Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.09.2007 at 16:24 #597678
Ertu eitthvað skjálfhentur á sunnudeginum? Varstu í góðu partíi í gærkvöldi?
23.09.2007 at 16:20 #597610Ég gleymdi náttúrulega að taka fram að hvað mitt innlegg snerti væri ekki um tæmandi upptalningu að ræða. En, meðal annarra orða; þá er því miður hætt að framleiða þann góða og trausta bíl, LC80. Manni er hinsvegar sagt, að Toyota sé að framleiða fyrir t.d. UN og hjálparstofnanir til notkunar í löndum sem þau störfuðu í, sérstaka útfærslu af LC100, sem m.a. væri með tvískiptri hurð að aftan og – namminamm – heilli hásingu að framan. En sá bíll fæst víst ekki fluttur hingað segja mér menn sem ég held að viti. Voru það ekki líka kontóristar í Bruxelles sem lokuðu á að við gætum fengið LC70? – Æi, af hverju eru alltaf einhverjir að gera manni lífið leitt?
23.09.2007 at 13:07 #597604Allavega er víst ljóst að "Jeep" er lögverndað vörumerki! Veit reyndar ekki hvort Chrysler Corp. fer í mál við öll þau ferðaþjónustufyrirtæki um víða veröld sem kalla Suzuki Jimny og aðrar fjórhjóladrifnar innkaupakerrur "jeep" í sínum auglýsingum. Ég tek nú undir með Ofsa vini mínum að ég ber ákaflega takmarkað traust til klafafjöðrunar að framan, hvað þá þegar hún er á báðum endum. Að vísu eru klafar á báðum endum á HMMVW en þeir eru nú svolítið önnur hönnun og efnismeiri en samsvarandi búnaður á MMC Pajero/Montero svo dæmi sé tekið. Einu sinni hét Jeep Willy´s og á tímabili hétu verksmiðjurnar Willy´s Overland, eftir að þeir yfirtóku Overland fyrirtækið og síðar meira að segja Kaiser Jeep. Allt er það sér saga sem kemur þessu máli ekki beinlínis við, en nú er meira að segja Jeep Grand Cherokee kominn á klafa að framan svo bandarískar kellingar missi ekki silcon-púðana úr brjóstunum ef þær fara yfir hraðahindrun. En Wrangler – typurnar eru enn með heilt rör að framan, hvað sem það verður lengi. Það finnst manni vera "jeep" í alvörunni. Sama má segja um Patrolinn, sem er nú hvað sem hver segir með alvöru jeppaundirvagn. Enn eru Ford pickuparnir F250 og F350 á heilu röri að framan, þótt fregnir hermi að það muni fara að sjást fyrir endann á því. Sama er um stærri Ram- bílana. Nú, og svo eru nú Defender-bílarnir frá LandRover ekkert slor hvað sem fólki kann að finnast um yfirbygginguna. Þetta finnst mér vera alvöru jeppar. Konan mín á eitthvað sem heitir Kia Sorento og er að vísu með einhverskonar millikassa og jú, byggður á grind. Ekki dettur mér eitt augnablik í hug að kalla þetta jeppa. Er þó umboðið í svoleiðis blekkingaleik. En það fólk kallar líka Pajero konung jeppanna……………
18.09.2007 at 15:29 #200811http://www.visir.is/article/20070918/VIDSKIPTI06/70918047
Jæja, eru A T komnir „heim“ aftur? Er þetta ekki bara gott mál?
07.09.2007 at 15:01 #596176Sumsé; bifreiðarnar í hlaðinu á Reyrengi 35 eru bara umhverfisvænar par excellance eftir allt saman. Góðar fréttir það, enda í fáum bílum fallegra hljóð en Patrolnum hans Óskars. Ég var að segja einum vini mínum þessar fréttir, en hann á Jeep Cherokee með V8 4,7 lítra, sem er kraftmikil og líklega alls ekki eyðslusöm að öllu skoðuðu. Sá varð harla glaður við og ekki að undra. Kannski ég hendi bara gamla Lancernum mínum og fái mér draumabílinn minn, Jeep Wrangler Unlimited Rubicon!
04.09.2007 at 18:29 #595986Það kom greinilega fram að íslenskir leiðsögumenn yrðu með í för. Maður á hinsvegar eftir að sjá að herdeildir danska hersins muni líta á leiðsögumenn sem átóritet gagnvart sér. Ef svo er, þá er það vel, en það hefur hingað til ekki verið sérstakt einkenni heræfinga að huga að náttúruvernd.
