Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.07.2009 at 12:57 #205267
Góðan dag
Ég er með Garmin 525 sem virkar vel og er gott tæki. En ég er að lenda í því að í ákveðnum aðgerðum þá truflar tækið VHF stöðina, þeas hún stoppar á skanni og suðar bara á einhverri rásinni þar til viðkomandi aðgerð er lokið á GPS tækinu. Einnig virðist GPS tækið trufla útvarpið, það verða mun lélegri móttökuskilyrði á útvarpinu þegar tækið er í gangi, en þegar slökkt er á því þá detta inn útvarpsstöðvar. Er einhver sem kannast við þetta og hvað hægt væri að gera í þessu ?
Kv. Óli M.
23.06.2009 at 18:00 #649242Ég held nú að aðalástæðan fyrir því að fólk verður óþolinmótt og pirrað sé ekki endilega vegna þess að lítið sést breytast á vefnum, heldur vegna þess að fólk veit ekki hvað er að gerast. Þessvegna myndi það létta á vefnefnd að setja fram einhverskonar útgáfuáætlun. Þá eru gefnar upp upp dagsetningar þar sem fram kemur hverju er bætt við á þeirri dagsetningu og það verður síðan að standa við það og ef það tekst ekki að koma þá með athugasemdir um það og gera nýja áætlun.
Þetta gefur okkur sem notendum þær upplýsingar sem við þurfum og í stað þess að glápa á vef sem ekkert breytist, getum við látið okkur hlakka til að sjá þær breytingar sem koma á næsta útgáfudegi. Það væri eðlilegt að vera með marga útgáfudaga til að byrja með, t.d. vikulega eða oftar, en síðan færri eftir því sem frá líður.
Auðvitað vita flestir að verið er að vinna í vefnum og að það er ekki unnið í raun-umhverfi, það er aukin upplýsingagjöf sem er af hinu góða gagnvart okkur, notendum.
Kv. Óli, Litlunefnd
23.06.2009 at 08:03 #649238Frábært Haffi og þið í vefnefnd, gott að þetta gengur vel hjá ykkur og enn betra að fá að vita eitthvað um það sem er að gerast. Svo nú verða menn að hafa myndirnar tilbúnar til að setja inn þegar þíð eruð búnir að afgreiða málið
Kv. Óli
22.06.2009 at 22:41 #649232Já ég hef nú ekki séð mig knúinn til að skrifa sérstaklega um nýja vefinn enn. Ég er mjög ánægður með það sem komið er, þó maður eigi kannski eftir að læra betur á hann og kannski eigi eftir að lagfæra einhverja smáhluti. Vefnefndin á skilið klapp á bakið fyrir góða vinnu við það sem komið er.
Ég hef hinsvegar verulegar áhyggjur af því hvað seint gengur að koma myndasafninu inn. Með hverjum degi sem liður setur fólk myndirnar sínar annarstaðar og sér svo varla ástæðu til að koma myndunum inn hér líka. Þá dreifast myndirna okkar út um allar trissur í stað þess að safnast fyrir hér. Það sem kannski bjargar einhverju er sumarferðatíminn er ekki kominn, vetrarferðatíminn liðinn og kannski lítið sem hefur verið að gerast undanfarið. En nú er allt að gerast, ferðatíminn að hefjast, landgræðsluferð í Þjórsárdal að baki og einnig vinnuferð í Setrið og vafalaust mikið af skemmtilegum myndum sem fólk vill deila með félögum í klúbbnum.
Nú held ég að vefnefnd ætti að setja sér markmið um að drífa myndasafnið í gagnið á allra næstu dögum, tilkynna þá dagsetningu og standa svo við hana
Síðan má ekki líða of langur tími þar til GPS safnið kemst í gagnið. Mér finnst að vefnefndin ætti einnig að setja sér markmið um hvenær það er komið í loftið.
Að mínu mati eru þetta þeir tveir liðir sem eru lang mikilvægastir til að þessi góða byrjun lognist ekki útaf. Og ég held að það sé miklu mikilvægara að nefndin forgangsraði sinni vinnu þannig að þetta komi fyrst, en smálægfæringar síðar.
