Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.04.2009 at 21:52 #645982
Nú er þessari aprílferð Litlunefndar lokið. Til stóð að fara á Mýrdalsjökul, en þegar komið var austur fyrir fjall var jökullinn hulinn þoku, en bjart og fallegt inn til landsins. Var því ákveðið að freista þess að komast að Dalakofanum við Laufafell.
Ekki tókst það hjá öllum, en hópur stærstu bílanna fór þangað og óku eitthvað þar um kring áður en þeir snéru við og héldu á móti litlu bílunum. Flestir litlu bílanna komust að afleggjararnum að Hungurfitsleið, eða því sem næst.
Snjór var blautur og gekk þokkalega vel innúr, en á bakaleiðinni var hann orðinn mjög blautur og stutt í að hann breyttist í krapa.
Ferðinni var síðan slitið á Hellu og hljómuðu allir hinir ánægðustu.
Fyrir hönd Litlunefndar þakka ég þátttakendum fyrir daginn. Sérstaklega Benna og Helga fyrir að leiða hópinn, einnig hinum fararstjórunum fyrir frábært samstarf. Svo má ekki gleyma fréttaritaranum.
Að lokum minni ég á að myndakvöld úr þessari ferð verður á opnu húsi hjá klúbbnum á fimmudagskvöldið kemur. Ég hvet alla til að koma með sínar myndir og deila með okkur hinum.
Kv. Óli, Litlunefnd
16.04.2009 at 14:26 #645656Minni á kynningarfundinn í kvöld.
Farið verður yfir ferðatilhögun og fleira vegna Litlunefndarferðarinnar á laugardaginn.
Fundurinn verður í húsnæði klúbbsins að Eirhöfða og hefst kl. 20:00.
kv. Óli, Litlunefnd
16.04.2009 at 08:12 #645652Minni á að við hættum að taka við skráningum eftir kynningarfundinn í kvöld.
Það er ekki nóg að skrá sig hér á vefnum, það þarf að senda póst og upplýsingar skv. þeim leiðbeiningum sem settar eru upp í [url=http://www.f4x4.is/new/news/default.aspx?file=719:1iim5ns4][b:1iim5ns4]fréttinni á forsíðunni.[/b:1iim5ns4][/url:1iim5ns4]
Kv. Óli, Litlunefnd
15.04.2009 at 08:42 #645646Við minnum á að skráning er í fullum gangi. Kynningarkvöld verður á opnu húsi annaðkvöld og við tökum einnig við skráningum þar, en skráningu lýkur eftir fundinn.
Ferðin lofar góðu, fullt af góðum snjó á jöklinum, spáin ágæt og skráningar að streyma inn. Nánari upplýsingar eru í frétt á forsíðunni [url=http://www.f4x4.is/new/news/default.aspx?file=719:2awi5zbj][b:2awi5zbj]hér.[/b:2awi5zbj][/url:2awi5zbj]
Kv. Óli, Litlunefnd
14.04.2009 at 12:32 #645644Jú rétt hjá Ofsa, það verður reynt við jökulinn og allt umfram fyrstu brekku er bónus. Svo er Litlunefndarliði svo jákvætt, eins og jeppamenn allir, að við finnum bara nýjar leiðir ef fyrsta val klikkar.
Skráningar eru farnar að streyma inn, munið að við lokum fyrir skráningar á fimmtudagskvöld.
Kv. Óli, Liltlunefnd
12.04.2009 at 20:32 #204229Gleðilega Páska félagar
Litlanefndin fer í næstu ferð sína um næstu helgi, 18. apríl n.k. Skráning er hafin, sjá nánar í frétt á forsíðunni.
Athugið að okkur vantar ennþá fararstjóra á fararstjóralistann okkar. Ef einhver vill vera með, sendið þá póst á litlanefndin@f4x4.is, eða hringið í mig.
Kv. Óli Litlunefnd
s. 844-4247
01.04.2009 at 09:04 #640362Já það er margt að hugsa um, svo það er fátt að gera nema nota útilokunaraðferðina.
Nú ætla ég að byrja að láta greina hásingarrörið sjálft. Sigurður hjá Birni B. Steffensen getur mælt út hvort og þá hvar hásingin er bogin. Svo sú mæling er næsta skref og verður framkvæmd í næstu viku.
