Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.10.2009 at 10:25 #660350
Áætluð leið liggur frá Hvolsvelli eftir Emstruleið og inn á Hungurfitsleiðina við Markarfljótsgljúfur (N63 46.726 W19 25.188), skammt sunnan Mosa. Þaðan til vesturs og norður að Krók (N63 49.919 W19 24.441). Siðan nánast beint til vestur að Hungurfitsskála (N63 50.547 W19 32.833) og þaðan inn á Fjallabaksleið Syðri (N63 51.304 W19 34.210). Áætlað er að halda þaðan til byggða við Keldur (N63 49.486 W20 05.212).
Þetta verður auðvitað skoðað nánar þegar nær dregur mtt. snjóalaga og þessháttar. Mögulegt er að ferðatilhögun verði breytt en það verður auglýst þegar nær dregur.
Kv. Óli, Litlunefnd
07.10.2009 at 20:48 #660656Hjalti, prófaðu bara að senda póst á vefnefnd (vefnefnd@f4x4.is) varðandi þetta atriði … þeir redda svona málum fljótt og vel.
Kv. Óli
07.10.2009 at 20:29 #660652Hér er umrædd tafla:
[img:1c18qj80]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=262034&g2_serialNumber=1[/img:1c18qj80].Líklega upphaflega fengin að láni af vef Útivistar.
Kv. Óli
07.10.2009 at 12:50 #660874Takk Ofsi fyrir að vekja athygli á þessu. Um að gera að reyna að halda öllum þessum málum til haga og ég veit að það gera það fáir betur en þú.
kv. Óli
07.10.2009 at 12:49 #660736Hehe þetta gæti stefnt í mjög góðan skítkasts-þráð ef allir væri í jafn góðu skapi og sumir hehehe
06.10.2009 at 09:08 #207093Góðan dag
Litlanefnd hefur sett niður dagsetningu fyrir næstu ferð nefndarinnar, en eins og flestir vita stendur Litlanefndin fyrir dagsferðum einusinni í mánuði allan veturinn, að undanskildum desember, en þá er jólafrí hjá Litlunefnd.
Næsta ferð verður laugardaginn 31. október n.k. og kynningarkvöld vegna ferðarinnar verður á opnu húsi, fimmtudaginn 29. október. Við stefnum á að fara s.k. Hungurfitsleið og er þessi ferð opin öllum jeppum (sem hafa hátt og lágt drif) og bæði fyrir félagsmenn sem utanfélagsmenn. Fjölskyldufólk er sérstaklega boðið velkomið.
Skráning og nánari upplýsingar um þessa ferð koma hingað á síðuna þegar nær dregur ferð.
Félagar, bendið þeim sem þið þekkið og eru á lítið breyttum eða óbreyttum jeppum, á þennan frábæra kost í ferðamennsku. Við tökum vel á móti öllum.
Kv. Óli, Litlunefnd
05.10.2009 at 10:54 #659714Góðan dag
Hér á þessum þræði er farið að blanda saman tveim óskyldum málum. Annarsvegar það sem ég lagði upp með í upphafi, þ.e. að hvetja félagsmenn til að halda vefsíðu klúbbsins lifandi, með því að setja inn myndir. Hitt málið er "ég er ósáttur við nýju síðuna" Það er auðvitað mikilvægt fyrir þá sem vilja tjá sig um það.
Málið er hinsvegar það, hvort sem fólki líkar síðan eða ekki, þá er þessi síða núverandi andlit klúbbsins út á við og á meðan svo er þá eru það tryggir félagsmenn sem halda henni lifandi, með upplýsingum á spjallþráðum og með því að setja inn myndir. Það er eðlilegt að sumir vilji það ekki og ekkert við því að gera.
Það getur líka verið svolítið óaðlaðandi að setja inn myndir í fyrsta (eða fyrstu) skiptin, en það er það á flestum stöðum á meðan maður kann það ekki, meira að segja á hinni heittelskuðu Facebook en eftir að hafa þrælað sér í gegnum það í 1-2 skipti þá er þetta nú ekki svo erfitt.
Svo í mínum huga snýst þetta ekki endilega um hvað fólki finnst um vefsíðuna, heldur hvað fólki finnst um klúbbinn. Þeir sem eru á móti nýju síðunni geta einmitt beitt sér í því að bæta um betur, en á meðan þetta er svona þá er það í okkar höndum að halda andliti klúbbsins út á við lifandi.
