Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.03.2005 at 20:24 #519510
Æi, ég held að við höfum öll einhverntíma gert vitleysur í ferðalögum okkar. Ég var að rifja upp í huganum fyrstu tilraunir mínar og bróður míns í jeppaakstri fyrir nærri hálfri öld. Hálfhræddur er ég um að margt af því þætti ekki góð latína í dag. En við vorum reyndar kynslóðin, sem gátum ekkert lært af reynslu annarra, við vorum að búa til reynsluna hvað ökutækin varðaði a.m.k. Það má hinsvegar til sanns vegar færa að fyrirhyggja varðandi ferðir og ferðaundirbúning er á svipuðum nótum hvort sem ferðast er fótgangandi eða á jeppa. Nóg um það, mig langar til að taka undir með formanninum með hvað brýnt er að hafa kort og kompás og kunna að nota hvorutveggja. Við getum svo sem sloppið ferð eftir ferð með GPS tækið eitt og sér, mikil ósköp. En mér er minnisstætt þegar kennari minn í siglingafræði svaraði einum nemendanna sem vildi meina að of mikið væri lagt upp úr leiðrreikningi og kompása- og kortavísindum. "Mikið áttu gott að geta alltaf treyst því að tækin bili aldrei hjá þér, rafmagnið fari aldrei og ekkert klikki". Ekki treysti ég mér til að ferðast nema að hafa gott kort og ´vel stilltan kompás. Hvort sem er á sjó eða landi.
21.03.2005 at 21:26 #519406Ég var með Brahma skel fyrir nokkrum árum á HiLux. Það var einfalt (óeinangrað), hrímaði og súldaði að innan. Svo var afturhlerinn afskaplega óþéttur. Reyndar féll húsið allt mjög illa að skúffunni. Ég held að seinni tíma hús hafi batnað verulega. Sá skel á Musso Sports sem mér sýndist vera miklu betur frágengin en þessar fyrstu.
kv.
18.03.2005 at 21:40 #518942Jæja, loksins eru menn búnir að sjá þetta sem ég – og reyndar örfáir fleiri – hef verið að benda á í tengslum við umræður um nýtt skattlagningarkerfi á dieselvélaeldsneyti. Þjóðverjar, svo dæmi sé tekið, hafa það sjónarmið, að vegna þess að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að sem flestir aki á diesel knúnum bifreiðum, vegna þess að dieselvél eyðri færri lítrum pr. ekinn km en bensínrokkur, jafnvel þótt ultra sparneytinn sé, þá eigi að ýta undir það með því að skattleggja dieseleldsneyti minna en bensín. Þetta viðhorf mun vera uppi í fleiri löndum Evrópu. Þar af leiðir að diesel fuel er ódýrara í flestum löndum Evrópusambandsins en regular gasoline. Nú, hinsvegar mun það sjónarmið uppi í fjármálaráðuneytinu hér, eins og ég hef ansi oft getið um hér, að eigendur dieselknúinna ökutækja eigi ekki að njóta þess hagræðis, sem af því hlýst að diesel vélar nota færri lítra pr. orkueiningu/ekinn km eða hvaða viðmið menn kjósa að nota, heldur eigi að jafna þennan mun með því að skattleggja diesel fuel hærra. Eins og kemur fram hér hjá nokkrum ágætum félögum hér litlu ofar er alveg ljóst, að diesel fuel verður dýrara pr. lítra en regular gasoline en líklega nær 98 octane. Ég er hinsvegar dreifari og þarf því að borga ansi mikið hærra verð pr. lítrann en þið flest, en ég geri mér ljóst að það hefur enginn beðið mig að búa á einhverju krummaskuði svo það er mitt vandamál. Verðið pr. lítra var hér á næstu stöð við mig í kvöld kr. 47,60 pr. lítra í sjálfsafgreiðslu, en verður líklega komið í 50 kallinn í fyrramálið skv. nýjustu fréttum. Hvað sem því líður, þá er verðhlutfallið milli eldsneytistegunda eitthvað svipað og syðra og það er jú það sem þessi umræða snýst um.
13.03.2005 at 17:29 #518694Var að velta því fyrir mér, að þetta er býsna líkt ameríska 4Runner bílnum, eins og hann lítur út núna. Sýnist þetta allavega vera minni bíll en Sequoia. Er mögulegt að þetta sé einhver ný útfærsla af 4Runner, þ.e. með mega dieselvél? En tek undir með Baldri skáta, þetta er virkilega spennandi.
