Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.10.2010 at 21:04 #705894
Það þarf reyndar að hafa þarna í huga, að bíllinn var til viðgerðar á verkstæði og það þurfti að bíða eftir varahlutum. Á meðan setti verkstæðið bílinn út á plan en björgunarsveitarmenn höfðu ekkert um það að segja.
08.10.2010 at 10:07 #695648Alltaf verður maður einhverju fróðari þegar jafn ófróður maður og undirritaður sendir inn spurningar. Þakka svörin kærlega. Mér finnst ég hafa fengið staðfest, að símafyrirtækin hafi svolítið verið að plata okkur til að treysta eingöngu á símana, svo þau fái gjöldin fyrir allt sem við teljum okkur þurfa að spjalla um á fjöllum. Helst vildu þau trúlega að við værum ekki með neitt annað. En hvort sem við tölum um HF eða VHF talstöðvar, þá eru þær ansi góð tæki og kostnaðurinn við notkun til muna minni. Góða reynslu hef ég af VHF-stöðinni í bátnum og þarf að fara að athuga með VHF-stöð í bílinn líka. Þá kemur óhjákvæmilega upp spurningin um hvar fást góðar stöðvar og hvað kosta þær? Með hverju mæla menn sem hafa vit á þessu?
07.10.2010 at 21:37 #695642Ég sendi fyrir stuttu inn bollaleggingar mínar, en ég er nú eins og flestir sem hafa verið hér lengi vita orðinn gamall og veit fátt um tækni. Asnaðist til að setja þetta inn á Innanfélagsmál, sem útilokar of marga. Hvað um það. Ég á bát, sem ég nota þó nokkuð og var með í honum NMT-síma, sem reyndist mér yfirleitt ágætlega, þótt ekki væri sambandið alstaðar í lagi. Nú fór ég að athuga með hvað hentaði mér í staðinn og þá kom í ljós að þetta sérstaka GSM-samband, sem er ætlað strandveiðiflotanum, er ansi dýrt. Af því maður er nú jeppamaður líka, þá rak ég mig á það, sem hefur komið hér fram, að GSM-sambandið, sem er ætlað bátaflotanum, hentar ekki fyrir hálendið. Þar er að mér skilst (ég get hafa misskilið eitthvað) boðið upp á svokallað langdrægt GSM, sem kostar einhver ósköp. Þá fór ég að velta fyrir mér, hverskonar samtöl og þjónusta sem okkur ríður mest á að hafa í lagi á hálendinu. Einhvernveginn fannst mér, að það væri þegar eitthvað bæri út af og við þyrftum að láta vita af breytingum á áætlunum okkar, ellegar þyrftum jafnvel á aðstoð að halda. Þá kom mér í hug gamla Gufunesstöðin mín, sem er geymd á góðum stað uppi í hillu í bílskúrnum mínum, engum til gagns. Hér á árum áður dugðu þessar stöðvar merkilega vel til að láta vita af sér, þótt ekki gengi það alltaf í fyrstu tilraun. Auðvitað voru þær eins og sveitasíminn í árdaga; allir gátu hlustað sem á annað borð nenntu. Maður hafði það bara í huga og talaði í stöðvarnar í samræmi við það. Höfuðkosturinn við talstöðvarnar var svo að það kostaði lítið að nota þær, helst ef maður þurfti að komast inn á símakerfið með milligöngu Gufunes-radío að reikningar komu, en sú þjónusta er ekki lengur í boði. Snorri Ingimarsson, verkfræðingur, sem ferðast hefur um hálendið lengur og meir en flestir aðrir og er einnig gríðarlega vel að sér í þessum málum, hefur oft bent á að það sé tiltölulega einfalt að verða sér úti um Amateur – skírteini, með því að fara á sérstakt námskeið, og í framhaldinu sé bara að fá sér hentuga stöð. Jafnvel megi hugsa sér að nota gömlu Yaesu-miðbylgjustöðina. Þá spyr gamall og fáfróður maður; Erum við ekki að leita langt yfir skammt, þurfum við ekki að horfa meira á þessa tegund talstöðva en við höfum gert til þessa, sem öryggistækis fyrst og fremst? Símarnir geta svo gert sitt gagn þegar þeir ná sambandi.
25.09.2010 at 17:38 #214771Sælt verið fólkið.
