Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.12.2005 at 12:12 #533586
Eins og venjulega erum við sammála "gömlu" félagarnir, Gunni ER flottastur1
18.12.2005 at 08:11 #533582Gott fólk!
Er ekki jafn mikil ástæða til að hafa samkomu í Vetrargarðinum þegar okkar maður kemur til landsins og í gær þegar Miss World kom?
Er einhver vegur að við getum verið þátttakendur í því að standa að slíku? Og hvernig er með Ford-umboðið, varla get ég ímyndað mér annað en Ford eigi eftir að hampa þessu afreki eitthvað, Ice Cool II er jú Ford E 350að stofni til, hvað sem öðru líður! Manni finnst að þeim beri einhver skylda til að standa að móttökuathöfn. Tja, hvað segið þið?
16.12.2005 at 16:10 #524552Einar, ég veit að þú hefur mörg hundruð sinnum meiri menntun en ég á sviði eðlilsfræði, en það sem ég var að reyna að koma að var að það er tiltölulega minni munur á 2,4 lítra vél í Toyota og 2,8 vél annars vegar, eða á 2,8 Patrol vél og 4,2 lítra Patrolvél, allavega er í báðum tilvikum verið að skipta um vél og setja aflmeiri vél í stað aflminni. Ef það er rétt, sem ég allavega rengi ekki, að það sé eins vatnskassi í 4,2 l Patrol og 2,8 lítra, þá hlýtur að vera einhver annar munur þarna í milli. Hann gæti legið í meira magni af kælivökva á vélinni, afkastameiri vatnsdælu og afkastameiri viftu. Jafnvel allt þetta. 4,2 vélin hlýtur að prodúsera meiri hita, alveg eins og 2,8 vélin í Toyota prodúseraði meiri hita en 2,4 vélin. Þar virtist hinsvegar vera ámóta magn af kælivökva inni á blokkinni á hverjum tíma, enda mun rúmtaksmunurinn á þessum tveimur vélum fyrst og fremst fenginn að einhverju leyti með meiri borun á cylinder og hinsvegar meiri slaglengd = annar sveifarás. Þar af leiðandi leysti afkastameira vatnskassaelement málið. Í Toyotunni hjá mér bættist líka við eins og hjá öðrum manni hér að ofan að ég skrúfaði upp í olíuverkinu.
16.12.2005 at 15:51 #534864Skúli og aðrir áhugamenn.
Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki að tala við menn sem eru kunnugir þarna í gegn um smalamennsku og önnur ferðalög um staðhætti, nú og ef það þætti henta, koma á beinu sambandi milli forráðamanna félagsskaparins og þeirra. Er með nokkur nöfn í huga í þessu efni. Kannski er þetta óþarfi, ég veit ekki, en allavega þykist ég þekkja menn sem hafa verið þarna við fjárleitir í áratugi.
kv. Þorkell G.
15.12.2005 at 20:44 #531148…..hjá þessum einstaklingi, sem stofnar hér spjallþráð núna þ. 12.12. þar sem hann biður okkur um ráðleggingar um hvernig vél hann eigi að kaupa í Patrol "91, því hann sé svo slappur með 2,8 vélinni, tja, þá veit ég ekki hvað flokkast undir bíræfni! ´
Maður er eiginlega alveg kjaftstopp gott fólk!
15.12.2005 at 10:35 #524544Ég þykist hafa svolítið fyrir mér í þessu sem ég var að geta um hér áðan, miðað við prívat reynslu mína af tveimur bílum. Hinn fyrri var Ford Bronco, sem var upphaflega með litlu 6 cyl vélinni, sem stundum var kennd við Ford Falcon, mig minnir hún hafi verið 152 cid. Þessi vél var nú ekkert sérstakt raritet, t.d. bara með þrjá höfuðlegubúkka og það fór hjá mér sem fleirum að sveifarásinn brotnaði. Ég eignaðist 200 cid úr Frod Fairmont og henni var torðið ofan í Broncoinn, með smá lagfæringum. En viti menn. Þá fóru hitavandamál að hrella villihestinn. Það var hinsvegar læknað með stærri vatnskassa, skipti yfir í vatnskassa úr diesel-Land-Rover. Málið leyst. Í síðara skiptið var það Hi-Lux, en ég skipti um vél í honum fékk 2,8 vél (Asíu-Ástralíu vélina) og þá fór að bera á hitavandamálum, en að vísu ekki jafn alvarlegum og í Bronconum. Ég reyndi að lifa við þetta og hlífði bílnum eins og ég gat, en næsti eigandi á eftir mér skipti um og setti stærra element, sem leysti málið. Eftir þetta myndi ég ekki reyna að stækka vél með óbreyttu kælikerfi. Ef það er nákvæmlega eins kassi og element í 4,2 Patrol og 2,8 bílnum, þá þykir mér líklegt að einhverjir aðrir þættir hafi meira capacity, svo sem afkastameiri kælivifta.
