Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.05.2004 at 06:42 #503134
Það fer nú að ég held ekki milli mála að fjármálaráðuneytið hefur séð sér þarna leik á borði til að ná sér í auknar skatttekjur af umferðinni. Hitt er svo til viðbótar þessu öllu, að það kostar heilmikið að koma upp tvöföldu dreifingarkerfi fyrir brennsluolíur, þ.e. ólitaðri olíu fyrir bifreiðir og litaðri fyrir aðra notkun, svo sem útgerðina, vinnuvélar, landbúnaðarvélar og í einhverjum tilvikum húsahitun og rafmagnsframleiðslu, þótt það sé orðið sjaldgæft. Hverjir haldið þið að borgið uppsetningu á nýju dreifikerfi nema neytendur? Síðan þarf að setja á stofn eftirlitsstofnun, sem hefur eftirlit með því að um misnotkun sé ekki að ræða, taka prufur úr eldsneytisgeymum bifreiða og leita að litarefni o.s.frv.? Hver haldið þið að borgi það? Nú, og svo má bæta einu við, gera menn ráð fyrir að þessi aukni kostnaður við dreifingu og birgðahald komi ekki að auki niður á þjónustunni?
19.05.2004 at 06:42 #495812Það fer nú að ég held ekki milli mála að fjármálaráðuneytið hefur séð sér þarna leik á borði til að ná sér í auknar skatttekjur af umferðinni. Hitt er svo til viðbótar þessu öllu, að það kostar heilmikið að koma upp tvöföldu dreifingarkerfi fyrir brennsluolíur, þ.e. ólitaðri olíu fyrir bifreiðir og litaðri fyrir aðra notkun, svo sem útgerðina, vinnuvélar, landbúnaðarvélar og í einhverjum tilvikum húsahitun og rafmagnsframleiðslu, þótt það sé orðið sjaldgæft. Hverjir haldið þið að borgið uppsetningu á nýju dreifikerfi nema neytendur? Síðan þarf að setja á stofn eftirlitsstofnun, sem hefur eftirlit með því að um misnotkun sé ekki að ræða, taka prufur úr eldsneytisgeymum bifreiða og leita að litarefni o.s.frv.? Hver haldið þið að borgi það? Nú, og svo má bæta einu við, gera menn ráð fyrir að þessi aukni kostnaður við dreifingu og birgðahald komi ekki að auki niður á þjónustunni?
16.05.2004 at 20:21 #502378Þarna var ég náttúrulega að miða við að farið væri aftur til norðurs við Fjórðungsvatn/öldu og ofan í Bárðardal aftur. Ef menn fara áfram suður, eru náttúrulega blessaðar Hagakvíslarnar og JÖkuldalskvíslin sem þarf að fara yfir eins og flestir hér þekkja. Hugsunarleysi að taka þetta ekki fram áðan.
kv. Þorkell G.
16.05.2004 at 20:19 #502373.. upp í Laugafell er fær flestum bílum eftir að Vegagerðin er búin að lýsa hana opna. Með varkárni má fara þetta á flestum bílum. Kannski ekki amerísku teppi, og þó! Á öllum fólksbílum þarf þó að beita varkárni á svona leiðum. Hinsvegar ef menn ætla vestur um og ofan í Skagafjörð þarf að fara yfir straumvötn, fyrst Laugafellskvíslina, síðan Hnjúkskvísl og Strangalæk. Sé allt með felldu á að vera hægt að fara þetta með gætni á Impreza til dæmis, en þó varla einbíla. Það koma þó stundum "skot" í Hnjúkskvíslina, bæði í rigningatíð og eins kom það fyrir hér í "den tid" að það tæmdi sig smá lón í kverkinni uppi við Klakksjökul/Háöldu og þá gat kvíslin orðið ófær öllum bílum í dagstund. Líklega hafa aðstæður breyst uppi við jökul síðari árin því að ég hef ekki frétt af svoleiðis flóðum í allmörg ár. Nú, ef menn ætla venjulega leið suður á Sand frá Laugarfelli, þarf að fara yfir nokkra læki, þar á meðal Laugarfellskvíslina, sem eru ekki farartálmi alla jafna, en svo er það Bergvatnskvíslin, sem kemur úr hálendinu austan Laugafells og er í raun efsta upptakakvísl Þjórsár. Í henni er dálítið vatn en góður botn. Hinsvegar á hún það til að vaxa í rigningatíð og getur þá orðið hættuleg, eins og dæmin sanna. En eins og Hrafnkell í Borgarnesi segir hér á undan, "kúnstin er bara að fara nógu varlega" og það á reyndar við hvert sem við förum og það þurfum við alltaf að hafa í huga.
