Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.03.2009 at 13:30 #203999
Ágætu félagar.
Að undanförnu hafa menn verið að hvetja til að myndir úr ferðum á vegum klúbbsins séu settar inn á aðra staði en hér á f4x4.is. Þetta er gott mál og gaman að hafa myndir úr frábærum ferðum sem klúbbfélagar eru að fara, sem víðast.
Ástæða fyrir því að myndir fara annað en hingað á vefinn, er líklega að seinlegt og jafnvel svolítið snúið er að setja myndir hingað inn.
Mig langar samt sem áður að hvetja félagsmenn til að vera duglegir að setja myndir inn á vefsíðuna okkar. Þetta er okkar vefur, okkar vettvangur og það er í okkar höndum að halda vefnum lifandi, með spjallinu og myndunum sem eru gríðarlega vinsælar, bæði hjá félagsmönnum og einnig öðrum sem fylgjast með starfi okkar. Þetta er svolítil aukavinna, en kannski á sig leggjandi fyrir klúbbinn okkar.
Vonandi verður auðveldara að setja inn myndir þegar nýr vefur kemst í loftið, en þangað til verðum við bara að leggja örlítið meira á okkur til að halda við myndasafninu og bæta það.
Kv. Óli
21.02.2009 at 17:06 #641698Prófaðu að taka við Kjartan sem auglýsir stundum hér í smáauglýsingunum. Hann á oft ýmislegt í LC 80. Ég held að númerið sé 824-8004. Hann hefur stundum bjargað mér.
Kv. Óli
21.02.2009 at 17:02 #641676Þá er þessari Litlunefndarferð lokið, henni var slitið við Ferstiklu í Hvalfirði um kl. 15:00. Ferðin var frekar endaslepp, en fararstjórar ákváðu um hádegisbilið að halda til byggða, en þá hafði hópurinn aðeins náð að sæluhúsinu við skjalbreiðarveg. Það tók um 2 tíma að koma hópnum í gegn um 2 krapapytti. Snjóalög voru vægast sagt mjög takmörkuð, slóðinn snjólaus að mestu, en stöku krapapyttir. Drullusósa var í slóðanum sjálfum. Óformlegir undanfarar voru búnir að skoða framhaldið og aðeins var veruleg bleyta og krapi framundan. Í ljósi þess og slæmrar veðurspár var ákveðið að snúa frá og reyna betur síðar. Nokkrir úr hópnum tóku sig út á leiðinni, einhverjir fóru inn á Haukadalsheiðina og ég veit af 2 bílum sem ætluðu upp að Húsafelli og þaðan á jökulinn eða amk að honum.
Ég vona að ferðalangar hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með þessa ferð, en svo getur þetta stundum verið…… Það gengur bara betur næst, en næsta ferð litlunefndar verður í rjómablíðu og nægum snjó, laugardaginn 21. mars !
Ég þakka samfylgdina í dag, sérstaklega fararstjórahópnum sem var frábær.
Kv. Óli
20.02.2009 at 19:03 #640602Gott kvöld
Nú erum við hætt að taka við skráningum í ferðina.
Minni á að við ætlum að hittast á Select við Vesturlandsveg kl. 8:30, og verður brottför kl. 9:00, stundvíslega.
Kv. Óli
20.02.2009 at 14:21 #203862Þau leiðu mistök áttu sér stað í morgun að það vantaði að taka fram í bréfi á forsíðunni að tilboð Skeljungs til félagsmanna er tímabundið. Tilboðið var sett saman í tilefni af Litlunefndarferðinni á morgun og gildir aðeins í tengslum við brottför hópsins í Litlunefndarferðinni frá ca. kl. 8:30 – 9:00 í fyrramálið.
Nýtt og leiðrétt bréf er komið inn á forsíðuna.
Við vonum að þetta hafi ekki valdið klúbbfélögum okkar miklum vandræðum og biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.
kv. Óli, Litlunefnd
19.02.2009 at 22:52 #640598Góða kvöldið
Þið sem eruð að spá í að hitta á okkur við Jaka, þið verðið að gera ráð fyrir að að við birtumst ekki.
Ætlunin er auðvitað að fara Kaldadal að Jaka, en það verður tekin ákvörðun upp úr hádeginu hvað við gerum og kannski förum við allt aðra leið en Kaldadalinn. Við verðum á rás 47 á VHF. Fararstjórarnir eru einnig með Tetra og verða á rás ferðaklúbbsins þar, 4×4-1. Svo er einnig hægt að hringja í mig ef þörf er á ef það er NMT samband, síminn er 852 1482.
Kv. Óli
19.02.2009 at 17:26 #640592Minnum á að kynningarfundur um ferðina verður í kvöld á Eirhöfðanum kl. 20:30.
Kv. Óli, Litlunefnd
19.02.2009 at 08:08 #640588Í kvöld verður kynningarfundur fyrir þá sem ætla í Litlunefndarferðina. Fundurinn verður á opnu húsi í húsnæði Ferðaklúbbsins að Eirhöfða, kl. 20:30.
Ég hvet alla sem hafa skráð sig til að mæta í kvöld.