07.03.2005 at 17:42 #518288Fyrir allnokkrum árum var dómsmálaráðherra, sem gerði svokallaðan "tilrauna kjarasamning" við lögreglumenn hjá tveimur embættum á landinu. Í þessumtilraunasamningi fólst m.a. að lögreglumenn þessara embætta fá persónulega prósentu af innheimtum sektum vegna umferðarlagabrota. Af einhverjum ástæðum hefur þetta ekki verið útfært til fleiri embætta, mögulega vegna þess að menn gera sér ljóst, að til þess gæti komið að einhverjum þverhaus dytti í hug að kæra þetta fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og lögfræðingar telja þetta fyrirfram unnið case í slíku tilviki. Kemur líklega fáum á óvart, að annað þessara tveggja embætta var Blönduósumdæmið!
En það er, í alvöru talað, skýlaust brot á alþjóðlegum lögum og reglum að ein stétt geti hagnast persónulega á því að hafa möguleikana á að geta sektað samborgarana. Enda veruleg hætta fyrir hendi á misnotkun.
06.03.2005 at 19:22 #195605Við höfum sjálfsagt öll veitt athygli þeirri umræðu, sem nú er í gangi með að setja njósnatæki í alla bíla sem skrásetur hvert og hvað mikið er ekið.
Tvennt finnst mér aðallega athugavert við þetta.
1. Er einhver svo bláeygur að ætla, að þetta verði ekki notað til að fylgjast með því hvert maður fer á bílnum, ekki bara til að skattleggja ferðirnar, heldur er alveg ljóst að fleiri en skattmann hafa áhuga á að vita?
2. Dettur einhverjum í alvöru í hug að skattmann muni láta þetta koma í staðinn fyrir aðra skatta? Auðvitað verður þetta viðbót við aðra skattlagningu. Eru ekki einhverjir fleiri en ég sem muna þegar bifreiðagjaldinu svonefnda var komið á í fjármálaráðherratíð Jóns Baldvins? Það átti bara að vera tímabundið – þetta er ekki mín fullyrðing, þetta er staðreynd, skrásett í fjölmiðlum þess tíma.Runólfur framkvæmdastjóri FÍB, sem hefur löngum haft sérstakt horn í síðu okkar jeppamanna notaði tækifærið til að hnýta í okkur sem höfum til þessa ekið á fasta skattinum í viðtali á Ríkisimbanum núna áðan.
Eru ekki einhverjir í okkar hópi sem vilja ræða þetta mál?
06.03.2005 at 17:06 #518264Í framhaldi af línum wolf langar mig að bæta við fyrirspurn um það hvort geti verið að það þurfi öflugri stimpla í vél með svona eldsneytiskerfi. Einn náungi, sem þykist hafa vit á dieselvélum sagði mér þetta. En by the way, verður maður ekki að fara að endurskoða viðhorfið til dieselrokkanna ef olíuverðið fer í 112 pr. lítra þann 1.7. miðað við verðið í dag? (Svo er eftir að vita á hvaða róli eldsneytisverð verður á þeim tíma!)
05.03.2005 at 18:31 #518158Nú hefur prentvillupúkinn komist í tölvuna hjá þér, Klaki sæll.
02.03.2005 at 20:46 #487074Jú, ekki laust við að við þekkjumst við Hilmar Baldursson. Tel hann meðal vina minna og vona að það sé gagnkvæmt. En mælirinn hefur mér þótt virka svona í þessum bílum, sem ég hef átt, þ.e.a.s. að þegar ég fylli tankinn, þá fer nálin í rauninni upp fyrir efsta strik, hreyfist lítið fyrst, en lækkar svo í rólegheitum, hægt fyrst en svo með vaxandi hraða. Þegar svo hefur borið við að ég hef getað komist í að fylla á tankinn þegar nálin hefur verið nokkurn veginn á miðstrikinu, þá hefur mér virst svo að það fari meiri olía á tankinn en sem nemur 45 lítrum. Ég veit hinsvegar ekki um stærð tanksins í styttri bílnum, hef ekki átt þá typuna, en rétt er nú það að tankurinn í lengri bílnum tekur 90 lítra.
02.03.2005 at 11:58 #487066Er bæði búinn að eiga 2,5 og 2,8 og það er mikill munur á. Stærri vélin eyðir nefnilega minnu, munar 1,5 – 2 lítrum pr. 100 km í langkeyrslu. Ekki síst munar þetta ef maður er með kerru í eftirdragi. Undir þeim kringumstæðum er munurinn jafnvel enn meiri. En héðan af Sauðárkr. til Rvíkur og til baka aftur duga þessir 90 litrar mætavel, með talsverðum snúningum í bænum. Annars eru þessar vélar talsvert ólíkar að allri byggingu, eins og komið hefur fram. – En þetta með mælinn, að hann falli hraðar eftir að hann er farinn að sýna hálfan tank, þekkir maður einnig. Reynslan hefur kennt mér að það er ekkert að marka þessa calibration á mælinum;þegar hann sýnir hálfan tank, eru engir 45 ltr. eftir, heldur er það nærri 37 – 38 ltr. Svona hefur þetta verið á öllum bílunum, sem ég hef átt. Reyndar var sama uppi á Toy Hilux, nema bara tankurinn þar var mun minni, eða nær 56 ltr.!
