Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.12.2011 at 09:10 #743405
Þetta virðist því miður vera árviss ósómi hjá einhverjum einstaka jeppamönnum sem þora ekki út fyrir skíðasvæði að til að beita jeppunum sínum.
Ég skora á alla jeppamenn að láta skíðasvæðin í friði, nema auðvitað ef þeir eru að renna sér á skíðum. Það er nóg pláss annarstaðar til að nota jeppana sína. Hvert og eitt svona atriði er vont fyrir alla jeppamenn, við þurfum á góðri umfjöllun að halda en ekki slæmri.
kv. Óli, Litlunefnd
04.12.2011 at 21:43 #743361Ef mótorinn og það allt er í lagi, þá kemur til greina að neminn sem skynjar að driflæsingin sé komin á sé bilaður, eða þá að víralúmmið sé farið að gefa sig, hvorttveggja hefur gerst hjá mér.
kv. Óli
04.12.2011 at 18:58 #743121Gaman að fá þessar fréttir Hjörtur. Miðað við færið eins og það var í gær, þá gengur þetta nú bara vel hjá þeim. Maður fylgist spenntur með framvindunni og ég er viss um að mjög margir félagsmenn fylgast líka með þessari fámennu en góðu nýliðaferð.
kv. Óli, Litlunefnd
30.11.2011 at 20:52 #221472Gott kvöld
Í dag eru 15 dagar þar til skila á inn athugasemdum við svokallaða Hvítbók. Fyrir þá sem ekki vita þá er Hvítbókin grunnur undir ný náttúruverndarlög, þar í er sú hugsun sem liggur að baki, hugsun friðlanda, þjóðgarða boða og banna!
Á Alþingi liggur einnig fyrir frumvarp um breytingu á núverandi náttúruverndarlögum, þar sem verið er að leggja til kortagrunn og fleira sem er algjörlega ótímabært. Jafnframt liggur fyrir sektarfrumvarp vegna utanvegaaksturs sem gerir m.a. ráð fyrir upptöku ökutækja.
Nokkrir aðilar hafa reynt að koma af stað póstsamskiptum stjórnar og nefnda vegna þessara mála, án árangurs að því er virðist. Á þessum þráðum hafa aðilar jafnvel boðist til að leggja fram vinnu sína, en engin svör hafa komið við því.
Ég sem félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4×4 og áhugsamaður um ferðafrelsi á landinu óska hér með eftir að stjórn klúbbsins geri grein fyrir þeirri vinnu sem í gangi er við að gera athugasemdir við Hvítbókina. Einnig hvað verið er að gera vegna þeirra tveggja frumvarpa sem áður eru nefnd. Tíminn er að renna út og það er ekki nægjanlegt að segja að verið sé að vinna í málunum, við þurfum að vita hvað er verið að gera, hverjir eru að gera það og hvenær verður það tilbúið og aðgengilegt félagsmönnum.
Kv. Ólafur Magnússon, R-3756
28.11.2011 at 20:37 #221441Myndband úr nóvemberferð Litlunefndar. Bjössi Guðmunds tók myndbandið.
25.11.2011 at 12:34 #742507Þetta lítur út fyrir að ætla að verða þrusuferð. Vetur og snjór í kortunum og ekkert nema gleði.
Nú þegar eru 7 pláss tekin svo það stefnir í fullbókaða ferð og biðlista. Ég skora á þá sem hafa komið í ferðir Litlunefndar á stærri bílunum að taka næsta skref og prófa nýliðaferð sem þessa. Það borgar sig að skrá sig sem fyrst, því reynslan sýnir að það fyllist fljótt í þessar ferðir.
kv. Óli, Litlunefnd
23.11.2011 at 10:15 #221384Í Fréttablaðinu í dag var grein um öryggi á fjöllum. Þar er m.a. talað um tækni sem heitir „Cell-Broadcast technology“ og býður uppá að senda upplýsingar á alla síma á ákveðnu svæði, en einnig er hægt að nota tæknina til að afla upplýsinga um alla síma á ákveðnu svæði. Jafnframt er þar talað um að stofna einhverskonar öryggisráð. Hvað finnst 4×4 félögum um þetta, er þetta þarft framtak, eða er stóri bróðir að teygja sig enn lengra ?
Kv. Óli
22.11.2011 at 22:17 #742361Það er bara eitt sem virkar, það er fræðsla, upplýsingar og áróður. Það þarf að koma þessari fræðslu inn í grunn- og framhaldsskóla og einnig í ökuskólana. Það þarf þó að vera almenn fræðsla, en ekki einhliða umhverfisöfgafræðsla eins og gæti gerst. Það þarf líka að styrja starfsemi aðila eins og F4x4, Slóðavina, Skotvís og Landsbjargar til að ná til sinna félagsmanna og draga inn nýja aðila eins fljótt og hægt er.
Þetta áróðursstarf þarf að vera stöðugt í gangi því sífellt koma nýjar kynslóðir sem þarf að ná til. Í þessu samhengi þarf að styrkja nýliðastarfið og gera ungmennum það auðveldara að ganga í klúbbinn. Ég hef komið með hugmynd að jeppaklúbbi barnanna, sem gæti m.a. verið vettvangur fyrir slíkan upplýsingagjöf.