04.09.2007 at 13:22 #595922Svo fór þá með þennan ágæta bíl. Ég sé ekki betur en þetta sé Hi-Lux sem hann Óskar Halldórsson, ókrýndur fjallkóngur jeppamanna í Skagafirði átti á sínum tíma. Í honum var Chevy Vortec mótor með tilheyrandi sjálfskiptingu, það voru í honum gormar hringinn minnir mig. Man ekki hvort Óskar var búinn að setja í hann loftfjöðrun. En þetta var alveg sérstaklega skemmtilegur bíll og toppstandi þegar hann fór frá Óskari, enda er hann einstakur hvað varðar hirðu á bílum. En, "sic transit gloria mundi".
04.09.2007 at 13:16 #595964Var að setja inn annan þráð um torfæruakstur danskra dáta á einhverjum eyðimerkurtröllum. Ef að vanda lætur hvað varðar heræfingar, þá verður ekki verið með neina smámunasemi eins og náttúruvernd í þetta skipti frekar en önnur sambærileg. Þetta er hið nýja "samstarf um varnarmál".
04.09.2007 at 12:01 #200745Á mbl.is má lesa að með Norrænu hafi komið flokkur danskra hermanna til að æfa tofæruakstur á hálendi Íslands.
Vafalaust er þetta þáttur í hinu dæmalausa „samstarfi um varnarmál“ við „norrænu bræðraþjóðirnar“
Ætli sýslumaðurinn á Selfossi viti af þessu?
02.09.2007 at 18:33 #595810Bátar sem eru á annað borð skoðaðir og með haffærisskírteini þurfa að hafa VHF-stöð og skoðunarmenn prófa þær árlega. Hitt er svo annað mál, að strandveiðiflotinn er orðinn ansi "hooked" á að hafa NMT-símana um borð og þeir eru mikið notaðir, bæði til að tala í land og milli skipa. NMT-símakerfið er náttúrulega orðið tæknilega úrelt og gæði sambandsins standa langt að baki GSM-sambands þar sem það er á annað borð valkostur. Það getur til dæmis ekki nýtst fyrir netsamband að mér er sagt. Við sem höfum verið með NMT-síma í bátunum okkar höfum fylgst með umræðum um hvað taki við af NMT. Að sjálfsögðu hafa menn haft nokkurn ugg í brjósti um að það verði kostnaðarsamt að þurfa að skipta um síma, sérstaklega þegar um nýtt kerfi er að ræða, sem gera má ráð fyrir að verði ansi dýrt til að byrja með a.m.k. Það er því ekki nokkur vafi á því að flestir munu taka því með fögnuði, ef endurbætt GSM-kerfi getur veitt sömu þjónustu hvað langdrægni varðar.
01.09.2007 at 19:02 #595790Það er sá munur á því sem Vodafone er að boða og því sem Síminn er með í bígerð, að 450 Mhz kerfið sem Síminn er að undirbúa krefst sérstakra símtækja, en Vodafone ætlar einfaldlega að auka langdrægni GSM – kerfisins, sem þýðir að það verður hægt að nota sömu 900 Mhz GSM símana og eru í notkun í dag. Það finnst mér út af fyrir sig góðar fréttir ef satt er. Það væri gott ef okkar mörgu sérfræðingar á sviði fjarskipta myndu skoða þessi mál fyrir okkur sem minna vitum í okkar haus.
29.08.2007 at 20:16 #200715Held það hafi verið á RÚV, það var verið að segja frá einhverri svifryksnefnd sem hafði verið að skila niðurstöðum.
Þessi nefnd virtist vera mjög gagnrýnin á diesel-vélar m.t.t. svifryks- og sótagna, sem frá þeim kæmu. Svo virtist sem nefndarfólk hefði komið þana auga á tekjustofn fyrir hið opinbera, sérstaklega átti að skattleggja tölvukubba og „annan búnað“ sem settur væri við slíkar vélar til aflaukningar sem „jafnframt yki útblástur sótagna“ frá vélunum. Jafnframt var þeim mjög ofarlega í huga að setja þyrfti sótsíur á dieselvélar og skatta, já nýja skatta, aukna skatta, en ekki hvað?
Tóku fleiri eftir þessu en ég?
kv. frá ólsaranum.
