Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.09.2004 at 07:03 #505390
Alltaf jafn gaman að lesa þegar fasteignasalinn og Lúther eru byrjaðir að munnhöggvast. Þá er allavega komið haust, enda hefur maður lítið orðið var við þá hér á síðunni síðastliðna mánuði. Nóg um þá félaga. En varðandi þá ágætu framleiðendur hjá Nissan – þeir eru að bjóða bíl á USA-markaði, sem er svona byggður eins og MMC, nú muna aðrir vafalaust betur en ég , en getur hann heitið Murano? Allavega er hann með svipuðu sniði og Titan pickupinn, eins og altítt er á þeim markaði. Nefni í því samhengi t.d. Toyota Tundra pickup/Toyota Seqouia, Ford F150/Ford Expedition, Dodge Dakota/Dodge Durango o.s.frv. En það eru vissulega ánægjulegar fréttir, sem hér hafa verið nefndar ofar á þræðinum, ef Nissan er að koma með nýja sexu, sem skriffinnarnir í Bruxelles gætu gúterað. Patrolinn er nú alltaf hörkubíll og á skilið öfluga vél.
13.09.2004 at 11:53 #505682Einhverntíma ætlaði ég að nota svona ódýran svamp og líma hann með Jötun-grip. Helvítis lími leysti svampinn upp. Þetta var reyndar ekki svampur úr Rúmfó. Ertu að tala um svampinn, sem er ætlaður til að liggja á honum í tjaldi eða þannig?
13.09.2004 at 08:44 #505690Mig minnir að ARB framleiði ágætar bínur. Ef ég man rétt, þá er hefur Benni selt þær.
02.09.2004 at 15:30 #505258Ég held að einna fyrstur til að setja Hi-Lux á 44" hafi verið sjálfur Freysi í Arctic Trucks. Allavega er ekki hægt að vísa á betri mann til að spyrja. Mikill öðlingur hann Freysi.
10.06.2004 at 08:09 #194450Eiginlega megum við Einar jarðfræðingur víst ekki segja eitt einasta orð, því við erum kellíngar með lítið typpi og undir 44″ – en ég ætla samt að vekja athygli göfugri jeppamanna með stór typpi og 44+ að nú er Vegagerðin búin að opna það sem þeir kalla Sprengisandsleið formlega.
09.06.2004 at 13:07 #503714Réttritunarvillur, já, það er víst orðið þegjandi samþykki fyrir því í þjóðfélaginu að það sé ekkert til sem heitir rétt ritun máls. Öllum sé frjálst að rita sitt mál með þeim hætti sem þeim hentar hverju sinni og þurfa ekki einu sinni að gera það á sama hátt tvo daga í röð. Gott mál. Léttir verulega á hinni ofsóttu kennarastétt. Sama gildir víst um það, sem gamalmenni og sveitamenn kalla örnefni. Við köllum þessa staði bara það, sem okkur sýnist hverju sinni. Svo breytast tímarnir og viðmið manna. Nú heitir annar jökull Langiskafl eða bara skaflinn. Þessvegna ætla ég að kalla þennan skafl á horngrýti bara Langtíburtuskafl.
09.06.2004 at 06:34 #503704Mig langar til að koma inn í þetta á þeim grundvelli að Zetor sé alvara og þetta sé ekki grín, heldur alvöru issue. Ég gef mér að ég hafi skilið það rétt að þú eigir þessa 6 cyl. vél áður en verkið hefst. (Ef þú ættir eftir að fá þér vél, væri e.t.v. heppilegra upp á niðursetninguna að fá sér V6 vél úr Chevy?) – En næsta spurning er hversu gamall þessi Land-Rover er, þ.e.a.s. hvort hann sé á fjöðrum eða gormum? Gormabúnaðurinn í Land Rover er nefnilega býsna góður, held ég. Nú, Landinn er svo allavega með rör á báðum endum, sem er að mínu mati kostur, en original öxlarnir í þeim hafa alla tíð þótt heldur lélegir. Menn hafa fengið t.d. ástralska öxla, sem eru mun sterkari. Kannski fer þá bara eitthvað annað og dýrara að brotna? 90 tommu Landinn er líka framleiddur með 8 cyl. vél og mikið seldur þannig í USA og hefur m.a. verið kjörinn Four Wheeler Of The Year í tímaritinu Four Wheeler í þeirri útfærslu. Hvað um það, mér líst vel á þessa hugmynd hjá þér, Zetor, og ef þú hefur aðstöðu til að gera þetta, held ég að svona tæki gæti virkað býsna vel. Spurningin er svo kannski hverskonar skýli þú setur ofan á hann ef þú ætlar að nota tækið til vetrarferða. Gangi þér allavega vel.