Það væri óskandi að þeir aðilar sem berjast gegn ferðafrelsi okkar létu af sinni baráttu gegn okkur og stæðu frekar við bakið á okkur í því áróðursstarfi sem við viljum sinna, nefnilega að hjálpa fólki að ferðast um landið á ábyrgan hátt.
kv. Óli Litlunefnd
22.11.2011 at 20:16 #742351Ég er mjög ánægður með sameiginlega yfirlýsingu Útivistar, Skotvís og F4x4 vegna þessa ljóta og óþarfa utanvegaaksturs, eins og sjá má hér á forsíðunni og t.d. [url=http://mbl.is/frettir/innlent/2011/11/22/fordaema_hardlega_umhverfisspjoll/:3ul2cb0k]á vef mbl.is[/url:3ul2cb0k].
Það er orðin undantekning að sjá svona og sorglegt að einn eða tveir aðilar skuli valda svona miklum skemmdum á landinu þarna og á þeim málstað sem við höfum verið að berjast fyrir árum saman. Rætt hefur verið um að senda mannskap á svæðið til að reyna að lagfæra það sem þarna hefur verið skemmt og tek ég heilshugar undir þá tillögu, þó varla verði hægt að gera neitt í þessu fyrr en næsta sumar.
Í októberferð Litlunefndar fórum við um þessar slóðir, þá var örlítil snjóföl yfir, hvergi nein fyrirstaða eða skaflar sem þurfti að sneiða hjá og í alla staði mjög auðvelt að fylgja veginum. Þá var engin svona för að sjá.
kv. Óli
20.11.2011 at 14:37 #221325Úr ferð Litlunefndar í Þórsmörk í september 2009.
20.11.2011 at 14:35 #221324Myndband sem Aron Berndsen tók í októberferð Litlunefndar 2011, þegar fara átti í Hrafntinnusker.
19.11.2011 at 17:20 #221305Mig langar að lýsa yfir ánægju minni með flott útlit á nýja vefnum. Auðvitað eru hlutir sem eftir er að laga til, en það kemur. Þetta er glæsilegt. Til hamingju vefnefnd, rýnihópur og aðrir sem komið hafa að málunum.
kv. Óli, Litlunefnd
17.11.2011 at 12:47 #741099Litlanefnd minnir á myndakvöld á opnu húsi í kvöld.
Sýnum myndir úr síðustu Litlunefndarferð sem þátttakendur í ferðinni koma með, svo allir sem fóru í ferðina eru hvattir til að koma með sínar myndir úr ferðinni.
kv. Óli, Litlunefnd
12.11.2011 at 20:17 #741097Nú ættu allir að hafa skilað sér til byggða, amk er eftirfarinn kominn til síns heima. Þessi ferð varð heldur betri en reiknað var með. Mjög fallegt og gott veður var á Kaldadalnum, vegurinn að mestu auður og nánast sumarfæri. Farið var að Langjökli við Jaka. Þar var nokkurra metra krapasvæði, svo tók við vorfæri fremur blautt og margir sem náðu að festa sig. Flestir bílarnir fóru vel upp í jökulinn, en þar sem þoka og ský voru efst uppi fóru flestir ekki nema í 12 – 1300 mys, nokkrir óbreyttir bílar þar á meðal. Á niðurleiðinni varð ein affelgun sem bjargað var á staðnum. Stærstu bílarnir fóru að skoða íshelli og gekk vel hjá þeim, en lentu þó í einhverjum smávægilegum erfiðleikum.
Litlanefndin þakkar hópstjórunum fyrir frábæra frammistöðu, fréttaritara fyrir hans framlag og þátttakendum öllum fyrir góða samverustund á fjöllum.
Nú er Litlanefndin komin í jólafrí, en næsta ferð er áætluð 21. janúar 2012 og verður auglýst hér á síðunni þegar þar að kemur.
Við minnum á myndakvöld sem haldið verður á opnu húsi fimmtudaginn 17. nóvember n.k. í félagsheimili Ferðaklúbbsins. Húsið opnar um kl. 20:00 og eru allir ferðalangar hvattir til að koma með sínar myndir.
Kv. Óli, Litlunefnd
10.11.2011 at 10:49 #741087Lokað hefur verið fyrir skráningar í Litlunefndarferðina um helgina og allir þátttakendur fengið tölvupóst með ferðatlihögun og öðrum upplýsingum um ferðina. Ef einhver hefur ekki fengið þær upplýsingar getur sá hinn sami óskað eftir upplýsingum hjá Litlunefnd á póstfangið litlanefndin@f4x4.is, eða á þessum spjallþræði.
kv. Óli, Litlunefnd
09.11.2011 at 12:04 #741085Í dag er síðasti skráningardagur, við lokum fyrir skráningarnar í kvöld.
Í kvöld kl. 20:30 verður jafnframt kynningarfundur vegna ferðarinnar og eru allir þátttakendur hvattir til að mæta. Nýliðar geta svo sótt byrjendanámskeið í jeppamennsku eftir kynningarfundinn.
kv. Óli, Litlunefnd
08.11.2011 at 16:38 #741083Pétur þú kemur bara með næst
Annars minni ég á að skráningin er aðeins opin í ca. sólarhring í viðbót. Nokkur pláss eru enn laus. Reynslan sýnir að síðasta daginn er oft mikið um skráningar og því um að gera að skrá sig sem fyrst.
kv. Óli
07.11.2011 at 11:27 #741079Það streyma inn skráningar svo það borgar sig að skrá sig sem fyrst, áður en allt fyllist.
kv. Óli, Litlunefnd
06.11.2011 at 13:32 #741077Nú hefur verið opnað fyrir skráningar í Litlunefndarferðina 12. nóvember. Sjá nánari upplýsingar hér á forsíðunni.
Kv. Óli, Litlunefnd
04.11.2011 at 10:57 #741075Opnum fyrir skráningar á sunnudaginn. Um að gera að fylgjast með.
kv. Óli, Litlunefnd
-
AuthorReplies