26.02.2005 at 08:09 #487062Sæll Benni hmm. – Hitavandamál hef ég aldrei fundið í mínum bíl, er búinn að eiga hann í fimm ár rúm en hef að vísu ekkert stækkað undir honum sem heitir getur, er bara á 33"! Síðast átti ég við hitavandamál að stríða í HiLux þegar ég skipti um vél og setti 2,8 Toy (þessa sem heitir 3L en er ekki þriggja lítra) án þess að skipta um eða stækka vatnskassa. Ég dreg hinsvegar mikið á mínum, stóra og þunga vagna, og hann hefur aldrei lyft mæli, hvað sem í gangi hefur verið. Hef t.d. verið með dráttarvél á bílaflutningavagni aftan í honum og það breytti engu um hitann. Hitt er svo sem eitthvað sem má búast við, að sé með einhverjum hætti skrúfað upp í verkinu eða settur þessi tölvustýrði búnaður sem þú nefnir, þá má búast við meiri hitamyndun í vélinni. Rúnar í Heklu telur að það sé varasamt að skrúfa upp í verkinu nema auka við kælingu, skilst mér.
kv. gþg
25.02.2005 at 20:47 #487058Nú ætla ég ekki að halda þeim fjanda fram að ég viti eitthvað um vélfræði og dieselvélar, þótt ég kunni aftur á móti ekki að aka á öðru en "grey smoke". En ég vissi ekki til þess að tölvukubbur nýttist fyrir vél, sem er með svona gamaldags olíuverk, eins og er við vélina í honum gamla Grána mínum. Til þess að tölvukubbur sé nýtanlegur við eldsneytiskerfi vélar þarf það að nota rafeindatækni við eldsneytisinnspýtingu, er það ekki, sérfræðingar góðir? Hinsvegar veit ég til þess að einhverjir hafi "skrúfað upp í" olíuverkinu við þessar vélar, það er nánast sama athöfnin og að fá sér chip, nema kubburinn gerir eitthvað meira en auka olíuflæðið, eftir því sem mér er sagt, þ.e. hann stilli af loftmagnið líka. En eins og einn góður skríbent benti á í umræðu um chips fyrir t.d. Cummins og Powerstroke í Four Wheeler nýverið, þá er málið það að hver vél getur skilað tilteknum fjölda af hestaflsklukkustundum, þ.e. eftir því sem tekið er meira út úr tiltekinni vél af hestöflum styttist líftíminn. En líftíminn í þessum vélum hefur reyndar verið lengri en líftími yfirbyggingarinnar svo líklega gerir það ekkert til!
kv. ólsarinn.
24.02.2005 at 07:12 #517502Mikið er orðið langt síðan Björn Þorri var kûarektor á Hvíteyrum fyrst hann man ekki eftir neinu nytískulegra en Bamford til að múga með heyið! En hvað um það, það er alveg einstakt með söfnuðinn, sem hefur höfuðstöðvar sínar við Nybylaveginn, hvernig honum tekst ævinlega að snúa allri umræðu að Pajero, alveg eins þótt þráðurinn hafi átt að vera um Patrol-vélar. Minnimáttarkennd? Gæti svo sem verið. En hvað um það. Enga umræðu hefur maður seð fara fram um bilanatíðni amerískra trukka, hvort sem þeir heita GM, Ford eða DCX. Hinsvegar hefur maður komið auga á allnokkra sem hafa verið stopp dögum saman vegna þess að eitthvert tölvudót í þeim hefur brunnið yfir, bæði í skiptingum, eldsneytiskerfum og sjálfsagt fleiru. Er eitthvað til í þessum orðrómi?
27.01.2005 at 16:05 #514538Hef afara goða reynslu af Delphi – rafgeymum. Fast t.d. i Stillingu
27.01.2005 at 16:01 #514764Mín reynsla af því að hafa kastara á toppnum er afar góð. I dimmviðri munar ótrúlega miklu að hafa ljosgeislann fyrir ofan augun á sér. En eins og kom fram hér að ofan, þá bannar einhver Evroputilskipun að ljós sem staðsett fyrir ofan hausinn á ökumanni sé staðsett aftar en augun í þeim sama haus. Það er manni sagt að sé ástæðan fyrir staðsetningu toppljósa á flutningabílunum. Að öðru kosti mega menn ekki nota þau í umferðinni, heldur bara í utanvegaakstri, sem er svo vel að merkja bannaður!