Ég vill taka það fram að ég er enginn sérstakur talsmaður vefnefndar eða stjórnar eða vefsíðunnar, heldur þykir mér vænt um þennan klúbb og vill gjarnan að vefsíðan sé lifandi, klúbbsins vegna.
Kv. Óli
05.10.2009 at 09:14 #659708Tryggvi:
Þegar þú velur upphleðslu eftir að hafa valið myndir, kemur gluggi sem býður stærðarbreytingu, þarna þarf að velja enga breytingu, nei. Merkja þarf aftur áður við "show thumbnails" og "resize picture" í Upload applet.
Ef þú gerir þetta svona, verða myndirnar ekki svartar. En þú þarft að hlaða þeim upp aftur.Hlynur:
Leiðinilegt að við hin fáum ekki að upplifa þínar góðu stundir á fjöllum. Það er missir af því þar sem þú ferð svo margar spennandi ferðir og mikið að skemmtilegum myndum hafa komið úr þínum ferðum.Kv. Óli
04.10.2009 at 16:17 #659696Ég ætla nú ekkert sérstaklega að ræða um auglýsendur á síðunni, eitthvað sem hjálpar til að halda lífi í klúbbnum, eða litaval, sem er svipað og á gömlu síðunni, enda kemur það myndasafninu ekkert við.
En ég verð að vera sammála um að ég skoða myndir minna á þessari síðu en á gömlu, en ég held að það komi m.a. til vegna þess að það er ekkert augljóst á forsíðunni sem beinir mér inn á myndasíðurnar. Þeir byrjuðu strákarnir í vefnefnd á að hafa "random" mynd og nýjustu mynd á forsíðunni, en það virtist hægja á síðunni, svo það var tekið út. Kannski væri hægt að vera bara með "random" mynd eða bara nýjustu mynd á forsíðunni og hafa svo sjálfvalið að nýjustu myndir birtist þegar valið er að fara í myndasafn. En það má kannski bæta við þetta að á meðan við félagar setjum ekki inn nýjar myndir, þá eru engar nýjar myndir til að skoða !
Kv. Óli
02.10.2009 at 20:38 #659944Svo "stal" ég fleiri myndum frá Lellu:
[img:3l3ancv7]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=260615&g2_serialNumber=1[/img:3l3ancv7]
[img:3l3ancv7]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=260617&g2_serialNumber=1[/img:3l3ancv7]
[img:3l3ancv7]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=260619&g2_serialNumber=1[/img:3l3ancv7]
kv. Óli
02.10.2009 at 19:01 #659938Stal þessum myndum af feisbúkksíðu Lellu
[img:9fblnpud]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=260579&g2_serialNumber=1[/img:9fblnpud]og
[img:9fblnpud]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=260576&g2_serialNumber=1[/img:9fblnpud]
02.10.2009 at 14:44 #659680Ég held að það sé eðlilegt að einhverjir séu ósáttir við, eða kannski ekki tilbúnir til að læra á nýju síðuna, en þá verður bara svo að vera. Við hin verðum þá að vera dugleg að vinna í því að gera síðuna okkar flotta, líflega og skemmtilega fyrir okkur öll sem erum í klúbbnum og alla hina sem hafa áhuga á starfi okkar.
Og ég stend við fyrri hvatningu mína, að menn nýti síðuna okkar til að setja inn myndir af viðburðum sem tengjast starfi klúbbsins.
Kv. Óli
01.10.2009 at 08:29 #206940Sælir félagar
Fyrst langar mig að hrósa þeim sem eru að setja myndir inn á síðuna hjá okkur. Til dæmis voru flottar myndir Erlings úr haustferð eyjafjarðardeildarinnar(hér) og núna síðast myndir Steins Kára úr Landmannalaugum (hér). En hvar eru myndir úr vinnuferðinni í Setrið? Og vatnasullsferðinni (kannski ferð Útivistar, en það voru félagsmenn með í ferðinni samt) ? Og fleiri ferðum sem farnar hafa verið?
Ég veit að eitthvað er af myndum hingað og þangað, sumar til dæmis á „feisbúkk“, en það dugar skammt fyrir bæði félagsmenn og aðra sem eru væntanlegir félagsmenn, sem ekki eru „vinir“ okkar á facebook. Einnig getur verið erfitt fyrir fólk að vita á hvaða öðrum síðum hægt er að leita að flottum myndum úr ferðum okkar.
