Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.12.2005 at 08:15 #534816
Tek undir með mörgum sem hafa skrifað hér að ofan, þetta er með því alskemmtilegasta sem hér hefur verið gert á vef 4×4 – Ekki finnst manni síður gróðlegt og skemmtilegt að uppgötva hvað margir félagsmenn eru vel menntaðir og upplýstir í hinum ýmsu greinum vísinda. Þetta er ein af hinum styrku stoðum félagsskaparins hvað innan hans er mikið mannval.
Mikið hefði nú samt verið gaman ef Setrið hefði reiknast vera miðjan, en það verður bara að hafa það þótt þessi miðja sé í lögsagnarumdæmi sýslumannsins á Akureyri! Hugmyndin um að byggja þarna vörðu sýnist manni afspyrnu góð og upplagt verkefni fyrir félagsskapinn. Mætti jafnvel hugsa sér að stofnað yrði til samstarfs milli 4×4, LÍV og FÍ um þetta verkefni?
kv. ólsarinn
03.12.2005 at 17:44 #533242Er ekki Bilabúð Benna komin með ágæt dekk í 17"? Ég þykist hafa verið að skoða þau þarna hjá þeim, bæði Nitto og Toyo. Skv. verðlistum frá USA virðast einnig flestir "stóru" dekkjaframleiðendurnir vera komnir með 38" dekk upp á 17" felgur. Reyndar eru farið að auglýsa mikið dekk upp á 20" felgur og jafnvel 24", þannig að breiddin er alltaf að aukast. Swamper og Trxus eru greinilega til í 38×17" og fleiri tegundir án efa. En hvað varðar Tacoma, þá er þetta afskaplega snyrtilegur pickup að manni sýnist. En er ekki yfirbyggingin á nýjustu útfærslu á Hi-lux orðin ákaflega svipuð? Spurningin er bara hvenær hægt verður að fá Hi-Lux með stýrið "réttu" megin og 3ja lítra vélinni! Þá er þarna kominn sá pickup sem flestir ættu að verða sáttir með, þ.e.a.s. nema menn vilji vera á fullorðnum amerískum, en þá er það spurningin um þyngdina!
03.12.2005 at 17:33 #534688Þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem þessi skemmtilega spurning er borin upp, er mér sagt. Í árbók Ferðafélagsins árið 1967 kallar Hallgrímur heitinn Jónasson, aðalhöfundur þeirrar árbókar, Fjórðungsöldu "Fjallið í miðju landsins" og segir reyndar í texta að aldan sé "…því sem næst í miðju landsins". Þetta hefur svo verið tekið upp í öðru rituðu máli gagnrýnislítið, að manni sýnist. Einhver spekingurinn fullyrti reyndar að miðja landins væri í suðvesturrótum öldunnar, en mér er ekki ljóst hvort þar er um að ræða einhverjar mælingar sem liggja að baki. En með nútímatækni skyldi maður ætla að bæði Landmælingar Íslands og svo ekki síður fyrirtækið Loftmyndir, hafi þessar upplýsingar tiltækar. Er ekki einhver félagi sem á aðgang að því ágæta fólki?
kv. ólsarinn.
21.11.2005 at 15:36 #196684Þið hafið vafalaust mörg ykkar kíkt á enskan vef sem heitir verdictoncars.com og er eins og nafnið bendir til einhverskonar „gæðaflokkun“ á þeim bílum, sem boðnir eru á markaði í UK.
Samkvæmt þessum eru engir bílar þessi virði að eiga þá nema enskir bílar, sem ætla mætti samkvæmt þessum síðum að vera einstök gæðaframleiðsla inn og út. Ennfremur virðast skríbentar þessir haldnir mikilli fóbíu gagnvart japönskum bílum og sér í lagi 5 hurða SUV bílum, helst mega þeir ekki sjá þá nema 3ja hurða. Það er magnað að sjá hvaða dóm bíll eins og Land-Cruiser fær þarna, þvílíkt bölvað bull í þessu fólki. Mér sýnist að einu notin fyrir þennan vef sé að hlæja að honum. Ég fór að kíkja á þennan vef vegna þess að einhver sem er mikill Patrol-andstæðingur vísaði á hann og hafði fyllst einhverri Þórðargleði út af því. Jamm, þarna eru greinilega „heimadómarar“ að skrifa.
