Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.02.2008 at 21:06 #613658
Margt hægt að frétta og læra af svona umræðu. En hér að ofan er sagt frá því að okkar ágæti Siggi Harðar sé byrjaður aftur. Það finnst mér fagnaðarefni, því hann veit mörgum í þessu fagi meira um talstöðvar og er sjór af reynslu.
Meðan maður treysti á "Gufunes" stöð var Siggi nánast þyngdar sinnar virði í gulli, svo maður noti nú extreme samlíkingar. Nú þarf maður bara að fá nýjan neðri legg á gamla kvartbylgjuloftnetið fyrir Gufunesstöðina og fara að gangsetja ferlíkið aftur. Spurningin bara hvar maður kemur svona kassa fyrir í bílum nútímans. Það getur orðið þrautin þyngri, var ekki mikið mál í gamla Bronco!
09.02.2008 at 21:54 #613608undir fjarskiptamál. Það er hægt að finna þar ógrynni upplýsinga, því innan raða klúbbfélaga er til fólk með yfirgripsmikla þekkingu á þessu sviði, bæði fagfólk á rafeindasviðinu sem og radioamatöra, sem margir hverjir búa yfir mikilli þekkingu og eru fúsir að miðla henni. – Ég er ekki rétti aðilinn til að svara þinni spurningu að öðru leyti, en við getum í stuttu máli sagt að munurinn milli CB og VHF liggi í tíðnisviði og mótun. VHF er skammstöfun á "Very High Frequency" og er næsthæsta tíðnisvið sem er notað í almennri notkun. Drægi þess er í sjálfu sér takmarkað við sjónlínu, en endurvarpar eins og endurvarpakerfi 4×4 getur aukið drægið verulega. Helsti kostur þess er hreint samband þegar það er á annað borð til staðar.
09.02.2008 at 12:34 #613454Mér finnst þetta hið besta mál. Það er minnsta mál að fá svona frelsiskort hjá hvaða símafélagi sem er og skipta bara um í símanum sínum og nota svo á víxl eftir því sem hentar. GSM – símar eru svo ekki það dýr tæki, að það er svo sem ekkert mál að eiga fleiri en einn og nota eftir hentugleikum. Mér skilst að hér á Húnaflóasvæðinu sé ekkert spursmál að GSM-þjónusta Vodafone komi til með að geta leyst af hólmi NMT-þjónustuna þegar hún verður lögð niður hvað okkur trillukarla snertir. Einföldu lausnirnar eru að sjálfsögðu alltaf bestar og það er náttúrulega þægilegast að geta bara verið með GSM símann sinn hvert sem maður fer.
06.02.2008 at 18:24 #613050og ekki orð meira um það.
06.02.2008 at 18:21 #613140Þetta lítur afspyrnu vel út. Núna verður spennandi að sjá í framhaldi af þessu hvernig bíllinn verður hjá Óskari Erlings þegar hann rúllar honum út.
06.02.2008 at 07:21 #613130Hvaða mótor verður í honum?
04.02.2008 at 13:16 #612688Einn náungi hér er búinn að setja LC80 framrör undir sinn Toyota LC 120 bíl og 44" dekk. Hann heitir Benedikt Egilsson og beinn sími hjá honum er 455 4572 – Veit ekki annað en þetta sé að virka hjá honum, enda er hann algjör snillingur í höndunum.
04.02.2008 at 13:12 #612704Góð hugmynd þetta með franska "rennilásinn" Það hefur nefnilega oft verið vandamál þegar maður er að selja bíla sem maður hefur dótavætt að það eru ýmis ummerki eftir búnaðinn. En segðu okkur í sambandi við talstöðina, ertu ekkert uggandi um að það komist í hana bleyta á þessum stað? Maður er svo oft búinn að lenda í því að fá bæði bleytu og krap inn á gólf hjá sér í gegn um tíðina, að maður hefði að óreyndu hallað svolítið undir flatt í sambandi við þetta!
01.02.2008 at 05:27 #612494Ég held að það sé einn megin munur á spíssum í þotumótorum og diesel vélum, en það er að straumurinn af eldsneyti er nánast stöðugur í þotumótornum, en dýsan er að gefa púlsa. Svo er eldsneytiskerfi þotuhreyflanna hannað fyrir Jet A1 sem er jú ekki alveg með sömu efnasamsetningu og venjulegt kerosene. 30 – 40% blöndun getur varla verið í lagi í venjulegu snatti, hvað þá við erfiðar aðstæður. Mæli því enn með að menn hafi samband við þjónustuverkstæði bílaumboðanna og fá þar skýr svör. Eldsneytiskerfin eru dýr, rándýr satt að segja og það getur verið helvíti mikill skellur fyrir menn að fá á sig stóryfirhalningar á þeim.