Hér í eina tíð voru miðbylgjutalstöðvar (Gufunesstöðvar) nánast eini fjarskiptamátinn, sem nothæfur var á fjöllum. Þær voru raunar í fárra höndum fyrst, t.d. á sjötta áratugnum, en á viðreisnarárunum fjölgaði þeim verulega, einkum eftir að leyft var að nota innfluttar stöðvar, þ.e. aðrar en þær sem settar voru saman á verkstæði Landssímans. Landssímastöðvarnar voru reyndar alls ekki slæm tæki, en voru hinsvegar, einkum framan af, ansi fyrirferðarmiklar en þar kom að sjálfsögðu til að þær voru á þeim tíma með lömpum, en allt lagaðist það með transistortækninni og þá minnkaði umfang stöðvanna einnig og rekstraröryggið jókst. Ég ætla ekki að rekja sögu þessara stöðva, en við sem byrjuðum okkar ökumannsferil með þessar stöðvar suðandi einhversstaðar í bílnum, minnumst þeirra með mismiklum söknuði. Auðvitað höfðu þær sína galla, þær urðu oft nær gagnslausar í éljaveðri og sólblettatímabilin höfðu einnig slæm áhrif á notagildi þeirra. En í það heila tekið voru þær að talsverðu gagni sem öryggistæki og voru mörgum ferðalangnum hjálplegar við hin ýmsu tækifæri. Svo komu símarnir, fyrst handvirku símarnir og síðan NMT sjálfvirku símarnir. Þeir náðu reyndar aldrei sömu „dekkun“ og talstöðvarnar, en voru þó ansi drjúgir sem öryggis- og samskiptatæki. Nú hefur það kerfi verið lagt niður af ýmsum ástæðum, en önnur kerfi komið í staðinn, mismunandi gagnleg, en gagnleg eigi að síður. En gagnleg fyrir hverja? Því miður er ljóst að á þessari stundu a.m.k. er „dekkun“ þeirra ekki eins mikil og NMT og fráleitt jafn mikil og VHF-stöðva og endurvarpakerfisins. Hvað þá ef við miðuðum við „gömlu“ miðbylgjustöðvarnar. Þessi mál hafa reyndar öll verið marg rædd hér á vettvangi f4x4 og fróðir menn veitt okkur miklar upplýsingar og þótt maður verði að fara varlega í að nefna nöfn, er ekki á neinn hallað þótt nefndir séu Snorri Ingimarsson, verkfræðingur, og svo hann Sigurður okkar Harðarson, rafeindavirkjameistari. Snorri hefur kynnt okkur, að stöðvar sem radioamatörum er leyft að nota, gætu komið að miklu gagni á ferðum um jökla og aðrar óbyggðir og tiltölulega lítið mál að fá leyfi til að nota slíka stöð með því að sækja námskeið, og stöðvar séu á verði, sem sé tiltölulega viðráðanlegt miðað við margt annað, sem við erum að kaupa og nota. Við höfum kannski gegn um tíðina látið plata okkur til að hætta að nota talstöðvar og fært okkur í of miklum mæli yfir á símana m.a. vegna þess, að við höfum ekki varað okkur á því að það er símafyrirtækjunum mjög í hag að við notum síma en ekki stöðvar. Símafélögin fá nefnilega litlar sem engar tekjur af talstöðvanotkun okkar. Ég held að við þurfum aðeins að hugsa þessi mál útfrá þessum sjónarhóli. Það er ef til vill nauðsynlegt að horfa á kosti þess og galla að hafa samskipti í opnu kerfi eins og talstöðvunum, sem allir geta hlustað á. Kannski er að bera í bakkafullan lækinn að byrja þessa umræðu einu sinni enn, nú þá svara menn þessu bara ekki neitt!
15.09.2010 at 10:58 #702728Hva – Erlingsson kominn á Montero? Er Sportarinn farinn að heiman? En hvernig er það hjá þessum Pajero-klúbbi, er það eitthvað bundið við búsetu hvort eigendur fái bréf? Ég bý t.d. með konu, sem er búin að eiga ansi marga Pajero og á núna 2008 árgerð en fær aldrei nein svona bréf? Annars verð ég að segja og tala nú í alvöru að þjónusta hjá Heklu er algjörlega horfin eftir að bankinn fór að reka fyrirtækið. Menn virðast ekki skilja að forysta Toyota byggist ekki síst á góðri þjónustu.
14.09.2010 at 10:02 #702716Er búið að láta Almannavarnir vita?
03.09.2010 at 21:23 #701570Snorri Ingimars: Ég er orðinn gamall og lengi að skilja, en í fréttum í dag einhversstaðar var sagt frá sérstökum búnaði fyrir skip sem kostaði 70 – 80 þúsund plús hærra afnotagjald í einhverju extra GSM 3G
Eitthvað var líka sagt um að þetta hentaði fyrir fjallajeppa. Treysti þér til að skýra þetta fyrir mér og öðrum og að hvaða gagni þetta gæti komið.
kv.
