Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.02.2006 at 21:06 #541180
er þessi þriðja stimpilstöng sem er ómerkt, þessi lengst til vinstri?
En jú, jú, Cummins er eins og margar góðar vélar til í ýmsum útgáfum og stærðum, m.a. til notkunar í bátum og skipum, þ.e. þá með sjókælingu og öllu sem því tilheyrir, og svo til hinna ýmsu iðnaðarnota. Þær eru í flutningabílum, herbílum, vinnuvélum og hvað veit ég. En alstaðar eru þær orðlagðar fyrir endingu og styrk.
06.02.2006 at 21:01 #541724Er ekki sérfræðingur í þessu, en held að eitt aðal málið sé að tíma það rétt inn
06.02.2006 at 20:59 #197254Fyrir þremur árum var sýnd á bílasýningunni í Detroit prototypa frá Toyota, kölluð FJ-Cruiser. Nú fara ekki nándar nærri allar protótypur í framleiðslu, en nú er orðið ljóst að þessi meikar það alla leið; verður kynntur nú snemmsumars sem 2007 árgerð. Þetta virkar sem ansi verklegur trukkur, en í mars hefti Four Wheeler er kynningargrein um typuna. Nú væri gaman að sjá og lesa hvað þeir tæknifróðustu í okkar hópi hafa um þennan bíl að segja. Nú kann undirritaður ekki að segja frá þeim ágæta bíl Toyota Mega-Cruiser, sem manni er sagt að sé ekki fluttur út frá Japan, en getur verið að eitthvað sé þarna að finna úr honum? Svari nú vitrari menn!
06.02.2006 at 20:47 #541688Við höfum sennilega flest séð að nú fara fram lífleg skoðanaskipti milli þeirra, sem telja sig hafa einkaumboð fyrir tilteknar bifreiðategundir og annarra, sem eru að flytja þessar sömu typur inn án þess að hafa nokkurn samning við viðkomandi framleiðanda. Þarna hafa síðan komið nokkrir bílamenn aðrir, sem halda með sitt hvorum málsaðila. Venjulegur "plebbi" veit svo ekki sitt rjúkandi ráð! En þetta er auðvitað spurningin um hverjir eru yfirleitt að flytja inn bíla framleidda af Daimler-Chrysler samsteypunni. Mér hefur sýnst að þarna gætu komið við sögu Ræsir, Master, Sparibill og svon náttúrulega Askja, fyrir nú utan smærri aðila. En talandi um þessa typu, sem þráðurinn er stofnaður um og er sögulega séð a.m.k. hinn gamli, góði Willys, þ.e.a.s. Jeep sjálfur original, þá er nú að koma á markað í USA endurbætt typa, Jeep TK sem verður kynntur sem 2007 árgerð síðar á þessu ári. Virðist vera ansi góður gripur. Áfram verður svo framleiddur Jeep Rubicon með læstum drifum framan og aftan í Dana 44 housingum. Einhver myndi segja "Good, old American iron" eða þannig!
05.02.2006 at 21:32 #541558Ég er nú svo gleyminn að það hálfa væri þriðjungi of mikið og það tekur sérstaklega til mannanafna. Ég er þessvegna ragur að nefna nöfn, bæði fólks og heimilda. – Sögulegar sem og áþreifanlegar minjar um hernaðarflug og -flugslys eftir að landið var hernumið 1940 og fram úr, hafa lengi verið áhugamál mitt sem fleiri einstaklinga. Nokkrir ágætismenn hafa lagt á sig skipulega rannsóknavinnu um þetta atriði og þótt það sé varasamt, einkum fyrir jafn gleyminn mann og mig, að nefna nöfn í þessu samhengi, minnir mig að einn þeirra heiti Arngrímur Sigurðsson. Ég sá t.d. s.l. sumar bók um þetta efni og lýsingar á staðsetningu og staðháttum flugslysa og flugvélaflaka hjá góðum vini mínum í flugmannastétt, sem reyndar er einn af fyrrverandi formönnum 4×4! Hann notaði bókina m.a. til að finna eitt slíkt flak á Síðuafrétti og fór kunningjahópur þangað með honum og fékk ég að slást í þann hóp. Af einhverjum ástæðum er sú hugmynd þaulsætin í mínum kolli að hjá Flugmálafélagi Íslands séu tiltækar upplýsingar um þessa hluti.