31.01.2008 at 21:10 #612486Þessi umræða hefur komið upp áður hér á vef 4×4 og mönnum ber ekki saman um hvort nýtísku rafeindastýrð eldsneytiskerfi þoli yfirleitt nokkra blöndun. Gömlu olíuverkin gátu ráðið við blöndun, en þá þurfti að gera ráðstafanir, sem voru fyrst og fremst að blanda tvígengisolíu saman við eldsneytið. Ég man eftir leiðbeiningum við gamlan Scania sem ég umgengst á tímabili að í leiðarvísinum stóð (á sænsku!) að það væri óhætt að blanda 10% af kerosene (steinolíu) í eldsneytið, en þá þyrfti að bæta við 1 lítra af tvígengisolíu fyrir hverja 10 lítra af kerosene. Þetta var hinsvegar fyrir daga vetrarolíunnar. Mér finnst hinsvegar allt í lagi að krefja bílaumboðin um þessar upplýsingar. Verð hinsvegar að viðurkenna, að kunnátta starfsmanna þeirra er oft takmörkuð á þessu sviði, einkum sölumannanna. Þjónustuverkstæðin vita hinsvegar um þessa hluti. Ég hef notað steinolíu um 5% saman við vetrarolíu, en látið þá tvígengisolíu á móti sem svarar því að tvígengisolían sé 10% af magninu á steinolíu. Þetta var hinsvegar á bílum með mekanisku olíuverki. Nú er frúin mín á bíl með nýtísku olíukerfi og ég hef ekki þorað að láta steinolíu á hann. Benzín hafa sumir notað til íblöndunar, en þá er ekki vafi að það þarf að fá tvígengisolíu í meira magni á móti, því smurhæfni bensíns er enn minni en steinolíu. Allt snýst þetta sumsé um að eldsneytið í dieselvél smyr hreyfihluti eldsneytiskerfanna, sem í dag er líklega fyrst og fremst dýsurnar (úðararnir) í spíssunum. Minnkuð smurhæfni eldsneytis þýðir meiri hættu á sliti hreyfihlutanna, þessvegna tvígengisolían sem er hönnuð til að brenna með eldsneytinu í brunahólfum véla án þess að mynda útfellingar. Hinsvegar er spurningin um það hvort íblöndun í dieselolíuna muni rugla alla fínu skynjarana í nýtísku eldsneytiskerfunum í ríminu svo allt fari í steik. Þetta þurfa umboðin hreinlega að upplýsa.
11.01.2008 at 16:35 #609924Bandaríski herinn hefur a.m.k. í sumum tilvikum notað kolsýru í dekk, m.a. vegna þess að það breytir lítið um rúmtak við hita- og þrýstingsbreytingar. Þess utan er það ekki eldhvetjandi eins og venjulegt andrúmsloft getur verið undir hæfilegum þrýstingi og við vissar aðstæður
10.01.2008 at 15:46 #609490Fúslega skal viðurkennt að undirritaður hefur litla sem enga þekkingu á þessu rafstöðvarmáli. En það eru nokkur atriði sem ég hnýt um í fáfræði minni. Í fyrsta lagi er það að reynslan sýnir að þegar jafn mikill fjöldi fólks gengur um svona eign sem "allir" eiga, þá vilja allir eiga aðgang að því sem er þægilegt, en enginn vill koma nærri því sem er bæði óþægilegt og óhjákvæmilegt. Rafstöðvar eru dýr tæki og þær þurfa reglusemi og góða umhirðu. Slíks er ekki að vænta þegar "misjafnir sauðir" eru farnir að meðhöndla búnaðinn. Það er bara þannig. Mér sýnist á því sem maður hefur lesið um þetta mál allt á þessum þræði og öðrum, sem um það hafa verið stofnaðir, að það hafi einmitt valdið mestum vandræðum að fólk sem veit ekkert hvað það er að gera, er að kukla í þessum málum, hleypur svo frá öllu saman án þess að ganga frá með fullnægjandi hætti. Mér fannst satt að segja ógnvekjandi að lesa hér fyrir ofan að alls kyns tæki hefur verið í gangi þarna, t.d. eins og kaffikönnur, en þær eiga sök á ófáum húsbrunum hér á landi og sjálfsagt víðar. – Það eru til formúlur og töflur fyrir orkuþörf sem hægt er að fletta upp í, og orkunotkun uppsetts búnaðar þarna efra á að liggja fyrir. Það er því vandalítið fyrir