Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.01.2007 at 18:48 #577018
Miðað við þá hröðu þróun sem er að verða hér í landinu hvað varðar eignarhald á bújörðum, einkum og sér í lagi þeim sem eiga eftirsóttar auðlindir, svo sem vatnsorku, veiði, hitaveiturétt og afréttir svo eitthvað sé nefnt, þá held ég að það sé talsvert skárra að eiga þó við ríkisvaldið hvað varðar umgengnisrétt um hálendið en auðkýfinga sem hafa að sjálfsögðu ekki aðra sýn á eignirnar en græða á þeim. Ég er svo sem ekki að lá þeim það, það er eðli málsins samkvæmt. En við megum ekki gleyma því, að ríkið það erum við, sem byggjum þetta land og borgum skatta í sameiginlega sjóði. Ef við erum ekki sátt við hvernig stjórnmálamenn fara með þetta fyrir okkar hönd, kjósum við bara aðra sem við treystum betur. Það tæki sem höfum er aðhald og við þurfum að beita því aðhaldi. Akkúrat það sem Samút er að gera og kemur fram í pósti Skúla H.
22.01.2007 at 21:35 #576632Ég er með lítið tæki, aðallega ætlað sem "göngutæki" sem heitir 60CSX – Ég ætla nú ekki að fara að lýsa minni "snilli" í meðferð GPS-tækja, en þetta tæki er með flestum "fídusum" sem leiðsögutæki á borð við Nuvi hafa, en er líka með "track" og "waypoints" eins og stóru tækin á borð við 192c og 182 c hafa. Mér finnst það déskoti skemmtilegt, er komið þennan "stability" fídus sem er svo mikilvægur ofl.ofl. Aðal ókosturinn við að nota það eingöngu í bíl eða annað ökutæki er hve skjárinn er í sjálfu sér lítill. En tengt við tölvu er þetta náttúrulega alveg eitursnjallt.
Tækið er keypt hér innanlands frá R.S.
kv.
19.01.2007 at 21:02 #576420Ef einhver annar en Ofsi hefði skrifað þetta hefði ég bara ekki trúað. Og þó. Löng ævi hefur svo sem kennt manni að ofbeldi af hálfu Kerfisins finnur alltaf nýjar leiðir til skattlagningar. Hitt er annað mál, að það virðist svo sem þessir fósar hafi ekki gert sér grein fyrir þeirri tækniþróun, sem gerir kleyft að forrita stöðvar án þess að vera með einhverja leyfispappíra frá Kerfinu. Ég velti hinsvegar fyrir mér – þótt það komi 4×4 ekkert við – réttarstöðu þeirra sem eru skyldaðir til þess með lögum að vera með VHF-stöðvar og á ég þá við strandveiðiflotann. Er þetta ekki bara fullgilt fundarefni; opinber fundur þar sem fjölmiðlum yrði boðað að senda fulltrúa sem og fulltrúum PFS? Undirbúa sig vel og okkar fróðustu menn væru með nóg af skotfærum og tilbúnir til þess að gera harða hríð að kerfisköllunum? Mamamaba orðlaus! eins og Ragnar Reykás myndi segja.
18.01.2007 at 20:45 #576204Ég get ekki lesið upphafsinnlegg þessa þráðar öðruvísi en að sá sem ritar hann sé að tala um að hann þurfi að borga 30.000 kalli MEIRA fyrir notaðar felgur en nýjar – ekki 30.000 kall fyrir ganginn – annars kemur mér þetta ekkert við!
18.01.2007 at 20:38 #576212Fyrsta sem ég myndi athuga í svona tilviki væri vatnslásinn, sama hvaða bílvél ætti í hlut.
