Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.01.2010 at 21:10 #674658
Nú er skráning hafin í Litlunefndarferðina. Sjá nánar í frétt hér á forsiðunni.
Kv. Óli, Litlunefnd
07.01.2010 at 08:54 #674654Það var lagið, Þórður. Við tökum jákvæðnina á þetta og gerum þetta að skemmtilegri ferð, eins og allar Litlunefndarferðir eru.
kv. Óli
06.01.2010 at 21:32 #674650Gott kvöld
Litlunefndarferðir eru miðaðar við óbreytta og lítið breytta jeppa og því eru bílar á 33" dekkjum vel græjaðir fyrir ferð með okkur. Enginn verður skilinn eftir, enginn látinn snúa við á undan öðrum og föstum bílum hjálpað.
Varðandi ferðatilhögun, þá er færið svo breytilegt milli daga, sérstaklega þegar komin er úrkoma eins og núna er og því ágætt fyrsta markmið að stefna á hábunguna. Í Litlunenfdarferðum höfum við ekki verið feimnir við að breyta út frá áætluninni ef svo ber undir og í ljósi þess skoðum við aðstæður á staðnum.
Ég vil svo benda nýliðum og óreyndum á að fimmtudagskvöldið 14. janúar verðum við með kynningu á ferðinni og svolítið grunn-námskeið í jeppamennsku.
kv. Óli, Litlunefnd
05.01.2010 at 22:17 #209590Góða kvöldið
Eins og komið hefur fram í dagatalinu hér á síðunni er næsta Litlunefndarferð laugardaginn 16. janúar n.k. Þessi ferð hefur fengið vinnuheitið „Langjökull 2010, taka 1“.
Við ætlum að reyna að komast upp á hábunguna ofan Jaka, en leiðarval að Jaka verður ákveðið þegar nær dregur ferðinni og vitað hvernig veður og færð þróast.
Skráningar eru ekki hafnar enn, en slíkt verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.
Takið frá laugardaginn 16. janúar n.k. og fimmtudagskvöldið 14. janúar fyrir kynningarkvöld vegna ferðarinnar.
Kv. Óli, Litlunefnd
03.01.2010 at 21:26 #674056Og okkur öllum til ánægju og yndisauka var ég að klippa saman smá myndband úr ævintýraferð okkar í gær. Það má sjá [url=http://www.youtube.com/watch?v=LS_52OnhpRU:275fsnl9]hér[/url:275fsnl9].
Kv. Óli
03.01.2010 at 12:00 #209491Góðan dag
Fórum á nokkrum bílum á Langjökul í gær og var nokkuð mikil umferð. Við fórum frá Jaka, fylgdum förum sem fylgdu trakki sem við vorum með inn í átt að Þursaborg. Um 4 km vestan við Þursaborg lentum við á sprungusvæði sem mig langar að vara við. Þarna voru yfirleitt frekar mjóar sprungur en þær opnuðu sig verulega inn á milli og 3 bílar í okkar hóp misstu hjól niður í sprungur. Þarna voru margir bílar búnir að keyra yfir og einskær heppni að ekki hafa fleiri bílar farið þarna niður. Ég reyni að sýna þetta á myndum í myndaalbúminu mínu. Að mínu mati borgar sig fyrir menn að nota trökk sem eru nokkuð sunnar, en það er nánast enginn snjór ofaná ísnum á jöklinum og því afar grunnt niður á sprungur.
Kv. Óli
01.01.2010 at 18:28 #673832Já það er fínt, Jói. Við verðum líklega á Þingvöllum einmitt um níuleytið, nema við hinkrum eftir Guðmundi og félögum. Finnst þó líklegra að við brunum bara af stað og sjáum hvort við rekumst ekki á þá aðeins síðar.
Þú getur hringt í mig ef þig fer að lengja eftir okkur, eða fylgst með á 47.
kv. Óli
01.01.2010 at 17:29 #673828Glæsilegt, gott að vita af ykkur
kv. Óli
01.01.2010 at 16:14 #209457Góðan dag
Ætlum að fara á nokkrum bílum á Langjökul á morgun laugardag. Ef einhverjir vilja slást í hópinn þá eruð þið velkomin. Förum frá Select kl. 8:30, um Kaldadal að Jaka. Verðum á rás 47 á vhf.
kv. Óli s. 844 4247
30.12.2009 at 11:23 #209419Hver er maður ársins hjá Ferðaklúbbnum 4×4?
Mín uppástunga er Jón Snæland fyrir óendanlega mikið vinnuframlag og þrautsegju við að reyna að tryggja ferðafrelsi okkar allra.
Hvern sjáið þið sem mann ársins ?
Kv. Óli
30.12.2009 at 08:28 #673556Ég sé nú ekki betur en að þetta sé Deildartunguhver í Borgarfirði, en einhverntíman var mér sagt að Deildartunguhver væri vatnsmesti hver á Íslandi. Nánari upplýsingar eru t.d. [url=http://www.husafell.is/nagrenni/deildartunguhver.htm:2b8vynn0]hér[/url:2b8vynn0].