En er ekki of seint að skrá sig, sjá frétt um skráningar [url=http://www.f4x4.is/new/news/default.aspx?file=684:2j4290pv][b:2j4290pv]hér.[/b:2j4290pv][/url:2j4290pv]
Kv. Óli, Litlunefnd
18.02.2009 at 08:14 #640582Og enn fjölgar skráningum. Þetta stefnir í topp-ferð. Nú er um að gera að skrá sig skv. fréttinni [url=http://www.f4x4.is/new/news/default.aspx?file=684:2hf5rvnu][b:2hf5rvnu]hér.[/b:2hf5rvnu][/url:2hf5rvnu].
Kv. Óli, Litlunefnd
17.02.2009 at 18:46 #640578Slatti er kominn af skráningum og reynum við að birta listann í kvöld hérna. Þetta stefnir í góða ferð, um að gera að skrá sig og koma í góðan bíltúr á laugardaginn. Upplýsingar um skráningar [url=http://www.f4x4.is/new/news/default.aspx?file=684:l5rxau9w][b:l5rxau9w]hér[/b:l5rxau9w][/url:l5rxau9w].
Kv. Óli, Litlunefnd
16.02.2009 at 23:14 #640574Ásgeir, það væri gaman að rekast á þig á svæðinu, þú ættir að heyra í okkur á VHF 47.
Annars streyma inn skráningar í ferðina og við reynum að setja inn lista fljótlega yfir þá sem eru skráðir.
Kv. Óli, Litlunefnd
15.02.2009 at 17:06 #640570Sæll Eyþór
Það er mjög einföld ástæða fyrir því að við förum um Þingvöll og þaðan til fjalla. Það minnkar þjóðvegaaksturinn til muna og gefur okkur fjölmargar varaleiðir ef ekki er hægt að komast Kaldadal eða á jökulinn.
Kv. Óli, Litlunefnd
ps. þú ert lika velkominn með :-))
15.02.2009 at 15:31 #640566Jón, þú ert hjartanlega velkominn með, eins og allir aðrir
Bara skrá sig á póstfang Litlunefndar litlanefndin@f4x4.is.
Kv. Óli
15.02.2009 at 15:13 #640562Nú er skráning hafin í Litlunefndarferðina. Sjá nánar í frétt á fréttasíðunni, eða smellið [url=http://www.f4x4.is/new/news/default.aspx?file=684:2uw1j2um][b:2uw1j2um]hér.[/b:2uw1j2um][/url:2uw1j2um]
Kv. Óli, Litlunefnd
12.02.2009 at 08:41 #640560…
11.02.2009 at 08:40 #640556…
10.02.2009 at 22:13 #203788Litlanefndin ætlar að gera aðra tilraun til að komast á Langjökul, laugardaginn 21. febrúar n.k. Við ætlum í dagsferð, Kaldadalinn upp að Jaka og þaðan upp á hábunguna á Langjökli. Ef vel gengur er kannski hægt að fara svolítið lengra. Ef illa gengur, veljum við aðrar leiðir á svæðinu.
Við byrjum að taka við skráningum um eða rétt eftir næstu helgi. Kynning fyrir ferðalanga verður á opnu húsi fimmtudaginn 19. febrúar n.k. Þetta verður allt auglýst nánar á allra næstu dögum.
Athugið að við getum ennþá bætt við okkur fararstjórum á fararstjóralistann.
Kv. Óli, Litlunefnd
09.02.2009 at 17:35 #639926Við erum komnir með ágætan lista, en viljum gjarnan hafa sem flesta á listanum svo ekki þurfi alltaf að leita til sömu aðilanna.
Því hvet ég ykkur til að senda okkur póst (litlanefndin@f4x4.is) eða hringja í mig (844 4247) ef þið viljið leggja lið.
Kv. Óli
08.02.2009 at 18:32 #640336Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar. Það er alveg á hreinu að ég ætla ekki að sjóða í öxulinn, þar sem ég veit að það veikir hann. Góð hugmynd með þessar slífar sem hægt er að fá, ég ætla að skoða þá lausn. Enda alltaf hægt að skipta bara um öxulinn ef það gengur ekki upp. En þó kannski hægt að lengja líftímann eitthvað með slífanotkun, ekki veitir af á þessum síðustu og verstu
En telst þetta fúsk ? :-)))
Kv. Óli
07.02.2009 at 21:10 #203764Kannast einhver við að hægt sé að setja einhverskonar húð á öxla? Þannig er mál með vexti að annar framöxullinn hjá mér er örlítið slitinn einmitt þar sem pakkdós er, sem gerir það að verkum að það smitast alltaf svolítið út af olíu og eitthvað inn af vatni þegar maður sullar.
Svo ég stend frammi fyrir því að skipta um þennan öxul, nema til séu einhverjar aðferðir til þess að húða þennan stað á einhvern hátt til að koma í veg fyrir lekann. Hefur einhver heyrt af slíku ?
Bíllinn er LC80 og þetta er innri öxullinn að framan sem um ræðir.
Kv. Ólafur
-
AuthorReplies