Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.01.2006 at 20:18 #538646
Það er nú líklega svolítið snúið að ná þokkalega góðri dieselvél og koma henni niður í bílinn fyrir 300 kallinn. Þó fer það náttúrulega eftir því hvað þú þarft að kaupa mikla vinnu til þess, ef þú getur þetta mikið til sjálfur og ert tilbúinn til að sætta þig við vél sem á e.t.v. ekki mikinn líftíma eftir, þá á það að geta látið sig gerast. En hvað varðar notaðar vélar, þá hef ég persónulega góða reynslu af fyrirtækinu Japanskar vélar í Hafnarfirði, eigandinn heitir ef ég man rétt, Hlöðver. Þú gætir byrjað á að tala við hann og spurt hvað hann hafi innan sjónmáls, svona til að reyna að gera þér mynd af því hvað er í spilunum. Menn hafa verið að setja fleiri vélar en original Toyota vélar,t.d. 2,8 vélina úr Daihatsu Rocky og einhverjir hafa notað 2,8 vélina úr Pajero, en það kostar víst einhverja smíði og breytingar, en það eru endingargóðar vélar. Svo hfa menn náttúrulega notað ýmsar bensínvélar, bæði stórar og smáar.
12.01.2006 at 20:08 #538566Þakka þér komplimentið, Jóhannes Jensson, þ.e.a.s. ef þú þá heitir það, efa stórlega að maður sem hefur mynd af Adolf heitnum Hitler á upplýsingasíðu sinni sé að kynna sitt rétta nafn. En það er ástæða fyrir okkur öll, sem erum þátttakendur í spjalli á þessum síðum og þakka verkfræðingnum fyrir að gefa okkur þann stimpil af við séum ekki hugsandi fólk. Tek það nú reyndar ekki mjög nærri mér og vona að Skúli geri það ekki heldur. En ef þú treystir þér til að standa þig betur en aðrir til að veita klúbbnum forystu, er rétta leiðin að koma fram á næsta aðalfundi og bjóða fram krafta sína og sannfæra fundarmenn um að skoðun þín eigi hljómgrunn. Ef húnhefur þann grunn hinsvegar ekki, verður þú að vera maður til að taka því.
12.01.2006 at 15:09 #538642Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa lengt þessa ágætu bíla. Freysi var nú með þeim fyrstu til að gera þetta svo vel færi. Allavega held ég að Smágráni virki vel! Spurningin um vél er aftur meira vandamál, þá er fyrsta spurningin: Hvað má þetta kosta? og önnur spurning: Viltu bensín eða diesel?
12.01.2006 at 15:06 #538482Þessar fyrirspurnir minna mann á að fyrir ári eða svo spannst einhver umræða um þjóðgarðinn þarna á og í kringum jökulinn. Þá minnir mig að einhver vafi hafi verið talinn leika á hvort yfirleitt mætti fara þarna á vélknúnum tækjum nema þau hefðu til þess einhverskonar torfengin leyfi. Nú man ég bara ekki hvort það komst niðurstaða í það mál. Er einhver sem býr yfir fróðleik um þetta?
11.01.2006 at 21:46 #538562Þetta er virkilega aktuelt mál, held ég, fyrir þau frjálsu félagasamtök, sem eiga og reka hálendisskála. Mér er vel kunnugt um að þessi mál hafa verið heilmikið rædd á vettvangi Ferðafélagsins og deilda þess og margir fletir verið skoðaðir. Tilvist skálanna hefur meðal annars byggst á því að hálendisslóðirnar hafa verið tiltölulega seinfarnar miðað við lengd, og því verið grundvöllur fyrir svona frumstæðri gistiaðstöðu. Ef haldið verður áfram að byggja hálendisvegina upp, eins og hávær kröfugerðarhópur hefur krafist, þá styttist sá tími, sem tekur að aka t.d. vinsælar leiðir eins og Fjallabaksleið nyrðri, Kjöl og Sprengisand. Þar með er grundvöllur á núverandi rekstrarfyrirkomulagi í raun fyrir bí, því sumarumferðin hefur í sjálfu sér gefið eigendum skálanna bróðurpartinn af þeim tekjum, sem standa undir viðhaldi skálanna og rekstri að öðru leyti. Innan Ferðafélagsins hafa menn líka rætt þá staðreynd, að þeim fer sífellt fækkandi, sem leggja vilja á sig sjálfboðaliðsstarf til að vinna þau störf, sem hingað til hafa verið unnin og í raun gert tilvist skálanna og annarra mannvirkja sem það félag hefur staðið fyrir mögulega. Það er í sjálfu sér spurning, hvort þessi félagasamtök öll sem standa að samtökum útivistarfélaga og eiga og reka mannvirki á hálendinu eigi ekka að halda einhverskonar sameiginlegan fulltrúaráðsfund, til að ræða þessi mál og önnur sem breyttum aðstæðum tengjst til að stilla saman strengina svo allir séu að toga í sömu áttina.
