Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.05.2012 at 12:39 #753915
Góðan dag
Ég hvet alla til að skrá sig í landgræðsluferðina. Þetta eru með skemmtilegustu ferðum sem maður fer auk þess sem það heldur uppi merkjum okkar í umgengni við náttúruna.
Tökum þetta með stæl og mætum öll í Þjórsárdalinn um aðra helgi.
kv. Óli
21.05.2012 at 09:28 #223548Félagar !
Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4 er í kvöld kl. 20 í félagsheimili klúbbsins. Ég hvet alla til að mæta og taka þannig þátt í starfi klúbbsins. Aðalfundur er æðsta ákvörðunarvald F4x4 og vettvangurinn til að koma fram með atriði sem snerta starf klúbbsins.
Sjáumst í kvöld !
kv. Óli
18.05.2012 at 17:48 #754355Þetta er nú varla texti frá Skeljungi, þar sem á Orkunni er ekki selt V-Power – þar er samt 8 kr. afsláttur af dælurverði bæði á bensíni og dísel. Hjá Skeljungi hinsvegar er aðeins selt V-Power bensín og þar eru 9 kr. af dæluverði, bæði á bensíni og dísel. Frekar skýrt og einfalt.
Þegar þessar breytingar voru gerðar var þetta kynnt skilmerkilega á félagsfundi klúbbsins og fór ekki framhjá neinum sem þar mætti. Ef ég man rétt var Skeljungur með sérstaka kynningu á samstarfinu á öðrum félagsfundi fyrr í vetur og var þar ágætis kynning.
Ef menn hafa kynnt sér þetta og fylgst með ætti þetta nú ekki að vera mjög óskýrt og starfsfólkið í þjónustuverinu hjá Skeljungi alltaf liðlegt og hjálpsamt þegar ég hef leitað til þeirra með spurningar eða erindi.
Ég tek þó undir að þær upplýsingar sem fram komu á félagsfundinum um afslætti og samning við Skeljung mættu vera aðgengilegar á vefsíðu klúbbsins, en ég fann ekki upplýsingarnar við skyndileit áðan.
kv. Óli,
sem er ánægður með nýja Skeljungssamninginn
15.05.2012 at 15:05 #739901Frábær grein !
Kannski ætti einhver að senda hana á forsetann, þar sem fram kom í fyrri greininni að kappaksturs-útlendingurinn (sem ég mann ekki hvað heitir) hafi lýst áhyggjum sínum vegna þessa við forsetann.
kv. Óli
09.05.2012 at 08:21 #753845Breyting verður á mönnun Litlunefndar sem núna er svona:
Baldur Steingrímsson – á 1 ár eftir
Björn Guðmundsson – setu lokið, gefur ekki kost á sér áfram
Gnýr Guðmundsson á 1 ár eftir
Ólafur Magnússon – setu lokið, gefur ekki kost á sér áfram
Þórarinn Guðjónsson á 1 ár eftirTveir menn hafa gefið kost á sér í Litlunefnd:
Pétur Hans Pétursson
Sigurður PálmasonÉg minni á að allir félagsmenn geta gefið kost á sér og þó þessir tveir gefi kost á sér er engum bannað að bjóða sig fram
Þessu til viðbótar má geta þess að í tengslum við Litlunefnd er frábær hópur hópstjóra, sem auk þess að aðstoða við ferðir Litlunefndar hefur ferðast saman í minni eða stærri hópum og hefur myndast ágætur vinskapur með þessum aðilum. Fyrir þá sem vilja starfa með klúbbnum án þess að starfa í nefnd er hægt að vera í sambandi við Litlunefnd varðandi þátttöku í þessum hópi hópstjóra.
Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn 21. maí, en það er auðvitað sá vettvangur sem hefur æðsta ákvörðunarvald í málefnum klúbbsins.
kv. Óli, Litlunefnd
08.05.2012 at 14:51 #754037Ég er sammála því sem fram hefur komið hér að ofan, mér fannst þetta áhugavert og vekur mann aðeins til umhugsunar. Þetta er eitthvað sem maður hefur kannski ekki hugsað svo mikið út í, en líklegt að maður breyti ferðatilhögun sinni eitthvað í framtíðinni mtt. þessara upplýsinga. Enda alltaf gaman að stoppa, spjalla, taka myndir og ná kannski blóðinu á smá hreyfingu í leiðinni.
