Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.04.2007 at 09:13 #587204
Fer ekki að verða tími til að bjóða fjölmiðlum í góða vetrarferð, eins og gert var með þingmennina um daginn. Sýna þeim út á hvað sportið gengur, að það það snústi ekki bara um að breyttir jeppar keyri smábíla í klessu, heldur séu aðrar ástæður fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á bílunum.
Bara hugmynd……
kv. Ólafur M.
05.03.2007 at 18:47 #583328Sjá [url=http://www.f4x4.is/new/info/:3empjjaf][b:3empjjaf]hér[/b:3empjjaf][/url:3empjjaf], neðst.
Tryggja að þú sért innskráður.
kv. Ólafur, vefnefnd
23.02.2007 at 13:28 #581944Sæll Heiðar
Síðan er í góðu lagi og ekkert mál að setja inn auglýsingar. Gættu að því að þú sért skráður inn og að þú sért ekki að nota tákn sem síðan virðist vera viðkvæm fyrir til dæmis táknið fyrir tommur.
Ef þú ert í frekari vandræðum geturðu sent nánari upplýsingar um vandamálið á vefnefnd@f4x4.is
kv. Ólafur, vefnefnd
08.02.2007 at 15:46 #199623Vefnefnd var beðin að koma eftirfarandi á framfæri:
Ég gleymdi Íslandshandbókinni í bíl Péturs, sem býr í Mosfellsbæ og hafði fengið far með frá Kaldadal 20. janúar 2007, þegar nokkrir jeppar voru að koma ofan af Langjökli. Ef einhver veit um jeppaklúbbinn í Mosfellsbæ væri vel þegið að mér væru senda upplýsingar á eilifur@rvk.is (s.6973998) um hvernig ég kemst í samband við þá.
Þessu er hér með komið á framfæri.
Ólafur, vefnefnd
08.02.2007 at 11:24 #579040Ég veit ekki alveg með hugmyndina þína, Jón. Myndi kannski hrista aðeins upp í hlutunum, en erum við ekki þar með að samþykkja að það sé í lagi að selja hálendisvegi til samtaka eða fyrirtækja?
Kv. Ólafur M
05.02.2007 at 22:12 #579222Ég er búinn að keyra á 35“ Toyo dekkjum í 2 vetur undir Trooper. Þau eru negld 2+1. Mér finnst þau alveg frábær dekk, mjög góð í snjó og vatni og krapa, og fín í hálku.
Ég hef prófað að keyra á þeim í 3-4 pundum og þau flöttust ágætlega og flaut bíllinn þokkalega á þeim þannig. Held nú samt að svona dekk séu meiri keyrsludekk heldur en til úrhleypinga. Það var enginn titringur eða læti í þeim og þurfti sáralítið að balansera þau.
Ég mæli hiklaust með þessum dekkjum, gef þeim mín bestu meðmæli.
kv. Ólafur M.
02.02.2007 at 08:42 #19957231.01.2007 at 13:57 #578268Hjalti, hvaða aðili er þetta í Hafnarfirði?
kv Ólafur
29.01.2007 at 16:12 #577890Sjá [url=http://www.f4x4.is/new/info/:3k2ue5s7][b:3k2ue5s7]hér[/b:3k2ue5s7][/url:3k2ue5s7] neðst.
Ólafur, vefnefnd
28.01.2007 at 10:58 #577660Góðar fréttir að 6-bíla hópurinn hefur skilað sér heilum til byggða. Það er léttir að heyra af því.
Annars var þessi ferð litludeildarinnar hreint ótrúleg og þrátt fyrir festur og erfiðleika, var ljóst að erfitt yrði að ná brosinu af ferðafélögunum, nema kannski "Erlendi". Hann sagði þó í lok ferðar, þegar ég var búinn að pumpa í dekkin hjá honum, að þetta hefði verið mikið mikið ævintýri. Hann fór heim til Lettlands í morgun, en er að koma aftur til Íslands í október … er ekki einmitt litludeidarferð þá
Við á Landkrúser nutum þess að prófa nýja bílinn okkar við aðstæður sem við reiknuðum ekki með að lenda í, í svona laugardagsbíltúr. Færið sem var bara hið ágætasta innúr, gjörbreyttist nánast eins og hendi væri veifað og á bakaleiðinni var eins gott að vöðlurnar voru með í ferð.