07.06.2004 at 13:41 #503626Þegar maður las þessa grein fyrst í morgun, virtist hún vera svona hefðbundin jeppafordómagrein. Svo las ég hana aftur, og þá fannst mér að GAT væri meira að gagnrýna lið, sem er eiginlega allt önnur deild en við, sem höfum verið í þessum félagsskap og tekið þátt í því sem hann stendur fyrir. Hann meira að segja undanskilur í greininni þá, sem eru að nota jeppa til þess sem þeir eru ætlaðir. Eftir svolitla umhugsun fannst mér því að best væri að sjá til, hvort eitthvert framhald yrði á. Kannski er maður bara alltof bláeygur?
01.06.2004 at 07:01 #503447Sammála Wolf. Það er bara spurning um tíma hvenær "umhverfissinnar" koma því í gegn að það þurfi að skattleggja "umhverfissóðana" á jeppunum sérstaklega, hvort sem ekið er á bensín eða diesel. Það er fullt af liði bæði innan þings og utan sem hugsar þannig. Oftast er hvatinn bara hrein öfund. Líklega verður það á grundvelli óhóflegrar skattlagningar og kostnaðar sem jeppamennskan, eins og við þekkjum hana, hreinlega leggst af. Svo hjálpar markaðsþróun olíuverðs okkur ekki, eins og Wolf bendir á. Alltaf eru norðmenn að græða.
28.05.2004 at 07:26 #194409Nú hefur Kjalvegur verið opnaður alla leið norður af, og einnig í Kerlingarfjöll. Það er reyndar búið að vera opið í Hveravelli að norðan all lengi, en nú er Vegagerðin sumsé búin að lýsa leiðina opna skv. korti, sem gefið var út í gær (sjá heimasíðu vegagerðarinnar, „Ástand fjallvega“)
27.05.2004 at 06:53 #503107Jæja, ég átti nú satt að segja von á meiri umræðu hér í framhaldi af þessari flugeldasýningu Umhverfisráðuneytisins. Held ég verði nú að skjóta því hér inn í, að þótt fasteignasalinn frá Mælifellsá sé öllum púkum stríðnari, þá mun honum ekki takast að etja okkur Skúla saman! Við höldum áfram að hugsa á svipuðum brautum þótt Skúli verði formaður 4×4 um tíma. En það sem mig grunar að felist í "bættu aðgengi almennings" í hugum þessa hóps, sem venjulega mótar flestar tillögur í þessa áttina, þýði að komið verði upp fáum "hraðbrautum" til að komast á tiltekna hluta svæðisins, en öll umferð vélknúinna ökutækja verði síðan beinlínis bönnuð um svæðið. Hægt verði að komast á hvaða fólksbíl sem er á tilteknar "hálendismiðstöðvar" sem verði staðsettar með tilliti til þess að hæfilega langar gönguleiðir séu á milli þeirra. Gísli Gíslason, landslagsarkitekt, sem manna mest mótaði þær hugmyndir, sem lagðar voru til grundvallar að Svæðisskipulagi Miðhálendisins, sem unnið var undir stjórn Skipulagsstofnunar, var síðast þegar ég vissi mjög fastur í þessum hugmyndum. Í