Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.02.2010 at 20:56 #682752
Magnús Hallur: Ég var að reyna að setja inn í myndaalbúmið mitt mynd af fyrsta ökutækinu, sem ég hafði undir höndum. Svolítið er ég hræddur um að það hafi mistekist, þetta fór víst sem PDF-skjal, ég gat sjálfur látið það virka, en veit ekki hvort það virkar hjá öðrum. Ég er ekki nógu skarpur að setja inn í þetta kerfi hér á heimasíðu félagsins okkar. En ef þetta gengur, þá er þetta mynd frá árinu 1960 ( þegar yðar einlægur var á nítjánda ári!) og myndefnið er Willy´s CJ2A, en ég er ekki klár á því hvort hann var af árgerð 1946 eða 1947, minnir þó endilega að hann hafi verið árg.1947.
08.02.2010 at 20:48 #682196Við vorum einmitt að ræða þetta í okkar deild s.l. miðvikudag, og þá sérstaklega hvort hægt væri að koma á hagstæðum innkaupum á einhverjum grunnpakka í þessum efnum. Við þekkjum það vel sem höfum starfað í björgunarsveitunum, að viðurkenndur búnaður, sem hefur fengið álagsprófun e.t.c. er dýr, mjög dýr. Þessvegna er kostur ef hægt er að ná einhverjum kjörum á magninnkaupum.
Mig langar líka til að minnast á að ég var á sínum tíma alltaf með tvo planka á mínum bíl, meðan ég var að ferðast á fjöllum. Þeir komu sér stundum vel, m.a. ef bílar lentu í sprungum.
08.02.2010 at 20:39 #682302Hlynur, það er búið að láta fjölda af klafabílum á 38" dekk og þeir eru alveg að gera sig. Enda er HiLux meðal vinsælastu bílum til breytinga. Varðandi tegundir dekkja, þá er það áreiðanlega ámóta viðkvæmt umræðuefni eins og að bera saman Patrol og LandCruiser. Þar eru skoðanirnar trúlega jafn margar jeppamönnum!
08.02.2010 at 20:35 #682058Þessi skipting, sem er mjög ámóta og þýsku TipTronic – skiptingarnar, sem komu fyrst í dýrari bílum frá Þýskalandi að mér er sagt, svo sem Audi og M.Benz, kom einmitt í Pajero þegar hann birtist fyrst með sjálfberandi yfirbyggingu, heilsoðinni eða hvað menn vilja kalla það þegar yfirbyggingin hvílir ekki á sérstakri grind. Það byggingarlag er þekkt frá t.d. ekki ómerkari bílum en Grand Cherokee og Lada Niva. Þessi gerð kom fyrst fram sem 2000 árgerð. Mér skilst að eitthvað af næstu kynslóð Pajero/Montero/Shogun á undan séu líka skráðir sem 2000 árgerð. Við áttum á mínu heimili afskaplega lengi Pajero 2,8 sem við héldum alla tíð að væri árgerð 1999 og var það þegar Hekla tók við honum upp í annan bíl 6 ára gamlan. Þegar svo Hekla endurseldi hann var hann allt í einu orðinn 2000 árgerð. En hvað um það, þessi skipting þar sem maður getur skipt sjálfur upp og niður milli 5 gíra, eða látið skiptinguna sjá sjálfa um það, er ansi skemmtileg og nú orðið er þessi gerð skiptinga orðin ansi mikið ráðandi á markaðnum held ég, í minni sem stærri bílum.
30.01.2010 at 20:43 #680080Nú er mitt minni farið að verða takmarkað, eins og oft vill fara með aldrinum, en eitthvað rámar mig í að á fyrri hluta nýliðins árs hafi umhverfisráðherra (var það núverandi eða fyrri?) komið í fjölmiðla vegna hjólfara, sem hún hafði séð í eða við Þjórsárver. Man ekki nógu vel eftir umfjölluninni, en einhver ykkar man þetta áreiðanlega. Getur verið að í þessu sé verið að finna rótina að þessu bréfi?