17.01.2007 at 17:51 #575970Á fyrstu árunum sem notkun "landfarstöðva" á millibylgjusviðinu var leyfð, voru engar stöðvar í gangi nema þær sem voru framleiddar á verkstæði Landssímans sáluga. Þeir voru með þessa lausn á loftnetslengdinni að búa til spólu, til að lengja loftnetið í hæfilega lengd fyrir tíðnina. Reyndar man ég ekki betur en það hafi líka verið spóla inni í stöðvunum á tímabili a.m.k. til þess að ná réttri lengd – er það nokkuð misminni mitt, Einar kj.? Svo var farið að flytja inn stöðvar, sem voru í raun framleiddar fyrir skemmtibáta í Ameríkuhreppi, sem mig minnir endilega að hafi verið skylda þar, þótt það komi þessu máli ekki við. Þegar farið var að nota einhliðabandsmótunina, kom verkstæði Landssímans fyrst með sína útgáfu af svoleiðis stöðvum, en svo fór hann Sigurður okkar Harðarson að flytja inn Yaesu SSB stöðvar, og hann kom með þessa lausn að vefja spóluvírnum utan um fastan kjarna í staðinn fyrir grind innan í plasthólk, sem Landssíminn notaði. Þessar spólur þoldu miklu betur það hnjask, sem loftnetin urðu óhjákvæmilega fyrir, einkum þegar þau rákust upp í eitthvað. Vandamálið með öll þessi loftnet var hinsvegar það, að þau pössuðu best fyrir 2.790 khz, en það var verið að leyfa notkun á þessum árum á 3 tíðnum í þessum stöðvum. Ein var fyrir samskiptin við Gufunes og aðrar stöðvar á þess vegum, önnur var notuð þegar Gufunes afgreiddi samband inn á símakerfið – reyndar fyrir skiptital – og þriðja átti að vera notuð fyrir viðskipti milli farstöðva. Reyndin varð nú hinsvegar sú að þau fóru að mestu fram á 2.790 khz vegna þess einfaldlega að á þeirri tíðni náðu menn bestu sambandi. Reyndar voru björgunarsveitirnar flestar einnig með neyðarrásina 2.182 khz í sínum stöðvum. Meðan notkun á stöðvum þessum var sem mest, sem gæti hafa verið frá ca. 1970 fram um 1995, var stundum bölvað kraðak á "bílabylgjunni", sérstaklega á þeim tímum sem mikið var um ferðalög, svo sem um páska, um helgar allt árið og svo náttúrulega ekki síst þegar eitthvað var að færð og veðri. Ég byrjaði upphaflega með einhverja bandaríska stöð, sem ég man ekkert hvað hét, en hún var fyrir AM – mótun. Seinna eignaðist ég svo Yaesu – stöð með SSB mótun og á hana enn og hún er í góðu lagi. Er með uppsetningu fyrir hana í bátnum, en gæti auðvitað flutt hana yfir í bíl ef tilefni gæfist til.
16.01.2007 at 13:39 #575536Hvernig er það, er Benni ennþá með Centerforce-kúplingarnar frá manninum í ammríkuhreppi? Þær reyndust mér vel og þoldu að vera notaðar. Heyrist svolítið í þeim í lausagangi, en það eru bara miðflóttaaflsklossarnir er mér sagt og ekkert sem gerir til.
14.01.2007 at 19:53 #575366Sá ég ekki þessar Fini dælur á fínu verði í Verkfærasölunni í Síðumúlanum?
14.01.2007 at 19:52 #575372Fylgdi ekki þessi kapall með tækinu? þ.e.a.s. milli tækisins og USB tengingarinnar á tölvunni (laptop)? Það var allavega með mínu tæki, það er reyndar 60 CSx en með sama hugbúnaði o.s.frv.
14.01.2007 at 19:49 #575184Nú er ég heldur á því að ég hafi séð þennan kofa á efri myndinni, man þó ekki hvar en af einhverjum ástæðum datt mér í hug að þetta gæti verið gamli kofinn við Blágil á Síðumannafrétti, norðan Leiðólfsfells? Þetta er nú bara tilgáta, ég hef ekki komið þarna nema einu sinni og minnið er farið að bregðast mér. Hvað segir félagi Olgeir Engilbertsson "Weapon" um þetta?