svæðisskipulaginu er beinlínis gert ráð fyrir uppbyggðum vegi norður yfir Sprengisand og Kjöl, vegi til norðausturs sunnan við Mývatnssveit af Sprengisandsleið að mig minnir norðan við Fjórðungsöldu. Ég held að ég sé ekki sammála Jóni Snæland um að nefndin telji ferðalög okkar jeppamanna til "hefðbundinna landnytja". Er nokkuð viss að þar er eingöngu verið að tala um sauðfjárbeit og smalamennsku bænda. Við skulum hafa í huga, að þessar hugmyndir þurfa það langa umfjöllun í kerfinu, að það verður næsta ríkisstjórn, sem mun taka ákvarðanir í þessa veru og þá verður Kolla Halldórs orðin umhverfisráðherra. Held endilega að hún sé á móti jeppum og vélsleðum, sé ályktað út af því hvernig hún flytur sitt mál. – En nú held ég að Umhverfisnefndin okkar verði, ásamt með stjórninni, að leggjast yfir þessar hugmyndir, helst fá fund með umtalaðri nefnd og/eða starfsfólki ráðuneytisins og gera svo tillögur og koma með ábendingar út frá okkar hagsmunum. Lobbýisminn er jú það sem gildir, eins og Jón "ofsi" Snæland bendir á.
25.05.2004 at 12:48 #194398Nú var þessi ágæta nefnd að skila áliti til umhverfisráðherra um Vatnajökulsþjóðgarðinn væntanlega. Mikil hamingja, mikil gleði. Hvernig líst okkur svo á þetta félagar góðir?
21.05.2004 at 21:38 #502931……….eru opnar núna skv. korti Vegagerðarinnar.
21.05.2004 at 21:36 #502939Svo ég ríði nú á vaðið og svari þér líka hér, þá held ég að flestir séu sammála um að Koni séu afbragðs vara, enda frekar dýrir, en það getur borgað sig, séu þeir rétt settir í og af hæfilegri lengd, vegna betri endingar. Það er afskaplega þægilegt að hafa stillanlega dempara, ef þú getur stillt þá úr ökumannssætinu. Mín reynsla er sú, að ef þarf að fara út og teygja sinn inn undir bílinn til að stilla dempara, þá gerir maður það bara alls ekki. Bíllinn minn er með original stillanlega dempara úr ökumannssæti og ég held ég myndi sakna þessa búnaðar, ef hann væri ekki fyrir hendi, eftir að hafa reynt hann. Bæði er oft gott að geta breytt stillingu miðað við hleðslu bílsins, eftir því á hvernig vegi maður er að aka og svo einnig í hliðarvindi, sem kom mér eiginlega mest á óvart hvað gagnaðist mikið.
Ég hef prófað Rancho-dempara, en var ekki hrifinn. Ameríkaninn er með fjöldann allan af dempurum, svo sem Bilstein, Pro-Comp, Skyjacker, Edelbrock, Superlift, Trailmaster bara svona tekið af handahófi. Að auki má svo nefna Gabriel, sem margir hafa góða reynslu af. Svo minnir mig að Benni sé með Ástralska dempara frá Old Man Emu. Það er semsagt ýmislegt til, en Koni eru góðir, ég held fáir mæli því í mót.