13.05.2004 at 09:23 #194349…er verið að kynna núna í USA. Margt er fróðlegt að sjá. Sem dæmi er Tacoma að stækka, sem ætti að koma fram í HiLux annarsstaðar þegar fram líða stundir. Land Rover Discovery kemur núna með unibody construction eins og Range Rover, Cherokee Grand kominn með klafa að framan, en The Legend itself, Jeep TJ hefur lengst talsvert. Sjálfsagt margt fleira og ekki allt komið fram.
13.05.2004 at 06:57 #501949Nú á ég sem dreifaratútta ekki að vera að skipta mér af því sem mér kemur ekki við, en mér datt í hug þegar ég var að fylgjast með þessum þræði hvort ekki sé hægt að hugsa sér að eiga samstarf við vélhjólaklúbbinn og sleðasamtökin með húsnæðismál? Allir þessi klúbbar og félagsfólk þeirra eru með ferðalög á vélknúnum farartækjum sem meginkjarna í sínu félagsstarfi og eiga því vissa samleið þannig lagað séð. Meira segja er nokkur hópur sem er bæði á hjóli og bíl eða hjóli og sleða nú eða þá sleða og bíl eða jafnvel öllu þessu. Er kannski búið að skoða þetta og ýta því út af borðinu?
10.05.2004 at 07:36 #501756Ekki nokkur vafi á því að Halldór A 111 hefur hitt naglann á höfuðið með því að benda á að við eigum sem félagsskapur að standa fyrir því að upplýsa á jákvæðan hátt fólk um akstur og aksturseiginleika breyttu jeppanna. Nú skora ég á stjórn 4×4 og deilda þess að koma á samstarfi milli klúbbsins, bifreiðaumboða, breytingaverkstæða og annarra sem tengjast þessu á einn eða annan hátt, og búa til skemmtilegan fræðsluþátt, e.t.v. með Ómar Ragnarsson sem einskonar Attenborough í hlutverki frásagnarmannsins. Sjónvarpsstöðvarnar myndi áreiðanlega taka því fegins hendi að birta slíkan þátt/þætti um innlend málefni, ef hann er faglega unninn. – Bara eitt; það hefur verið hnýtt í flutningabílana í þessu spjalli og það finnst mér ekki sanngjarnt. Upp til hópa eru þarna afbragðs ökumenn undir stýri og ég veit að Páll Halldór getur tekið undir með mér með það, að til þeirra eru gerðar miklar kröfur. Atvinnustarfsemi á Íslandi, hvort sem er í dreifbýli eða þéttbýli, byggir ótrúlega mikið á því að þessir flutningar gangi greiðlega fyrir sig. Það er því mikið lagt upp úr því af þessum tveimur fyrirtækjum, sem annast nánast alla þessa flutninga, að ökumennirnir séu starfi sínu vaxnir og skapi fyrirtækjunum ekki slæma ímynd. Meðal þess er að bílarnir eru búnir hraðatakmarkara, sem og "kjaftakerlingu" sem gerir PHH og kollegum hans fært að fylgjast með þvi að bílstjórarnir fari að reglum. Þessir bílar eru hinsvegar stórir og þurfa sitt pláss. En ég vil fullyrða, að ökumenn þeirra vita meira hvar þeir hafa hægri hjólin á bílnum sínum en flestir ökumenn smærri bíla. (Það er eitt sem við jeppamenn þurfum að læra, að nota speglana til að staðsetja okkur á veginum. Það er ekki neitt sáluhjálparatriði að vera með vinstra hjólið á miðlínunni, eins og sumum ökumönnum smærri bíla virðist vera.) Mér er nær að halda að það sé ansi mikið oftar sem svínað er á flutningabílunum en þeir svíni á öðrum hvað snertir pláss á veginum. Þá reynir virkilega á hæfni og leikni þessar ökumanna og ég fullyrði að flestir bjarga þeir mannslífum í því nær hverri ferð með færni sinni og tillitssemi þegar minna þjálfaðir ökumenn ætla sér ekki af. Jú, ég gengst við því að hafa ekið flutningabílum sjálfur hér á árum áður og á marga góða kunningja í þessum hópi.
07.05.2004 at 06:25 #501609Einhvernveginn stend ég í þeirri meiningu að þessir bílar séu ekki lengur seldir með VM diesel og séu núna með MB.
Ég þekki til eins bíls, en maður sem ég þekki vel og hefur átt marga bíla keypti nýjan. Hann var aldrei ánægður með hann og ótal vandamál, ólíkt því sem gerist með bensín bílana, sem hafa að mér er sagt reynst afar vel.
En svo er málið hvort þessir Evrópuframleiddu Chrysler bílar eru sambærilegir við þá bandarísku, menn greinir á um það heyrist mér.