Nú skora ég á félagsmen að vera duglegir að setja inn myndir hingað á síðuna okkar í haust og vetur, því það erum við sem sjáum til þess að vefurinn sé lifandi og skemmtilegur, það gerir það enginn fyrir okkur.
Kv. Óli
R-3756
30.09.2009 at 14:43 #659522Sko Lella, svona virkar vefurinn vel 😉
Kv. Óli
24.09.2009 at 08:22 #658122Athugið að á opna húsinu í kvöld verður myndasýning úr ferð Litlunefndar í Þórsmörk um síðustu helgi. Allir sem voru með og tóku myndir eru hvattir til að mæta og deila með okkur myndum, hinir eru hvattir til að koma og skoða
Sjálfur er ég búinn að taka saman myndband úr ferðinni sem ég sýni ef áhugi verður fyrir því.
Kv. Óli, Litlunefnd
23.09.2009 at 08:42 #658496Já ég held að allir sem hafa uppfært hafi lent í þessu, enda "expected behaviour", þetta á semsagt að vera svona. Mér fannst þetta vont fyrst, en venst ágætlega, sérstaklega þegar maður þysjar inn á ákveðin svæði.
Kv. Óli
19.09.2009 at 21:29 #658116Já þetta var afskaplega vel heppnuð ferð í Þórsmörk í dag. Við fengum mjög fallegt veður, stillt og bjart og aðeins hafði snjóað í fjallstoppa um nóttina, ekta fínt haustveður. Haustlitir voru komnir í Þórsmörk, en þó ekki í algleymingi, slíkt gæti orðið um næstu helgi.
Í stuttu máli lagði af stað hópur 28 bíla úr bænum og hélt sem leið lá í Bása. Vöðin á leiðinni voru frekar auðveld yfirferðar en þó kom vaðið á Hvanná á óvart, það var nokkuð djúpt, en þar sem það var svo stutt, komust allir yfir án vandræða. Við stoppuðum góða stund í yndislegu veðri í Básum. Síðan var haldið að vaðinu á Krossá við Langadal. Eftir að hafa skoðað það all-vel fundum við góða leið í báðar áttir. Fararstjórar beindu bílunum rétta leið yfir og fóru allir bílarnir þar yfir. Allir komust síðan aftur til baka. Á bakaleiðinni skoðuðum við vaðið á Krossá á Húsadalsleið, en það var heldur djúpt fyrir minni bílana og því ákveðið að snúa frá og halda heim.
Ég held að flestir hafi verið sáttir við þessa ferð og notið fallegs dags í Þórsmörkinni. Ekkert var um bilanir og vandræði og allir komust heilir til byggða.
Ég vill þakka fararstjórnunum fyrir hjálpina í þessari ferð, þið stóðuð ykkur með stakri prýði og vonandi sjáumst við í fleiri ferðum í vetur.
Kv. Óli, Litlunefnd
ps. myndir koma inn á morgun
17.09.2009 at 15:20 #657522Minni á að í dag er síðasti skráningardagur. Leiðbeiningar um skráningu að finna í frétt [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=883:skraning-hafin-i-haustlitafere-litlunefndar-i-torsmoerk-19-september-2009&catid=75:litlanefnd&Itemid=130:l3qmirsa]hér[/url:l3qmirsa].
Kynning á ferðinni fyrir þátttakendur verður á opna húsinu í kvöld kl. 20:30.
Kv. Óli, Litlunefnd
17.09.2009 at 08:15 #657520Athugið að í dag er síðasti skráningardagur í haustlitaferð Litlunefndar í Þórsmörk. Hægt er að mæta á kynningarkvöldið í kvöld kl. 20:30 og skrá sig þar, en þægilegra þykir okkur þó að fá skráningarnar í tölvupósti.
Allar upplýsingar um hvernig á að skrá sig er að finna [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=883:skraning-hafin-i-haustlitafere-litlunefndar-i-torsmoerk-19-september-2009&catid=75:litlanefnd&Itemid=130:8hsqwytp]hér[/url:8hsqwytp].
Kv. Óli
16.09.2009 at 18:13 #657540Ofsi, þetta er ekkert mál, við setjum bara keðjur og hengilása fyrir hinar leiðirnar, það er í tísku, þá er bara ein leið eftir
Kv. Óli
-
AuthorReplies