Varðandi það að setja inn efni t.d. undir nefndir og deildir, þá er einfalt að leysa það. Það þarf að kenna nefndarmönnum og deldunum að setja inn efni um sína deild, þá er ábyrgðin á því komin af vefnefnd. Ég væri tildæmis meira en tilbúinn að setja inn efni um Litlunefnd, ef ég fengi að vita hvernig það er gert.
Með bestu kveðju,
Óli, Litlunefnd
18.06.2009 at 08:23 #648732Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig, en um hádegið í dag rennur út tíminn til að skrá sig í þessa bráðskemmtilegu ferð.
Kv. Óli, Litlunefnd
15.06.2009 at 21:42 #648194Minnum Litlunefndarfélaga á að skrá sig í landgræðsluferðina um næstu helgi. Skráning og allar upplýsingar á spjallþræði ferðarinnar [url=http://www.f4x4.is/index.php?p=106020&jfile=viewtopic.php&option=com_jfusion&Itemid=228#p106020:2fbeqqg4]hér[/url:2fbeqqg4].
Hægt er að skrá til hádegis á fimmtudag.
Kv. Óli, Litlunefnd
11.06.2009 at 21:01 #648704Minni á að það þarf að skrá sig í ferðina. Þetta verður flott ferð, skemmtilegt að sjá afrakstur svona landgræðsluverkefna og ekki skemmir fyrir að veðrið verður flott, að mér skilst.
Ég hvet alla sem vetlingi geta valdið, litla sem stóra að skella sér með og skrá sig í ferðina.
Kv. Óli, Litlunefnd
10.06.2009 at 08:18 #648700Minni Litludeildarfélaga okkar á að skrá sig í landgræðsluferðina. Það komu fram upplýsingar um það hér á öðrum spjallþræði.
Við ætlum að skella okkur í Þjórsárdalinn og rækta skóg! Skógræktin er við Ásólfsstaði og tjaldvæðið er aðeins ofar þar sem heitir Sandártunga. Vinnusvæðið er svo nánast hinu meginn við aðaðlveginn hólar í átt að Búrfelli, undir og við háspennuvírana.
Koma svo félagar í Litlunefndinni, nú er að drífa sig í útilegu og bráðskemmtilega vinnuferð.
Kv. Óli, Litlunefnd
09.06.2009 at 11:27 #648192Ágætu ferðalangar í Litlunefndarferðum og velunnarar Litlunefndar. Nú er komið að því að leggja okkar af mörkum og blásum við því til ferðar með Umhverfisnefnd ferðaklúbbsins, en Umhverfisnefndin hefur staðið fyrir landgræðsluferðum um árabil.
Nú verður farið í Þjórsárdal þar sem unnið er að Hekluskógaverkefninu með Skógrækt ríkisins.
Upplýsingar um ferðina og skráningu er að finna [url=http://www.f4x4.is/index.php?p=105602&jfile=viewtopic.php&option=com_jfusion&Itemid=228#p105602:eu24b74n]hér[/url:eu24b74n] en gott væri að fá líka póst á litlanefndin@f4x4.is, svo við vitum hverjir ætla að koma með okkur.
Kv. Óli, Litlunefnd
27.05.2009 at 21:01 #204440Góða kvöldið
Litlanefndin ætlar að taka þátt í landgræðsluferð Umhverfisnefndarinnar sem farin verður 19. – 21. júní n.k. Umhverfisnefndin hefur staðið fyrir langdgræðsluferðum í samvinnu við Landgræðsluna, um árabil og nú er verið að vinna að uppgræðslu Hekluskóga í Þjórsárdal. Næg tjalstæði eru á staðnum og fullt af skemmtilegum verkefnum. Nú er tilvalið að við leggjum okkar að mörkum fyrir landið okkar en einnig að kynnast starfsemi klúbbsins og vinna að jákvæðu orðspori hans.
Við munum auglýsa þetta nánar þegar nær dregur, fylgist með hér á síðunni.