15.12.2005 at 07:48 #524536Mér skilst að það sé mjög ólíklegt að jafn stór vatnskassi dugi til kælingar fyrir 4,2 vél og 2,8 vél. Rúmtaksmunurinn milli þessar tveggja véla er 1,4 lítrar – við getum líka orðað þetta þannig að 4,2 vélin sé 50% stærri að rúmtaki. Það þýðir að kælikerfið þarf að flytja burtu umtalsvert meiri varma frá brunanum í vélinni. Flest bendir því til þess að það þurfi bæði að auka kæliflötinn – þ.e. setja stærra element í kassann – og líka jafnvel að auka blásturinn með t.d. viðbótar viftu, sem væri þá hitastýrð með thermostati.
kv.
13.12.2005 at 21:10 #531024Maður hefur verið hugsa um það nú undanfarið hvernig manni væri innanbrjósts í sporum þessa félaga okkar, sem á þennan bíl. Það er ekki bara hið peningalega tjón sem þarna kemur við sögu, heldur hitt að geta ekki verið í friði með eigur sínar, þótt maður hafi gert allt sem venjan er að gera til að þær séu látnar í friði af svona liði. En eitt kom í hug í sambandi við það í hvaða umdæmi bíllinn fannst, – í fréttunum í dag hefur komið fram að lögreglan á Selfossi var ansi mikið upptekin við eitt tiltekið mál s.l. nótt – skyldu þessi tvö mál tengjast eitthvað? Það væri nú eftir öðru að þetta dóplið væri viðriðið málið! En mikið er þó gott að bíllinn fannst, þótt sjálfsagt sé hann ekki jafngóður.
13.12.2005 at 14:56 #533574Freysi veit náttúrulega nákvæmlega um hvað þetta mál snýst, enda nýtur Capt. Egilsson að sjálfsögðu þess að hafa haft reynslu Freysa og hans félaga til að moða úr, enda veit ég að þeir vinirnir hafa margt spjallið tekið um þessar aðstæður. Hvað sem því líður, þá þarf að hafa í huga, að þótt þessir ferðafélagar Gunna séu að sjálfsögðu margreyndir í ferðum á heimskautasvæðunum, búa þeir ekki yfir hinni íslensku þekkingu á þessari tegund aksturs. Því hefur okkar maður vafalaust þurft að aka einn og sjálfur alla leið að mestu, því svo er að sjá sem færið hafi ekki verið með allra besta móti vegna afbrigðilegs hitastigs á þessum slóðum og þá hefur ekkert, ég endurtek EKKERT, komið í staðinn fyrir reynslu skipstjórans okkar. En nú krossleggjum við fingur og óskum honum og félögum hans hins besta á leiðinni til baka til Patriot Hills.
12.12.2005 at 12:52 #533534Flottastur, ekki spurning
11.12.2005 at 18:37 #535648Datt í hug að prjóna aftan við það sem Arnar réttilega segir um frostlög, en það er að menn athugi vel eftirfarandi:
1. Sumir vatnskassar í nýrri tegundum bíla eru úr einhverri álblöndu að manni skilst, og þola illa nema ákveðnar tegundir af frostlegi.
2. Frostlögur hefur ákveðinn líftíma og því þarf að skipta um hann eftir því hvaða tegund er um að ræða í hverju tilviki fyrir sig. Sumar tegundir þarf að skipta um árlega, ef þær eiga að koma að fullum notum meðan aðrar endast upp í 5 ár.
3. Hlutverk frostlagar er náttúrulega fyrst og fremst að verja kælikerfið og þar með vélina og það sem henni tilheyrir fyrir frostskemmdum, en einnig að verja kælikerfið fyrir tæringu. Þannig er manni sagt að tæringarvörn og frostvörn hverrar tegundar fyrir sig þarf ekki að endast jafn lengi. Er jafnvel mögulegt að tæringarvörnin endist skemur en frostvörnin.
