Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.04.2004 at 21:12 #495385
Það er efalaust rétt hjá Skúla H. að ef við eigum að ná því fram að hlustað sé á okkur verðum við að tala við þá sem taka ákvarðanir með yfirvegun og rökum. Stóryrðaflaumur og skammir skila okkur ekki árangri. Hitt er svo annað mál, að margt af þessu öfgaliði sem nær best augum og eyrum fjölmiðlanna, hefur einmitt komist upp með að beita órökstuddum fullyrðingum og alhæfingum í áróðri sínum og oft og tíðum hreinum blekkingum. Um það má rekja fjölmörg dæmi þótt ég sleppi því hér. Svona er það þó því miður orðið í okkar þjóðfélagi; sá sem fyrir árás verður þarf að verja sig með varúð, svo hann verði ekki sekur dæmdur. Árásarmaðurinn virðist alltaf hafa meiri rétt.
04.04.2004 at 21:12 #502713Það er efalaust rétt hjá Skúla H. að ef við eigum að ná því fram að hlustað sé á okkur verðum við að tala við þá sem taka ákvarðanir með yfirvegun og rökum. Stóryrðaflaumur og skammir skila okkur ekki árangri. Hitt er svo annað mál, að margt af þessu öfgaliði sem nær best augum og eyrum fjölmiðlanna, hefur einmitt komist upp með að beita órökstuddum fullyrðingum og alhæfingum í áróðri sínum og oft og tíðum hreinum blekkingum. Um það má rekja fjölmörg dæmi þótt ég sleppi því hér. Svona er það þó því miður orðið í okkar þjóðfélagi; sá sem fyrir árás verður þarf að verja sig með varúð, svo hann verði ekki sekur dæmdur. Árásarmaðurinn virðist alltaf hafa meiri rétt.
04.04.2004 at 11:21 #495347Mér verður oft hugsað til allra þeirra skrítnu og stundum óhugnanlegu sjónarmiða sem ég kynntist meðan ég starfaði í svokallaðri Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins. Það kom á fund nefndarinnar fólk sem taldi sig vera fulltrúa hinna margvíslegustu "hagsmuna". Á þessum vettvangi vil ég ekki nafngreina neinn, enda þjónar það ekki neinum tilgangi. En það kom þarna við sögu fólk, sem hafði þá bjargföstu trú að það bæri að banna alla umferð vélknúinna farartækja innan þess svæðis, sem nefndin hafði til umfjöllunar. Með það í huga að sumt af þessu fólki er í dag í áhrifastöðum, bæði sem embættismenn og stjórnmálamenn, og hefur með orðum sínum og gerðum mikil áhrif á ákvarðanatöku í þessum efnum, þá óttast ég það mjög, að þess sé ekki langt að bíða að tiltekin skref verði tekin í þessa átt, því það er sjónarmið margra þeirra að "sigur" vinnist með mörgum smáum "landvinningum". Til áherslu á kröfur sínar notar það svo "virt erlend náttúruverndarsamtök", sem í flestum tilvikum er samheiti öfgasamtaka, sem vinna að því leynt og ljóst t.d. að taka fyrir fiskveiðar í atvinnuskyni. Við erum svona rétt að byrja að kynnast þessu liði, íslendingar, og áhrifamætti þeirra. Þótt það sé annað mál, mætti stundum kanna hvaðan fjármagn þessara samtaka er runnið. Viðskipti eru nefnilega viðskipti og þar gildir einu hvert meðalið er sé árangri á annað borð náð. Já, eins og Ásgeir talar um, sendum umhverfisráðherra póst, sem allra flest okkar.