menn með þokkalega stærðfræðikunnáttu að reikna út hver olíunotkun er í 30 kW stöð. Mér sýnist reyndar að Einar Kjartans sé búinn að því og birta þá útreikninga. Það er svo sem vel hægt að skilja að fólki sem kemur úr heitum bíl í fjallaferð þyki svalt að setjast inn í óupphitaðan skála. En mér hefur reyndar alltaf fundist það hluti af gríninu, það væri farin öll "rómantík" úr fjallaferðunum ef maður settist inn í sama umhverfi og er heima hjá manni. Auk þess má slíkur lúxus ekki kosta hvað sem er, við erum ekki Björgúlfur, eða er það annars? Ég hefði haldið að það væri heppilegast að vera með t.d. Sólóvél eða súgkyntan miðstöðvarketil, sem víða voru notaðir til sveita hér á síðustu öld, til að kynda með Setrið yfir helgi, en þegar fólk væri að koma í skálann væri hægt að skjóta á snöggum hita með hjólhýsa- og bátamiðstöðvum, hvort sem þar væri um að ræða Webasto-olíumiðstöð eða gasmiðstöð. Mér sýnist að örlög þessarar ljósavélar, sem er þarna vængbrotin nú sem stendur, sanni það að það sé ekki hægt að ætla hinum almenna notanda skálans að meðhöndla og hirða dýra ljósavél með viðunandi hætti. Ef fólk sem þekkir ekki í sundur gíroliu og mótorolíu ætlar sér að fara að skipta um olíu og síur á þokkalega stórri vél, þá er ekki von á góðu. Ég á að sjálfsögðu engra hagsmuna að gæta þarna og hef ekki meiri þekkingu á vélum en hver meðaljón, en ég hef ekki séð neinn hrekja þau rök, sem eik hefur sett fram í málinu og hafa verið eftir því sem ég sé skýr og greinileg. Ég held svona í restina, að ef fólk vill hafa þau þægindi þarna sem verið er að tala um, þ.e. viðvarandi hita og lýsingu 365 daga á ári, þá kalli það á að þarna verði til staðar húsvörður árið um kring ef þetta á ekki að liggja stöðugt undir skemmdum. Og hvað kostar það? Erum við tilbúin að leggja í slíkan kostnað?
08.01.2008 at 13:49 #609406Kannast lauslega við einn sem byrjaði á jeppabreytingum á fimmta áratug aldarinnar, sá heitir Pálmi Jónsson og ég held að heimasíminn hans sé 453 5137 og þá gæti GSM síminn hans verið 892 5062
07.01.2008 at 17:53 #609374Ekki kann ég önnur betri ráð en benda á það sem félagi vor Jón Snæland hefur látið frá sér fara á prenti.
06.01.2008 at 16:25 #605664…greinargóð svör, eik. Mig grunaði satt að segja að þessu væri svona varið. Þessum hlutum hefur nefnilega verið velt upp varðandi upphitun á sveitabæjum, sem ekki höfðu náð rafmagni frá samveitu á tilteknum tímum. Hefur þó olíuverðið margfaldast frá þeim tímum. Niðurstaðan varð oftast sú að hita upp með olíufýringum, að vísu oftast tengdum ofnakerfum og einnig hitakútum til að fá heitt neysluvatn og baðvatn. Þótt nýting þessara olíufýringa 20. aldarinnar hafi áreiðanlega verið mun lakari en þessum báta/bíla fýringum eins og t.d. Webasto og öðrum ámóta, þá var til muna ódýrara og hentugra að hita upp með þessum hætti. – Fréttirnar varðandi jarðhita voru hinsvegar ekki nógu góðar. Það hefði kannski eftir allt saman verið hentugra að hafa Setrið góða nær Nautöldu, en það er reyndar alltaf hægt að vera vitur eftir á. Þótt það sé nú þessu óviðkomandi, þá langar mig til að spyrja þig, Einar Kjartanss. hvort þú telur einhverjar líkur á að jarðhiti geti fundist í heppilegri nánd við Ingólfsskála norðan jökulsins, að maður tali nú ekki um Skiptabakka? Til að blanda því ekki frekar inn í þetta mál, þá væri kannski heppilegra að fá frá þér orðsendingu á thorkellg@hotmail.com ellegar thorkell.gudbrandsson@ks.is – Fyrirfram þökk!
kv.