10.01.2010 at 09:49 #675430Ætli JÖRFÍ komi ekki til með að eiga sína fulltrúa þarna? Hagsmunir þess ágæta félags eru jú ótvíræðir og í fyrstu útgáfu af skipulagi þessa svæðis varð ekki betur séð en loka ætti leiðinni inn í Jökulheima.
09.01.2010 at 09:54 #209696Sá í mogga dagsins í dag, að það er verið að auglýsa fund í túnfætinum hjá Olgeiri Engilbertssyni um slóðamál í afréttum Rangvellinga. Þessi fundur verður á mánudagskvöldið þ. 11.1. kl. 20:00 – Ég vona bara að okkar ágæti málsvari Jón ofsi Snæland sjái þessa auglýsingu.
08.01.2010 at 20:30 #674480Það þarf nú ekki að borga mikið bara fyrir svona alvöru dekk. Margir jeppar eru komnir á 20" og 22" felgu, fyrir nú utan 18" og dekk undir þá kosta síst minna en 44" dekk. Þvílíkt andskotans verð, sem er orðið á þessu. Voru ekki gjöld til ríkisins af hjólbörðum stórhækkuð núna um áramótin?
08.01.2010 at 20:26 #675092Hásingarnar þarna undir RAM-inum eru að mér sýnist greinilega Rockwell, þær voru m.a. í Studebaker-Reo tíu hjóla herbílunum sem kaninn kom með hingað til lands þegar þeir komu í seinna skiptið, þ.e. um 1950 og fóru að heita varnarlið í mogganum. Þessar hásíngar eru m.a. iðulega notaðar í Bigfoot trukkana þeirra í ammríkuhreppi, en eru gríðarlega þungar, en sterkar að sama skapi.
05.01.2010 at 20:40 #674580Það er nú það. Munurinn á 2000 árgerð af Trooper og Pajero liggur kannski fyrst og fremst í því, að Pajeroinn er fyrsta árgerðin af þessu nýja bodyi, þ.e. ekki með sjálfstæðri grind, heldur sjálfberandi yfirbyggingu og klafafjöðrun að aftan og framan og gorma allan hringinn. Trooper er hinsvegar byggður á grind og með heilt rör að aftan, snúningsfjöðrun að framan. Trooperinn hefur marga góða kosti, en helsti gallinn er sá, að hann er ekki á markaði lengur. Eitthvað hefur maður heyrt um að varahlutir séu að verða dýrir og torfengnir. Mekaniskir gallar við Trooper hafa verið fáir, en helst hefur það verið túrbínan, sem hefur veirð að hrella menn sem og einhver vandamál með kúplingu í beinskipta bílnum. Að mínu mati er Trooper nær því að kallast jeppi en Pajero, en sá síðarnefndi er þó í framleiðslu enn og talsvert til af þeim.
03.01.2010 at 16:06 #674046Ef mig misminnir ekki, þá er staðurinn þar sem þessir ferðalangar breyttu um stefnu, ekki langt frá þeim stað, þar sem Steingrímur Friðriksson, flugstjóri og vinur minn festi bíl sinn í sprungu fyrir ansi mörgum árum (gætu verið um átján ár?) og upp úr þeim atburði var Sprunguvinafélag Íslands stofnað.
03.01.2010 at 14:44 #674000Nú þekki ég ekki þessa vélargerð nema af umtali. Hinsvegar skiptu þeir hjá GM um vélar, eins og menn þekkja, hættu við þessa og fóru að setja niður Duramax-mótorinn í pickupana og Suburban, sem er eitthvað minni að rúmtaki, en meira afl tekið út úr kvikindinu. Duramax – vélin er frá Isuzu að mér er sagt (?) sel það reyndar ekki dýrari en ég keypti. Þeir, sem ég hef spurt, hafa látið frekar vel af henni. Hinsvegar skilst manni að 6,5 sleggjan sé enn notuð í hernaðarútgáfuna af Hummer og standi sig bara vel í þeim, eru sumar útgáfurnar af HMMWV þó ansi þungar að manni skilst.