4. Farið eftir leiðbeiningum framleiðanda og/eða umboðs viðkomandi bíltegundar varðandi hvaða tegund á að nota og hvenær er rétt að skipta um. Það kostar minna en ónýtur mótor.
11.12.2005 at 18:29 #535638Tek fram strax að ég veit fátt um bílarafmagn, en þó veit ég það, að það er minni vandi að fá annan og öflugri alternator við bensín vélina en diesel, því á dieselbílunum er vacuum-dæla fyrir hjálparátak hemlanna aftan á alternatornum, sem þrengir úrvalið. Af minni takmörkuðu þekkingu mæli ég með að þú stækkir alternatorinn, því það þekkjum við öll sem erum í þessum "bransa" að sífellt erum við að þyngja á rafkerfinu með hærri dótastuðli.
10.12.2005 at 09:29 #535584Langar bara til að taka undir með Jóni Snæland að menn skyldu fara um Hofsjökul með ítrustu gætni og ekki fyrr en líður á vetur. Af ýmsum ástæðum er þessi jökull afspyrnu slæmur með sprungur og þær eru á svo mörgum stöðum á honum að það þarf mikla gætni til að fara um hann. Ýmsar sögur kunna þeir sem hafa mest unnið að rannsóknum á jöklinum að segja af því. En ég bendi þér á að tala við hann Villa Kjartans (f.v. Hveravallabónda), hann er mjög kunnugur þarna vegna starfa sinna við mælingar.
09.12.2005 at 12:59 #530984Getur verið að það sé eitthvert samband á milli þessara þjófnaða? Manni getur ekki annað en dottið það í hug, þetta eru það líkir bílar.
08.12.2005 at 15:39 #534844Nú vill svo til, að mér er kunnugt um að meðan svokölluð Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Miðhálendis – fyrsta gerð nefndarinnar – var að störfum, þá komu sveitarstjórnir Akrahrepps og Eyjafjarðarsveitar sér saman um að breyta smávegis til á þessu svæði mörkum sveitarfélaganna. Ég man ekki betur en þetta svæði sem við erum að horfa á í þessu sambandi, hafi lent innan Eyjafjarðarumdæmisins, sem og svæðið niður með Austari-Jökulsá niður að Fossá. Nú er ég reyndar ekki með gögn við hendina lengur, afhenti þau öll á sínum tíma sveitarstjórn hér þegar ég hætti í nefndinni. Ætla því ekki að leggja hausinn að veði í þessu sambandi, enda alltof merkilegur haus til þess!
08.12.2005 at 15:27 #535350Þarna í USA hefur lengið verið tíðkað að ætlast til að olían sé sogin af drifum. Ég minnist þess að einu sinni átti ég International Scout II árg. 1972 og hann var með svona búnaði. Ég lét mig nú hafa það oftast að sjúga þetta upp með handdælu, sem ég á reyndar enn og nota til að tæma olíuna af vélinni í bátnum mínum. En mér fannst maður verða að taka lokið af stöku sinnum til að tryggja að aðskotaefni, ef einhver væru, hreinsuðust nógu vel út úr kúlunni.
08.12.2005 at 15:25 #535270…….t.d. heimasíðu fourwheeler.com
Þar er hægt að komast í ansi margt varðandi 4×4 farartæki, aukabúnað, viðgerðir, breytingar ofl.ofl.
08.12.2005 at 15:12 #535214Þvílíkt andskotans rugl í þessum eftirlitsiðnaði í sambandi við kastara. Auðvitað þurfa þeir að vera rétt tengdir og punktkastarar mega auðvitað ekki vera á nema með háljósum, þó nú væri. En svo eru hinar mismunandi skoðunarstöðvar að túlka reglurnar hver á sinn hátt, eins og hér að ofan kemur fram hjá hinum ýmsu félögum okkar, að maður tali nú ekki um þegar Umferðarstofa eða hvað það nú heitir fer að útlista hlutina. En ég hef aldrei skilið vegna hvers flutningabílar mega hafa kastara á toppi ökumannshúss úti á vegum (með háljósum) en ekki jeppi. Hef aldrei fengið neina rökræna skýringu á því (enda er hún ekki til) aðra en "afþvíbara".
07.12.2005 at 15:30 #533476Ef ég skil nýjustu uppfærslu rétt, þá hafa þeir komist 500 km í dag og eru að leita að eldsneytisbirgðum. Það væri gaman að sjá Ice Cool sjálfan núna!
07.12.2005 at 15:26 #534830AF hverju er nafli alheimsins ekki í Hróarsdal?
-
AuthorReplies