kv. Þorkell G. K 650
04.04.2004 at 11:21 #502675Mér verður oft hugsað til allra þeirra skrítnu og stundum óhugnanlegu sjónarmiða sem ég kynntist meðan ég starfaði í svokallaðri Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins. Það kom á fund nefndarinnar fólk sem taldi sig vera fulltrúa hinna margvíslegustu "hagsmuna". Á þessum vettvangi vil ég ekki nafngreina neinn, enda þjónar það ekki neinum tilgangi. En það kom þarna við sögu fólk, sem hafði þá bjargföstu trú að það bæri að banna alla umferð vélknúinna farartækja innan þess svæðis, sem nefndin hafði til umfjöllunar. Með það í huga að sumt af þessu fólki er í dag í áhrifastöðum, bæði sem embættismenn og stjórnmálamenn, og hefur með orðum sínum og gerðum mikil áhrif á ákvarðanatöku í þessum efnum, þá óttast ég það mjög, að þess sé ekki langt að bíða að tiltekin skref verði tekin í þessa átt, því það er sjónarmið margra þeirra að "sigur" vinnist með mörgum smáum "landvinningum". Til áherslu á kröfur sínar notar það svo "virt erlend náttúruverndarsamtök", sem í flestum tilvikum er samheiti öfgasamtaka, sem vinna að því leynt og ljóst t.d. að taka fyrir fiskveiðar í atvinnuskyni. Við erum svona rétt að byrja að kynnast þessu liði, íslendingar, og áhrifamætti þeirra. Þótt það sé annað mál, mætti stundum kanna hvaðan fjármagn þessara samtaka er runnið. Viðskipti eru nefnilega viðskipti og þar gildir einu hvert meðalið er sé árangri á annað borð náð. Já, eins og Ásgeir talar um, sendum umhverfisráðherra póst, sem allra flest okkar.
kv. Þorkell G. K 650
03.04.2004 at 17:13 #502861Það er greinilegt að eftir því sem menn velta upp fleirri hliðum á þessu máli verður augljósara, að skattapáfarnir í fjármálaráðuneytinu hafa séð sér þarna leik á borði að fá meiri skatttekjur undir einhverju umhverfiskjaftæðisyfirskini. Svo má ekki gleyma öllum hjörleifunum sem sjá rautt í hvert skipti sem þeir sjá jeppa eða heyra minnst á þá. Það er liðið, sem vill fara norsku leiðina, þ.e. allt er bannað nema það sem er sérstaklega leyft. Helst á allt landið utan þjóðvega og þéttbýlis að vera lokað öðrum en einhverjum útvöldum, líffræðingum og jarðfræðingum. Svo koma skattapáfarnir og grípa þetta allt saman á lofti. Svei því öllu saman. Eigum við ekki að verða samferða Drekanum í bílflautukonsert við Alþingishúsið?
03.04.2004 at 17:13 #495534Það er greinilegt að eftir því sem menn velta upp fleirri hliðum á þessu máli verður augljósara, að skattapáfarnir í fjármálaráðuneytinu hafa séð sér þarna leik á borði að fá meiri skatttekjur undir einhverju umhverfiskjaftæðisyfirskini. Svo má ekki gleyma öllum hjörleifunum sem sjá rautt í hvert skipti sem þeir sjá jeppa eða heyra minnst á þá. Það er liðið, sem vill fara norsku leiðina, þ.e. allt er bannað nema það sem er sérstaklega leyft. Helst á allt landið utan þjóðvega og þéttbýlis að vera lokað öðrum en einhverjum útvöldum, líffræðingum og jarðfræðingum. Svo koma skattapáfarnir og grípa þetta allt saman á lofti. Svei því öllu saman. Eigum við ekki að verða samferða Drekanum í bílflautukonsert við Alþingishúsið?
03.04.2004 at 09:02 #194133Í Mogga dagsins er verið að fjalla um tillögur nefndar varðandi s.n. Vatnajökulsþjóðgarð, þar sem m.a. er vitnað í dr. Árna Bragason hjá Umhverfisstofnun um tillögur einhverrar nefndar um þau mál. Þar eru m.a. tillögur um takmörkun og jafnvel algjört bann við umferð vélknúinna ökutækja á Öræfajökli og sérstaklega Hvannadalshnjúk, Skeiðarárjökli og Eyjabakkajökli. Eru einhverjir í okkar hópi sem vita eitthvað meira um þetta? Umhverfisnefndin okkar eru mjög virk og við treystum á að það ágæta fólk sem hana skipar fylgist með málinu.