30.10.2005 at 16:51 #530306Sá sem á svona vinahóp er öfundsverður. Þótt maður þekki ekki nokkurn mann þarna er ástæða til að óska þeim öllum til hamingju með meistaraverkið.
28.10.2005 at 20:48 #530080Æi, ég veit það svo sem ekki, en ég er meira að segja hættur að eiga þá umdeildu tegund MMC Pajero, við gömlu hjónin fengum okkur KIA Sorento, sem er afskaplega lipur og með millikassa og grind, en klafa að framan og McPherson struttera. Ég er fyrir mína parta alveg klár á að þetta er EKKI jeppi. Hann er hinsvegar afskaplega þægilegur í umgengni, segir konan mín allavega, en hún ekur honum meira en ég, núna ek ég mest á Massey Ferguson! Mér fannst Pajeroarnir sem við áttum hinsvegar vera jeppar, öflug drif, góð niðurgírun í lága drifi, sterk grind og vél með mikið torque, fyrir nú utan að það var hægt að hengja heilmikinn þunga aftan í hann án þess að ofbjóða honum. Samt eru ábyggilega margir sem mundu alls ekki viðurkenna að Pajero sé jeppi, a.m.k. ekki nýju typurnar með klöfum á báðum endum. En hvað er þá Hummer?
16.10.2005 at 17:02 #529406Þótt hann Einar Kjartans vinni nú ekki beinlínis á spádeildinni þarna á Bústaðaveginum, efast ég ekki um að hann hefur aðstöðu til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri og ég hef trú á að það yrði hlustað á það sem hann segir þar innanhúss, allavega meira en spjallið okkar hér. Hvað um það, þá hefur mér lengi fundist að þessi sjónvarpsspá komi eins og frá einhverri allt annarri stofnun en VÍ, því það er oft ótrúlega mikill munur á þeim spám og þeim sem maður á aðgang að hér á Netinu frá VÍ. En kortin frá þeim á Dunhaganum eru hinsvegar afskaplega vel útfærð þrátt fyrir að þau nái ekki jafn langt fram í tímann og spár VÍ. Annars finnst mér að þótt kortin frá wetterzentrale.de séu í stórum skala og séu þar af leiðandi í mjög stórum dráttum, þá gefi þau manni nokkuð góðar vísbendingar um þróun veðurlags næstu 9 sólarhringana og geta nýtst bærilega með öðrum spám. Togararnir nota mjög mikið veðurspár á kortum, sem mig minnir að þeir fái frá Reading á Englandi (ekki alveg viss um að þetta sé rétt, þeir leiðrétta mig þá sem betur vita) en ástæður þess liggja kannski meira í því að þeir eru oft á miðum þar sem illa heyrist í útvarpi og netsamband ótryggt. Hvað um það, við eigum að láta í okkur heyrast ef þessi þjónusta RÚV og VÍ er ekki í lagi, við erum nefnilega að borga fyrir hana í sköttunum okkar og afnotagjöldum, hvort sem við viljum eða ekki.
09.10.2005 at 15:51 #528970Það er nú það. Svo virðist sem ekki sé gert ráð fyrir þessu og mér skilst að Vegagerðin, sem eins og Jónas bendir á hefur með eftirlitið að gera, telji það ekki vera í sínum verkahring að skoða þetta atriði. Mér dettur nú í hug að fyrir um það bil ári, þegar verið var að ræða fyrirhugaða breytingu yfir í olíugjald frá gamla þungaskattskerfinu, þá bentum við nokkrir á að þarna myndi verða um aukna skattheimtu að ræða, því nú yrði innheimtur virðisaukaskattur af þungaskattinum, sem ekki hafði verið. Mig minnir að menn hafi þá blásið á þá ábendingu sem tóma vitleysu. Nú hefur hitt sumsé komið í ljós, að virðisaukaskatturinn er það síðasta sem lagt er á eldsneytisverð eins og allar aðrar vörur, og er í sjálfu sér í samræmi við lög um virðisaukaskatt. Því finnst mér enn og aftur fyllsta ástæða til að stjórn okkar ágæta hagsmunafélags athugi þetta mál, því svo virðist sem enginn annar hafi áhuga. Ég er búinn að benda FÍB á þetta en þar hefur enginn áhuga.