18.08.2010 at 06:41 #700232Heyrðu, Ofsi vinur, nú er maður að lesa fréttir; Hvar koma Skagfirðingar að málinu? Guðlaugstungur voru reyndar meðan sýslur voru til í Austur-Húnavatnssýslu, lögsagan heyrir því undir sýslumann á Akureyri eftir síðustu breytingar. Skipulagslega er þetta líklega á gráu svæði, Bólstaðarhlíðarhreppur – nú Húnavatnshreppur – mun víst telja sig hafa skipulagsvald á svæðinu, en það er víst ekki óumdeilt að manni skilst. Hvað um það; ekki kæmi manni á óvart að frétta næst af því að ákveðið hefði verið að friðlýsa Hofsjökul/Arnarfellsjökul og banna þar alla umferð vélknúinna ökutækja.
27.06.2010 at 19:18 #21334527.05.2010 at 14:15 #694692Ja, nú finnst mér að fyrirspyrjandi hljóti að hafa dvalið erlendis um skeið. Þessi mál hafa verið ansi fyrirferðarmikil í félagsstarfinu hjá okkar klúbbi og þar hafa menn eins og t.d. Jón G. Snæland "Ofsi" unnið mikið og fórnfúst starf í þágu félagsskaparins. Hinsvegar hefur það verið harðsótt að fá aðkomu að málunum og fá menn til að gæta meðalhófs í þessum málum öllum. Svo virðist sem öfgafólk í þessum efnum eigi ansi greiða leið að hjarta umhverfisráðherra og embættismanna ráðuneytisins og undirstofanana þess.
14.05.2010 at 16:19 #693232Það var spurt um hverjir séu að setja loftfjöðrun eða breyta fjöðrun undir fellihýsum. Mér er náttúrulega málið skylt, en Bílaverkstæðið að Eldshöfða 15 sími 567 3444 skipti um fyrir mig og fjölda marga aðra. Það skemmir allavega ekki að tala við þá feðgana og fá tilboð.
11.05.2010 at 19:57 #693346Svo er ekki úr vegi að koma sér í samband við hann Snorra Ingimarsson, verkfræðing og einn af stofnendum 4×4 – Það sem hann veit ekki um málið, er ekki þess virði að vita það.
09.05.2010 at 18:36 #693272Svona að gríninu slepptu, þá yrðu líklega ansi margir okkar að koma sér upp dráttarbíl og beisli fyrir sína breyttu bíla, ef reglurnar væru eins hér og í sumum ríkjum USA, t.d. California.
09.05.2010 at 18:32 #693208Ég er algjörlega sammála Benedikt Magnússyni, ekki síst þetta með A-hýsin. Vinafólk okkar á einmitt svoleiðis hús, sem var breytt hjá sama aðila og okkar og sett undir það loftpúðar. Það er ljómandi gott tæki og hefur flesta kosti þessara "tjaldfellihýsa" en fáa af göllunum.
09.05.2010 at 10:58 #693204Já, þú ert að meina þessi sem eru jafnvel sum með smá palli fyrir eitt og annað. Hef bara séð þau tilsýndar en þekki þau ekki. Okkar fellihýsi var upphaflega á 12 tommu smáskífum og algjörlega ómögulegur andskoti. Árni Páll setti það á 14" felgur með 6 boltum, og það er samskonar gatakerfi og á venjulegum 6 bolta japönskum jeppafelgum, þannig að það er í sjálfu sér lafhægt að setja undir það 15" felgur. Það var með ólíkindum, hvað það var miklu betra að hafa þetta aftaní eftir að blaðfjaðrirnar og stærri dekkin komu til sögunnar. Reyndar má segja að rafmagnsbremsurnar hafi líka haft ómetanleg áhrif til hins betra varðandi "aksturseiginleika" vagnsins. Hinsvegar vildi Árni Páll frekar að við settum loftpúða undir vagninn og ég sé alltaf eftir því að hafa ekki farið að hans ráðum, en það var nokkuð mikið dýrara á þeim tíma og við horfðum of mikið á verðmuninn.
09.05.2010 at 09:02 #693200P.S. – Gleymdi því sem ég ætlaði að skrifa um tegundir. Að mínu mati eru þau dýrustu best, þ.e. Coleman. Dauðsé eftir að hafa ekki keypt eitt slíkt á sínum tíma.