29.12.2009 at 18:51 #673326Var á sínum tíma með ljósaboga og tvo 210W kastara, hvorutveggja frá Bílabúð Benna svona rétt við þar sem framhurð og afturhurð mætast á Toy Double-Cab. Þetta voru fín ljós og ég fann ekki mikið fyrir því að þau "lýstu upp hríðina" eins og sumum finnst. En þetta voru punktljós. Var svo reyndar líka með "fish-eye" ljós að framan og tvo 180W kastara með tveimur geislum frá Hella. Lági geislinn var 110W minnir mig. Það veitti ekki af þessu, því original ljósin á 1989 Hi-Lux voru til lítils gagns í myrkri! Það sem gerði mér stundum gramt í geði með kastarana á toppnum var að í hríðarveðri vildi hlaðast á glerin, þegar maður var með kveikt á þeim. Þau hitnuðu talsvert mikið og þetta var einna verst þegar saman fór snjókoma, skafrenningur og mikið frost, eins og stundum verður á fjöllum. Flutningabílstjórar eru mjög hrifnir af toppljósum og eru með allt upp í sex stykki. Þeir hafa líka yfirleitt nóg af rafmagni. Maður þarf að hafa í huga á jeppa, að venjulegur 60 – 70 ampera alternator gerir ekki betur en hlaða á móti svona ljósashowi.
28.12.2009 at 21:19 #673316Einfaldast að fara inn á vef Umferðarstofu, þ.e. us.is og fletta upp á viðkomandi reglugerð um ljósabúnað.
28.12.2009 at 17:32 #673278Þeir eru nú bara skrambi lunknir að keyra þessir Taiwan-búar. Láta strauminn hjálpa sér. Hræddur um að margur íslendingurinn myndi fara flatt í svona straumvatni, jafnvel þótt væri á stærri bíl en Jimny!
27.12.2009 at 21:03 #673044Eru menn alveg vissir um að þessar nýtísku vélar með elektrónískum eldsneytiskerfum virki með íblöndunarefnum eins og steinolíu og mótorolíu? Hvað segja reynsluboltar eins og Gunni Icecool og Freysi um reynslu af Suðurskautslandinu? Annars var reglan sú hérna í den tid þegar vélar voru með mekanisk olíuverk að þegar blandað var t.d. 10% steinolía í dieselolíuna, þá var sett tvígengisolía sem svaraði 10% af steinolíunni til að upphefja rýrnun í smurhæfni sem steinolían olli. En þetta var nú áður en dieselolían fékk þessi vetraríblöndunarefni, sem eiga að vera í henni núna. Annars hitti ég mann á 100 hestafla Valtra-Valmet dráttarvélartrölli, sem neitaði að ganga í 18°C frosti. Hann taldi að síurnar hefðu stíflast hjá sér af paraffíninu. Það bendir til þess að þessi íblöndunarefni séu kannski ekki að virka nógu vel ef frostið herðir verulega.
20.12.2009 at 17:33 #664696Það var ánægjulegt að lesa að hægt væri að breyta gömlu Yaesu-SSB stöðinni fyrir þessa tíðni. Ég á enn bæði stöðina sjálfa og gamla loftnetið frá Sigga Harðar, ásamt fæti og öllu dótinu. Var reyndar búinn að koma þessu fyrir á bátnum hjá mér, en það kom náttúrulega í ljós að maður notar þessar græjur aldrei þar, VHF stöðin uppfyllir það sem þarf hér við ströndina. Mæli með því að félagið okkar taki þessi mál að sér og standi fyrir útboði á breytingum á þessum stöðvum og loftnetasmíði til að reyna að lækka verðið fyrir félagsfólk.