23.01.2005 at 08:22 #514474Ég veit ekki betur en JÖRFI og Raunvís séu á Grímsfjalli þessa helgi. Ef ég hef skilið þetta rétt þá er Dunhagaliðið að GPS mæla sína punkta eftir gos. Einar Kjartans getur áreiðanlega frætt okkur um til hvers það er, jafnvel má vera að hann sé í þessari ferð sjálfur, en ég held að t.d. Ástvaldur rakari sé þar meðal ökumanna og e.t.v. Garðar Briem líka (ekki viss um þetta)
23.01.2005 at 08:17 #509508Þetta er nú talsverð breyting að geta bæði fengið bílinn með 3ja lítra vél og sjálfskiptingu? Nú, sumum finnst sjálfsagt gott að geta fengið leðrið!
22.01.2005 at 09:18 #514134Jæja, félagar. Það er nú komið í ljós að það sem við óttuðumst margir, þegar loksins var samþykkt að breyta úr innheimtu sérstaks þungaskatts á diesel bíla yfir í lítragjald, að verð diesel olíu yrði hærra pr. lítra en bensínverð, öfugt við það sem gerist t.d. í Þýskalandi, sem menn hafa oft verið að vitna til. Ástæðan? Jú, það eru nokkrir pótintátar í fjármálaráðuneytinu, tekjudeild, sem hafa þá sannfæringu, að eigendur diesel bíla megi ekki njóta þess hagræðis, sem er af minni eldsneytisnotkun pr. orkueiningu/vegalengd í dieselvél en í bensínvél.Svo bætist við rótgróið hatur ákveðins hóps í garð jeppa og jeppaeigenda. Sá hópur vill gjarnan sérsköttun jeppa umfram önnur samgöngutæki, ef ekki banna þá alveg. Telur sig e.t.v. vera að ná einhverjum áfangasigri í þessu efni. En það er alveg ljóst að jeppar, sem daglega er ekið á 35" og upp úr, eru með meðaleyðslu yfir árið frá 14 – 15 lítrum pr. 100 km og auðvitað sumir talsvert meira. Hafi maður verið að aka það mikið að fastaskattur hefur verið hagkvæmur, er alveg ljóst að kostnaður mun aukast talsvert. Svo er reyndar fleira í þessu, það er meiningin að sérskatta flutningabifreiðir umfram þetta með mælaskatti. Það mun hafa veruleg áhrif á kostnað okkar á landsbyggðinni, en við eigum gott ráð við því; við flytjum bara til mannabyggða. Hvað um það; ég er ákveðinn að fá mér Suzuki XL7 með 6 cyl. bensínvél. Góður bíll, hagkvæmur í rekstri, þokkalegt afl – hvað vilja menn meira?
22.01.2005 at 08:57 #514316Vals, þakka þér fyrir að gera þessa tilraun. Ég hef lengi verið að horfa á þessa Hi-clone hólka eða spaða eða hvað á að kalla þetta. Oft velt því fyrir mér hvort maður ætti að prófa, en ekki tímt því þegar á átti að herða. Eftir að hafa lesið það sem þú skrifar hér að ofan, er ég alveg hættur við. Endanlega. Er nefnilega með þennan ágæta rokk undir vélarlokinu, MMC 2,8 TDI – Hef enga trú á að niðurstaðan yrði önnur hjá mér en hjá þér. Nota aurana frekar í dekk, ef ég skyldi eignast þá !
kveðja
PS – Aldrei hef ég séð neinn skrifa um þessa ágætu MMC-vél, sem er vafalaust ákaflega gamaldags, en hún er með tannhjóladrifnum stýris- og kælivatnsdælum, keðjudrifnum knastás o.s.frv. og hefur ekki verið mjög bilanahætt. Hitavandamál? Hef aldrei frétt af slíku fyrir mína parta. Svo er maður með 9" afturdrif, 8,5" framdrif, millikassa með mismunadrifi og læsingu o.s.frv. Af hverju eru ekki allir á svona bílum? Eru menn enn að trúa á gírkassasögurnar af Nýbýlaveginum?
15.01.2005 at 19:14 #512716Ég hélt satt best að segja að árlegur annáll okkar í Ferðafélagi Skagfirðinga, sem fluttur er ár hvert á þrettándavöku í Trölla, skála félagsins hér í fjöllunum vestur af okkur á Króknum, væri heimsmet í svona góðlátlegu skítkasti. Ég er búinn að hlæja mig máttlausan yfir öllum þeim orðaleppum, sem hér hafa verið slegnir inn á tölvur félagsfólks. Má ég koma mé tillögu? Stendur ekki fyrir dyrum þorrablót 4×4 í Setrinu? Væri ekki grá upplagt að skrifa þennan þráð út og fá einhvern sprellikarl til að lesa hann upp? Það er ábyggilega hægt að finna lakara skemmtiefni – nú og svo er þetta frumsamið af félagsfólki!
-
AuthorReplies