02.04.2004 at 12:42 #476668Svo heyrði maður í RÚV í hádeginu að Halldór Blöndal er enn á ferðinni með veginn sinn yfir Stórasand. Ef menn vilja stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar, þá finnst mér að það eigi að fara Sprengisand, grafa göng síðasta spölinn ofan í Eyjafjörð og þá erum við komin með styttingu. Þessi leið, sem er á stórum svæðum ofan 700 m y.s. og fer jafnvel upp í 800 m y.s. í einhverju mesta veðravíti á norðurhveli, verður aldrei heilsársleið milli þessara tveggja megin byggðasvæða landsins. Menn verða að vita um hvern andskotann þeir eru að tala þegar þeir eru að flytja tillögur á þingi um fjárfestingar upp á tugi milljarða af almannafé. Þótt ég búi sjálfur á Húnaflóasvæðinu þá geri ég mér ljóst að fljótlega upp úr 2010 verður ekki kvikindi búandi á svæðinu.
02.04.2004 at 06:45 #476664Jæja, í lok setningar í frétt Fréttablaðsins í morgun kemur ein smáletursgreinin í ljós. Sagt er að tekjur ríkissjóðs muni lítið breytast þótt þungaskattur fari inn í eldsneytisverðið, en tekjur Vegagerðarinnar (bíðum við, er það ekki ríkið líka?) rýrni nokkuð en það verði bætt upp með NÝJU VÖRUGJALDI. Sem sagt ný skattlagning á bíla, verðið á þeim hækkað. Eins og marga okkar grunaði, það á nefnilega að hækka á manni bílaskattana en ekki öfugt. Hvernig væri að allir þeir skattar, sem lagðir eru á bílana sjálfa þegar, eldsneyti fyrir þá og rekstrarvörur þeirra, fari til vega? Skyldi þá ekki vera að það nægði til þess að ganga almennilega frá fjölförnustu gatnamótum, tvöfalda veginn austur fyrir fjall og leggja nýja Sundabraut? Af hverju þarf að fara með stærstan hluta vegafjár í að bora göt á milli eyðifjarða í staðinn fyrir að fækka slysagildrum á vegum, sem þjóðin er að nota þar sem hún býr (ennþá).
01.04.2004 at 13:06 #476656Góð og þörf umræða félagar. Eins og einhver sagði hér ofar, þá gefur ríkið aldrei neitt og einhversstaðar er einhver gildra, kannski eigum við eftir að sjá hana, kannski erum við búnir að sjá hana einhverjir. En mér sýnist, eins og Einar Kj. getur um hér ofar, að þetta komi lakar út fyrir mig miðað við mína keyrslu (kringum 30 þús.+ á ári). Maður kemur örugglega til með að keyra minna en maður gerði og það er vafalaust þjóðhagslega hagkvæmt. Það sem gerist er fyrst og fremst að mínu mati að það verður mögulegt og hagkvæmt að eiga og reka fólksbíl með dísilvél, sem hefur alls ekki verið til þessa. Ég er hinsvegar voðalega hræddur um þegar þeir flokkar, sem nú eru í stjórnarandstoðu, mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar, þá finni þeir einhverja aðferð til að skattleggja stóra jeppa sérstaklega, því þeir jeppar eru í þeirra augum eins og bandaríkjamenn í augum íranskra ajatolla
31.03.2004 at 13:06 #476614Var líka að hlusta á RÚV (óvart) í hádeginu og heyrði þessa frétt eins og Einar Kj. Við vorum svo sem búnir að þvæla fram og aftur um réttlæti og ranglæti í þessu sambandi og auðvitað verða menn seint sammála. En þetta er fyrst og fremst hvati í þá átt að litlir diesel bílar verði hagkvæmari. Nú fer t.d. að verða vit í því fyrir almenning að kaupa sér Skoda Octavia eða viðlíka bíla með dieselrokk. Hinsvegar er margt ágreiningsmálið í þessu. T.d. finnst mottuliðinu skrítið að þurfa að borga þungaskatt af eldsneyti á sleðana sína, sem koma aldrei og mega aldrei koma á vegi með vélina í gangi. Eina notkun þeirra á vegunum er þegar þeir eru dregnir á kerrum einhverja spotta. Ég er svo sem ekki búinn að leggjast í flókna útreikninga í sambandi við þetta, en mér sýnist fljótt á litið að þetta breyti litlu fyrir mig miðað við akstur minn nú orðið.
