Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.09.2009 at 12:41 #657508
Sæl öll
Eins og allir vita hefur verið blautt undanfarið og því ekki undarlegt að fólk velti fyrir sér hvort við höldum þessari ferð til streitu.
Svarið er já við ætlum í þessa ferð á laugardagin, og það verður auðvitað frábær ferð eins og allar Litlunefndarferðir. Veðurspáin er þokkaleg sbr. eftirfarandi sem ég tók af vedur.is:
[i:311uecoo]Á föstudag og laugardag:
Sunnan- og suðvestanátt, víða 5-10 m/s. Skúrir, en bjartviðri á NA- og A-landi. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast A-lands. [/i:311uecoo]
Þess til viðbótar þá má kannski geta þess að það væri aldrei farið í ferðalög ef maður treysti alltaf bara á veðurspárÞannig er með ár á þessu svæði að þær eru fljótar að jafna sig eftir rigningar og því engin ástæða að ætla að einhver ófærð verði vegna vatnavaxta á laugardaginn. Það verður kannski vatn í ánum, en það er ekki óeðlilegt. Litlanefndin gætir hinsvegar fyllsta öryggis snýr frekar frá en að ana út í ógöngur og engin breyting verður á því í þessari ferð, frekar en öðrum.
Ferðin verður því farin á laugardaginn og hvet ég alla sem vilja skreppa út í nátturuna að skrá sig og koma með. Jafnframt minni ég á kynningarkvöldið okkar annaðkvöld, 17. september í húsnæði klúbbsins að Eirhöfða.
Kv. Óli, Litlunefnd
16.09.2009 at 08:49 #657502Enn fjölgar skráningum hjá okkur og stefnir þetta í frábæra ferð hjá okkur á laugardaginn. Nú er um að gera að skrá sig og koma með í spennandi ferð. Nú eru haustlitirnir farnir að kema sterklega í ljós og má búast við gríðarlega fallegum degi í Þórsmörk á laugardaginn. Við höfum jafnframt lagt inn pöntun fyrir góðu veðri og reiknum við með að það láti á sér kræla strax á laugardagsmorningum.
Kv. Óli, Litlunefnd
11.09.2009 at 12:25 #655500Já þetta er spennandi ævintýri fyrir þá sem eru þarna á ferð í dag og vonandi fara allir varlega.
Eins og vanir fjalla- og vatnamenn vita þá hefur þetta ekkert að segja um hvernig ástandið verður eftir rúma viku. Þá reiknum við með björtu og fallegu veðri, fremur köldu og litlu vatni í ánum
Kv. Óli, Litlunefnd
ps. fylgist með hér á síðunni, seinna í dag opnum við fyrir skráningar í ferðina !!!!
09.09.2009 at 17:52 #655494Sæll Maggi
Það verður örugglega myndað í gríð og erg eins og í öllum Litlunefndarferðum. Það ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir umhverfisnefndina að fá aðgang að einhverju af þeim myndum ef vilji er fyrir því.
Kv. Óli Litlunefnd
09.09.2009 at 08:25 #655490Nú styttist í að við opnum fyrir skráningar í Haustlitaferðina í Þórsmörk.
Til að stytta sér stundir er sjálfsagt að rifja upp ferðir síðasta vetrar, en upplýsingar um þær eru komnar á vefsvæði Litlunefndar, veljið [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=75&Itemid=130:2dumtxt2]Nefndir-Litlanefnd[/url:2dumtxt2] hér að ofan.
Kv. Óli, Litlunefnd
05.09.2009 at 16:29 #656148Enn vantar mig tjakk í skúrinn, ef einhver býr svo vel að eiga tjakk sem hann er hættur að nota
04.09.2009 at 10:32 #655486Ég hef fyrir því heimildir, að það verði fyrirlestur á mánudagsfundinum næsta, sem gæti orðið mjög áhugaverður fyrir Þórsmerkurfara !
Fylgist því vel með dagskránni og þið sem hafið hug á að fara með Litlunefndinni í Þórsmörk þann 19. september n.k. ættu að taka mánudagskvöldið frá.
Kv. Óli, Litlunefnd
04.09.2009 at 08:31 #206246Ég óska eftir hjólatjakk. Hann má vera „sérvitur“, en verður að geta lyft jeppa á 44″ dekkjum. Kíkið í skúrinn og athugið hvort ekki er þar tjakkur sem þarf að komast í notkun.
Látið svo vita í síma 844 4247, eða olafurmag@gmail.com
02.09.2009 at 12:28 #655482Athugið að ekki er byrjað að taka við skráningum í ferðina. Við munum auglýsa sérstaklega þegar þar að kemur. Venju samkvæmt hefst skráning uþb. viku áður en farið er.
Þess má geta að undirbúnings- og kynningarkvöld vegna ferðarinnar verður á opnu húsi fimmtudaginn 17. september n.k.