kv. gþg
05.02.2006 at 20:40 #541544Það er þakkarvert framtak hjá vini mínum Jóni Snæland að gera þessa þörfu úttekt og leggja á sig að sitja þennan umrædda fund.
– Eins og stundum hefur komið fram í mínum innleggjum á spjallþræði hér á vef 4×4 þá var ég í upphaflegu samvinnunefndinni um svæðisskipulag miðhálendisins. Á fund þeirrar ágætu nefndar komu ýmsir með erindi sín og m.a. vegna innleggs þeirra var þar samþykkt að gera ráð fyrir s.n. "mannvirkjabeltum" bæði um Sprengisand og Kjöl, sem og Fjallabaksleið nyrðri. Sú niðurstaða varð ein af ástæðum þess að ég kaus að vera ekki þátttakandi í nefndarstarfinu til enda, en það er önnur saga. Þetta þýðir að svo miklu leyti sem ég skil hugtakið svæðisskipulag, að það sé þegar búið að taka ákvörðun um það frá skipulagslegum forsendum að á þessum leiðum verði byggðir upp vegir, þótt í raun sé ekki búið að taka endanlega afstöðu til nákvæmrar staðsetningar. Við munum líklega öll að ein höfuð ástæðan fyrir því að þessi umræða fór á flug á síðasta ári var tillaga Halldórs Blöndals og fleiri þingmanna NA-kjördæmis um að byggja upp hálendisveg til að minnka ferðatímann milli Rvíkur og Akureyrar. Það má auðvitað segja sem svo, að þau rök Akureyringa að byggðirnar við Húnaflóa muni hvort eð er fara í eyði á næstu 15 – 50 árum, geri vegalagningu um byggðir Húnavatns- og Skagafjarðarsýslna tilgangslausa í sjálfu sér séu fullgild. Þá veltir maður hinsvegar fyrir sér, hvort ekki verði þá skynsamlegra að notfæra sér þær miklu vegabætur, sem þegar hafa verið gerðar upp úr sveitum Suðurlands vegna virkjanaframkvæmdanna við Þjórsa og Tungnaá og ná núna upp undir Þórisvatn og raunar lengra. Vinna sig svo áfram til norðurs frá því og auka og bæta tengingar milli Suðurlands og þeirrar byggðar, sem áfram kemur til með að vera til staðar norðanlands. Stefna síðan að því að gera veginn yfir Kjöl vel færan öllum bílum frá júní til september en láta þar við sitja. Á móti kemur að veðurfar á Sprengisandsleið er til muna lakara en milli Langjökuls og Hofsjökuls. En mér finnst alveg fullgilt að við höldum áfram að ræða þetta viðfangsefni, ekki síst fyrst að okkar bollaleggingar vekja jafn mikla athygli og Jón segir okkur að í ljós hafi komið þarna á fundinum.
kv. gþg
01.02.2006 at 13:42 #541000Ég ætla nú bara að biðja ykkur um að særa ekki viðkvæmar sálir okkar fyrrverandi, nú eða núverandi eigenda Landrover.
LandRover is not only a way of life, it´s a state of mind.