09.01.2006 at 13:49 #531206Hefur þetta mál eitthvað hreyfst ?
09.01.2006 at 13:46 #538314http://www.wetterzentrale.de/pics/avnpanel1.html
Þessir Húnar þarna í Karlsuhe eru búnir að vera með þessa níu daga spá í nokkur ár. Hún er að vísu takmörkuð við jafnþrýstilínur og hitafar, þ.e. þarna vantar úrkomu og skýjafar, en gefur oft nokkuð góðar vísbendingar. En hún er náttúrulega ansi stór í sniðunum, þannig að um veðurlag á mismunandi landssvæðum hér á Íslandi er hún ekki mjög nákvæm. En þetta er svo sem ekki vitlausara en hvað annað. Svo má nefna AccuWeather, en mér hefur nú fundist hún oftast arfavitlaus. Gamla veðurstofan við Bústaðaveginn finnst mér nú alltaf skárst. En spárnar frá þeim þarna við Dunhagann eru oft ágætar og skýrt fram settar, ég tek undir það.
07.01.2006 at 21:38 #538030Sæll vertu Benedikt Magnússon
Þetta með mismuninn á klöfunum að framan kom nú í ljós hjá mér í síðasta Pajero sem ég átti. Það myndast slit (í öllum bílum vel að merkja) í augunum sem ásinn liggur í gegnum um að innanverðu. Í þessum augum voru fóðringar í eldri bílunum, sem hægt var að skipta um. Í hluta af "98 árgerð og öllum "99 voru öðruvísi klafar og varð að skipta um allan klafann þegar kom í þetta slit. Það er náttúrulega afleitt og afspyrnu dýrt í viðhaldi. Mínir viðhaldsmenn settu eldri gerð af klöfum í bílinn minn með skiptanlegum fóðringum. Það virkaði ágætlega. Skröltið og lélegt viðhald, tja, við sem notum jeppa sem jeppa, ökum náttúrulega á misjöfnum vegum og stundum er talsverður hristingur og þá fer bara ýmislegt að losna, sérstaklega ef það er eitthvað veikt fyrir. Þú nefnir einn veikan hlekk, sem er afturhurðin. Ég held hún fari að skrölta og tísta mjög fljótlega í öllum þessum bílum. Þáttur í því er náttúrulega varadekkið, sem eykur álagið á draslið allt. En ég sný ekki tilbaka með að það er margt andskoti gott í þessum bílum, bæði vélin og millikassinn, sem ég gat um fyrr, og svo náttúrulega fjöðrunin, sem er hvað sem hver segir afspyrnu góð. Stillanlegu dempararnir virka vel og endast vel ef maður notar þá rétt. Gormafjöðrunin að aftan er mjög hæfilega slaglöng og þjál og snerilfjöðrunin að framan virkar alveg ágætlega. Maður finnur hvað þetta er fjandi góður búnaður þegar maður fer að aka á bíl sem minna er borið í (er núna á KIA Sorento). En það er nú búið að fara svo oft í þessa "innbyggðu" grind í nýja Pajero, nú og vel að merkja í Lada Sport, Cherokee og fleiri bílum, að maður nennir ekki að fara í það mál aftur. Þetta er bara annað byggingarlag og önnur tækni.