06.05.2004 at 16:27 #501221Hlaut að ver aað einhver hefði flutt þessa gripi inn. Þessi er allavega MYNDARlegur!
Vitið þið annars um hásingarnar undir þessum bílum, það er eins og mig minni að þetta sé einhver sér útfærsla, eitthvað sem er á milli þessara venjulegu DANA stærða, en ég man þetta hreinlega ekki. Var að lesa um þessa typu af Jeep í Four Wheeler fyrir einhverjum mánuðum en man ekki hvað var skrifað. En þeir sem skrifuðu um hann þarna voru mjög ánægðir með gripinn.
06.05.2004 at 10:19 #501209Komst einhverntíma inn á verðskrá Jeep og sá að Rubicon kostaði bévíti mikið meira en venjulega útgáfan, en ég tek undir það, að þessi bíll hefur flest það sem manni finnst að svona bíll eigi að hafa. En nú var Jeep (Daimler – Chrysler) að auglýsa lengri bíl, bæði milli hjóla og aftan við afturhjól. Þegar maður væri kominn með Rubicon útfærslu á þeim bíl, búið að hækka hann eftir íslenskum kúnstarinnar reglum þá ætti þetta að vera leikfang sem virkar. Einhver hlýtur að leggja í að flytja svona tæki inn, ég trúi ekki öðru.
05.05.2004 at 20:34 #501191Já, er það tilfellið thrandur að hann sé ekki kominn í framleiðslu. Þessi bíll kom upp á einhverjum þræði hér fyrir nokkru og þá fullyrti einhver vís maður að svo væri. Ég þorði náttúrulega ekkert að fullyrða, enda vissi ég jafn lítið þá og nú, en mér hafði skilist að þetta væri eingöngu concept enn sem komið væri. En ég held að okkur öllum sem skoðuðum þessar upplýsingar sem vísað var til á netinu þess eðlis, að þarna gæti farið almennilegt ökutæki, sem þyldi að það væri notað, tja ég vona að vinur minn Skúli H. móðgist ekki þótt ég segi að þetta hefði litið út eins og gallalaus Land Rover!
05.05.2004 at 15:15 #501535Eins og Hjörtur Sævar segir, þá gera menn þetta á ýmsan hátt. Það er nú orðið svo langt síðan að hann Freysi vinur okkar allra í Arctic Trucks lengdi hann Smágrána, að a.m.k. ég man ekki hvernig hann gerði þetta, en hann fékk sér allavega skúffu af XtraCab til að vega á móti lengingu á grind.
05.05.2004 at 12:46 #501184Af því þessi nýi Jeep var nefndur til sögunnar, eru nokkrar sagnir á sveimi um að einhver landi vor ætli að ríða á vaðið með að kaupa svona bíl? Þegar menn hafa efni á Hummer, þá hljóta einhverjir að hafa efni á þessum, eller hur?
05.05.2004 at 11:45 #501473Já, enn og aftur fer umræðan um skálagjöldin af stað. Held reyndar að það sé nánast útilokað að koma því fólki, sem reynir að koma sér hjá að greiða hin hógværu gistigjöld, sem krafin eru í skálunum, í skilning um staðreyndir málsin. Ég sé hinsvegar fyrir mér, eftir að hafa lesið fyrri skrif um þetta efni, að allt stefnir þetta í að félagsfólk þeirra gefist upp á að vinna við skálana í sjálfboðavinnu, þegar fjöldinn allur af þeim sem þá notar er ófáanlegur til að greiða fyrir afnotin. Þar með gerist annað tveggja, skálarnir fara í niðurníðslu og verða ónothæfir til gistingar eða þeim verður lokað. Ekki hef ég trú á að einhverjir fáist til að kaupa þá og reka suma hverja þótt einkavæðingin sé í tísku. En svona er þetta bara. Ég er ekki til í að greiða fyrir gistingu annarra með peningum eða vinnu, þessir aðilar eru það ekki heldur, en vilja samt nota gistinguna.Allir lifa eftir boðorðinu: Ég á alltaf réttinn, einhver annar á að greiða.