Kv. Óli í Litlunefnd
13.05.2009 at 20:47 #647478Sælir, skoðaðu [url=http://forum.ih8mud.com/80-series-tech/179613-cleaning-your-sunroof-drains-faq.html:1cqo2vvh][b:1cqo2vvh]þessa slóð[/b:1cqo2vvh][/url:1cqo2vvh]. Ég lenti í svipuðu, þetta var reyndar ekki vandamálið hjá mér, en kom mér á sporið. Inni í hólfi fyrir framan hurðina og aftan brettið, er slanga sem tekur við vatninu frá topplúgunni og ber áfram. Einhverra hluta vegna var sú slanga komin upp úr sínu röri og beindi vatninu því ranga leið.
Þú ættir að kanna í leiðinni hvort teppið er blautt þeim megin sem sullast og þurrka þá vel.
Kv. Óli
08.05.2009 at 22:08 #204359Sælir félagar
Ég hvet alla félagsmenn til að mæta á aðalfundinn á morgun, laugardag og taka afstöðu til þeirra mála sem þar verður fjallað um.
Það stefnir í spennandi kosningu í nokkrum nefndum og lagabreytingatillögurnar eru umdeildar og verður spennandi að sjá hvernig fer um þá kosningu.
Einnig virðist vanta í nokkrar nefndir, og gaman að fá inn nýja félagsmenn í þær, það er um að gera að bjóða sig fram. Það er líka hægt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum.
Þetta er klúbburinn okkar allra og allir (greiddir) félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundinum. Munið bara að taka félagsskírteinið með, til að fá aðgang að fundinum.
Kv. Óli, (í Litlunefnd sem verður kannski ekki til sem fastanefnd eftir aðalfund)
04.05.2009 at 23:18 #646996Ég er að mörgu leiti sammála Ægi að það væri eðlilegt að fresta því að breyta lögunum skv. þessum breytingatillögum, vinna þau betur í sátt við félagsmenn og leggja fram aftur að ári.
Þetta er ágætis grunnur, en ýmislegt sem þarf að vinna betur. Það er í raun ekki eðlilegt að vera að leggja fram tillögu að nýjum lögum sem eru þannig úr garði gerð, að margra mati, að það þarf að byrja á mörgum breytingatillögum.
kv. Óli
01.05.2009 at 12:50 #646778Eins og fram kemur í öðrum pósti eiga Ólafur, Sigurlaugur og Guðmundur 1 ár eftir, en Kristján hefur lokið sínu ári. Magnús er hættur í nefndinni. Þeir sem bjóða sig fram í áframhaldandi setu eru réttir.
Kv. Óli Litlunefnd
30.04.2009 at 09:25 #646344Hvernig er staðan á hinum nefndunum með þessi mál ?
Kv. Óli
27.04.2009 at 18:55 #646510Ég veit nú ekki alveg hversu lengi sýningin er opin, en það er örugglega hægt að fá upplýsingar um það hjá galleríinu, i8.
Þurfa þeir að vera fastir? Er einhver sem sér það á ljósmynd? hehe.
Mér skildist að það hefði verið umræða um hvort bílar á myndunum væru fastir eða ekki … ég veit fyrir víst að sumir eru ekkert rosalega fastir
Kv. Óli
25.04.2009 at 18:55 #646504Ég fór á þessa sýningu í dag og hún lofar góðu. Það voru komnar einhverjar 30 flottar myndir á vegginn og sýningarhaldarinn sagði að það færu fleiri í prentun sem ætti eftir að setja upp. Ég á sjálfur mynd þarna og mjög skemmtilegt að sjá sína mynd á svona sýningu.
Það væri gaman ef menn fara í gegnum albúmin sín, finna myndir af jeppum í ám og senda á sýningarhaldarana, frábært að fá miklu fleiri myndir.