09.05.2010 at 09:01 #693198Það er nú svo að skoðanir manna á þessu verða trúlega ævinlega jafn skiptar og hvað bílana varðar. Fellihýsin hafa auðvitað ýmsa kosti og þessi nýrri hafa margt fram yfir þau eldri. T.d. sést varla nýtt eða nýlegt fellihýsi nú orðið nema með galvaniseruðum undirvagni, sem að mínu mati er nánast algjört skilyrði. Fjöðrunarbúnaðurinn er svo saga út af fyrir sig. Flexitorafjöðrun er að minni reynslu ekki fyrir okkar vegi. Við eigum hjónin einn af árgerð 1997 (!) sem við höfum dregið um flesta þjóðvegi og talsvert af fjallvegum, þ.m.t. nokkra hringi um Vestfirði, Fjallabak nyrðra, Kjalveg og fleira. Við gáfumst fljótt upp á flexitorunum og tengdasonur okkar, Árni Páll á Eldshöfða 15, smíðaði nýtt sett undir vagninn með blaðfjöðrum og rafmagnsbremsum, en vagninn var upphaflega bremsulaus. (Palomino Colt). Stórir, fjórhjóladrifnir fólksbílar eins og t.d. Pajero eiga ekki í neinum erfiðleikum með að draga þetta, hvað þá jeppar. Fellihýsi hafa það fram yfir hjólhýsi að taka á sig minni vind, sem er ótvíræður kostur, bæði út frá eyðslu og eins m.t.t. hliðarvinds, sem er víða vandamál hérlendis eins og fólk þekkir. Einn galla myndi ég sérstaklega taka út úr varðandi fellihýsi við akstur á malarvegum, en það er að þau eru alls ekki rykþétt. Það hefur oft ergt konuna mína í tjaldstað. Svo verður að segjast eins og er, að þegar einhver vindur er, þá getur blaktið í tjalddúknum haldið fyrir manni vöku, auk þess sem öll umhverfishljóð berast auðvitað miklu greiðlegar inn í fellihýsi en hjólhýsi, en eins og fólk þekkir þá er stundum ónæðissamt á tjaldstæðum þar sem margt er um íslendinga og tillitsleysi okkar við náungann verður líklega aldrei lagað.
17.04.2010 at 08:38 #690932Er nú farið að gæta á Íslandi áhrifa frá áróðursherferð bandarískra bílaverksmiðja og stjórnvalda til að koma óorði áToyota.
16.04.2010 at 14:56 #690784Kemst maður ekki örugglega á fjórhjóladrifnum Lancer? Óskar – þú kippir nú gamla kunningja ef maður festir sig!
10.04.2010 at 10:06 #689614Mér hefur nú fundist að umræðan um þessi ferðamál varðandi gosið hafa stundum verið svolítið skrítin. En hvað veit ég svo sem, gamall maðurinn. En varðandi kostnað af úthaldi björgunarsveitanna þarna á Fimmvörðuhálsi og Mýrdalsjökli líka reyndar, þá finnst manni nú kannski orðin spurning um þátt ríkisins í þessu öllu. Við vitum flest hvernig eldsneytisverðið er sett saman. Verulega stór hluti þess er eldsneytisskattur, vörugjald og virðisaukaskattur, sem rennur beint í ríkissjóð. Eldsneytisgjaldið á samkvæmt lögum að renna beint við nýbygginga og viðhalds vega. Mig grunar og tel mig vita að svo sé í raun ekki, því flestir fjármálaráðherrar hafa með fulltingi Alþingis í raun krækt í meira og minna af þessu fé til greiðslu á öðrum útgjöldum ríkisins. Nú er sitjandi samgönguráðherra búinn að lýsa því yfir, að stefnt skuli að því að skattleggja umferðina með nýjum hætti til þess að standa undir vegagerð. Ekki er einu orði minnst á að hætt verði að innheimta eldsneytisgjald, enda er það afskaplega sjaldgæft að skattur, sem einu sinni er kominn á, sé afnuminn. Jæja, hvað um það, en mér sýnist ljóst að eldsneytiskostnaður sé stór þáttur í útlögðum kostnaði við að hafa björgunarsveitirnar "on patrol" þarna á svæðinu. Það má reikna með að af hverjum 1000 krónum, sem fara til að kaupa eldsneyti fari 400 – 500 að minnsta kosti beint til ríkisins aftur. Sennilega meira. Þótt ríkið komi hér inn með einhverja "styrki" til sveitanna í tengslum við þetta, þá kemur það trúlega nettó út með tekjur hvað björgunarsveitirnar varðar. Mér sýnist að það sé farið að teygja samninga Almannavarna við Landsbjörgu um aðkomu sveitanna að almannavarnamálum ansi langt, þegar farið er að láta þær sinna almennri löggæslu. Það þarf að hafa í huga að þjálfun sveitanna miðar fyrst og fremst að gera sveitameðlimi sem hæfasta til leitar og björgunar, sem og annast fyrstu hjálp við slasaða. Löggæsla er allt annað mál og því má efalítið finna hnökra á framgöngu einstakra meðlima sveitanna, ef fólk er gagngert að leita að slíku. Er þó slíkt líklega merkilega lítið, ef skoðað er af sanngirni.
-
AuthorReplies