Kv. Óli
01.04.2009 at 09:02 #644860Stál og stansar klikka ekki. Enda beinir maður öllum viðskiptum þangað, sem maður mögulega getur.
Kv. Óli
31.03.2009 at 09:29 #640358Takk Bazzi, ég skoða þetta og skelli svo kannski inn niðurstöðum þegar ég hef rannsakað þetta nánar. Reyndar ekki alveg næstu dagana
Kv. Óli
31.03.2009 at 08:25 #640354Takk Bazzi og Hlynur. Ég prófa þetta með öxulinn. En ef svo er að hásingin er bogin, hver réttir svona dót ? Og í framhaldinu, er vit í að rétta hásingar frekar en að verða sér út um nýja (aðra) ? Og ef öxullinn situr snyrtilega í miðjunni, hvað gæti þá verið að ?
Kv. Óli
30.03.2009 at 21:00 #640348Öxullinn rennur auðveldlega úr … og í aftur. Og mat Breytismanna er að hásingin sé ekki bogin. Fleiri tillögur ?
Kv. Óli
30.03.2009 at 20:20 #640342Sælir félagar
Enn er ég í vandræðum með öxulpakkdós í LC80. Forsagan er sú að síðasta vetur brotnaði öxull hjá mér að framan, þ.e. liðurinn brotnaði og ég brá á það ráð að kaupa nýjan öxul hjá Stáli og Stönsum og setti dótið saman. Fljótlega eftir það fór að leka olía með fíltpakkningunni innan á liðhúsinu, vatn fór inn á drifið og olían varð hvít eins og vera ber. Ég reif allt dótið í sundur, skipti um legur og pakkdósir og setti allt saman aftur fyrir skoðun og virkaði það fínt. Nema nokkrum kílómetrum síðar fór aftur að leka. Ég fór þá og talaði við Breyti og þeir voru mér mjög hjálplegir, tóku bílinn inn með stuttum fyrirvara og fundu út að koparfóðringin sem er inni í legustútnum var orðin ónýt, einnig að öxullinn var orðinn örlítið slitinn þar sem innri pakkdósin liggur við hann. Svo ég keypti nýja fóðringu og allt var sett saman, með þeim orðum að ef enn væri leki, þá þyrfti ég örugglega að skipta um öxul.
Svo ég var hinn rólegasti ók austur á land og var ekki kominn langt þegar aftur fór að leka. Þar sem þetta hafði verið dæmt sem öxulmál, var ég frekar rólegur og hugleiddi þetta ekki frekar, fyrr en um dagin, þegar ég fékk upplýsingar hér á síðunni um að hægt væri að setja slíf á öxulinn til að redda þessu. Ég keypti því slíf sem sett var á öxulinn, en þá kom í ljós að áðurnefnd koparfóðring var aftur orðin ónýt. Ég keypti nýja fóðringu, skipti einnig út pakkdósum og þegar ég setti saman og endaði á að setja flansinn á, sá ég að öxullinn gekk til um ca 2 cm út og inn. Þegar þetta var rannsakað nánar, komst ég að því að flansinn var fyrir "non-abs" öxul, en öxullinn var fyrir abs, en abs öxullinn er örlítið lengri en hinn. Þetta var arfur eftir fyrri eiganda bílsins. Ég keypti því nýjan flans fyrir abs og öxullinn var nú eins og á að vera, hreyfðist lítið sem ekkert eftir að splittið var komið á. Nú gat varla neitt klikkað. En eftir einn góðan túr á Langjökul er pakkdósin aftur farin, því aftur er farið að leka og ég er eiginlega ráðalaus í bili. Nenni ekki að rífa sundur til þess að skipta um pakkdós, bara til að fá leka aftur, svo ég þarf að leita ráða varðandi þetta. Ath. þetta er bara vinstramegin að framan, hægri hliðin er eins og hugur manns. Þekkir einhver góð ráð sem gætu hjálpað ? Hafa menn lent í slíkum vandræðum með öxla frá Stáli og Stönsum? Getur verið að slífin sé að skemma pakkdósina … einhverjar aðrar hugmyndir?