21.05.2004 at 21:20 #502947Þetta er áreiðanlega mjög viðkvæmt mál sem þú kemur þarna inn á, því menn hafa afskaplega misjafnar skoðanir á þessu, svo ekki sé meira sagt. Það er mjög góð reynsla af lokuðum geymum eins og Optima, en þeir eru nokkuð dýrir. Þeir hafa held ég fengist hjá Benna. Ég hef sjálfur nokkuð góða reynslu af Delphi – rafgeymum, m.a. í bátnum hjá mér, en þeir fást m.a. hjá Stillingu (minnir mig) og svo hérna á Króknum hjá Bílabúð KS (455 4570) Báðir þessir aðilar flytja geymana inn beint. Delphi var á sínum tíma dótturfyrirtæki General Motors og hét þá Delco, en var selt í einhverjum hagræðingaraðgerðum GM þegar þeir voru í hallarekstri fyrir nokkrum árum. Um stærð geymana er erfitt að segja nema vita meira. Fyrst myndi maður spyrja um hvernig geymir/geymar eru í bílnum upphaflega? Er bíllinn með dieselvél (þurfa oft meira start, auk þess sem hitakerti taka mikinn straum) og eru þeir gjarnan með tvo rafgeyma (t.d. HiLux) Bíllinn, sem ég er á, kemur original með einn rafgeymi 120 Ah (ampertíma) en ef ég væri með spil og mikinn aukabúnað, eins og maður var gjarnar með þegar maður var á alvöru fjallabíl, þá vildi ég hafa annan geymi til viðbótar. Ég hef lengi verið skotinn í þeirri hugmynd að hafa sambærilegan búnað í fjallabíl og er í bátum, þ.e. hafa sér geymi/geyma bara fyrir startið og svo sér fyrir aðra notkun. En það þarf pláss fyrir það og sér útbúnað á rafkerfið.
21.05.2004 at 21:07 #502530Heill og sæll Izeman!
Þótt búið sé að opna úr Bárðardal upp á Sand, þýðir það ekki að það sé hægt að fara í Laugafell aðra hvora leiðina þangað af Sprengisandsvegi. Þá meina ég eins og þú einmitt getur um, að fara án þess að valda spjöllum. Hinsvegar er oft hægt á góðum jeppa að fara hér upp úr Skagafirði, en það þýðir að vísu að fara þarf yfir Strangalæk, Hnjúkskvísl og Laugafellskvísl, en alla jafna á það ekki að vefjast fyrir mönnum á þokkalegum jeppa, þótt hann sé t.d. bara á 33" að maður tali nú ekki um 35" dekkjum. Hinsvegar er málið nú í vor, að því miður eru líkur á að tíðarfarið valdi því, að hálendisleiðir hérna að norðan, aðrar en Kjalvegur, opnist eitthvað seinna en venjulega vegna þess að það hefur snjóað talsvert hérna megin núna í maí. Bara núna síðustu nótt snjóaði ofan fyrir miðjar hlíðar hér um miðjuna á Norðurlandi. Orðlengi þetta ekki meira hér, an þú getur hvort heldur þú vilt hringt í mig í síma 8935421 eða enn betra sent mér mail í thorkellg@hotmail.com ef þú vilt spjalla eitthvað um þetta.
kveðjur, Þorkell G.
20.05.2004 at 15:49 #495847Ekki ætla ég að rengja reikningslega nálgun arnors hér á undan, enda er þetta mjög sannfærandi útreikningar hjá honum. En svo ég orði nú alveg skýrt mína meiningu, þá óttast ég að þessi breyting þýði verulega hækkun eldsneytisverðs vegna hærri dreifingarkostnaðar olíufélaganna. Litunarkerfið verður áreiðanlegt dýrt hér á landi, því allur svona kostnaður jafnast út á mun færri einingar hér en í fjölmennari og þéttbýlli löndum. Þannig að við verðum að taka þetta inn í alla útreikninga, þ.e. að forsendur breytast það mikið, að grunnverðið hækkar, burtséð frá því með hvaða hætti ríkið skattleggur eldsneytið. Þar við bætist hinsvegar, að ég óttast að áfergja fjármálaráðuneytisins í að breyta um innheimtuform tengist því að þeir hafi séð fram á aukna skattheimtu. Alltaf vantar þá meiri tekjur og það eru meiri líkur á að Alþingi fallist á slíkar skattahækkanir en aðrar. Það passar nefnilega svo ágætlega fyrir populistana að vera á móti umferðinni og þar með meira og minna ímyndaðri mengun.
kv. Þorkell G.