Ég reikna með nokkrum fjölda í þessa ferð og þessvegna væri gott að fá nokkra fararstjóra með til viðbótar. Þeir sem hafa áhuga á fararstjórahlutverkinu mega senda okkur póst á litlanefndin@f4x4.is.
Kv. Óli, Litlunefnd
26.08.2009 at 13:06 #206053Góðan dag
Á fundi Litlunefndar í gær var ákveðið að fyrsta ferð starfsársins verður haustlitaferð í Þórsmörk, dagsferð sem farin verður laugardaginn 19. september n.k.
Nánari upplýsingar um tímasetningar, ferðatilhögun og skráningu verður sett hér inn þegar nær dregur.
Ef einhverjir hafa áhuga á að starfa með Litlunefndinni sem fararstjórar og aðstoðarfólk í haust og vetur, sendið okkur þá línu á litlanefndin@f4x4.is.
Kv. Óli, Litlunefnd
25.08.2009 at 12:12 #654964Hægt er að hlusta á viðtalið [url=http://dagskra.ruv.is/ras1/4416382/2009/08/25/:riigdeug]hér[/url:riigdeug].
Kv. Óli
21.08.2009 at 17:18 #654854Litlanefndin fundar í byrjun næstu viku og þá verður sett dagsetning á fyrstu ferðina í haust. Stefnan er á Þórsmörk í september, en verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Kv. Óli, Litlunefnd
21.08.2009 at 08:22 #654782Magnum, það má kannski bæta landgræðsluverkefnunum á þennan lista. Því þar hefur klúbburinn, undir stjórn Umhverfisnefndar, komið mjög sterkur inn.
Kv. Óli
20.08.2009 at 19:47 #649282Gaman að sjá að nöldrararnir eru komnir úr sumarfríi og byrjaðir að nöldra, nú fer þetta að verða eins og þetta á að vera, allt að komast í rútínu og maður farinn að þekkja sitt fólk aftur ….
Kv. Óli
18.08.2009 at 20:47 #651868Sammi, ég prófaði að taka loftnetið á VHF stöðinni úr sambandi og þá var talstöðin til friðs, sama hvað ég hamaðist á GPS tækinu. Hvað svo, líklega þarf ég að fá einhvern góðan snilling til að mæla loftnetið … eða ?
Kv. Óli
13.08.2009 at 23:05 #651858Ok, hvar fæ ég slíka græju ?
Raggi, þetta er tengt beint á geyminn.
Kv. Óli
13.08.2009 at 09:55 #653872Þessu til viðbótar þá getur verið áhugavert og skemmtilegt að skoða
[url=http://www.ih8mud.com/:ri1mp2cd]þessa síðu[/url:ri1mp2cd].Kv. Óli
12.08.2009 at 21:23 #653864Sælir
Ég rakst á þennan einhverstaðar. Reyndar ekki á tungumáli sem allir skilja, en þegar forsíðunni sleppir, þá sleppir einnir rússneskunni og varahlutanöfnin eru á ensku. Þetta eru sömu teikningar og númer og Toyota notar, svo þetta á að vera nokkuð pottþétt. En ef einhver veit um betri partabók, þá má hinn sami gjarnan pósta því hér.
[url=http://www.detali.ru/cat/oem_to0.asp?cat=791340&RG=G&Year=2007:ccyl3jdl]Rússneska bókin[/url:ccyl3jdl]
Kv. Óli
09.08.2009 at 10:45 #653630En hvað gerist þá þegar þú setur læsinguna á ? Ertu búinn að prófa að láta einhvern setja læsinguna á fyrir þig og vera sjálfur undir bílnum og athuga hvort eitthvað gerist ? Ef þetta er eins í báðum, hljómar það nú frekar sem "tölvustýringin" sem er ekki að gefa rétt merki til læsingamótorsins….. Og það þekki ég því miður ekki svo vel. Hér er þó fullt af snillingum í þessum efnum sem geta vonandi hjálpað þér frekar.
Kv. Óli
08.08.2009 at 21:27 #653626Eru þeir báðir svona, eða bara annar ?
Ég lenti í svipuðu, og eftir að hafa prófað að taka mótorinn úr og hreinsa hann upp og ekkert virkaði samt íkomið, þá skipti ég um víralúmmið. Þetta var að aftan, en tengi fyrir vírana er aftan við hjólaskálina vinstra megin ef ég man rétt. Ekkert stór mál að skipta um þetta. Ég skipti um skynjarann í leiðinni, þennan sem skynjar hvort læsingin er komin á.
Þetta er ágætis búnaður ef maður passar bara að setja læsingarnar á öðru hverju. Sumir segja vikulega, en ég hef gert það eitthvað sjaldnar sem samt nokkuð reglulega og þetta virkar bara fínt núna.
Eins of kemur fram hér að ofan þá er hægt að fá lofttjakka líka, en ég er ekki viss um að það sé neitt betra ef maður passar bara uppá að hreyfa þetta og etv. að hreinsa læsingarmótorinn öðru hverju.
Kv. Óli
-
AuthorReplies