Verð svo að hrósa Skúla fyrir flotta kynningu á Útivist, kynningu sem kveikti amk í okkur hjónum að ganga í þann félagsskap
kv. Óli
08.05.2012 at 09:07 #754027Ég skildi fyrirlesturinn hennar þannig að maður ætti að sleppa því að keyra og ganga eða hjóla í staðin.
En ef maður þyrfti nauðsynlega að keyra að stoppa þá á amk klukkustundar fresti og ganga eða gera æfingar til að koma blóðinu á hreyfingu, svo maður fái ekki blóðtappa. Sú hreyfing á ekki að vera í formi þess að standa fyrir utan bílinn og kveikja sér í sígó, heldur hreyfa sig rösklega í nokkrar mínútur.
Hún ráðlagði að skipuleggja ferðirnar þannig að gert sé ráð fyrir mörgum stoppum.
kv. Óli
02.05.2012 at 20:41 #223414Félagar, nú styttist í aðalfund klúbbsins, en hann verður haldinn mánudagaskvöldið 21. maí n.k. Mig langar í því tilefni að benda þeim félagsmönnum sem hafa áhuga á að starfa fyrir klúbbinn og sitja í nefndum að fara að gera upp hug sinn og jafnvel leita til þeirra nefnda sem þeir vilja starfa fyrir. Hægt er að bjóða sig fram, fram að aðalfundi og á aðalfundinum sjálfum.
Forvitnilegt er að vita hvort einhverjar lagabreytingatillögur hafi borist stjórn eða skrifstofu en skv. lögum klúbbsins eiga lagabreytingatillögur að hafa borist í síðasta lagi 15. apríl og er sá frestur því liðinn.
Einnig er forvitnilegt að vita hvaða aðilar ætli að sitja áfram í stjórn og nefndum, hverjir muni hverfa á braut og hverjir ætla að bjóða sig fram aftur.
Besta kveðja,
Óli
26.04.2012 at 13:40 #752727Litlanefnd minnir á myndakvöldið í kvöld kl. 20.
kv. Óli, Litlunefnd
19.04.2012 at 22:53 #753413Gott kvöld
Fyrst langar mig að þakka Pétri fyrir góða fréttapistla, þeir komu því til skila sem þurfti. Takk líka Olgeir, það er alltaf hægt að treysta á þig þegar um þetta landssvæði er rætt. Til upplýsinga hættum við við að fara að Valagjá og fórum að Áfangagili á leið okkar til byggða.
Aðalfararstjórinn er semsagt kominn til síns heima og himinlifandi eftir frábæran dag í frábæru vorfæri og frábæru veðri. Á leiðinni inn í Landmannalaugar var færið enn hart og gott og var fljótekið þangað fyrir þá sem voru á 35" og stærri dekkjum. Minni bílarnir fóru hægar yfir og lentu síðan í sólbráð á leið innúr, en þá fór færið aðeins að þyngjast. Bakaleiðin sóttist vel, en færi var orðið nokkuð mikið þyngra vegna sólbráðar og áttu minnstu bílarnir í nokkrum erfiðleikum í snjónum. Öllu því var þó bjargað með góðum spottum og allir komust heilir heim.
Engar bilanir eða óhöpp urðu fyrir utan legumál sem Pétur minntist á hér að ofan.
Ég þakka hópstjórum og öryggisbílum, eða öllu heldur heiðursfararstjórunum (fyrrum litlunefndarmönnum) fyrir þeirra framlag og þátttakendum öllum fyrir góðan dag.
Nánari frásögn af ferðinni verður birt hér á vefnum áður en langt um líður og bráðlega verður auglýst myndakvöld vegna þessarar ferðar.
Kv. Óli, Litlunenfd
19.04.2012 at 06:30 #223286Góðan dag
Þá er ferðadagurinn runninn upp. Eins og allir vita er mæting á Stoðina við Vesturlandsveg kl. 8:30, brottför í síðasta lagi kl. 9:00.
Verðum á rás 47 á VHF.
Á þessum þræði verða fréttir af framvindu ferðarinnar í dag, en einnig má fylgjast með depli eftirfarans á þessari slóð.