14.01.2007 at 17:02 #575176Sem hann Magnús Hallur var að tala um er rétt norðan við bæinn að Sveinatungu. Það er vestan Norðurár en austan þjóðvegar 1 og því telst það víst ekki vera í Hellistungum. Þær eru að mér hefur verið sagt hinumegin árinnar, milli Norðurár og Hellisár. Þetta er stýrishús af gömlum vörubíl, líklega Chevrolet árg. 1942? Annars er það svolítið skemmtilegt varðandi hvar Holtavörðuheiði byrjar, hér í "uralten Zeit" þegar ég var ungur, taldist heiðin ekki byrja fyrr en í Biskupsbrekkunni, ofan við efstu brúna á Norðurá, sem er í tungunni milli Norðurár og Austurár. Þar fyrir neðan liggur vegurinn um hlíð, sem mér var kennt að héti Krókalækjahlíð. Hvort hún taldist ná alveg niður að Fornahvammi er ég ekki klár á. Síðsta brekkan upp á há Holtavörðuheiðina var svo kölluð Hæðarsteinsbrekka og í henni er enn steinnin sá, sem nefndur var Hæðarsteinn og var þekktur áningarstaður. Þar tíðkaðist í ferðum vermanna áður og fyrr að þeir sem fóru þar um í fyrsta sinni urðu að gefa ferðafélögum sínum brennivínssnaps. Efsta hæðin á heiðinni var mér kennt að héti Bláhæð. En þarna er auðvitað fjöldi annarra örnefna sem gaman væri ef fróðir menn upplýstu okkur um. kv.
12.01.2007 at 11:09 #575116Einu sinni var Bílabúð Benna með svona úr rústfríu. Aðalgallinn á þeim var hávaði, sem þær framkölluðu, sérstaklega í mótvindi. Svo minnir mig að Bílasmiðurinn sé með eitthvað svona. Sumir hafa nú bara konverterað skíðabogum frá Thule!
11.01.2007 at 19:52 #19934711.01.2007 at 18:23 #574906Hafði ekki áttað mig á þessum 3% sem Mikkjal er að segja frá. Það er vissulega fagnaðarefni ef þessir sektaglöðu blýantsnagarar halda sig innan þeirra marka, hvað sem það verður lengi. Þegar verið var að tala um þetta upphaflega, mátti skilja á skattmann að það yrði gengið fram af mikilli hörku og mælitækni þeirra myndi gefa þeim möguleika á að finna leifar af minnsta magni af lit, jafnvel þótt langt væri um liðið frá því lituð olía hefði lent á geymi viðkomandi bifreiðar. Jæja, enn og aftur, gott mál ef þetta er svona.
11.01.2007 at 15:52 #574900Í fyrsta lagi, þá rennur olíugjaldið í ríkissjóð en ekki til olíufélaganna, svo það réttlætir ekki að svíkjast um og taka litaða olíu. Í öðru lagi hefur mér hinsvegar alltaf staðið stuggur af því að sömu flutningatækin eru notuð – a.m.k. úti á landi – til að flytja litaða og ólitaða olíu og eru ekki þrifin á milli. Ég get því ekki séð annað en stórhætta sé á því að litarefni safnist upp í söludælunum fyrir ólitaða olíu, og því séu miklar líkur á því að hægt sé að greina litarleifar í tanknum hjá jafnvel löghlýðnasta fólki. A.m.k. skv. þeim fullyrðingum, sem hafðar voru í frammi við upphaf "litvæðingarinnar" um möguleika á að greina leifar af litarefni jafnvel þótt einhver myndi bjarga sér í olíuleysi með t.d. 5 lítrum af tanknum hjá næsta bónda. Því finnst mér helvíti hart, ef menn þurfa að fara að greiða hálfa milljón í sekt fyrir sóðaskap olíufélaganna.
11.01.2007 at 15:38 #573662Þetta er nú að verða langur þráður, enda gefur tilefnið ástæðu til þess að bollaleggja. Mig langar til að undirstrika það sem Einar Kjartansson segir hér rétt ofar um planka. Ég var nokkuð með snjóbíl hér fyrir margt löngu ásamt fleirum, og á toppgrindinni á honum voru ævinlega fjórir plankar, sem voru oft búnir að bjarga málunum. Meðan ég átti svo almennilegan bíl sjálfur, hafði ég líka þann sið að hafa meðferðis tvo 6×2" planka, lengdin miðuð við að passa þversum aftan í skúffuna á Hi-Lux, þ.e. um 140 cm. Kannski full stuttir og ef maður er með toppboga gæti maður kannski fest aðeins lengri planka. Þessir plankar voru búnir að koma nokkuð oft við sögu, t.d. einhverju sinni við að ná bíl sem hafði misst hjólin ofan í sprungu norðan í Bárðarbungu svo eitthvað sé nefnt, og einnig á ísskörum í ám og lækjum. Þar þurftu ekki endilega festur að koma til; meðan Seyðisáin var óbrúuð man ég eftir því að hafa notað plankana við að komast upp á skarir að henni nokkrum sinnum þegar maður var sem mest einn á ferðinni þarna. Plankar eru ekki þungir og taka ekki mikið pláss ef vel er hugsað fyrir staðsetningu þeirra strax í upphafi. Ég er ekki þar með að segja að þeir hefði endilega verið það rétta þarna, til þess þyrfti maður að vita meira.
kv.