30.03.2004 at 15:42 #502217Ertu viss um þetta Jónas? Mér hefur sýnst að bandarísku blöðin séu með fullt af auglýsingum frá fyrirtækjum sem þykjast eiga til allan fjandann í Dakota. En það er ekkert út úr kú fyrir menn að kaupa nýjasta tölublað af t.d. Four Wheeler eða Off Road og skoða auglýsingarnar og nota sveo netið…………..
30.03.2004 at 15:42 #494901Ertu viss um þetta Jónas? Mér hefur sýnst að bandarísku blöðin séu með fullt af auglýsingum frá fyrirtækjum sem þykjast eiga til allan fjandann í Dakota. En það er ekkert út úr kú fyrir menn að kaupa nýjasta tölublað af t.d. Four Wheeler eða Off Road og skoða auglýsingarnar og nota sveo netið…………..
30.03.2004 at 09:37 #502038Vitara er framleiddur fyrir aðra markaði en USA, þar heitir þessi bíll Sidekick, en "bróðir" hans er líka markaðssettur þar Westra undir nafninu Geo Tracker.
Það er svolítill munur á þessum útgáfum, bæði hvað snertir búnað, drifhlutföll og vélar.
Fyrir 33" dekk þarf örugglega a.m.k. 1:5,13 drifhlutföll miðað við að bíllinn sé með upphaflegu 1600 vélinni.
Hvað um það, utan þess sem maður þarf alltaf að hafa í huga þegar notaður bíll er keyptur, þá eru Súkkurnar ágætis tæki. Bila lítið og eru býsna sterkir miðað við stærð. Vitara á 35" dekkjum hefur mér sýnst fljóta álíka vel og HiLux á 38" – Það er hægt að fá ýmsan "aftermarket" búnað fyrir þessa bíla; hlutföll í drif og millikassa, læsingar og hvaðeina.Í félaginu okkar er allstór hópur fólks, sem er á svona bílum og hefur hingað til ekki verið neinir eftirbátar annarra í að komast leiðar sinnar. Helsti gallinn er auðvitað sá sem fylgir litlum bíl, þrengsli og takmarkað pláss fyrir farangur. En það sama á við um Jeep Wrangler og enginn frýr honum getu í torfærum.
30.03.2004 at 09:37 #494721Vitara er framleiddur fyrir aðra markaði en USA, þar heitir þessi bíll Sidekick, en "bróðir" hans er líka markaðssettur þar Westra undir nafninu Geo Tracker.
Það er svolítill munur á þessum útgáfum, bæði hvað snertir búnað, drifhlutföll og vélar.
Fyrir 33" dekk þarf örugglega a.m.k. 1:5,13 drifhlutföll miðað við að bíllinn sé með upphaflegu 1600 vélinni.
Hvað um það, utan þess sem maður þarf alltaf að hafa í huga þegar notaður bíll er keyptur, þá eru Súkkurnar ágætis tæki. Bila lítið og eru býsna sterkir miðað við stærð. Vitara á 35" dekkjum hefur mér sýnst fljóta álíka vel og HiLux á 38" – Það er hægt að fá ýmsan "aftermarket" búnað fyrir þessa bíla; hlutföll í drif og millikassa, læsingar og hvaðeina.Í félaginu okkar er allstór hópur fólks, sem er á svona bílum og hefur hingað til ekki verið neinir eftirbátar annarra í að komast leiðar sinnar. Helsti gallinn er auðvitað sá sem fylgir litlum bíl, þrengsli og takmarkað pláss fyrir farangur. En það sama á við um Jeep Wrangler og enginn frýr honum getu í torfærum.
25.03.2004 at 14:48 #493361Takk fyrir Izeman – nú þarf ég að hitta fyrrv. formann okkar hér, hann Stefán Jónsson, ég held hann hafi sett svona í Patrolinn sinn, og ræða málið við hann með þessar upplýsingar í farteskinu. Takk fyrir.