31.01.2006 at 18:43 #540844Já, eins og Arnþór kemur inn á, þá hafa menn prófað ýmislegt í þessum efnum. Maður hefur bæði séð og heyrt af fjölda útfærslna á þessu fyrirkomulagi, að taka loftið inni í bílnum þegar ekið er út í vatn. En varðandi það sem talað var um í upphafspistli þessa þráðar, þá hefur þetta fyrirkomulag sem er á mörgum bílum, að taka loftið inni í öðru hvoru frambrettinu, í mörgum tilvikum orðið til þess að menn hafa stórskemmt eða eyðilagt bílvélar í vatni, sérstaklega straumvatni. Í sumum bílum þekkist meira að segja að loftið inn á lofthreinsarann sé tekið framan við vatnskassa og það held ég flestir séu sammála um að sé afleitt. Best er náttúrulega "snorkel" eins og er t.d. á sumum LandRover bílum og Freysi var með á gamla Jökla-Grána og fleiri og fleiri. En til þess að svona framlengingar á loftinntaki sé ekki að veita mönnum ímyndað öryggi, þarf auðvitað að gæta þess að öll þessi röralögn sé þétt og ekkert fari inn nema þar sem það á að fara inn. Loftinntaksrör sem lekur þegar það er komið ofan í vatn, er gagnslaust þótt efsti hlutinn sé langt ofan vatnsborðs.
30.01.2006 at 21:16 #540806Hver seldi Teroson, það var eitthvað óskaplega líkt efni og Tectyl?
30.01.2006 at 21:13 #537956Vonandi er ekki búið að skemma hana mikið. Dj….. held ég maður yrði bágur ef kerrunni yrði stolið! Hún er búin að spara manni marga fyrirhöfnina og bein fjárútlát. En mér datt í hug í þessu sambandi hvort félagið sem slíkt gæti ekki verið einhverskonar samræmingaraðili hvað varðar merkingar á kerrum, þ.e. að útvega mönnum gegn sanngjörnu verði einhver merki með númeri, sem örðugt væri að afmá, ellegar hreinlega bara úthluta mönnum númeri á kerrur, sem væri slegið í með þar til gerðum stönsum og væri síðan á skrá hjá félaginu. Gæti það ekki orðið til flýtisauka og hagræðis? Auðvitað krefst slíkt þess að menn tilkynni eigendaskipti að kerrum, en er það mikið mál? Endilega látið eitthvað frá ykkur fara um þessa hugmynd, kannski er hún tóm steypa, en þá er gott að það komi fram!
30.01.2006 at 21:05 #540734Jæja, hér hefur verið margt sagt og margt komið fram, bæði rétt og rangt eins og gengur. Nú þarf ég að taka fram fyrir þá sem ekki vita, að minn ökumannsferill er orðinn æði langur, enda maðurinn hálfsjötugur og búinn að upplifa margt á löngum ferli, sem er kominn hátt á aðra milljón kílómetra og mest af því á þjóðvegum, eðlilega. Það var á sínum tíma kennt sem viðmiðun, að það væri hæfilegt að lækka ljós þegar háu geislar bíla sem aka í gagnstæðar stefnur mætast. Það er nú kannski ekki ævinlega gott að sjá það. Hitt er alveg ljóst, að það skapar líka hættu að lækka ljós of snemma og það er alveg morgunljóst, að margir sem eru kannski ekki mikið á þjóðvegunum, eru farnir að blikka löngu áður en það er ásættanlegt að lækka. Þetta hefur oftsinnis valdið slysum, því það getur leitt til þess að ökumenn sjái ekki t.d. lausar skepnur, sem því miður leynast oft á og við þjóðvegi, þegar ljós eru lækkuð of snemma. Það er auðvitað hárrétt sem hér hefur komið fram, að þokuljós – svuntuljós eða hverskonar auka nærljós með dreifðum geisla – á ekki að nota á upplýstum götum innanbæjar. Þau geta hinsvegar verið ómetanleg hjálp í þoku, úrkomu og skafrenningi. Sér í lagi hefur mér þótt gagn að linsuljósum, sem lýsa nær eingöngu niður á akbrautina. Það er algengast að maður blindist í hríðarveðri og skafrenningi vegna þess að framljósin eru að lýsa upp snjókomuna en ekki niður á veginn. Rauðu þokuljósin að aftanverðu eru eiginlega efni í langa ræðu, því svo virðist sem sárafáir ökumenn hafi nokkra glóru um hvernig þau skuli nota og hafa margir þau kveikt í tíma og ótíma með tilheyrandi óþægindum fyrir þá sem á eftir aka. Mér finnst þau oftar valda mér óþægindum en þokuljós sem snúa fram. Svo eru ein tilmæli fyrir hönd þeirra sem aka á flutningabílunum, sem eru nú einu sinni mikilvægur þáttur í að halda efnahagslífinu gangandi, hvort sem okkur þykir betur eða verr. Ökumenn stóru bílanna sjá oft til minni bíla handan við blindhæðir og önnur leiti í landslaginu og eru því oftast búnir að lækka ljósin á undan þeim. Því skyldu menn hafa í huga, að sjái þeir toppljós á flutningabíl handan við hæðir og leiti, að lækka þá ljósin strax. Ef þú ert farinn að sjá toppljósin á flutningabílnum, eru miklar líkur á því að háljósin þín skíni beint í augun á flutningabílstjóranum. Læt hér staðar numið, þetta er þegar orðið of langt en á samt margt ósagt!