03.05.2004 at 07:13 #500437Þetta fer nú að verða ansi langur þráður og líklega á maður ekki að fara að bæta við. En mig langar til að taka undir með Dittó hér litlu ofar hvað varðar dráttarvélarnar með klærnar og gaddana fram úr ámoksturstækjunum, nú eða á afturendanum. Þetta er nú eitthvað það ónotalegasta sem maður mætir á þjóðvegunum og makalaust að það skuli látið óátalið. Svo er það þetta með hraðann. Menn mega nú ekki gleyma því að hámarkshraði á þjóðvegum hér á landi er 90 km á klst. Enda eru fæstir vegir hannaðir fyrir meiri hraða. Allir sem ferðast hafa erlendis þekkja, að a.m.k. hér í Evrópu væru sambærilegir vegir við það sem t.d. vegurinn norður í land frá Hvalfjarðargöngum, væru með 80 km hámarkshraða í mesta lagi. Nú, og svo farið sé vestur um haf til USA, þá skilst manni að þar sé óvíða leyfilegt að aka SUV´s á stærri börðum en 33". Flesta breytta bíla verður að flytja á vögnum á sérstök svæði, þar sem akstur torfærutækja er leyfður. Þeim svæðum fer reyndar mjög fækkandi að manni skilst og þar í landi er í gangi linnulítil styrjöld milli eigenda torfærutækja og mismunandi samtaka um náttúruvernd, sem sum er ansi öfgakennd. Má þar nefna t.d. The Sierra Club, sem vill ekki einu sinni leyfa fjallareiðhjól utan malbiksins. Sá klúbbur hefur meira að segja talið gagnrýnivert að fara um á gönguskóm með grófu mynstri á sóla! Ætli við förum að fá slíka umræðu hér?
02.05.2004 at 16:35 #500885Heyrðu mig Hilmar fóstri.Ertu ekki til í að verða gamla manninum að liði þegar þú ert búinn að sjá ljósið í þessu kaplamáli. Ég hef greinilega dottið af lestinni 1996 og þarf að fara að læra fræðin upp á nýtt!
27.04.2004 at 18:42 #500203Ágætu heiðursmenn, ef þið eruð eitthvað sárir út í hvorn annan, í öllum bænum látið það ekki bitna á fólki sem ber fram saklausar spurningar um tæknimál. Nóg um það, en mitt álit er einfaldlega það, að allar breytingar á útfærslu drifanna þurfi að vinna með réttum verkfærum og helst af fagmönnum, því það er talsverður vandi og krefst kunnáttu og þjálfunar að stilla inn drif. Slæmt verklag getur leitt af sér lélega endingu á dýrum búnaði. Hinsvegar eru skoðanir manna mjög skiptar um gagnsemi diskalæsinga. Allavega þessara sem koma original í t.d. HiLux. Ég er sjálfur búinn að prófa að vera með diskalæsingu og skipti síðar yfir í ARB-loftlæsingu (í HiLux, vel að merkja) og það verður að segjast eins og er, að samanborið við alvöru læsingu er þetta tregðudæmi (diskar) nánast gagnslaust að mínu mati. Svo er þetta, að öllum bílum er ekið á vegum meira og minna. Stundum er hált og þá þykir mörgum betra að vera í fjórhjóladrifinu. Mér finnst persónulega að þegar þessar diskalæsingar eru að virka eitthvað á annað borð, þá rýri þær verulega aksturshæfni bíla við þessar aðstæður, bæði hvað hemlun snertir og eins varðandi stjórntök á stýri. Ekki veit ég hvort fyrirspyrjandi er einhverju nær með þetta, en svona lít ég á þetta.
27.04.2004 at 16:26 #500356Nú veit ég ekki – það skyldi þó ekki vera?
Annars er ég sammála SkúlaH (eins og venjulega). Mæli með að farið verði að hans tillögu um leið og ég þakka mönnum eins og Snorra verkfræðingi Ingimarssyni fyrir fróðlega pistla
27.04.2004 at 16:05 #194271…var að senda bréf til ráðuneytisdómsmála, sem aftur sendi til Umferðarstofu um breytta jeppa sem einn mesta skaðvald og hættu í umferðinni. Ekki er sá góði maður beinlínis vinsamlegur í garð jeppamanna og notar um okkur ýmis orðtæki, sem maður heyrir stundum á götunni í bréfi sínu, ef rétt er hermt í Mogganum.
Eruð þið búnir að lesa þetta, félagar?
kv. ólsarinn
24.04.2004 at 14:19 #499975Ágætu félagar!
Manni dettur nú í hug í sambandi við að það stendur til, ekki satt, að senda út nýja og endurskoðaða félagaskrá?
Verður gátlistinn góði prentaður í hana? Mætti ekki hafa líka leiðbeinandi lista um innihald sjúkrakassa, sem myndi slá í takt við þær kröfur, sem gerðar eru við skoðun? Þegar bátar eru skoðaðir, þarf maður að framvísa vottorði frá apóteki, þar sem vottað er að innihald sjúkrakassans sé skv. fyrirfram ákveðnum lista frá Siglingastofnun. Væntanlega hefur Skráningarstofa ökutækja útbúið sambærilegan lista fyrir skoðunarstöðvarnar. – Hvað sem því líður, gæti þetta ekki verið til skoðunar fyrir félagið sem slíkt? Svo er samningur við Lyf og Heilsu ekki satt? Málið í góðum gír!
-
AuthorReplies