25.03.2004 at 14:48 #500631Takk fyrir Izeman – nú þarf ég að hitta fyrrv. formann okkar hér, hann Stefán Jónsson, ég held hann hafi sett svona í Patrolinn sinn, og ræða málið við hann með þessar upplýsingar í farteskinu. Takk fyrir.
24.03.2004 at 20:46 #493352Sæll og blessaður Izeman. Sé að þú ert með samskonar grútarbrennara og ég, nema ég er ennþá á 33" skífum en get sett Grána á 35". Langar ef ég má spyrja þig smá út í þetta gizmo. Í fyrsta lagi, var eitthvað meira gert, þar á ég við var eitthvað skrúfað upp í olíuverkinu eða skipt um lofthreinsara? Í öðru lagi, skil ég það rétt að það sé sett svona blikk beggja vegna við millikælinn eða hvernig er þetta möndlað? Allar leiðbeiningar þegnar með þökkum.
kv. ólsarinn.
24.03.2004 at 20:46 #500622Sæll og blessaður Izeman. Sé að þú ert með samskonar grútarbrennara og ég, nema ég er ennþá á 33" skífum en get sett Grána á 35". Langar ef ég má spyrja þig smá út í þetta gizmo. Í fyrsta lagi, var eitthvað meira gert, þar á ég við var eitthvað skrúfað upp í olíuverkinu eða skipt um lofthreinsara? Í öðru lagi, skil ég það rétt að það sé sett svona blikk beggja vegna við millikælinn eða hvernig er þetta möndlað? Allar leiðbeiningar þegnar með þökkum.
kv. ólsarinn.
22.03.2004 at 09:44 #499822Það er nú líklega ekki mikill vafi að Land Cruiser 80 typan er einhver heppilegasti bíll sem hefur verið fluttur inn. Því miður held ég að LC 100 sé ekki eins heppilegur, þrátt fyrir að þetta er auðvitað gæðabíll sem slíkur. Það var afleitt að fá þessa bíla ekki lengur með heilu röri að framan. Sama á auðvitað við um Hi Lux. Þar vantar hinsvegar vélarafl og sterkari hásingar. Mér er hinsvegar sagt, að það sé framleiddur bíll hjá þeim í Toyota, einhverskonar 100 typa, en með heilli hásingu að framan, frekar spartanskri innréttingu o.s.frv., og sé notaður mikið af alþjóðlegum hjálparstofnunum o.s.frv. líkt og 70 bíllinn. En þarna er eldsneytiskerfi, sem reglugerðapáfunum í Brussell fellur ekki svo þeir fást ekki fluttir inn til almennra nota í Evrópu. Þessar typur eru framleiddar með "gamaldags" eldsneytiskerfum svo auðveldara sé að láta þá ganga þar sem ekki er hlaupið inn á verkstæði með fullkomnum rafeindabúnaði ef eitthvað fer úr lagi. Verðlagningin á LC80 stafar líklega af því að menn vilja enn eiga þessa bíla, þrátt fyrir að þeir séu allir farnir að eldast talsvert, vegna framangreindra kosta. Þetta Brussell kerfi er okkur því mjög til ama, því það sér líka til þess að við fáum ekki Nissan Patrol með þeirri vél, sem er í raun hönnuð í hann og er sambærileg að rúmtaki og afli við vélina í LC 100. Geländewagen hef ég aldrei ekið, held hinsvegar að body-ið á honum sé svolítið ryðsækið. Vélarnar eru svolítið misjafnar, 5 cyl. vélin á við lekavandamál að stríða eins og þekkt er úr 5 cyl. Musso, skiptir ekki máli hvort hún er framleidd í Kóreu eða Þýskalandi. Drifin, fjöðrunarbúnaður og gírkassar eru hinsvegar alveg fínasta kram. Held að báðir kassarnir séu frá ZF (Zahnradfabrik Friedrichshafen) en er ekki viss.
Nóg bullað í bili.
-
AuthorReplies