25.08.2007 at 12:53 #595304Glaðastur manna yrði ég ef það kæmi í ljós að við gætum sett sérstakar reglur fyrir erlenda ferðamenn, menn mega ekki skilja mín skrif svo að ég sé að mæla því í mót. Hinsvegar hafa lögfróðir sagt mér hitt, að mismunun sé óheimil skv. samningnum. En hér var minnst á reglu, sem er raunar viðurkennd af skriffinnskunni í Brussell, en það snýr að skyldu ferðafólks til að hafa viðurkenndan leiðsögumann við för um tiltekin svæði. Er þar oftast um að ræða a) sérstakar sögulegar minjar, sem fylgjast þarf með að sé sýnd tilhlýðileg virðing hvað varðar umgengni, b) náttúrufyrirbrigði af sömu sökum og c) sérstaklega hættuleg svæði. Þetta er nokkuð sem íslenskir leiðsögumenn hafa talað fyrir árum saman fyrir daufum eyrum ráðamanna, sem bera oft á tíðum meiri virðingu fyrir eða óttast erlent fólk á kostnað íslendinga. Vera kann að þarna sé leiðin. Fari fólk ekki að slíkum reglum, t.d. leggi upp í ísklifur í skriðjöklum o.s.frv. án slíkrar forsjár, þá beri þeir sjálfir alla ábyrgð, ekki síst fjárhagslega. Innifalið í þessu gæti verið sjálfvirkt tilkynningatæki, sbr. STK í strandveiðiflotanum, eins og ágætur maður nefnir hér að ofan. Ræðum þetta frekar, því fleiri sem láta í ljós sína skoðun, því betra.
25.08.2007 at 10:34 #595294Ég var að reyna að benda á það í mínu innslagi hér litlu ofar, að aðild íslenska ríkisins að alþjóðlegum samningum, svo sem eins og samningnum um Evrópska Efnahagssvæðið (EES eða EEA á ensku) gera það að verkum, að því mér er sagt, að það má ekki mismuna eftir þjóðerni innan svæðisins. Þessvegna yrði íslensk löggjöf eða reglur settar með stoð í íslenskum lögum að gilda jafnt fyrir okkur og erlenda ferðamenn. Ekki þar fyrir, mér finnst það sama og Klakanum um þetta, en mér fróðari menn fullyrða að þetta sé svona. Þessvegna m.a. finnst mér að okkar samtök þurfi að koma að setningu einhvers regluverks um þetta, svo þar yrði gætt sanngirni og skynsemi.
25.08.2007 at 09:55 #595288Eins og oftast áður erum við Ofsi nokkurn veginn á sama máli. Reyndar hef ég lengi haldið því fram, að almennt séð ætti að þurfa að undirgangast hæfnipróf og fá sérstakt skírteini áður en menn fá réttindi til að aka alvöru jeppa, en það er líklega annað mál og önnur saga. Ég held að það sé ekki út úr kú fyrir okkar samtök að hafa forgöngu um reglur í þessu efni – þ.e. hálendisakstri. Það ætti að verða til þess að hugsanlegar reglur yrðu skynsamlegar. Það er alltaf hætt við því, ef skriffinnar ráðuneytanna og Umferðarstofu eigi að semja slíkar reglur, að þær verði óframkvæmanleg steypa. Nóg er af slíku samt. Í tengslum við þetta er svo sú umræða, sem farin er af stað sem bein afleiðing af þeirri stórleit sem nú stendur yfir. Þar hefur komið fram sú skoðun margra, að það þurfi að fara að halda betur utan um þá sem fara um íslensk öræfi með skráningu. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig sú umræða þróast og við þurfum að vera þar vel á verði svo þeir sem vilja helst hafa boð og bönn um alla skapaða hluti noti ekki tækifærið og setji upp svo ströng takmörk fyrir ferðalögum um hálendið að það megi heita lokun á því. Þeir alþjóðlegu samningar sem þjóðin er aðili að gera það að verkum, að sérhverjar takmarkanir, sem gerðar eru um ferðalög á hálendinu verða að gilda um alla, líka þá sem búa hér á landi. En hvað sem öðru líður verður framkvæmda- og löggjafarvaldið að hafa forgöngu um að þau fyrirtæki, sem t.d. leigja bíla til aksturs hér á landi, geri viðskiptavinum sínum grein fyrir því hvaða hættur séu fyrir hendi í hálendisferðum og umfram allt hvaða reglur gildi um akstur m.t.t. náttúruverndar. Skynsamleg náttúruvernd er jú eitt af höfuðmarkmiðum okkar samtaka svo við eigum að styðja við alla viðleitni í þá átt. En það verður líka að hafa í huga að fjöldinn allur kemur með sinn bíl með ferju og til þeirra þarf að ná með einhverjum hætti. Fæst af því fólki á í dag nokkur samskipti við íslendinga og kemur með allan sinn farbúnað með sér, eldsneytið líka, sem leiðir reyndar hugann að því hvernig rekstraraðilar Norröna líta á eldhættu og eldvarnir um borð í skipinu, sem er sérmál. Þetta fólk kemur margt hvert áður en hálendisvegir eru opnaðir og böðlast um þá með tilheyrandi spjöllum og hefur svo í flimtingum að mojackarnir sem búa hér þori ekki og kunni ekki að ferðast um hálendið og eigi ekki réttan búnað til þess. Aldrei gerir neinn neitt í að hindra þetta ellegar refsa þeim sem fremja náttúruspjöll með þessum hætti. Mættu sýslumenn, sem vilja láta taka eftir sér og sýna vald sitt, taka það mál til athugunar.
