Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.01.2005 at 10:26 #512534
Vitiði það félagar góðir, að ef boddýið ryðgar ekki utan af gangverki og undirvagni, þá eru þessar kílómetratölur bara svona tilkeyrsla. Ég veit því miður ekki hvað hann/hún heitir sem á núna gamla Hi-luxinn sem ég átti einu sinni, en mér skilst að það sé búið að aka honum yfir hálfa milljón km og útlitið er ekkert til að skammast sín fyrir og greinilegt að núverandi eigandi fer vel með hann – en það þarf ekki að felast í því að nota bílinn ekkert. En sá lærdómur sem ég dreg af þessu að endurryðvörn sé af hinu góða, ef hún er vel af hendi leyst. Þarna ber þó að taka fram, að þetta er diesel – rokkur og heilt rör að framan. Eyðslan í bensínrokknum, sem einhver nefndi hér áður, veit ég að getur farið niður í 12 l/100 km á 33" dekkjum að sumri til, án þess að menn séu beinlínis í neinum sparakstri. Í vetrarakstri og að maður tali nú ekki um snjóakstur, þá er líklega raunhæfara að tala um eyðslu pr. klst. en kílómetra, eins og við vitum víst flest. En Hi-lux eru góðir bílar. Eina ástæðan fyrir því að ég er ekki enn á svona bíl eru sætin í þeim, þau eru ekki heppileg fyrri gamlingja eins og undirritaðan.
02.01.2005 at 10:45 #512174Mig langar til að taka undir þetta sem eik segir varðandi smurstöðvar, það er í raun alveg óviðunandi hversu óvönduð vinnubrögð menn komast upp með. Það er bæði þetta með að sprengja stýrisenda og spindilkúlur, sem er því miður alltof algengt með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni og minnkuðu akstursöryggi bíla, og svo ýmislegt annað. Ég hef sjálfur hvað eftir annað orðið fyrir því að aftöppunartappar hafa verið forskrúfaðir og koparskinnan, sem á að þétta er sprengd. Smurolíur eru ekki beinlínis ókeypis og það er dýrt að láta þetta leka niður. Nú og svo er þetta með smursíurnar, sem er hreinlega alltof algengt að böðla einhvernveginn á og ofherða þær síðan. Við erum hinsvegar ekki öll það vel sett að hafa tök á að skipta um olíur og smyrja bílana okkar sjálf, því við þurfum að hafa til þess aðstöðu, sem ekki nærri allir hafa, og svo eru þessi sífelldu vandamál við að afsetja notaða olíu og síur. Getur félagið okkar nokkuð beitt sér í því að einhverjar faglegar kröfur verði að uppfylla á smurstöðvum? Ég skipti hinsvegar við afskaplega gott dekkjaverkstæði og þar er aldrei neitt fúsk í gangi, heldur topp fagmennska, en hef auðvitað heyrt um ýmislegt í því efni annarsstaðar.
31.12.2004 at 20:28 #195142Í febrúarhefti (jú, það er komið til áskrifenda!) Four Wheeler er verið að segja frá Jeep Rescue, en FW hefur tekið út fullbúna prótótýpu af farartækinu og fylgir með lýsing á búnaði. Þetta er greinilega stórt og ansi þungt – estimated curb weight 6 000 lbs eða rúml. 2,7 tonn. Undirvagninn er basically Dodge Ram 2500 nema ég er ekki alveg viss um nema fjöðrunin að framan séu flatjárn, vélin er sami Cummins rokkurinn og í Raminum. Felgustærðin er 18″ með beadlocks og dekkin sem hann er presenteraður á eru Goodyear MT/R 315/80R18 sem FW kalla 37″ og ekki rengi ég það. 6 gíra beinskiptur NV5600 gírkassi. Það virðist vera álíka úrhleypibúnaður og í Hummer/HMMWV spilið er innbyggt sem og GPS og áreiðanlega margt fleira en þið getið náttúrulega skoðað þetta sjálf. Manni sýnist við fljótlega skoðun að þessi bíll þurfi 44″ a.m.k. til að þóknast okkur hér á klakanum. En svo er að sjá að það sé ekki enn búið að taka ákvörðun um framleiðslu ef ég hef skilið textann rétt með minni takmörkuðu enskukunnáttu. En þarna eru alvöru öxlar á báðum endum, AAM 3/4 ton með 8 felguboltum, ekkert klafadót. Tja, hvað segið þið félagar góðir?
