir hinsvegar af Musso eru ansi misjafnar, en alltaf hefur maður í huga að sumir eru talsvert íhaldssamir á tegundir og eins og oft má sjá hér á vefspjallinu, eru líka í gangi talsverðir fordómar í garð einstakra tegunda.
21.01.2004 at 06:44 #484720Þarna til viðbótar kemur að Hannesarnir hjá okkur eru svo að barna reglurnar frá Brussell til að gera þær ennþá vitlausari. Sbr. þegar lögregla og skoðunartittirnir hjá Frumherja eru að halda því fram að það verði að hafa hlífar yfir kösturunum þegar ekið er innanbæjar og á þjóðvegum BARA Á JEPPUM, svo stendur þetta ekki einusinni í reglugerðarkjaftæðinu, eins og sýnt var fram á hér ofar! BÞV, hvern fjárann eruð þið að læra í lögfræðinni þarna vesturfrá???? Er kannski sér lögfræði fyrir þá sem ætla að verða Hannesar hjá ríkinu?
21.01.2004 at 06:39 #483290Hvenær í andsk…… sefur þú Björn Þorri?
20.01.2004 at 16:16 #485174Eru menn ekki með bókina hans Jóns Snædal við hendina?
20.01.2004 at 14:53 #485010Það má segja að það felist viss heiðarleiki í því hjá óla að gangast við því að vilja ekki taka þátt í þeim kostnaði sem felst í tilveru skálanna. Það er svo annað mál, hvernig sálarlífið er hjá því fólki sem ætlast til að allir geri allt fyrir þá án þess að þeir taki nokkuð á sig, njóti ávaxtanna af tilkostnaði og erfiði annarra og finnst það bara sjálfsagt. Frelsið er ágætt, en það hlýtur að takmarkast við það að ganga ekki á rétt og/eða eigur annarra. En þessi punktur, sem SkuliH kemur með gagnvart því hvaða augum blessaðar sveitarstjórnirnar líta það ef skálarnir eru læstir, er meira en þarfur. En Skúli, mér finnst einhvernveginn að margir skálar séu innan þjóðlendnanna og þar með utan við áhrifasvæði sveitarfélaganna? Kannski er ég að misskilja eitthvað þarna, en þetta er mikilvæg ábending hjá þér, Skúli.
18.01.2004 at 21:12 #484712Mér sýnist að ég eigi sálufélaga þar sem "fjallið" er. Nákvæmlega það sama og ég hef lent í. Þó margt hafi batnað varðandi skoðun á bílum frá því gamla Bifreiðaeftirlitið var og hét, þá eru enn við störf í þessum bransa menn, sem virðast fá kikk út úr því að gera fólki lífið leitt að óþörfu. Þess vegna var líka flott að fá þessa tilvitnun þarna í vef Umferðarstofu, því þar er þetta allt saman svart á hvítu og semsagt tóm þvæla að það séu bara flutningadrekarnir, sem mega vera með toppljós. Og þetta með hlífarnar er bara bull og þvæla samkvæmt þessu?
Svo vil ég taka undir þetta með þokuljósin að aftan. Það eru alltof margir sem misnota þau.
18.01.2004 at 21:04 #484772Hann Freyr Jónsson tæknifr. í Arctic Trucks er rétti maðurinn til að tala við um þetta.
-
AuthorReplies