09.10.2005 at 12:42 #528966Ég hef greinilega farið línuvillt þegar ég færði þetta í "categoríu", ætlaði að fara í innanfélagsmál. EF einhver gæti hjálpað mér að flytja þetta í milli yrði ég afar þakklátur.
kv.
09.10.2005 at 12:39 #196424Jæja, þá á nú að vera komið skipulag á dreifingu og sölu á litaðri og ólitaðri dieselolíu. Það á því að vera orðið nokkuð ljóst hvernig hlutirnir eru framkvæmdir og hvaða reglur gilda. Nú nýlega gerði ég mér erindi til náunga sem ég er nokkuð kunnugur og hefur unnið hátt í tuttugu ár við að keyra út olíu og bensíni og gerir enn. Ég spurði hann gagngert hvort sömu tankbílarnir væru notaðir fyrir litaða og ólitaða olíu og hvernig þeir væru þrifnir á milli. Svarið var, að þeir væru EKKI þrifnir; ef bíllinn væri að fara úr flutningi á litaðri olíu í ólitaða væri fyrstu 15 lítrunum dælt úr slöngunni í geymi með litaðri olíu, en síðan væri bara tæmt í söludælugeyminn fyrir ólitaða olíu. Nú hefur komið fram í fjölmiðlum, að í þeim tilfellum sem lituð olía er af einhverjum ástæðum sett á geymi bíls eða tækis, sem á að nota ólitaða olíu, megi finna leifar af litarefninu mánuðum og jafnvel árum síðar. Þá spyr fáfróður sveitamaður, hvort ekki sé hætta á uppsöfnun á leifum af litarefni í söludælugeymum, sem svo flytjist áfram í eldsneytisgeyma og eldsneytiskerfi þeirra ökutækja, sem dælt er á af þessum geymum. Það hefur líka komið fram, að þungar sektir verða við því þegar litarefni finnast í eldsneytiskerfum bifreiða, sem eiga að nota ólitaða olíu. Jafnframt er ábyrgðin fortakslaust á þeim sem ekur viðkomandi ökutæki, burtséð frá því hver á tækið eða hefur átt og hver hefur drýgt þann „glæp“ að setja litaða olíu á tankinn. Þér er ekki einu sinni gefinn kostur á að afsanna sök þína. (Bendi ykkur á að lesa reglugerðina um þetta efni). Nú er mín næsta spurning, hvort þarna sé verið að efna í nýja tekjulind fyrir fjármálaráðuneytið, þ.e. mögulegt verði að sekta nánast alla, sem taka olíu af söludælum, a.m.k. úti á landi. Þar sem verulega stór hluti félagsmanna notar dieselvélar, finnst mér að hér hljóti að vera brýnt hagsmunamál að kanna og leysa á sameiginlegum grunni. Ég veit fyrir víst, að það eru áhrifaaðilar í tekjudeild ráðuneytisins, sem eru á móti því að almenningur eigi og noti dieselknúnar bifreiðar og þeim er það ekki leitt ef nýtt fyrirkomulag á innheimtu þungaskatts verður til að draga mjög úr notkun dieselvéla. Forystumönnum FÍB er einnig af einhverjum óútskýranlegum ástæðum í nöp við dieseljeppa og þeim finnst ástæðulaust að hafa afskipti af þessu. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að stjórn 4×4 vilji ekki skoða þetta mál. Mig grunar reyndar, að á höfuðborgarsvæðinu séu notaðir sérstakir tankbílar til að dreifa ólitaðri olíu, og því sé þessi hætta miklu minni þar og það er út af fyrir sig ágætt. En félagar í 4×4, sem eru flestir búsettir syðra eins og landsmenn yfirleitt, fara stundum út á land og taka þar einstaka sinnum olíu, þannig að þetta gæti brunnið á þeim líka. kv. Ólsarinn
