Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.10.2006 at 16:34 #562810
Það var amk snjór við Hrafntinnusker í gær, laugardag. Og fljúgandi hálka í núll gráðum.
kv. Ólafur
05.10.2006 at 15:54 #562144Hvernig gengur að skrá á námskeiðið? Er mikil ásókn? Verður ekki örugglega haldið annað námskeið?
kv. Ólafur.
05.10.2006 at 14:37 #562072Gott að fá þetta komment frá formanninum og gott að félagsmenn eru upplýstir um stöðu mála hér undir "Innanfélagsmál". Ég treysti stjórn klúbbsins fullkomlega til að fara með þetta mál og styð hana í sínum aðgerðum. Málið er að það má ekki bara pakka í vörn og bregðast við því sem gerist, því þá getur það verið orðið of seint. Það verður að sækja til að vera á undan vandamálunum. Ef það fylgir þessu kostnaður finnst mér ekki spurning að klúbburinn eigi að hlaupa þar undir bagga. Við verðum að gera okkur grein fyrir að stjórnarmenn eru að þessu starfi í sjálfboðavinnu….
kv. Ólafur M.
05.10.2006 at 11:43 #562060Ég er sammála Soffíu að það er alveg nauðsynlegt að klúbburinn taki sér frumkvæði og láti í sér heyra. Þetta er spurning um að koma sér í fjölmiðla og láta vita af sér. Það er orðið sjálfgefið að haft er samband við Runólf hjá FÍB þegar upp kemur umræða um bíla og eldsneyti. Við þurfum að koma því þannig fyrir að það sé sjálfgefið að fengin sé skoðun ferðaklúbbsins 4×4 þegar upp koma mál tengd ferðamennsku á fjöllum, utanvegaakstri og akstri á "sýslumannsslóðum".
kv. Ólafur
29.09.2006 at 13:59 #559782Það er alltaf mikið öryggi að vera með belti þegar maður er í vöðlum. Lofttæma þær eins og hægt er og setja síðan á sig beltið. Þá er ekki mikil hætta á að þær fyllist. Maður blotnar kannski aðeins, en enginn er verri þótt hann vökni.
Svo er auðvitað gott að vera með vaðstaf.
kv. Ólafur (sem á vöðlur og belti en ekki 44+)
27.09.2006 at 21:47 #561300Þú ættir kannski að tékka á Toyo dekkjunum, þau hafa reynst mér frábærlega. Bílabúð Benna og Nesdekk eru að selja þessi dekk.
kv. Ólafur
27.09.2006 at 14:56 #561572Vefnefnd hvetur menn til að gæta orða sinna. Hér er um erfið mál að ræða, en ekki er nauðsynlegt að beina spjótum að ákveðnum einstaklingum, nafngreina þá eða tala illa um þá. Sérstaklega á það við ef fjallað er um einstaklinga sem ekki geta svarað fyrir sig.
Það er rétt hjá eik að vefnefnd hefur sent þeim aðilum töluskeyti sem hafa nafngreint menn á neikvæðan hátt, enda sjálfsagt að menn haldi stillingu sinni, ræði málin af skynsemi, kurteisi og á uppbyggilegan hátt.
Með bestu kveðju,
Ólafur Magnússon, vefnefnd
27.09.2006 at 13:48 #198632Hvernig er það, þegar LC 80 er breytt fyrir 44“ dekk, er afturhásingin þá alltaf færð aftur, eða hafa menn breytt þessum bílum f. 44“ án þess að það sé gert?
kv. Ólafur
22.09.2006 at 21:59 #561058Held þú misskiljir þetta aðeins. Held að það sem Skúli á við (og fleiri) sé að spjallflokkurinn Innanfélagsmál verði lokaður öðrum en félagsmönnum. Aðrir flokkar verði að sjálfsögðu opnir þeim sem vilja lesa. Það er byrjað að ræða útfærslu á einmitt þessu í vefnefndinni.
kv. Ólafur Magnússon, vefnefnd.
13.09.2006 at 20:19 #560116Það er örugglega lítið mál að finna ferðafélaga eða hóp til að ferðast með. Og sennilega alveg hægt að hengja sig á 4×4 hóp, þó ég sé nú ekki viss um það.
En það er hinsvegar eðlilegt (og ódýrt) að vera í 4×4 klúbbnum, það er félagskapur sem er að gæta hagsmna okkar jeppamanna svo ég hvet þig og félaga þína til að ganga í klúbbinn.