Gamli ólsarinn, kominn á raupsaldurinn.
10.01.2007 at 20:46 #573616eru til margra hluta nytsamlegir og margar þessar nýjustu vélar eru hrein tröll til allra verka. En ef það á að fara með þær í eitthvað þar sem reynir á, svo sem eins og mikinn snjó og krapa, þá verða þetta að vera fjórhjóladrifnar vélar. Reyndar eru flestar vélar sem keyptar hafa verið síðustu ár með fjórhjóladrifi. Hafa verður samt í huga, að þær fljóta ekki ofan á snjónum eins og jepparnir, til þess eru þær alltof þungar held ég. En vél sem er bara afturdrifin er ansi bjargarlítil í snjó, jafnvel þótt hún sé á keðjum og búið að þyngja hana að aftan, eða það er mín reynsla allavega. En allur þessi krapaslagur, sem félagar okkar hafa verið að lenda í svona í gegn um tíðina, segja manni að það er alveg nauðsynlegt að í hverjum hópi séu a.m.k. einar vöðlur eða jafnvel þurrbúningur. Ég hef sjálfur lent í því að vera illa gallaður í svona krapamáli og það er ekkert grín og eiginlega alveg stór varasamt upp á ofkælingu. Mér líst aftur á móti ekki illa á hugmyndina með vörubíla- eða vinnuvélaslöngur til að lyfta bílum upp úr krapi og/eða vatni. Það er í sjálfu sér ekki flókið að koma þeim undir bíla meðan þær eru loftlausar og loftið eru menn jú með og slöngurnar ná alveg eins að ventlunum á slíkri slöngu og í dekkin á bílnum. Það þarf ekki að lyfta bíl sem er ofan í vatni og krapi mikið til að það geti gjörbreytt ástandinu og minnkað hættu á skemmdum. En menn eiga nú vafalaust eftir að fara yfir atburðarásina í þessu ferðalagi og draga af lærdóma. Þannig hefur jú ferðamáti okkar þróast, þ.e. með því að læra af reynslunni.
kv.
08.01.2007 at 09:47 #574388Hefði átt að sjá það!
08.01.2007 at 09:45 #574384Felgurnar á afturásnum eru ekki hinar upprunalegu. Þetta er varla Land/Rover, því hann var með fljótandi afturöxla og þetta er ekki M-jeppinn því han var líka með fljótandi afturöxla. Þetta er of stutt grind til að geta verið Gaz 69.
08.01.2007 at 09:01 #574340Four Wheeler er nú í nýjasta blaði að segja frá fyrstu prófun á Grand Cherokee með v6 Mercedes Benz diesel, sem að vísu er bara lögleg í 45 ríkjum USA. Sú mun að vísu innan skamms fáanleg í Bluetec útfærslu, sem ætlað er að uppfylli hreinleikakröfur þessara 5 ríkja sem út af standa. Hvað um það, þetta virðist vera býsna öflug og gangþýð vél, maður spyr sig hvort þetta sé sami eða svipaður mótor og er í ML-Benzunum sem seldir eru hér á landi? Hinsvegar er Grand Cherokee í allt öðrum verðklassa en MB ML svo ætla mætti að þarna væri um að ræða bíl, sem gæti komið sterkur inn. Til viðbótar skil ég comment í greininni þannig, að nýi Jeep Wrangler Unlimited bíllinn (fjögurra dyra Jeep) sé væntanlegur með þessari vél. Ef Daimler-Chrysler myndi svo bjóða Jeep Rubicon með þessari vél, tja, þá finnst manni að þar sé kominn déskoti álitlegur bíll. Gormar hringinn, heilar hásingar á báðum endum, læst drif original í báðum drifum, léttur bíll o.s.frv. Hvað vilja menn meira?,
-
AuthorReplies