26.09.2005 at 11:35 #527876Margeir heitir maður og er Björnsson, móðurbróðir Björn Þorra fasteignasala og er með bílapartasölu. Hann á ansi margt gamalt og gott og fróður um það líka. Síminn hjá honum er 453 8055 og veffang http://www.bilapartar.rvik.com og netfangið bilapartar@rvik.com
26.09.2005 at 11:31 #527874Ég veit að á býlinu Sævarlandi á Laxárdal ytri, hér við Skagafjörð, var til skamms tíma til eintak af svona bíl. Eins og altítt var með þessa bíla, var búið að byggja yfir þennan vandað hús, auk þess sem í hann var komin Peugeot-dieselvél. Að öðru leyti hygg ég gagnverkið sé upprunalegt. Eigandinn heitir Guðmundur Vilhelmsson og síminn hjá honum er 453 6514
19.09.2005 at 08:10 #196274Það er verið að tala um í Fréttablaðinu í dag, mánudaginn 19.9. hvernig hætta á smiti af búfjársjúkdómi sem nefndur er riða geti dreifst fyrir óvarkárni hestamanna. Getur allt vel verið satt og rétt, ekki veit ég það. En það er talað um að hestamenn, veiðimenn og JEPPAMENN klippi í sundur varnargirðingar. Nú er ekki varlegt að fullyrða neitt, en mikið óskaplega þykir mér ósennilegt að jeppamenn klippi í sundur sauðfjárveikivarnagirðingar. Skúli, verður þú ekki að mótmæla þessu hressilega?
kv. ólsarinn.
08.09.2005 at 15:58 #526438Þetta er allt saman nokkuð umhugsunarvert sem hér er að koma fram. Nú hafa ýmsir aðilar komið að stikun leiða á hálendinu, ætla ekki að rekja einstök dæmi að þessu sinni, en maður veltir fyrir sér hvaða þýðingu hafi í fyrsta lagi þjóðlenduskipulag og í framhaldi af því svæðisskipulag miðhálendisins, sem hefur formlegt gildi sem slíkt. Manni finnst stundum að eitt reki sig á annars horn í þessum málum öllum, ef einstök sveitarfélög eru að taka völdin á miðhálendinu og deiliskipuleggja og hver veit hvað þvert ofan í Svæðisskipulagið, sem hefur lagagildi sem slíkt eftir því sem fróðir menn segja manni. Hinsvegar er svo þetta, ef allskyns embættismenn geta farið að túlka bæði lög, reglugerðir og skipulagsmál að eigin geðþótta. Hverskonar ríki búum við eiginlega í?
07.09.2005 at 07:42 #526378Þetta stóð í nýlegu hefti af Four Wheeler, man ekki hvort það var ágúst heftið? Ætla að gá í kvöld hvort ég finn blaðið. En hafið þið nokkuð kíkt á þennan Commander hjá þessu fyrirtæki, islandus.com? Veit annars einhver eitthvað um þetta fyrirtæki yfirleitt, hvar það er staðsett o.s.frv.? Ég gat ekki komið auga á það í auglýsingunni.
Svo var annað sérstaklega til athugunar fyrir Björn fasteignasala Viktorsson og Palla Hall, en það kom fram nú í nýjasta hefti FW að framleiðslu á Pajero/Montero yrði hætt á næsta ári vegna dræmrar sölu. Í staðinn myndi koma einhverskonar fjölnotabíll með 7 sætum. Sem sagt: Endalok "Konungs Jeppanna" eða þannig !
06.09.2005 at 12:58 #526370Sá í Fréttablaðinu í dag að fyrirtæki að nafni islandus.is er að auglýsa Commander, segjast vera með einn til sölu í dag og óskar tilboða.