13.09.2006 at 20:07 #560110Ég ráðlegg þér að gerast félagi, þá er þetta ekkert mál fyrir þig
kv. Ólafur
27.07.2006 at 20:58 #556786Held að útlendingar eigi nú líka einhvern þátt í utanvegaakstri hér á landi. Ég lenti í því í gær að ég var að aka Kaldadalinn og þegar komið var að Sandkluftarvatni sáum við að eitthvað var um að vera, þar sem vatnið var þornað að hluta, norðan þess. Þegar nær kom, sáum við að kona ein var uppi á vegi að óska eftir aðstoð. Hún reyndist vera frönsk og hafði pikk-fest bílinn sinn í drullu algjörlega utan vega. Þjóðverjar höfðu komið þar að til að draga dömuna upp, en festu sig einnig. Konan var semsagt að biðja okkur um að hringja eftir aðstoð. Ég vildi ekki fara þarna út til þess að spæna upp eða marka meira í landið og taldi þessvegna rétt að fá björgunarsveit eða því um líkt til að koma til aðstoðar. Ég benti konunni á að utanvegaakstur á Íslandi væri stranglega bannaður, en þá skildi hún allt í einu ekki orð af því sem ég sagði……
Til að gera langa sögu stutta, fór ég og hringdi eftir aðstoð, lét fólkið vita af því og bað þau jafnframt um að biðja ekki fleiri um aðstoð. Það kom síðan í ljós þegar björgunarsveitin kom á vettvang að fólkið hafði einhvernvegin losað sig og látið sig hverfa, því enginn var þar til að láta bjarga sér.
Þarna kom kannski í ljós að útlendingar vita ekki eða vilja ekki vita að utanvega akstur er bannaður. Hvernig er hægt að koma áróðri til þeirra?
kv. Ólafur M
17.07.2006 at 09:19 #556346Ég má til með að reka niður penna vegna umræðunnar um ferðir með ‘Einstök börn’ og aðra sem minna mega sín. Ég vill taka það fram að ég er alveg sammála því að það er einstök upplifun að fara í vetrarferðir á jökla og styð heilshugar að farin verði slík ferð eða ferðir næsta vetur.
Ég verð hinsvegar að vera ósammála formanninum um að ferðir um hálendi Íslands að sumri séu ekki eitthvað nýtt og spennandi fyrir þessa aðila. Við sem eigum jeppa, frí og heilbrigð börn njótum þess að ferðast um landið að sumri og vetri. En það má ekki gleymast að aðstandendur barna sem eiga við langvinn veikindi að stríða, hafa ekki endilega tök á að ferðast um landið. Frí er oft ekki mikið, aðstæður bjóða oft ekki upp á ferðalög og efni eru kannski þannig að ekki er hægt að halda úti jeppa. Það eru meira að segja til fjölmargar fjölskyldur með algjörlega heilbrigð börn sem hafa ekki komið út af þjóðvegi númer eitt og varla um hann allan. Þess vegna held ég að ferðir um hálendið að sumri séu einmitt eitthvað nýtt og spennandi. Við þetta má bæta að við sem höfum verið að ferðast um hálendið að sumri erum alltaf að upplifa eitthvað nýtt og spennandi í hverri ferð, jafnvel um slóðir sem við höfum farið um oft áður.
Með þessu er ég ekki endilega að stinga upp á því að farin verði sumarferð með langveik börn. Ég er einfaldlega að benda á að það sem við teljum kannski sjálfsagt og sjáum sem sjálfsagðan hlut í okkar nánasta umhverfi, er ekki endilega raunveruleikinn hjá öllum.
Svo verð ég að segja það að framtak Davíðs fyrir síðustu ferð var algjörlega einstakt. Það varð til stemming sem var mjög jákvæð og góð og allir skemmtu sér hið besta. Hvort sem það telst hafa verið í nafni klúbbsins, klúbbfélaga eða einstaklinga, þá lögðust allir á eitt og úr varð frábær ferð. Og það sem mikilvægast er, börnin fengu góða ferð út úr þessu.
Með sumarkveðju,
Ólafur M.
14.07.2006 at 09:30 #556320Mér líst vel á aðra ferð og tæki þátt í því, eins og síðast ásamt minni spúsu, hvort sem er við matargerð eða annað. Bendi á að það eru til fleiri samtök en Einstök börn, t.d. Krabbameinssjúk börn, Sjálfsbjörg og fleiri. Ég veit ekki hvort það er of stórt verkefni að taka mörg samtök inn í svona. Þetta er hinsvegar slík upplifun að komast t.d. á jökul í öruggu umhverfi og í svona góðum hópi að það væri synd að bara fáir geti notið þess.
Davíð, þetta var flott síðast, haltu áfram að pæla og undirbúa, við styðjum við bakið á þér eins og við getum.