Hann er staðsettur ca á N64 40.105 W21 24.570.
Kv. Óli
24.12.2009 at 13:43 #672946Litlanefndin sendir öllum félagsmönnum, þeim sem ferðast hafa með okkur í ár og öllum velunnurum nefndarinnar okkar bestu jólakveðjur.
Við þökkum fyrir árið sem er að líða og hlökkum til að sjá sem flesta með okkur í Litlunefndarferðum á næsta jeppaári.
Stjórn Litlunefndar
27.11.2009 at 21:58 #66899221.11.2009 at 17:49 #667878Hópurinn er nú allur lagður af stað frá Jaka. Ferðinni var slitið þar og héldu minni bílarnir niður í Húsafell og síðan malbikið heim, en stærri bílarnir ákváðu að fara Kaldadalinn á eigin vegum.
Mér heyrðist á Kristjáni að allir væru himinlifandi með daginn og hann minntist sérstaklega á að þyngsti bíllinn, Ram á 35" komst í 950 metra hæð á Langjökli og aðrir hærra.
Þar sem búið er að slíta ferðinni er þetta síðasti fréttapistill fréttaritarans úr þessari ferð, nema mér berist eitthvað sérstakt til eyrna varðandi ferðalangana.
Kv. Óli
21.11.2009 at 16:40 #667876Það er ekki að spyrja að Litlunefndarferðunum, alltaf verða einhver ævintýri. En hópurinn fór að Jaka og komst hluti hans upp í 1200-1300 metra hæð í heiðskíru og fallegu veðri og ágætu færi.
Rétt í þessu voru þeir að snúa við og halda niður að Jaka, enda byrjað að rökkva og vildu þeir komast niður fyrir myrkur. Eftir því sem Kristján sagði ætlaði hluti hópsins að fara Kaldadalinn til baka, en ég fékk ekki alveg á hreint hvort einhverjir ætluðu í Húsafell. Enda ætlaði hann að þétta hópinn við Jaka og taka stöðuna.
Fleiri fréttir síðar.
Kv. Óli
21.11.2009 at 14:02 #667874Enn heyrði ég í Kristjáni. Þeir heyrðu frá aðilum sem voru á Kaldadal og þar sem þar er fínasta færi, var ákveðið að fara með hópinn eftir línuveginum inn á Kaldadalsveg og að Jaka. Þar munu þau jafnvel reka nefið á Langjökul ef vel gengur. Ferðalok munu því breytast eitthvað, en meira verður af fréttum þegar lengra liður.
Kv. Óli
21.11.2009 at 13:45 #667872Hópinn er kominn af stað frá Hlöðufelli og mun skipta sér. Hluti hópsins ætlar að halda línuveginn til vesturs og fara niður á Þingvöll aftur. Er það hópur vinnufélaga auk nokkurra annara sem fara þar vegna bilana eða hættu á að slíku. Restin heldur austur eftir línuveginum og ætla Mosaskarðið og ákveða síðan hvaða leið verður valin til að halda áfram. Mér heyrðist ætlunin hjá Kristjáni væri að enda ferðina á Geysi. En það er nú varla tímbært að ræða ferðalok strax
Kv. Óli
21.11.2009 at 13:06 #667870Nú er Litlunefndarhópurinn við Ferðafélagsskálann undir Hlöðufelli. Að sögn Kristjáns gengur eiginlega of vel hjá þeim ! Á vegi þeirra hafa orðið 4 litlir skaflar og var engin hindrun í þeim.
Nú munu fararstjórarnir halda svolítinn fund og ræða framhaldið og fæ ég að vita af því á eftir.
Kv. Óli
21.11.2009 at 10:21 #667868Hópurinn var að leggja afstað frá Þingvöllum. Það er fremur lágskýjað hjá þeim, en er að birta til. Allt gengur vel að því undanskildu að það þurfti að herða á hosum hjá Mjallhvíti áður en lagt var af stað, en hún er nýbúin að fá nýjan vatnskassa. Einnig var ein súkkan skilin eftir á Þingvöllum, vegna hitavandamála. Súkkan verður sótt á heimleiðinni.
Kv. Óli
21.11.2009 at 09:23 #208449Góðan dag
Rétt í þessu var hópur ca. 33 bíla að leggja af stað frá Select í átt að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Þar á að þétta hópinn áður en haldið er á vit ævintýranna. Það var ekki annað að sjá, en að allir væru spenntir fyrir þessari ferð og með bros á vör.
Skemmtilegt var að sjá hóp af súkkum sem kom með og gaman í því samhengi að benda á heimasíðu þeirra strákanna http://www.sukka.is.
Ég reikna með að næst komi inn fréttir af ferðinni í kring um hádegið.
Kv. Óli sem er fréttaritari í dag
-
AuthorReplies