06.09.2005 at 07:38 #196220Nú er Chrysler – samsteypan búin að setja á markaðinn nýjan Jeep, 7 sæta bíl að nafni Jeep Commander. Þetta virðist vera ansi öflugt tæki ef dæma má af upplýsingum á heimasíðu þeirra (http://www.jeep.com/commander) Það er reyndar fleira í farvatninu hjá þeim. Prototypa af farartæki að nafni Jeep Rescue, sem er að stofni til byggður á undirvagn Ram 2500, en að vísu með frábrugðnum fjöðrunarbúnaði, hefur vakið athygli margra jeppamanna en það mun ekki enn ákveðið hvort þetta tæki fer í fjöldaframleiðslu. Svo er pick-up typan Jeep Gladiator komin í framleiðslu og þar er líka athyglisvert tæki á ferðinni. Hann verður að sögn m.a. boðinn með 2,8 lítra diesel vélinni sem er í Jeep Liberty. Manni hefur skilist að sú vél sé hönnuð af Mercedes Benz og sé bæði aflmikil og sparneytin. Sem sagt, ýmislegt í farvatninu hjá þeim vestan hafs. Hafa menn eitthvað verið að skoða eitthvað af þessu með innflutning í huga, eða eru kannski þegar komnir bílar til landsins?
01.05.2005 at 21:41 #520960Þetta er gott innlegg Einar. Takk fyrir.
Þetta "glimpse" af reglugerðartillögu, ef ég skil þetta rétt, gerir mann býsna forvitinn um hvað fleira sé í þessum pakka. Verður þetta kynnt einhversstaðar, svo sem á vef Umhverfisstofnunar?
En eins og einhver kom inn á hér ofar í þræðinum, þá virðist sem einhver eða einhverjir hafi fengið köllun um endurnýjun á því sem maður hélt vera niður kveðið varðandi áróður um jeppa og þá sem þeim aka. Innflutningur á "upptíningum" frá USA hefur farið illilega fyrir brjóstið á einhverju liði, sem berst nú um á hæl og hnakka í fordómum sínum. Einn hitti ég á dögunum sem sagði og hlakkaði í honum "Nú nær samfélagið sér loksins niðri á ykkur á stóru og dýru dieseljeppunum. Þið hafið sloppið (sic!) við að greiða ykkar skerf til samfélagsins til þessa, en nú fáið þið að greiða með hærra verði á dieselolíunni frá 1. júlí. Kominn tími til!" Eru margir á þessari línu, hvað haldið þið?
30.04.2005 at 08:49 #520954Fyrir alla muni, þið sem hafið tök á, mætið á þennan fund í dag. Ég fyrir mína parta nenni ekki að keyra alla leið suður, þótt tilefnið sé vissulega ærið. Ég verð að viðurkenna, að ég hef beyg af sjónarhorni manna eins og dr. Árna Bragasonar, sem hefur með þessi mál að gera af hálfu Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytis. Heyrði í honum áðan í útvarpi spjalla við Leif Hauksson á Rás 1 og leist ekki á. En fyrir alla muni verður málflutningur okkar manna að vera á þeim nótum og með þeim aðferðum sem Skúli formaður beitir, byggja á hógværð, festu og þekkingu á málefninu. Mælist líka til að menn með sérmenntun samhliða mikilli ferðaeynslu eins og Einar Kjartans og reynsluboltar eins og Jón Snæland og Freysi svo einhverjir séu nefndir, komi þarna við sögu af klúbbsins hálfu. Góðar kveðjur að norðan.
06.04.2005 at 13:26 #520190Já, eins og næsti maður hér á undan getur um, þá var ágæt grein um þetta í FourWheeler, annað hvort síðasta eða næstsíðasta blaði, er ekki með þau hér í vinnunni. En í framhaldi af vangaveltum manna hér fyrir ofan má geta þess, að þeir "fræðingarnir" hjá FW töldu þetta ekki skaða vélarnar – það var sérstaklega tekið fram. Reyndar eru þeir að því manni virðist í tilvitnaðri grein eingöngu að tala um þessa stóru dieselrokka sína, en það skiptir kannski ekki máli? Í augnablikinu dettur mér fyrst í hug hvar maður kæmi nægilega stórum gaskút fyrir í svona venjulegum hrísgrjónabrennara. Svo er náttúrulega gasið alltof dýrt hérna á Íslandi miðað við hvað þekkist í nágrannalöndum. Þetta þarf maður svo að skoða í samhengi við það verð, sem verður eftir breytingu, þ.e.a.s. ef þessi breyting verður. Maður hefur heyrt að það eigi að fresta henni eina ferðina enn meðan skoðað sé nánar með gjaldtöku skv. skráningu í GPS kerfinu umrædda. (njósnakerfinu).
-
AuthorReplies