Ólafur M.
15.06.2006 at 08:40 #554364Fínt viðtalið við þig Ofsi í útvarpinu í gær. Reyndar virtist það bara hafa verið sent út í svæðisútvarpinu fyrir norðan. Nú þarf bara að halda áfram og láta vita af því hversu vitlaust þetta kort er. Hefur einhver haft samband við Ómar Ragnarsson og upplýst hann um málin? Er ekki rétt að senda honum póst eða hringja í hann – hann er jú alltaf með símann
Gott mál líka að fá fund með nýja umhverfisráðherranum um þetta. Það er eins og fráfarandi ráðherra hafi legið mikið á að (hálf)klára þetta áður en hún hætti ….
kv. Ólafur M.
14.06.2006 at 09:21 #554344Það er lofsamleg umfjöllun um þessa nýju síðu í Fréttablaðinu í dag. Reyndar með rangri vefslóð, en samt er verið að koma þessu meira og meira á framfæri.
Ólafur M.
12.06.2006 at 13:10 #554336Jú mér finnst það um að gera, en fyrst þarf einhver að vera í forsvari fyrir þessu f.h. 4×4 … Ofsi?
Ólafur
12.06.2006 at 11:57 #554332Ég reikna með að stjórn klúbbsins sé að taka þetta mál fyrir. Eitthvað þarf að heyrast frá klúbbnum, hvort sem er til að loka fyrir síðuna, eða lagfæra hana. Það er undarlegt að ekki hafi verið leitað til 4×4 klúbbsins til ráðgjafar, en óvíða er til meiri þekking á hálendisslóðum landsins. Ég hvet stjórnina til að láta í sér heyra með þetta mál, það má alls ekki þegja þetta til samþykkis. Mér sýnist, á umræðunni á þessum þræði, að menn hafi nógu mörg dæmi um opnar leiðir sem ættu að vera lokaðar og lokaðar leiðir sem ættu að vera opnar, til að hægt væri að varpa einhverri bombu um þetta í fjölmiðla, sérstaklega þar sem umræðan er heit nú þegar í þjóðfélaginu um utanvegaakstur og skemmd á landinu.
Kv. Ólafur M.
07.06.2006 at 21:38 #554156Þetta er gott frumkvæði hjá umhverfisnefnd. Það þarf auðvitað stöðugan áróður og uppfræðslu til að halda mönnum við efnið. Alltaf koma nýjir aðilar inn í myndina sem ekki hafa upplifað áróður fyrri ára. Þetta er þekkt í öðrum málefnum.
Það er mikilvægt fyrir klúbbinn að missa ekki niður það orðspor sem búið er að byggja upp í gegnum árin. Það sem okkur þykir sjálfsagt í dag í umgengni við náttúruna og landið okkar, er ekki endilega sjálfsagt hjá öllum. Það eru ekki allir sem átta sig á að för sem við sjáum enn þann dag í dag hér og hvar um landið, voru jafnvel mörkuð fyrir áratugum.
Þetta er þarft framtak og ég vona að það gangi mjög hratt, því það virðist vera sprenging í mótorhjólanotkun á Íslandi skv. fréttum í dag og ekki veitir af því heldur að minna okkur jeppamennina á að ganga vel um.
Ólafur M.
07.06.2006 at 10:49 #553760Tvennt sem mig langar að segja um þennan utanvegaakstur. Í fyrsta lagi þá hljóta allir sem hafa einhvern vott af almennri skynsemi að geta séð og metið hvað er utan vega og hvað er ekki utan vega. Þeir sem eru að spóla og tæta upp viðkvæman gróður og ósnert land virðast hafa mjög meðvitaðan brotavilja í þeim efnum, eða þá algjöran skort á almennri skynsemi. Þetta er alveg óháð því hvort til eru brautir eða svæði fyrir þessa starfsemi. Mér finnst það vera aðskilin mál, annað er að utanvegaakstur á aldrei að vera liðinn, hitt er hvort og hvernig og hver eigi að útbúa brautir eða aðstöðu.
Hitt sem mig langaði að segja er að 4×4 klúbburinn ætti að taka mjög einarða afstöðu gegn hverskonar utanvegaakstri. Í 2. grein laga félagsins stendur að markmið félagsins séu m.a.
“Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd.“
Klúbburinn ætti að nýta þetta tækifæri eins og öll önnur til að láta í sér heyra og fordæma þennan utanvegaakstur. Þannig höldum við þeim góða orðstír sem klúbburinn hefur áunnið sér í gegnum tíðina í þessum málefnum.kveðja Ólafur M.
-
AuthorReplies