30.01.2006 at 18:26 #540818mætti grafa jarðgöng norður við Fjórðungsvatn og láta þau koma út innst í Eyjafjarðardölum. Líklega enn betri hugmynd en þeir voru með upphaflega á Akureyri um að fara norður Kjöl.
30.01.2006 at 18:23 #540836Svo veit ég ekki betur en ein leigan sé hér norður í ra…… sem heitir Krókaleiðir og eigandi Þorvaldur Steingrímsson
27.01.2006 at 06:17 #540420Eru þessir bílar ekki með nánast eins undirvagn fram til 2004? Er það fyrr en með 2005 árgerðinni sem aðal breytingin verður, eða gerðist það einhverntíma á árinu 2004? Eitt enn: Eru einhverjir búnir að breyta nýja body-inu á Grand Cherokee?
26.01.2006 at 18:37 #540442Takk, Ólafur
26.01.2006 at 18:35 #5403641 Kelvin (K) = 1/273,16 hluti af varmafræðilegum þrípunktshita vatns. Þessi skilgreining gekk í gildi árið 1967 – Þrípunktshiti vatns, þar sem ís, vatn og gufa eru í jafnvægi =273,16 K=0,01°C
26.01.2006 at 18:30 #540188Jæja, fóstri, ertu nú kominn á fornar slóðir. Hinsvegar man ég og fleiri þá tíð, að bjórinn í ríki Margrétar Þórhildar verður leiðigjarn til lengdar og það svo, að menn gerðu sér ferð frá hinni flötu Danmörku til Íslands bara til að skreppa í Hveravelli og éta alvöru skaflasteik. Ó, já, það var í þá daga. These days are gone now!
26.01.2006 at 13:18 #540436Ólafur, hvað kosta þessar stöðvar svona ca?
26.01.2006 at 11:49 #540430Fer eftir því hvort þetta er 2500 eða 3500 bíllinn.
26.01.2006 at 10:15 #534932Mér finnst þessi útreið sem Elías hefur orðið fyrir vera fyrir neðan alla fiska. Eins og margir hafa bent á í þessum þræði, gerir lögreglan athugasemdir og hefur heimild til að sekta þá sem eru með mislit ljós. Um það eru fjölmörg dæmi og við getum sjálfir séð að það getur verið beinlínis hættulegt í myrkri ef maður fær bíl á móti sér með framljós af sitt hvorum litnum. Þarf ekki að ræða það og tryggingafélög eiga allra aðila síst að stuðla að slíku. En ég tek undir það sem Jón Snæland segir hér ofar á þræðinum, að það er alls ekki óeðlilegt að félagið okkar geti komið fram sem talsmaður sinna félagsmanna þegar þeir eru beittir órétti. Því miður er t.d. FÍB alveg handónýtur vettvangur í þessu tilliti, því það félag virðist alveg vera undir hælnum á Bílgreinasambandinu og tryggingafélögunum.
-
AuthorReplies