Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.10.2008 at 10:22 #630214
Litlanefndin hefur í samráði við stjórn ákveðið að fresta fyrirhugðari dagsferð sem fara átti n.k. laugardag. Helsta ástæðan fyrir þessari frestun er að fyrirhugaðir fararstjórar eru að undirbúa bíla sína fyrir sýninguna um aðra helgi og eru með hugann við þá sýningu.
Stutt er í næstu ferð litlunefndar og því ákveðið að sameina þessar tvær ferðir. Því er fyrsta dagsferð nefndarinnar fyrirhuguð 18. október n.k.
Við hvetjum alla jeppamenn, sérstaklega þá sem vinna á sýningunni, að benda fólki á að tilvalið er fyrir byrjendur í jeppamennsku og þá sem vilja fara í ferðir á lítið- og óbreyttum jeppum að skella sér með litlunefndinni í dagsferð þann 18. október n.k.
kv. Ólafur
01.10.2008 at 09:50 #202988Á laugardaginn verður fyrsta ferð litlunefndar á þessu hausti. Farið verður í dagsferð í Þórsmörk.
Tímasetningar og nánari tilhögun kemur inn á þennan þráð þegar nær dregur helginni.
kv. Ólafur, litlunefnd
12.03.2008 at 11:02 #617410Mér finnst þetta bara mjög flott og er löngu búinn að bjóða fram aðstoð. Það þarf kannski að auglýsa þetta aðeins meira, ég er t.d. búinn að skella pósti á vinnufélagana um þetta.
Svo væri ágætt að fá sem fyrst upplýsingar um tilhögun, hvort hugmyndin sé að skipta niður í hópa eftir getu og hafa leiðarval miðað við það, eða hvort þetta verður bara bíltúr þar sem allir eru í hóp.
Kv. Óli
16.01.2008 at 13:20 #201629Vefnefnd hefur fyrir venju að verja ekki ákvarðanir sínar opinberlega, þar sem verið er að fylgja skilmálum sem nefndinni eru settir, en í ljósi umræðu í tveimur spjallþráðum síðustu daga höfum við ákveðið að gera undantekningu þar á.
Við setjum þessa umræðu í nýjan þráð til að trufla ekki efni þeirra þráða sem um er að ræða.
Fyrst er að nefna spjallþráð sem stofnað er til af Stefaníu og heitir
Óháð fréttarit á netinu??? Þar gerir notandi SverrirKr athugasemd við starf og ákvarðanir vefnefndar. Við þökkum Sverri fyrir stuðninginn en bendum á nokkrar staðreyndir. Ofsóknirnar sem nefndar eru í fréttabréfinu góða eru eitthvað sem við í vefnefndinni könnumst ekki við. Stefanía sendi okkur pdf skjal með titlinum Setrið Zero og með merki félagsins. Það hlýtur að vera augljóst að það gengur ekki, ekki frekar en ef almennur meðlimur FÍB færi að gefa út fréttabréf í nafni þess. Ef ritið á að vera óháð er þá ekki eðlilegast að það notist við eigið nafn og grafík? Okkur sýnist að það sem varð úr sé eðlilegasta niðurstaðan. Ef við værum að reyna að hindra upplýsingastreymi hefðum við fjarlægt þráðinn þar sem hún vísar í skjalið, en það kom aldrei til tals og stendur ekki til. Einnig bentum við Stefaníu á að hafa samráð við stjórn og ritnefnd og hefðum ekki gert athugasemdir ef þetta hefði verið í samráði við þá aðila.Hitt málið sem rætt er um er þráðurinn Xenon-HID sem stofnað er til af Benedikt. Þetta er erfitt mál, þar sem Benni hefur unnið gott starf í sinni “kaupfélagsstarfsemi“ til hagsbóta fyrir félagsmenn og aðra sem keypt hafa vörur með hann sem millilið, þar má meðal annars nefna félaga í vefnefnd. Þetta hefur verið hið besta mál og allir ánægðir. Það kemur hinsvegar fram í skilmálum vefsins að ekki er heimilt að nýta spjallþræði eða myndasafn til auglýsinga og að fyrirtækjum er ekki heimilt að auglýsa án greiðslu. Í nýútkomnu Setri sem flestir félagsmenn hafa fengið, er heilsíðuauglýsing þar sem Benni auglýsir slík ljós til sölu. Ekki er hægt að álykta annað út frá því að þarna sé um atvinnustarfsemi að ræða og því var viðkomandi póstur sendur Benna. Þarna verða allir að sitja við sama borð. Ef hitt reynist sannara að þarna sé ekki um atvinnustarfsemi að ræða og ef “ónefndur stjórnarmaður“ hefur upplýsingar um slíkt væri sjálfsagt að sá stjórnarmaður gæfi sig fram við vefnefnd. Við viljum framfylgja skilmálunum af ákveðni en sanngirni.
Það er ljóst að þegar ákveðið hefur verið að taka fastar á málum varðandi skilmála, þá mun það bitna á einhverjum. Slíkt er óhjákvæmilegt.
Að lokum bendum við félagsmönnum á að það væri tilvalið að koma með uppbyggilegar breytingatillögur að skilmálum vefsins á næsta aðalfundi. Einnig er sjálfsagt að menn bjóði sig fram í vefnefnd, þeir sem hafa eitthvað til málanna að leggja á þeim vettvangi.