Kv. Óli
21.03.2009 at 19:55 #644058Þá er enn einni Litlunefndarferðinni lokið. Þessi ferð heppnaðist mjög vel. Um 40 bílar voru í hópnum, en í fyrsta sinn prófuðum við að skipta hópnum upp í minni hópa og var einn fararstjóri í hverjum hóp. Þar að auki voru öryggisbílar og aðalfararstjóri var einnig utan hópa. Mér fannst þetta takst vel, en við eigum eftir að fara nánar yfir þetta á næsta fundi Litlunefndar.
Þetta gekk auðvitað vel vegna þess að við erum með frábæra fararstjóra og hópurinn sem kom með okkur var einnig mjög góður og þakka ég öllum fyrir góðan dag.
Eins og Ásgeir hefur sagt hér að ofan fórum við þjóðveginn í Húsafell og þaðan upp að Jaka. Við Jaka var hleypt úr og fóru hóparnir hver fyrir sig upp jökulinn. Skemst er frá því að segja að flestir komust upp á hábunguna en aðrir vel upp í jökulinn, í amk 1100 metra hæð. Einn bíll var skilinn eftir í um 800 metrum og sóttur á bakaleiðinni.
Það var mjög blint á jöklinum og keyrðum við eftir GPS tækjum upp jökulinn og að hluta til niður aftur. Þá birti til og eftir það gekk á með éljum. Færið var ágætt og lítið breyttir bílar fóru næstum alveg upp eftir að hafa hleypt vel úr.
Þegar niður var komið var ákveðið að skipta upp hópnum, minni bílarnir fóru í Húsafell en við hinir fórum Kaldadal. Það gekk ágætlega, þrátt fyrir smávægilegar festur og komust allir á endanum til byggða.
Ég þakka fararstjórunum aftur fyrir frábært starf og þátttakendum fyrir mjög góðan dag.
Kv. Óli, Litlunefnd
19.03.2009 at 10:39 #643262Athugið að í ljósi veðurspár fyrir helgina hefur ferðatilhögun í "Marsferð" Litlunefndar verið breytt.
Upphaf ferðar verður eins og áður hefur verið auglýst, hist á Select kl. 8:30 og brottför þaðan kl. 9:00. Við munum hinsvegar EKKI fara á Þingvöll og um Kaldadal, heldur verður farið á malbikinu beint í Húsafell og hópurinn þéttur þar. Síðan verður gerð atlaga að Langjökli.
Við tökum við skráningum út daginn í dag á litlanefndin@f4x4.is.
Kv. Óli, Litlunefnd
18.03.2009 at 23:01 #643256Við tökum við skráningum út annaðkvöld, fimmtudagskvöld.
Kv. Óli, Litlunefnd
18.03.2009 at 20:52 #643252Til að koma í veg fyrir misskilning, þá á ekki að fara til Mars í þessari ferð, heldur á Langjökul !
Enn er opið fyrir skráningar í ferðina, sjá frétt [url=http://www.f4x4.is/new/news/default.aspx?file=705:335rsury][b:335rsury]hér.[/b:335rsury][/url:335rsury]
Kv. Óli, Litlunefnd
18.03.2009 at 11:21 #643250Svo er auðvitað hægt að skrá sig á kynningarfundinum í kvöld !
Kv. Óli, Litlunefnd
17.03.2009 at 21:11 #643244Kynningarfundurinn verður ekki á opnu húsi, heldur á fundi annaðkvöld kl. 20:00, þar sem Hjálparsveitin verður með svolítið námskeið auk þess sem við í Litlunefndinni kynnum ferðinna.
Kv. Óli
17.03.2009 at 18:44 #643240Ferðalangar í Litlunefndarferð. Munið kynningarkvöldið annaðkvöld (miðvikudagskvöld) kl. 20:00 á Eirhöfðanum.
Hjálparsveit fer yfir ýmis atriði varðandi ferðir og Litlanefndin kynnir fyrirhugaða ferð.
Kv. Óli, Litlunefnd
10.03.2009 at 13:56 #642868Við þetta má bæta að enginn fer fram á að settar séu inn mörg hundruð myndir úr hverri ferð, en það deyr enginn úr elli við að setja inn nokkrar myndir og setja t.d. link á aðalmyndasafnið sem getur verið annarstaðar.
Mér finnst mikilvægt að miðstöð mynda úr ferðum á vegum klúbbsins sé hér á síðunni.
kv. Óli
-
AuthorReplies