Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.11.2006 at 11:24 #566662
Ég hef nú stundum fengið þau viðbrögð við mínum innslögum í þetta málefni að líklega væri best að gera ekki neitt, það tryggi best áframhaldandi ferðafrelsi. Því miður held ég það sé ekki réttur skilningur. Hvað sem okkur finnst um það verður farið í að skilgreina "leyfða" slóða í óbyggðum og afréttum. Því held ég að það sé rétt sem sumir hafa bent á , að það sé mikilvægt fyrir okkur að hafa hönd í bagga með það hvaða slóðir verða skilgreinar sem leyfðar. Málin verða mun örðugri viðureignar eftirá. Nú er mér sagt að slóðanefnd sé að störfum fyrir klúbbinn og ekki efa ég að það komi að verkum góðir menn og gegnir og fróðir um lönd og leiðir. Það hlýtur því að vera hlutverk stjórnarinnar að hafa samband við þá aðila, sem um mál þessi véla á "æðri" stöðum og gera þeim viðvart um að þekking og skrásetning liggi fyrir innan vébanda klúbbsins og koma öllum gagnlegum upplýsingum á framfæri. Látum nú ekki náttúruverndarfasistana ráða för í þessu efni.
11.11.2006 at 22:09 #567240Ég hef haft mína gömlu Yaesu stöð skráða og get haft hana í bátnum. Þarf að borga fyrir það til einhvers ríkisapparats sem mig minnir að heiti Póst- og fjarskiptastofnun (eða eitthvað svoleiðis) kr. 1.800,- á ári, held það sé kallað "starfrækslugjald" – Þegar maður fékk stöð upphaflega (ætli það séu ekki nálægt 36 ár síðan, my God!) þá fékk maður sérstakt Leyfisbréf og varð að undirrita þagnarheit. Allt mjög kaldastríðslegt, enda var þetta eitthvað um 1970, kannski örfáum árum fyrr. Þetta gjald er bara fyrir þessa HF stöð, maður borgar eftir sem áður líka fyrir VHF-stöðina.
10.11.2006 at 12:51 #567470Linkurinn frá Einari Steinssyni, skil ég það ekki rétt að hann sé í Þýskalandi?
Ef það er heimilt að selja svona bíl þar, þá á ekki að vera neitt vesen hér, eða hvað?
Maður hefði haldið svona að lítið skoðuðu máli, að þetta væri akkúrat typurnar sem allir myndu vilja fá hingað til að breyta í alvöru fjallabíla.
Já, nú er maður virkilega orðinn forvitinn!
09.11.2006 at 19:44 #567230Best að setja feitt strik yfir ýmislegt sem sagt hefur verið áður í sambandi við þetta mál allt, en gott skref í byrjun fyrir menn er að koma sér upp því sem kallað var "Gufunesstöð" þ.e. HF stöð á tíðninni 2.790 Þær reyndust okkur gamlingjunum vel fyrir tíma farsímanna. Auðvitað voru tilvik, þar sem þær klikkuðu, t.d. í éljagangi og þrumuveðrum og í hámarki sóbletta, en í því síðasttalda eiga flestar tegundir fjarskipta á "öldum ljósvakans" í erfiðleikum. Tek undir með Sn.Ing. með að VHF – stöð eigi að vera í hverjum bíl sem fer á fjöll, og það má hugsa sér sem viðmiðun að í hverjum 4 – 6 bíla hópi sé a.m.k. einn með HF stöð. Amatör-væðing er svo eitthvað sem tekur tíma en ber eindregið að stefna að. Ef maður þekkir landann rétt líður ekki á löngu áður en enginn þykir fjallafær nema hafa amatör-skírteini og viðeigandi tæki.
08.11.2006 at 13:02 #567120Fyrst menn eru komnir út í svona sparðatíning þá er hér ein:
http://157.157.215.231:8080/home/homeJ.html
07.11.2006 at 20:38 #567196Ég átti á sínum tíma á HiLux IPF boga úr ryðfríu frá Benna. Þeir voru alveg ágætir en aðal gallinn á þeim var hvað það hvein mikið í þeim í vindi.
05.11.2006 at 17:06 #566744Ofsi minn!