20.05.2004 at 15:49 #503171Ekki ætla ég að rengja reikningslega nálgun arnors hér á undan, enda er þetta mjög sannfærandi útreikningar hjá honum. En svo ég orði nú alveg skýrt mína meiningu, þá óttast ég að þessi breyting þýði verulega hækkun eldsneytisverðs vegna hærri dreifingarkostnaðar olíufélaganna. Litunarkerfið verður áreiðanlegt dýrt hér á landi, því allur svona kostnaður jafnast út á mun færri einingar hér en í fjölmennari og þéttbýlli löndum. Þannig að við verðum að taka þetta inn í alla útreikninga, þ.e. að forsendur breytast það mikið, að grunnverðið hækkar, burtséð frá því með hvaða hætti ríkið skattleggur eldsneytið. Þar við bætist hinsvegar, að ég óttast að áfergja fjármálaráðuneytisins í að breyta um innheimtuform tengist því að þeir hafi séð fram á aukna skattheimtu. Alltaf vantar þá meiri tekjur og það eru meiri líkur á að Alþingi fallist á slíkar skattahækkanir en aðrar. Það passar nefnilega svo ágætlega fyrir populistana að vera á móti umferðinni og þar með meira og minna ímyndaðri mengun.
kv. Þorkell G.
19.05.2004 at 13:41 #495840Ég ætla að taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, ef hann er til staðar, að ég var ekki að tala um aukinn flutningskostnað út á land. Það er þessu máli óviðkomandi og það hefur enginn beðið mig að búa úti á landi, það er mín mistök og ég geri mér ljóst að ég greiði fyrir þau mistök sjálfur og á ekki að vísa þeim kostnaði á aðra. En ég var að reyna að benda ykkur á það, ágætu félagar, að litunarkerfið þýðir mjög mikið hærri dreifingarkostnað. Það þarf enginn að segja mér að einhver annar en við komi til með að greiða þann kostnað. Burtséð frá því hvar við búum, því það þarf sérstakt dreifingarkerfi fyrir lituðu olíuna til hliðar við hina. Við verðum að muna, að landið okkar er fremur stórt og íbúarnir fáránlega fáir. Því verða allir svona kostnaðarþættir að jafnast út á miklu færri einingar en í fjölmennari og þéttbýlli löndum. Það er líka alveg ljóst, að tekjudeild fjármálaráðuneytisins væri ekki að búa til svona frumvarp ef þeir sæu ekki fram á hærri skatttekjur af því. Alveg kristalklárt og það hefur ekkert með neina réttlætiskennd að gera, hún hefur fyrir löngu verið gerð útlæg af þeim bæ, hafi hún einhverntíma verið búsett þar.
19.05.2004 at 13:41 #503162Ég ætla að taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, ef hann er til staðar, að ég var ekki að tala um aukinn flutningskostnað út á land. Það er þessu máli óviðkomandi og það hefur enginn beðið mig að búa úti á landi, það er mín mistök og ég geri mér ljóst að ég greiði fyrir þau mistök sjálfur og á ekki að vísa þeim kostnaði á aðra. En ég var að reyna að benda ykkur á það, ágætu félagar, að litunarkerfið þýðir mjög mikið hærri dreifingarkostnað. Það þarf enginn að segja mér að einhver annar en við komi til með að greiða þann kostnað. Burtséð frá því hvar við búum, því það þarf sérstakt dreifingarkerfi fyrir lituðu olíuna til hliðar við hina. Við verðum að muna, að landið okkar er fremur stórt og íbúarnir fáránlega fáir. Því verða allir svona kostnaðarþættir að jafnast út á miklu færri einingar en í fjölmennari og þéttbýlli löndum. Það er líka alveg ljóst, að tekjudeild fjármálaráðuneytisins væri ekki að búa til svona frumvarp ef þeir sæu ekki fram á hærri skatttekjur af því. Alveg kristalklárt og það hefur ekkert með neina réttlætiskennd að gera, hún hefur fyrir löngu verið gerð útlæg af þeim bæ, hafi hún einhverntíma verið búsett þar.
-
AuthorReplies