31.12.2004 at 11:04 #511364Snorri!
Hérna í eina tíð var eitthvað um vél frá Ford sem var 283 cid að mig minnir, og voru m.a. nokkrir Bronco-bílar af árgerðum í kring um 1970 með þessum vélum, auk nokkurra fólksbíla. Þessar árgerðir voru náttúrulega ekki með EFI. Þessi vél var frekar léttbyggð og ekki plássfrek, var t.d. fyrirferðarminni en bæði 302 og 351 vélin, minnir mig. Nú er bara að spyrja partasölurnar, hvort þær viti um svona bíl – kannski ættur þú að prófa að keyra vestur í Djúp og kanna hvort eitthvað leynist að Garðsstöðum?
Kveðja
ólsarinn (fyrrverandi Broncoeigandi)
23.12.2004 at 18:49 #511446Það fer nú ekki millli mála að þessar miðstöðvar, hvort sem þær heita nú Webasto eða eitthvað annað, eru aldeilis afbragð fyrir fjallamenn. Svona búnaður er yfirleitt settur í flutningabifreiðar hér á norðurhjara og dótið látið ganga allan sólarhringinn ef því er að skipta til að þessar stóru vélar (5 – 600 alvöruhestöfl) kólni ekki – allt upp á rekstrarhagkvæmni. Nú, svo hefur maður samanburðinn á að fara inn í kaldan jeppa í frosti og hríð á janúarmorgni — ja, þeir sem hafa prófað þurfa ekki sannfræingar við. En mikið fjári væri gaman að frétta nánar af þessu tæki, sem linkurinn hans Þorvaldar Sigurðssonar frá Hróarsdal tengir okkur við. – Þegar við verðum búnir að slafra í okkur skötuna á eftir, Þorvaldur, þá ættum við kannski að vera í sambandi.
Jólakveðjur úr Skagafirði
16.12.2004 at 13:24 #511168Goodyear Wrangler eru góð dekk og það að mynstrið nái niður á hliðarnar hefur mér ekki fundist galli á dekkjum sem til stendur að hleypa úr. Ég hef reyndar ekki ekið á þessari typu sjálfur, en hef heyrt menn tala um að maður þurfi að taka svolítið varlega á þeim í snjófæri, því þeim hætti til að spóla sig niður ef maður er ekki lipur á bensínfætinum. Annars er það þannig með dekk, að maður má ekki eingöngu horfa á verðið, gæðin hafa það mikið að segja að það þarf að horfa á það líka. – En horfðu t.d. á Sidewinder, þau hafa reynst mér ákaflega vel. BFG eru hafa mjög gott orð á sér líka. Annars er þetta ákaflega persónubundið hvað mönnum líkar og líkar ekki.
14.12.2004 at 13:33 #510982Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar Stebbi, og hmm. Ef maður skyldi nú leggja í fjárfestinguna í gamla Grána, þá er gott að hafa þetta í huga. Ég hef reynslu af ARB læsingunum og þá hafði maður ekkert annað við að miða sem var læst með lofti. Mér líkaði hinsvegar ágætlega við ARB þannig lagað séð, allavega dugðu þær mér ágætlega að því frátöldu, að plastslöngurnar bláu, sem fylgdu original, vildu láta undan ef maður lenti í krapafæri, sem maður kemst jú aldrei hjá ef maður ætlar að vera í þessu á annað borð. Ég skipti því um á sínum tíma og setti búta af gasslöngum þarna næst drifunum og upp í grind. Það virtist virka ágætlega. hmm – ekki myndirðu vera svo vænn að senda mér e:mail á thorkellg@hotmail.com um hvað framdrifslæsingin frá Algrip kostaði.
kv. Þorkell G.