Maður þarf ekki að vera nýkominn af árshátíð til að villast á slöngum. Mér vill það til að ég get losnað við blönduna á traktorinn minn, því Perkins gengur á hverju sem er, bara það sé eldfimt!
05.11.2006 at 15:50 #566640Mæli eindregið með því að menn ræði þessar hugmyndir sem hér er hreyft áfram. Það má svo sem reikna með að Loftmyndir muni taka talsvert hátt gjald fyrir afnot af kortagrunni sínum, enda liggur í honum mikil og dýr vinna. Ef það verður niðurstaðan úr þeim dómsmálum, sem verið hafa til umfjöllunar að undanförnu, að vegir og slóðar verði skilgreindir sem slíkir svo það liggi alveg ljóst fyrir hvað sé utanvegaakstur og hvað ekki, þá þarf okkar félag og félag vélhjólamanna að koma að þeirri vinnu og hana verður að vinna með einhverju því móti sem Þorvarður Ingi leggur til. Hinsvegar er spurning hvort hægt er að komast hjá því að farið verði í slíkar skilgreiningar, því þær eru að sjálfsögðu líka takmarkanir á ferðafrelsi okkar og annarra og hætt við að þær verði miskunnarlaust notaðar sem slíkar. Það var viðtal í fréttatíma að því mig minnir á RÚV annað hvort í gær eða á föstudag við mann, sem kallaður var "framkvæmdastjóri Landverndar" og ljóst að fréttamaður leit á hann sem "átórítet" í þessum málum. Nú hélt ég að Landvernd væru bara frjáls félagasamtök og sem slík hefðu þau ekki meiri áhrif en okkar félag, en það er kannski bara vanþekking mín. En það mátti skilja á þessum einstaklingi, að nú yrði farið í að merkja og skilgreina þá vegi og slóða sem Landvernd samþykkti sem slíka svo hægt væri að ganga fram með oddi og egg í að lögsækja menn sem ekki ækju leiðir, sem þeim væri ekki að skapi.
04.11.2006 at 21:21 #566588Það er nú svo langt síðan ég var að vinna við innflutningsskjalagerð að ég hef ekki lengur aðgang að þeim gögnum sem maður þarf að hafa, en mig minnir að enn séu einna hæstu gjöldin svokallað "gúmmígjald" og svo endurvinnslugjald. En svo fara vörugjöldin eftir því hvort dekkin koma frá EES – svæðinu eða frá öðrum svæðum, að því mig minnir.
02.11.2006 at 15:38 #566236Sammála siggias74, þetta er sérlega gott og þægilegt úti á vegum, einkum þegar umferðin er ekki því meiri. Reyndar er ég varkár með þetta ef hálka er á vegi, en satt best að segja finnst mér skárst að vera á ferðinni á veturna, því þá er minnst af þessu fólki á ferðinni, sem getur ekki haldið eðlilegum ferðahraða og er þar með að stuðla að óþarflega miklum framúrakstri. Að maður tali nú ekki um erlendu hjólreiðamennina, sem hafa tekið upp á því að hjóla tveir og jafnvel þrír samhliða og þá á miðjum veginum, líklega er þetta þeirra aðferð til að fá eskimóana til að taka tillit til sín. En þessir vesælu vegir okkar bera bara ekki svona ferðatilhögun, því miður. Reyndar bera þeir fæstir eitt eða neitt. Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt vegakerfi sem við búum við. Tökum t.d. veginn milli Hveragerðis og Selfoss og áfram upp í Grímsnes með allri þeirri umferð sem er þar, t.d. síðdegis á föstudögum. Svo má auðvitað lengi telja. En í öllum siðmenntuðum löndum myndu þjóðvegir með viðlíka umferðarþunga og er á vegunum frá Rvík upp í Borgarnes og svo frá Rvík austur að Þjórsá eða helst að Hvolsvelli, vera tvöfaldir, tvær akreinar í hvora átt fyrir sig. Ofsaakstri mæli ég aldrei bót, en vegakerfið okkar á líka sinn þátt í alltof mörgum slysum.