Kv. Óli, Litlunefnd
24.04.2009 at 08:45 #645992Það má segja að vetrarstarfi Litlunefndar hafi lokið óformlega með síðustu ferð. Það hefur ekki verið hefð hjá Litlunefnd að vera með sumarferðir í nafni nefndarinnar. Það er rætt á hverju ári, en yfirleitt hefur verið ákveðið að efna ekki til slíkra ferða. Ég á von á að slík umræða verði á dagskrá nýrrar Litlunefndar eftir aðalfund, en get ekki svarað hver niðurstaðan verður.
Nú er líka að koma sá tími sem er hvað erfiðastur fyrir jeppafólk, þegar lokanir eru í gildi á fjallvegum. Þá freistast líka oft einhverjir til að leggja í hann en það er einmit það sem er langverst fyrir okkur jeppamenn, en þá kemst af stað sá slæmi orðrómur að jeppamenn keyri á lokuðum leiðum og skemmi allt sem fyrir verður, þannig snýst almenningsálitið gegn okkur.
Þessvegna er mikilvægt að allir jeppamenn bæði á litlum jeppum og einnig á þeim stóru virði þær lokanir sem eru í gangi. Hægt er að fylgjast með lokunum á heimasíðu vegagerðarinnar, t.d. er hægt að sjá hvaða vegir eru lokaðir á [url=http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/faerd-um-allt-land/island1.html:r7ztp17q][b:r7ztp17q]yfirlitskorti yfir færð og veður[/b:r7ztp17q][/url:r7ztp17q]. Einnig er vegagerðin með upplýsingar um hálendisleiðir á heimasíðu sinni undir liðnum [url=http://www.vegagerdin.is/vegakerfid/Fjallvegir/:r7ztp17q][b:r7ztp17q]ástand á hálendisleiðum[/b:r7ztp17q][/url:r7ztp17q].
Ég hvet alla jeppamenn sem vilja standa vörð um hagsmuni okkar að virða þessar takmarkanir og njóta þess svo að ferðast um landið okkar þegar þessum takmörkunum hefur verið aflétt.
Kv. Óli, Litlunefnd
22.04.2009 at 18:34 #645984Á morgun, fimmtudagskvöld, verður myndakvöld og hittingur hjá þeim sem fóru í Litlunefndarferðina um liðna helgi.
Hvet ferðalanga og fararstjóra til að mæta.
Kv. Óli, Litlunefnd
21.04.2009 at 19:58 #204289Nú styttist í aðalfund klúbbsins og koma hér upplýsingar um stöðuna hjá Litlunefnd. Á síðasta aðalfundi voru allir nefndarmenn kosnir nýjir í nefndina. Einn nefndarmaður lét af störfum á tímabilinu og í stað hans var fenginn nýr aðili og er hann því ekki verið kosinn á aðalfundi.
Eftirfarandi voru kosnir til 2 ára og eiga því ár eftir:
– Guðmundur G. Kristinsson
– Ólafur Magnússon
– Sigurlaugur ÞorsteinssonTil eins árs var eftirfarandi aðili kosinn og þarf því að kjósa hann aftur, en hann óskar eftir endurnýjaðri kosningu:
– Kristján KristjánssonEinn hefur ekki verið kosinn en hann kom inn að beiðni nefndarmanna. Hann óskar eftir kosningu:
– Einar Berg GunnarssonÞað má því kjósa um 2 ný sæti í Litlunefnd og þó að félagsmönnum sé frjálst að bjóða sig fram í þessi sæti, hvet ég til þess að að staðið verði á bakvið þá sem nú sitja. Þetta er góður samhentur hópur sem hefur unnið vel í vetur og hefur mikinn áhuga á að halda því áfram.
Þeir sem vilja koma að starfi nefndarinnar auk ofangreindra eru hvattir til að gefa sig fram t.d. sem fararstjórar í ferðir, en það er alltaf gott að eiga góða fararstjóra að.
Fróðlegt er að fá sambærilegar upplýsingar frá öðrum nefndum. Einnig ef einhver hefur hugsað sér að bjóða sig fram, væri forvitnilegt að það kæmi fram.
Kv. Óli, formaður Litlunefndar
-
AuthorReplies