14.12.2004 at 06:53 #510972Varðandi ábendingu Stebba langar mig að spyrja hann hvort það sé mögulegt að í USA séu Sportararnir bara seldir með 8 1/2" drifinu? Þeir virtust ekki gera ráð fyrir því í frétt FW að neinar undantekningar væru á þessu. En hvað varðar íslensku læsingarnar, þá vissi ég nú reyndar ekki að þær væru til, hitt er annað mál að ef þær eru sambærilegar að gæðum og í verði og ARB þá skoða menn þær náttúrulega á sanngirnisgrundvelli, hinsvegar kaupi ég ekki neitt endilega vegna þess að það sé íslensk framleiðsla. Það þarf að vera samkeppnishæft.
13.12.2004 at 16:14 #510966Þetta átti náttúrulega að vera Pajero Sport
13.12.2004 at 16:13 #195042Sá í Four Wheeler að ARB er farið að framleiða loftlæsingu í framdrifið á þessum bílum. Er þar bæði um að ræða þessa venjulega og Port – týpuna. Minnir að þeir kalli þetta LM 110 eða eitthvað í þá áttina.
30.11.2004 at 16:02 #509790Mikið væri gaman ef snjallir verkfræðingar eins og t.d. Snorri Ingimars eða Freysi okkar allra myndu segja okkur hvað þeir eru búnir að spá í þetta mál. Ég þykist vita að þeir hafi kannað þetta mál fyrir all nokkrum árum. En mig minnir að það þurfi að vera heildregin rör í þessu, þ.e. prófíll sem er ekki með "saum".
kv. gþg
03.11.2004 at 22:05 #507544Satt að segja hélt ég það væri barasta Iveco diesel í Iveco bílum, það eru allavega til Iveco vélarí bátum! Annars hélt ég að það væri ekkert síður hægt að ferðast á þessum bílum (Iveco Daily 4×4) en öðrum "van" bílum. Eitthvað þykist ég þó hafa heyrt um einhverja skólabíla, sem hafi verið í öxlavandamálum. Hinsvegar sér maður talsvert af þessum bílum niðri í Evrópu, en þá eru það reyndar oftast 2×4 bílar. Eru bara ekki einhverjir fordómar í gangi gagnvart þessum bílum eins og oft gerist í okkar röðum?
31.10.2004 at 09:35 #505426Nú mætti ætla, að það væri útivistarfólki í hag, hvaða kategóríu það svo sem tilheyrir, að þjóðgarðar og þjóðlendur séu sem viðlendastar. En þar rekur maður sig á girðingu, sem eru embættismenn, túlkun þeirra og útfærsla á reglum. Þá hefur oftast nær lítið að segja góður vilji ráðherra, enda koma þeir og fara og virðast sitja í sínum embættum svo hægt sé að skamma einhvern fyrir það sem miður fer. Maður óttast því að stækkandi þjóðgarðar verði fyrst og fremst notaðir til að takmarka ferðafrelsi alls almennings. Þjóðlenduskipulagið virðist líka fyrir þjösnaskap embættismanna ætla að koðna niður og verða gagnslítið. Einkaeignarrétturinn virðist færast með þessu enn frekar inn á hálendið og þegar sú þróun fer fram sem horfir, að jarðeignir á landinu komist í eigu örfárra auðmanna, þá eru horfurnar á ferðafrelsinu ekki góðar. Kannski var það líka alltaf meiningin?