kv. gþg
06.01.2006 at 15:33 #538022Það er laukrétt sem fram kom hér að framan, að drifin í Pajero eru alveg ágætlega sterk og ekki mikið um að þau fari. En klafabúnaðurinn í Pajero er gallaður, eins og reyndar kom hér fram að ofan. Í eldri bílunum, 1997 og eldri, eru klafarnir mun betri en í 1998-1999. Ég þekki reyndar ekki til þessara nýrri, grindarlausu bíla með klafa að aftan líka. Einn stærsti gallinn við Pajero finnst mér – ég er búinn að eiga þrjá – hvað yfirbyggingin er eitthvað leiðinlega hönnuð. Það hvín í hurðum í vindi, þeim hættir til að skrölta eins og gömlum amerískum jálkum, en ég tek undir með þeim sem hrósa í þeim millikassanum. Þeir á Nýbýlaveginum eru alltaf tilbúnir með sögu af ónýtum gírkössum, en ég er búinn að aka þessum bílum nokkur hundruð þúsund kílómetra og gírkassarnir hafa ekki bilað og ég er ekki hræddur við vélarnar, þær eru vel smíðaðar og hannaðar, tímakeðja, tannhjóladrifin stýrisdæla o.s.frv. Sem sagt, margir kostir, ýmsir gallar, eins og allir bílar.
05.01.2006 at 10:41 #537876Sko, er ekki málið það, að Toyota verksmiðjurnar eru farnar að bjóða 3ja lítra vél sem er um eða yfir 150 kW á vinstri handar aksturs mörkuðum, þ.e.a.s. flestum A-Asíulöndum, Ástraliu og UK. Einhver sagði mér reyndar að skriffinnarnir í Brussell stæðu líka á móti þessum mótorum af einhverjum óútskýrðum ástæðum, svona eitthvað í takt við að þeir vilja ekki leyfa Evrópubúum að nota 4,2 diesel vélina í þeim ágæta bíl Nissan Patrol. Mig minnir að einhver hafi sagt mér að Nissan Navarra sé settur saman á Spáni í verksmiðjum Nissan þar, og þessvegna sé léttara fyrir þá að koma þeim inn á Evrópumarkað. Sem sagt tæknilegar viðskiptahindranir eða hvað þetta er kallað. En mikið assgoti hafa sætin í HiLux batnað mikið finnst mér og húsið allt rýmra.
03.01.2006 at 13:24 #537742Nú er náttúrulega mikilvægt að vita hvort þið hafið prófað þessi tæki upp á það til að gera hvort þau vinni með gps-tækjum og hvort þau ráði við þessi kortaforrit, sem á boðstólum eru? Í fljótu bragði sýnist manni þetta hið besta mál ef tækin reynast uppfylla helstu kröfur jeppamanna. Það eru giska margir, sem hafa borið ugg í brjósti gagnvart slysahættu, sem gæti leitt af staðsetningu venjulegrar fartölvu – laptop- á standi framan við farþega í framsæti eða jafnvel það nærri ökumanni að það gæti valdið vanda. Svona tæki virðast geta breytt því viðhorfi verulega. Mikið gæti verið spennandi að fá kynningu á svona tækjum á fundi hinna ýmsu deilda klúbbsins!
02.01.2006 at 10:40 #537594…er stærsti munurinn á 150 annars vegar og 250/350 hinsvegar sá, að 150 bíllinn er á klafafjöðrun að framan, en hinir á röri. Munurinn á 250 og 350 er svo fyrst og fremst burðar- og dráttargeta, 350 bíllinn er með sterkari grind, öflugri fjaðrir og drifbúnað. Nú, svo er ekki hægt að fá 150 bílinn með Power Stroke diesel vélinni, heldur með að mig minnir fernskonar, mismunandi bensínvélum, einni 6 cyl. og þremur 8 cyl. En 150 bíllinn er anski skemmtilegt ökutæki, enda meðal mest seldu bifreiðagerða þar vestra allavega.
kv.
29.12.2005 at 13:46 #537386Eins og við vitum flest, þá er þegar búið að útbúa tæki fyrir bíla, sem gerir "Big Brother" fært að fylgjast nákvæmlega hvert við förum á bílunum okkar, á hvaða hraða við ökum o.s.frv. Líklega verður líka í því skynjari til að tékka á því hvort við séum edrú. Síðan verður það okkar að afsanna "sekt" ef tækið sýnir einhverja bölvaða vitleysu, því þau bila nú þessi gadgets. Svo eigum við líka að borga stórfé fyrir að stóribróðir fái að fylgjast með okkur. Eins og sprottið út úr höfði embættismanna ríkisins.