Vefnefnd
11.01.2008 at 15:57 #609620Það er ekki ætlast til að sambærilegar auglýsingar séu afritaðar til þess eins að þær komi efst í listann. Það er ekki beinlínis bannað, en ekki góður siður. Fremur er ætlast til að menn nýti leitarmöguleika til að finna auglýsingar.
Þar að auki er óvirk aðgerðin að "Endurnýja" og á að vera það áfram.
kv. Ólafur, vefnefnd
10.01.2008 at 22:50 #609826Takk fyrir upplýsingarnar. Ég er að fara með nokkra göngumenn sem ætla að ganga á Heklu, svo ég fer bara að rótum fjallsins og leyfi þeim að spreyta sig á göngunni.
Farið verður á laugardag og dólað eitthvað inn Dómadalsleiðina á meðan þeir ganga á fjallið. Ef einhverjir ætla að vera á ferðinni þarna, þá væri gaman að heyra af því.
kv. Ólafur
10.01.2008 at 14:46 #609860Stilling er með Thule.
N1 (Bilanaust) er með einhverja aðra týpu, sem ég man ekki hvað heitir….Ólafur
10.01.2008 at 13:07 #609818Takk Jón, þetta kom sér vel.
Nú vantar mig bara að vita hvernig snjóalög og færi er á þessum slóðum. Veit einhver?
kv. Ólafur
10.01.2008 at 11:37 #201579Veit einhver hvernig snjóalög og færi er á Dómadalsleið og hvort hægt er að keyra að eða upp Heklu?
Einnig væri ágætt að vita hvaða leið menn fara að/upp Heklu á þessum árstíma, kannski track ef það er mögulegt.
kv. Ólafur
09.01.2008 at 19:03 #201572Getur einhver upplýst mig varðandi reylay, hvort það geti verið að relay hætti að virka þegar það er orðið of heitt …. hinsvegar hvort það sé kannski ónýtt ef það er að hitna of mikið.
kv. Ólafur M
31.12.2007 at 09:05 #608270Aðeins þarf einn músarsmell á "Fróðleikur" hér að ofan til að sjá þá tengla sem til eru á veðursíður. Ef einhverjar veðursíður vantar þar, þá er gott að fá upplýsingar um slíkt á vefnefnd@f4x4.is.
Kv. Ólafur, vefnefnd
27.12.2007 at 14:46 #607852Það er ekki gert ráð fyrir að auglýsingar séu afritaðar, enda ekki ætlast til að fólk sé að birta sömu auglýsinguna aftur og aftur, þó slíkt sé ekki beinlínis bannað.
Því er frekar beint til fólks að nýta leitarmöguleika til að leita í eldri auglýsingum.
kv. Ólafur, vefnefnd
27.12.2007 at 10:31 #201452Rakst á þessa grein, á dönsku reyndar á
computerworldGaman að fylgjast með því sem er að gerast amk
kv. Óli
18.12.2007 at 13:13 #606986Vinsamlegast gætið orða ykkar í skrifum á vefinn. Ég minni á 8. grein í skilmálum, sem hljómar svona:
Haga skal notkun í samræmi við góða siði og umgengnisreglur. Ærumeiðingar, tilhæfulausar ásakanir og árásir á aðra notendur eru ekki liðnar. Þursar, sem hafa það eina markmið að koma af stað rifrildum, eru ekki umbornir og mun slíkum þursum verða meinaður aðgangur að síðunni í skemmri eða lengri tíma. Vefnefnd metur það hverju sinni hvort viðkomandi notandi sé að þursast eður ei og getur lokað aðgangi hans tímabundið. Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 í samráði við Vefnefnd ákveður hvort lokun skuli vera varanleg.
Kv. Ólafur, vefnefnd
07.12.2007 at 14:54 #605818Við ætlum að hittast um kl. 11 í Húsafelli. Verðum bæði á litlum bílum og stærri. Veðurspáin er frábær fyrir morgundaginn
Sjálfsagt að hafa samband við mig, gsm númerið mitt er hér að ofan.
kv. Óli
06.12.2007 at 22:08 #605810Sláðu á þráðinn til mín ef þú ætlar á laugardaginn, eins ef fleiri ætla upp á Langjökul þá.
S. 844 4247
Óli
06.12.2007 at 17:51 #605808Verð í Húsafelli um helgina og það stendur til að kíkja upp á jökul á laugardaginn…..
kv. Óli
14.11.2007 at 18:00 #603176Ég keypti útgáfu 3.0 í ágúst s.l. og var að fá nýju útgáfuna í gær, mér að kostnaðarlausu.
kv. Ólafur
14.11.2007 at 17:58 #603124Sæll
Gpsbabel getur þetta, en flest nýju forritin geta vistað og tekið inn skrár á gpx formi. Svo þú vistar ferilinn bara sem gpx, tekur hann síðan upp sem gpx og sendir niður í tækið þitt. Ég var í þessum æfingum áður en ég fékk mér Garmin tæki.
kv. Ólafur
13.11.2007 at 15:49 #603042Talaði við Nesradíó áðan og þeir sögðu ca. 2.400.
ÓM
-
AuthorReplies