05.01.2008 at 17:24 #608932Ég held að Jón Ofsi hafi eiginlega sagt það sem segja þarf. Gæti ekki verið meira sammála. Mér leiðist alltaf þegar þeir sem allt vita (að eigin mati) rakka niður það sem aðrir eru að segja og skýra frá vegna þess að það vantar y eða er ofaukið eða eitthvað ámóta, alls ekki á grundvelli þess sem verið er að ræða. Auðvitað eigum við öll að vanda okkar mál í ræðu og riti, en manni sýnist að krítik á málfar og réttritun stafi æði oft af því að viðkomandi er orðinn rökþrota.
05.01.2008 at 17:18 #605660Gleðilegt nýtt ár gott fólk.
Maður spyr nú oft eins og bjáni, og bið ég því mér vitrara fólk að virða mér það til vorkunnar hvað ég er fákunnandi.
En ég hef lesið þessar umræður og vangaveltur og margar spurningar hafa vaknað í mínum huga – og ekki allar gáfulegar! – En ég stend í þeirri meiningu að í okkar hópi séu talsvert margir einstaklingar af báðum kynjum, sem eru vel menntaðir í hinum ýmsu fræðum og vísindum og þar á meðal eðlisfræði og stærðfræði. Þannig að ég á von á að þau geti reiknað og gefið sér réttar forsendur um orkunotkun og nýtingu, kostnað á einingu og því um líkt. Útkoma úr slíkum dæmum getur að ég held sagt manni hvað áætla megi kostnað yfir tiltekinn tíma og ýmislegt fleira sem að gagni má koma. Veit ekki hvort þetta er nógu greinilega orðað, en mér datt í hug að bera upp þá heimskulegu spurningu, hvort fram hefðu farið viðnámsmælingar á þessu svæði, sem gætu gefið vísbendingar um hvort heitt vatn sé að finna í vinnanlegu magni og á viðunandi dýpi? Ég veit vissulega, að borholur eru dýrar. En hola sem gæfi þokkalega góðan árangur, myndi ekki vera neitt óskaplega lengi að borga sig upp og þá ekki síður miðað við cumulativan kostnað við rekstur á dieselrafstöð og því sem henni tilheyrir yfir þann líftíma, sem maður gefur sér varðandi Setrið. Bið ykkur enn og aftur afsökunar ef þessi möguleiki hefur þegar verið "rúlaður út" í forsögunni.
góðar kveðjur úr norðurlandinu.
05.01.2008 at 08:37 #608734Gleymdi mikilvægu atriði. Original vatnskassinn í HiLux – allavega í 2,4 bílunum, er alltof afkastalítill fyrir stærri vélar. Það er því nauðsynlegt að stækka elementið, t.d. með því að fá nýtt element með einni röraröð í viðbót
04.01.2008 at 20:54 #608730Var með svoleiðis vél í mínum gamla – veit ekki annað en hún sé í honum enn, en hef ekki hugmynd um hvar bíllinn er reyndar! En hvað um það, þessi vél er rúml. 2,8 lítrar (minnir 2,843) þótt hún heiti þetta. Hi-Lux var lengi vel með þessa vél í salnum á Ástralíumarkaði og víða í Asíu. Skrifstofubáknið í Bruxelles vildi ekki sleppa henni við Evrópubúa. Það var hann Hlöðver í Japönskum vélum sem fann þessa vél fyrir mig, keypti einhversstaðar í útlandinu bíla, sem höfðu dottið út af járnbrautarvagni eða eitthvað ámóta drastískt, reif þá og nýtanlegir íhlutir lentu í hinum ýmsu bifreiðum hérlendis. Það var svo sett við hana ARB-túrbína, Iveco millikælir og greinarnar pússaðar að innanverðu og síðan 3" púst punkturinn yfir i-ið. Með 1:5,29 drifi vann þetta heilt helvíti. Skildi flesta aðra bíla eftir í þungu færi og brattlendi.
03.01.2008 at 09:49 #608792Vita einhverjir hvar er hægt að fá rafhlöður í Nokia-nmt síma?
-
AuthorReplies