01.11.2006 at 08:37 #566160Tek fram að ég er sammála þeim sem vilja ekki að löggæsla og dómsvald fari offari gagnvart borgurunum, hvort sem um er að ræða kajaksiglingar eða akstur á jöklum. Hinsvegar megum við líka gæta okkar á því orðavali, sem við notum varðandi opinbera embættismenn. Það eru mjög ströng viðurlög við slíku og við getum alveg lýst skoðunum okkar án þess að fara yfir strik í þeim efnum.
01.11.2006 at 08:32 #566168Þessi 10% voru ekki sett út í loftið, því vitað mál er að hraðamælar í bílum eru ekki mjög nákvæm tæki, allavega ekki í þeim bílum sem almenningur hefur ráð á að kaupa. Mann grunar því að þessi helmingun á frávikinu merki að þarna sé um að ræða aðferð til að ná inn meiri tekjum af hraðasektum. Það er held ég samdóma álit allra sem til þekkja, að það sé ekki megin málið hvort menn séu á 95 eða 100 km hraða þar sem leyfður er 90 km/klst. hámarkshraði varðandi slysahættu, hættan eykst mest þegar hraðinn er kominn yfir t.d. 120 km/klst. á slíkum vegi. Maður hélt að tilgangurinn með breytingum væri fyrst og fremst að draga úr ofsaakstri en ekki að ná fjármunum af almenningi vegna minni háttar frávika frá hámarkshraða. Þarna hafa skriffinnar kerfisins séð sér leik á borði að ná inn auknum tekjum í kassann í skjóli almennrar fordæmingar á ofsaakstri.
25.10.2006 at 09:56 #564626Nú er ég heldur betur sammála Einari Kjartans, aldrei þessu vant. Ég held hann hafi nefnilega komist að kjarna málsins í innleggi sínu hér rétt fyrir ofan. Í sambandi við bátaflotann, þá get ég sagt frá því að Arthúr Bogason, trillukarlaforingi, sagði mér í símtali að Landssamband smábátaeigenda fylgdist vel með hvaða stefnu þessi mál tækju og hvað yrði hentugast fyrir strandveiðiflotann eftir að NMT-kerfið verður lagt niður. Ég skildi hann allavega þannig, að þar á bæ teldu mann að einhver tími myndi líða þar til ljóst yrði hvaða kerfi myndi mæta best óskum og kröfum bátasjómanna. Þeir töldu þau gerfihnattakerfi, sem til boða stæðu í dag, væru enn a.m.k. bæði of dýr og samband ekki nógu gott hér á þessum norðlægu breiddargráðum. Þeir myndu því beita því afli sem þeir gætu til þess að NMT-kerfið yrði starfrækt þar til nýtt kerfi, sem veitti a.m.k. jafn góða þjónustu og NMT og helst betri og alls ekki dýrari, væri tilbúið til starfrækslu.
25.10.2006 at 07:29 #565142Ekki spurning að færa afturásinn. Þetta gjörbreytir bílnum til hins betra.
25.10.2006 at 07:28 #565074Var einu sinni með svona miðflóttaaflskúplingu, sem mig minnir að ég hafi fengið hjá Benna, getur verið að hún hafi heitið Centerforce? Hún virkaði déskoti vel, en hafði svolítið hátt þegar bíll var kyrr og gekk hægagang.
24.10.2006 at 11:09 #564592Athyglisverð frásögn, sem Einar vísar þarna í. Segir manni ansi margt. Tek undir með Snorra, að við sem eigum gamlar "Gufunesstöðvar" eigum að taka þær í notkun, ég þarf fyrir mína parta að útvega mér með einhverjum ráðum millibilsstöng með einhverri einangrunarhúð, eins og Siggi setti upp á sínum tíma. Er ekki einhver sem þekkir Sigga sem getur spurt hann hvort það sé í lagi að nota þarna stöng, t.d. úr rústfríu og án einangrunarhúðar?