Litlanefndin óskar öllum gleðilegs sumars.
kv. Óli
19.04.2012 at 06:25 #752721Mæting 8:30, brottfor í síðasta lagi 9:00
18.04.2012 at 10:38 #752717Jón Örn, það er gott að vita af þessu, við breytum skráningunni þinni.
kv. Óli, Litlunefnd
16.04.2012 at 14:03 #752711Já Hjalti, það er með ólíkindum hvað það eru margir sem gefa kost á sér til sjálfboðastarfs við að hjálpa nýliðum að komast af stað í jeppamennskunni. Við í Litlunefndinni eru þeim óendanlega þakklátir, án þeirra væri starf nefndarinnar nánast ekkert.
Í þessari ferð eru mjög margir þessara hópstjóra sem koma með, enda veðurspá góð, áfangastaðurinn spennandi, félagskapurinn góður, tilefnið að samfagna með okkur þessu 10 ára afmæli, fyrir utan það að geta leitt ferðalanga í allan sannleika um hvernig skynsamlegt er að ferðast á fjöllum í snjó.
Nú eru aðeins örfá pláss laus. Skráningu lýkur í kvöld og munið að bílar með 35" dekk og minni njóta forgangs, ef um yfirskráningu er að ræða.
Rétt er að minna á að kynningarfundur vegna ferðarinnar verður í kvöld kl. 20:30 í félagsheimili Ferðaklúbbsins 4×4.
Besta kveðja,
Óli, Litlunefnd
13.04.2012 at 12:42 #752705Það streyma inn skráningar. Þeir sem eru ekki búnir að ákveða sig ættu að gera það sem fyrst á meðan enn eru laus pláss.
Það stefnir í frábært ferðaveður, frost og fallegt.
[url=http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285:96ibbhec]Skráning fer fram hér[/url:96ibbhec]
kv. Óli
11.04.2012 at 12:17 #752703Nú hefur verið opnað fyrir skráningar í afmælisferðina í Landmannalaugar. Sjá nánari upplýsingar [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1740:10-ara-afmaelisfere-litlunefndar-skraning-hafin&catid=75:litlanefnd&Itemid=327:1skvwcje]í frétt á forsíðunni[/url:1skvwcje].
Kv. Óli, Litlunefnd
10.04.2012 at 09:41 #752701Takk Einar fyrir gott boð, þú ert auðvitað velkominn með.
Nú styttist í að við opnum fyrir almenna skráningu í ferðina, en allir fyrri Litlunefndarmenn eru hvattir til að skrá sig, sem hópstjóra ef þeir vilja eða sem almennir þátttakendur ef þess er frekar óskað.
Fylgist með hér á síðunni, við opnum fljótlega fyrir skráningu.
kv. Óli, Litlunefnd
03.04.2012 at 21:49 #223144Gott kvöld
Á þessu ári er Litlanefnd 10 ára. Í því tilefni mun síðasta ferð vetrarins vera kölluð afmælisferð og þar sem fyrsta formlega ferð nefndarinnar var farin í Landmannalaugar, ætlum við að gera eins og stefnum því á dagsferð í Laugar á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl n.k.
Við viljum sérstaklega hvetja fyrrum Litlunefndarmenn að koma með okkur og fagna þessum tímamótum.
Kynningarfundur vegna ferðarinnar verður mánudagskvöldið 16. apríl og þá verður einnig stutt námskeið fyrir byrjendur í jeppamennsku.
Opnað verður fyrir almenna skráningu í ferðina fimmtudaginn 12. apríl, fylgist með því hér á vefnum.
Þar sem farið er að hlýna í veðri má eiga á hættu að búið verði að loka leiðinni í Landmannalaugar þegar kemur fram að 19. Ef svo er, höfum við varaferð á Langjökul frá Húsafelli. Þetta kemur þó allt í ljós þegar nær dregur.
Ferðalangar takið frá Sumardaginn fyrsta í flotta vetrarferð, síðustu ferð Litlunefndarinnar á þessu starfsári !!!
Kv. Óli, Litlunefnd
26.03.2012 at 19:57 #752287Sjá á [url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/26/bryna_folk_til_ad_syna_natturunni_virdingu/:rdqsrmq0]vefmiðli hér[/url:rdqsrmq0]
kv. Óli
22.03.2012 at 13:13 #223006Í kvöld, á opnu húsi, verður myndakvöld Litlunefndar. Við sameinum myndakvöld febrúar- og marsferðanna okkar í kvöld.
Allir eru velkomnir og heitt verður á könnunni.
kv. Óli, Litlunefnd
-
AuthorReplies