29.10.2004 at 16:40 #507270Flottar myndir! Takk fyrir að leyfa okkur að njóta ferðarinnar með ykkur á þennan hátt.
25.10.2004 at 20:28 #506784Það er auðvitað hárrétt að það þarf að útiloka ýmsa hluti eins og t.d. kúplinguna í kæliviftunni. Þó nú væri. Samt sem áður er það tilfellið, að það er fullkominn möguleiki á að intercoolerinn sé að svelta vatnskassann ef hann er fyrir framan hann, eins og algengt er að koma honum fyrir. Það er alls ekki út í hött að kælikassinn geti verið orðinn of afkastalítill, þegar farið er að taka meira út úr vélinni með ýmsum aðgerðum. Ég var búinn að benda á það hérna ofar að ræða við félaga R 101 Oddgeir Sæmundsson. Hann er búinn að díla við svona prójekt.
kv.
24.10.2004 at 19:52 #506516Það er búinn að koma ýmis dýrmætur fróðleikur á þessum þræði sem maður þarf að vista hjá sér. Margt af þessu ætti heima í gagnabanka 4×4 finnst mér. En ég er nokkrum sinnum búinn að spyrja hér á síðunni í tengslum við umræður um hinar ýmsu tegundir dekkja, hvort einhver hefði flutt inn dekk sem heita Nitto Mud Grappler og hafa verið auglýst núna í nokkra mánuði á Four Wheeler. Ef ég skil rétt þá eru þeir með radial dekk upp í 40 tommur, en þá er reyndar verið að tala um 22 tommu felgu, sem virðist mikil tíska í henni ameríku um þessar mundir. Hér á landi eru felgur af því ummáli fyrst og fremst notuð undir flutningabíla skilst mér. En í fljótu bragði sýnist mér munstrið á þessum dekkjum áhugavert. Nitto dekk voru mikið flutt inn fyrir nokkrum árum, en hafa að mér virðist horfið af markaðnum hér á landi.
24.10.2004 at 19:44 #506772Þennan vanda eru nokkrir búnir að fást við. Talaðu við félaga Oddgeir Sæmundsson, sem er núna tjónaskoðunarmaður hjá Sjóvá en er blikksmiður að mennt. Hann er búinn að fást við þetta í HiLux og leysti það með því að stækka vatnskassann.
20.10.2004 at 18:55 #506392Mæli með Brútusi, hann er hæfilega ódýr og virkar ekki verr með köldu vatni en heitu. Hann er sérlega góður bæði á olíur og protein, enda mikið notaður um borð í bátum
Hefur einhver reynslu af því að setja s.k. flotefni(einhverskonar múrefni) yfir gömul bílskúrsgólf? Gólfið hjá mér er orðið illa farið, enda meira en 30 ára gamalt og ég þarf að fara gera eitthvað í málinu!
23.09.2004 at 08:28 #506220Verkstæðið er að Eldshöfða 15 og heitir líklega núna Partur ehf. Síminn er 567 3444 – best að tala við ÁRna Pál eða Birgi Árnasyni.
22.09.2004 at 12:52 #505398Ég verð nú að segja eins og er að fólk, sem ber saman Isuzu Trooper og RAV4 sem sambærilega bíla, er bara ekki viðræðuhæft um fjórhjóladrifsbíla. Það er greinilegt að léttur bíll, "stylish" í útliti eins og þeir meta það, þægilegur í borgarakstri o.s.frv. fær hæstu einkunnir hjá þeim. Það liggur við að bílar fái mínus fyrir að vera góðir í torfærum og hafa nothæfan millikassa. Dæmigert blaðamannakjaftæði – fólk sem hefur ekki hundsvit á því sem það er að skrifa. Svo virðast þriggja dyra útgáfur höfða sérstaklega til þeirra. Fimm dyra týpurnar, sem við metum mest hér á landi, eru nánast taldar ónothæfar. Ja, hérna.
-
AuthorReplies