Og eins og Klakinn segir þá voru allir ferðafélagar okkar til hreinnar fyrirmyndar, allir alltaf tilbúnir að gera hvað sem var fyrir alla hina.
Með kærri þökk fyrir okkur
Óli og Didda á LC80
25.01.2007 at 09:00 #199492Sælir félagar
Ég lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að það var stolið kastaragrind af Isuzu Trooper, jeppanum mínum þar sem hann stóð á ágætri bílasölu uppi á höfða. Um er að ræða króm-kastaragrind með tveimur tveggja geisla Piaa kösturum áföstum. Neðri hluti grindarinnar var soðin fastur, eftri hlutinn var boltaður fastur.
Ef þið rekist á slíka grind, er boðin hún til kaups eða heyrið af slíku þýfi, væri tilvalið að láta lögregluna eða mig (896 9758) vita af því.
kv. Ólafur M.
07.12.2006 at 00:07 #570536Væri til í að heyra af ferðum á jökulinn á laugardag og hugsanlega vera í samfloti. Verð í Húsafelli og fer þaðan.
kv. Ólafur M.
21.11.2006 at 15:23 #568796Ég er sjálfur að sjálfur að keyra á 35“ Toyo dekkjum annan veturinn í röð. Er mjög ánægður með þau í hálku og bleytu og snjó. Svo eru þau það góð að það þarf varla að jafnvægisstilla þau. Mæli hiklaust með þeim. Fást hjá Nesdekk og Bílabúð Benna.
kv. Ólafur M.
16.11.2006 at 23:04 #568378Sjá [url=http://www.us.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/swdocument/632/US.314+Uppl%C3%BDsingar+um+tengib%C3%BAna%C3%B0+og+rafkerfi.pdf:89q1nx07][b:89q1nx07]hér.[/b:89q1nx07][/url:89q1nx07]
16.11.2006 at 08:19 #198971Sælir félagar
Vefnefnd barst beiðni um að auglýsa eftir bíl sem var stolið þriðjudagsmorguninn 14. nóvember s.l.
Þetta er hvítur 4 dyra Toyota Hilux ’91 breyttur á 38“ dekkjum. Bílnum var stolið á Geithálsi í Reykjavík. Númer bílsins er YS 099.
Mynd af bílnum er að finna hér.
Þeir sem hafa orðið varir við bílinn eru beðnir að láta lögregluna í Reykjavík vita, s. 444 1000.
07.11.2006 at 19:13 #567110Þið sem hafið upplýsingar, eða linka á vefmyndavélar, aðrar en þær sem vegagerðin er með, sendið vinsamlegast upplýsingar um það á vefnefnd@f4x4.is.
kv. Ólafur, vefnefnd
28.10.2006 at 14:10 #565622Það er bara einn aðili á landinu sem getur náð lykt almennilega úr. Það er Kristján Normann hjá Frumkönnun. Síminn er 577 7720. hann náði að hreinsa dísellykt úr bílateppunum hjá mér svo ekkert finnst lengur.
kv. Ólafur M.
19.10.2006 at 11:38 #563910Hef verið í sumarbústað þar sem einn fjölskyldumeðlimur fékk svo mikið bráðaofnæmi að það bjargaði einfaldlega lífi hans að það var sjúkrhús í næsta nágrenni. Það kom í ljós að hundur hafði verið inni í bústaðnum nokkru áður. Til að tryggja öryggið finnst mér að hundar og önnur gæludýr (t.d. hesturinn hans Elvars) ættu að vera úti.
Kannski er komið verkefni fyrir skálanefnd … byggja hundakofa við Setrið…..
kv. Ólafur M.
19.10.2006 at 11:09 #198763Veit einhver hversvegna fjallabaksleiðirnar og leiðin í Landmannalaugar eru sagðar ófærar á vef vegagerðarinnar? Aurbleyta, snjór, vatnavextir eða eitthvað annað?
kv. Ólafur M.
14.10.2006 at 15:23 #563416Þú getur notað nokkrar gerðir af hugbúnaði með Magellan tækjunum. Það er auðvitað sá búnaður sem fylgir með flestum tækjunum. En svo er hægt að nota korta/gps hugbúnað frá öðrum, t.d. OziExplorer og Fugawi. Þú ættir amk að nota hugbúnað sem styður gpx skráarformið, til að vera samhæfður við flesta aðra.
kv. Ólafur M.
-
AuthorReplies