22.10.2006 at 21:21 #564822Ofanritað skil ég þannig að ekki séu lengur smíðuð hér á landi svona loftnet eins og Siggi Harðar smíðaði á sínum tíma. En, sá mæti maður Sigurður er enn á meðal vor og mér sýnist að þess utan eigum við innan okkar raða fjölda fólks með tækniþekkingu, sem myndi duga til að gera verklýsingu fyrir smíði á svona loftneti. Er þá ekki næsta verkefni að tækninefndin okkar góða myndi standa fyrir gerð á slíkri verklýsingu og síðan yrði verkið bara boðið út. Fyrst myndi klúbburinn kannski safna "áskriftum" fyrir svona loftnet. Auðvitað er sá möguleiki fyrir hendi að búa til kvartbylgjunet úr vír, sem dreginn væri út á snjó eða jökul líkt og gert var á upphafsárum JÖRFÍ og Einar Kjartans var að lýsa hér á öðrum þræði. En flest held ég við myndum vilja hafa þetta notendavænna en það og mögulegt að nota þetta í venjulegum akstri. Ennfremur held ég, jafn ófróður og ég er um tæknimál, að það væri léttast að halda sig við tíðnina 2.790 kHz, því það er held ég talsvert mál að fá aðra tíðni samþykkta, því þetta er háð alþjóðlegum stofnunum um fjarskipti og tíðnirnar eru jú takmörkuð auðlind. Það skilst mér að þýði að það væri hægt að halda sig við upphaflega hönnun SH á þessum loftnetum. En hvað sem verður ofan á, þá verður líka að kíkja á erlend loftnet, t.d. þessi Moonraker frá Ástralíu, sem Snorri verkfr. bendir á. Manni hefur sýnst t.d. á sjónvarpsefni, að alþjóðlegar hjálparstofnanir séu með eitthvað ámóta á sínum farartækjum t.d. í löndum, þar sem fjarskiptanet eru ekki fyrir hendi, ellegar þegar þau hafa eyðilagst í náttúruhamförum. Það er sjálfsagt að nýta reynslu annarra þar sem hún getur komið að gagni.
22.10.2006 at 17:50 #564818Einmitt spurning sem brennur á mér. Ég setti loftnetið frá SSB stöðinni minni á bátinn minn og fékk í hana samtalsrás bátanna, en fékk hinsvegar ekki að setja í hana neyðarbylgjuna 2182 vegna þess að stöðin er ekki CE-vottuð! Sem sagt, ef ég næ ekki í VHF rás 16, sem er nú ansi víða, þá get ég bara drepist ef einhversstaðar hefur skurðgrafa slitið ljósleiðara svo ekki sé samband við Siglufjörð þegar ég þarf mest á að halda. Nú, en millibilsstöngin, þ.e. milli gorms og spólu, er að ryðga í sundur, því það ryðgar allt sem ekki er úr rústfríu eða áli á blessuðum bátunum. Það þýðir að loftnetið er þar með gagnslítið. Ég hélt að fyrirtækið sem keypti af honum Sigurði okkar Harðarsyni, hefði keypt af honum þær vörur, sem hann hafði þróað í sambandi við fjarskipti. Nú má skilja að svo sé ekki. Þessi loftnet óttast ég að séu eitthvað, sem ekki er hægt að fá erlendis frá, allavega ekki þannig loftnet að þau hæfi þeim tíðnum, svo verið var að nota hér. Vonandi er sá ótti minn ástæðulaus!
19.10.2006 at 15:22 #564056Manni hefur skilist á staffinu hjá Vegagerðinni að hvað hálendisvegi varðar, þá þýði þetta ekki að leiðirnar séu lokaðar fyrir alvöru bíla, heldur að þær séu ekki færar venjulegum bílum (og bílstjórum!). Við vitum öll að þessir vegir eru rauðmerktir allan veturinn þótt 4×4 fólk sé þar á ferðinni í fullum rétti. Það eru hinsvegar sett lokunarmerki (innakstur bannaður, kringlótt merki með rauðum jaðri og gulum fleti) ef vegur er lokaður allri umferð, eins og gert er á vorin með aurbleytan er sem mest.
19.10.2006 at 08:41 #563866Nú er maður að sjá í bandarísku blöðunum að 53 tommur séu komnar í sölu. Er enginn kominn með það á teikniborðið hér?
Auðvitað eru þessir bandarísku trukkar það langflottasta. Það er bara gallinn á þessu öllu saman, að við erum flest líka að nota bílana okkar líka sem daily commuter og þá er helvítis eldsneytið svo déskoti dýrt og nú virðist það orðið viðvarandi að dieselfuel sé dýrari en benzín.
-
AuthorReplies