23.08.2007 at 20:49 #588748Mér datt í hug að setja hér inn varðandi Rússajeppa, að ég veit um mann sem á gamlan Rússa, sem Sigurþór Hjörleifsson í Messuholti (Sigurþór þekkja flestir sleðamenn sem eru komnir yfir þrítugt) átti upphaflega og lét smíða á hann forláta yfirbyggingu úr áli. Í honum var Peugeot-dieselvél, heldur lítil fannst manni alltaf, en að öðru leyti var gangverkið original rússneskt. Þessum bíl var lagt gangfærum, en hann hefur ekki verið hreyfður í mörg ár mér vitanlega, en nýlega spurði ég eftir honum og þá var mér sagt að hamsarnir af honum væru enn til. Mig minnir að þessi bíll hafi verið einn af þeim síðustu af þessari gerð, sem voru fluttir til Íslands. Því gæti hann ef til vill verið árgerð 1972? – Ef einhvern áhugamann um að gera svona bíla upp vantaði svona í varahluti o.s.frv., þori ég að setja hér inn símanúmer eigandans, sem er 453 6514 og hann heitir Guðmundur.
01.08.2007 at 21:26 #594330Þetta "issue" hefur oft komið upp hér á þessum vettvangi og sýnist sitt hverjum. Margir mæla með þurrgeymunum frá Optima, en þeir eru dýrir. Af svona "venjulegum" geymum hef ég skársta reynslu af Delphi, þeir fengust t.d. í Stillingu, síðast þegar ég vissi, en þeir eru reyndar líka fluttir inn af fyrirtæki hér á Sauðárkróki, af öllum stöðum, en það er líklega full afskekktur staður fyrir flesta. Þar er hinsvegar síminn 455 4570 ef einhver vill prófa. En svo eru skoðanir félagsmanna í 4×4 á því hvað er góður rafgeymir jafn margar og við erum mörg!
31.07.2007 at 21:22 #594286Þið leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál, en ég man ekki betur en ég hafi séð skilti þarna vestan við Óseyrabrúna um að allur akstur sé bannaður. Hjólför voru þarna reyndar ansi víða og ekki beinlínis prýði að þeim. Ekki þekki ég um landamerki á þessum slóðum, en verið gæti að þetta tilheyrði Hrauni í Ölfusi? – Hérna við Sauðárkrók er fjaran (Borgarsandur) vinsælt útivistarsvæði og ég hef hlerað að eitthvert nudd sé milli hestamanna aðallega og eigenda torfæruhjóla, sem hafa eitthvað verið að snúast þarna. Annars er torfæruhjólafólk hér með braut, sem þau hafa byggt upp af miklum myndarskap og elju og staðsetning hennar er með þeim hætti að akstur þar á ekki að þurfa að trufla nokkra manneskju.
30.07.2007 at 22:17 #593922Mæli eindregið með því að þú aðlagir þennan ágæta pistil þinn að blaðagreinarformi og fáir hann birtann í Mogga eða Fbl.
30.07.2007 at 17:37 #594158Til að byrja með; tek undir það sem Logi Már skrifar hér ofar. Gott innlegg hjá honum. – Það er greinilega í gangi einhver afskaplega mikil hysteri hjá einhverjum tilteknum hópi. Gæti hugsast að sá hópur sé skipulega að koma sér fyrir í landvarðastöðum? – Annað sem vakti athygli í dag var í Staksteinum Mogga um þá aðferð "aktivista" í umhverfismálum að skera á hjólbarða stórra jeppabifreiða til að mótmæla meintri mengun frá þeim. Getum við farið að búast við að "Saving Iceland" meðlimir fari að að skera í sundur jeppadekk hér á klakanum?
-
AuthorReplies