29.12.2005 at 09:00 #196947Jæja, þá ætlar EU að fara að koma sér upp staðsetningarkerfi baseruðu á gerfihnöttum. Sjálfsagt er það hið besta mál, en ef marka má fréttir er íslenska ríkið aðili að málinu. Það hefur líka komið fram, að þetta kerfi verður ekki ókeypis, eins og GPS – kerfið hefur verið til þessa a.m.k., og mikið má vera ef það verður ekki með einhverjum ráðum komið í veg fyrir að við hér á landi getum nýtt okkur ókeypis aðgang að GPS – kerfinu eftir að þetta er komið til skjalanna, sem verður væntanlega innan fárra ára. Eru ekki einhverjir 4×4 félagar sem vita meira um þetta mál en til þessa hefur komið fram í fréttum? Það væri gaman ef þeir hinir sömu vildu miðla okkur hinum.
Óska svo öllum félögum 4×4 velfarnaðar á nýja árinu.
kv. Þorkell G.
22.12.2005 at 09:59 #533610Sko, það er náttúrulega slæmt að skipstjórinn þurfi að vera þarna úti yfir hátíðina, en hann hefur nú líklega séð framan í annað eins um dagana. Hitt er svo annað mál, að fyrst hann verður að koma einhvern daginn þarna milli hátíða, þá verður auðveldara um vik að taka á móti honum, það hefði orðið ansi snúið á aðfangadag.
21.12.2005 at 14:00 #536390Mig minnir að það hafi verið Jóhann nokkur Gunnlaugsson, sem á lögheimili í Geldingaholti í Skagafirði sem hafi átt þennan bíl, en Jóhann er félagi í Skagafjarðardeildinni. Ef ég man rétt var Dana 60 undir honum að framan, óstytt og bíllinn virkaði ansi breiður með þetta. Held endilega – ef það er rétt hjá mér að Jóhann hafi átt bílinn, að hann sé búinn að selja hann.
20.12.2005 at 11:42 #536672Jón G. Snæland (Ofsi) á reyndar ábyggilega þessa punkta en þú gæti hringt í hann Ólaf Björnsson í síma 894 7485
20.12.2005 at 11:40 #536684Var akkúrat að lesa þetta rétt áðan. Skyldu þessar upplýsingar standast skoðun? Nú er fjöldi af verkfræðingum og öðrum snjöllum reikningshausum innan okkar raða, hafa þeir tíma til að skoða forsendurnar, sem menn eru að nota til að fá þessar niðurstöður?
19.12.2005 at 06:15 #536564hann Rúnar Jónsson í 455 4574 – Ég held hann viti allt sem þarf að vita um Pajero, enda hefur hann verið helsti sérfræðingur Heklu í þessum bílum um árabil, þótt hann sé fluttur "heim í heiðardalinn" aftur núna. En by the way, 2,8 vélin er miklu vandaðra tæki en 2,5 vélin. Sú stærri er t.d. með tímakeðju, tannhjóladrifna stýrisdælu ofl. góðgæti.
18.12.2005 at 14:50 #536536Einhver var að nefna hér ökuhraða með tengivagna. Mér óar alltaf við að sjá til manna á t.d. 1300 – 1500 kg fólksbílum með tveggja hesta kerru aftaní, sem er svo kannski ljósalítil og bremsubúnaður of sjaldan í góðu lagi. En hinsvegar er alltof mikil hysterí í gangi varðandi breyttu jeppana. Sumt fólk virðist hreinlega vera með fóbíu gagnvart þeim. Það er oft og tíðum sama fólkið og ekur með vinstri hjólin á miðlínu vegarins, eða kannski með miðlínuna undir miðjum bíl hjá sér. Það er oft ansi erfitt að mæta þeim á 5 og 6 metra breiðum vegum, eins og helftin af þjóðvegunum er.
-
AuthorReplies