20.12.2009 at 08:35 #664690Ja, hérna. Greinilega hefur maður ekki fylgst með síðustu misserin, framfarirnar eru augljóslega miklu meiri en maður gerði sér hugarlund. En ég tek undir með Snorra verkfræðingi Ingimarssyni að það fylgdi því ákveðin tilfinning að fylgjast með og vera þátttakandi í þessu "sveitasíma" samfélagi sem varð til á þeim árum, sem "Gufunesstöðvarnar" rúluðu. Ég var mikið á þjóðvegunum í um það bil þrjátíu ár og meðan flutningabílarnir voru nánast allir með þessar stöðvar leið ekki á löngu eftir að maður var búinn að kveikja á stöðinni við upphaf ferðar, að maður var kominn með það á hreint hvernig færðin var á leiðinni, hvort eitthvað þyrfti að varast o.s.frv. Svo fékk maður líka upplýsingar á leiðinni um allt sem breyttist í þessum efnum. Sama gilti reyndar um fjallaferðir, en þá var frekar verið að tala um helgarnar. Það væri ansi gaman að fá að vita hvað menn megi reikna með miklum útlögðum kostnaði við annarsvegar að afla sér amateur-réttinda og hinsvegar við að fjárfesta í stöð af þeirri gerð, sem Snorri bendir á.
19.12.2009 at 15:20 #664680Hvernig er það, eru allir búnir að gefast upp á gömlu HF-stöðvunum (á 2.790 mHz "Gufunesstöðvar")? Mér er fyllilega ljóst að þær höfðu marga galla, t.d. voru skilyrðin misjöfn frá einum degi til annars og þær voru ónothæfar í éljagangi o.s.frv. Þessar stöðvar voru nú lengi vel það eina sem dugði á fjöllum. Ég var búinn að vera með svona stöðvar frá því á sjöunda áratugnum og alveg þar til um og eftir að Gufunesþjónustan var lögð niður. Reyndar varð tilkoma NMT kerfisins til að hraða því að menn hættu með þessar stöðvar. Nú er NMT fyrir bí og eitthvað eru menn enn tvístígandi í þessum samskiptamálum. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta "Ocean" kerfi Vodafone með ansi góða dekkun og mun betri en Síminn býður upp á – enn a.m.k. Vodafone – kerfið er líka að nýta 2nd generation síma, sem eru mun ódýrari bæði í innkaupum og rekstri en 3G símarnir, sem Síminn virðist vera að stíla upp á. Mér sýnist að á strandveiðiflotanum til dæmis, séu menn að horfa til Vodafone Ocean í stað NMT – símanna, sem þjónuðu þeim hluta fiskiskipaflotans ágætlega meðan þeirra naut við. Mér hefur sýnst að það kerfi sé með ágæta dekkun á fjöllum.
15.12.2009 at 20:07 #671786Á sínum tíma gafst ég upp á 2,4 diesel-vélinni í HiLux og eftir nokkrar pælingar var ákveðið að stökkva á 2,8 vél frá Japönskum vélum í Hafnarfirði (held það fyrirtæki sé enn til). Á þessum tíma voru HiLux bílarnir boðnir með þá vél sem valkost í Ástralíu og SA-Asíu. Þetta er ansi mikið lík vél og 2,4 vélin hvað það snertir, að allar tengingar, mótorfestingar ofl. eru þær sömu. Það var því tiltölulega lítil fyrirhöfn að koma henni fyrir. Eitthvað smálegt var svo átt við vélina, svo sem pússaðar greinar að innanverðu, 3" púst, ARB túrbína frá Bílabúð Benna o.s.frv. – Reyndar kom fljótt í ljós, að vatnskassinn, sem dugði 2,4 vélinni, var varla nógu afkastamikill. Eitthvað tengdist það þó því að intercooler var settur framan við vatnskassann, sem hefur vafalaust eitthvað dregið úr virkni hans. Ég lét þetta þó duga, en sá sem keypti af mér skipti um element og stækkaði það. Við það hurfu öll hitavandamál. Nú veit ég ekki hvort þessi vél er fáanleg enn, en ef svo er ætti það ekki að vera mjög flókið að fara í hana, fyrst þú ætlar að skipta á annað borð. Þriggja lítra vélin, sem er á boðstólum núna, er talsvert flóknara fyrirbæri, m.a. með rafeindastýrðu eldsneytiskerfi sem þýðir að það þarf að skipta um allt "lúmmið" í bílnum, sem er talsvert mál. Reyndar lét Freysi galdramaður sig hafa það að gera þetta í SmáGrána, en það er nú ekki beinlínis líklegt að hver sem er fari í fötin hans. – Gangi þér vel, hvað sem þú gerir.
-
AuthorReplies