Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.03.2010 at 16:28 #686602
Eins og fram hefur komið, hér að framan stendur Litlanefndin fyrir ratleik í sinni næstu ferð. Svona ferð þarfnast nokkurs undirbúnings, bæði fyrir ferðina í leiðarvali og fyrirkomulagi, mögulega í aðdraganda ferðarinnar og svo auðvitað í ferðinni sjálfri.
Í ljósi þess boðar Litlanefndin til fundar, þriðjudaginn 16. mars n.k. kl. 20:00 í húsnæði klúbbsins að Eirhöfða, þar sem [b:1xl1jwua]allir sem áhuga hafa á að aðstoða okkur eru boðaðir[/b:1xl1jwua]. Við viljum gjarnan fá alla sem á einhvern hátt eru tilbúnir að aðstoða, hvort sem er við undirbuninginn og/eða framkvæmdina.
Jafnframt minni ég á að enn er hægt að bóka sig á gps-námskeiðið sem Arctic Trucks setti upp í tengslum við þessa ferð, en nánari upplýsingar um þetta ágæta námskeið er að finna á [url=http://www.arctictrucks.is/Forsida/Fraedsla/Jeppaskolinn:1xl1jwua]heimasíðu Arctic Trucks.[/url:1xl1jwua]
Kv. Óli, Litlunefnd
11.03.2010 at 20:24 #686600Minni á að skráning á GPS námskeiðið er í gangi. Það er takmarkaður sætafjöldi og skv. mínum upplýsingum eru amk 17 aðilar nú þegar skráðir. Því er ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig á [url=http://www.arctictrucks.is/Forsida/Fraedsla/Jeppaskolinn:1hqo3k6z]heimasíðu Arctic Trucks[/url:1hqo3k6z]. Frétt um námskeiðið er [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1059:gps-namskeie&catid=75:litlanefnd&Itemid=130:1hqo3k6z]hér á forsíðunni[/url:1hqo3k6z].
Kv. Óli, Litlunefnd
10.03.2010 at 10:28 #211348Næsta Litlunefndarferð verður 27. mars n.k. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvert verður farið og ekki endilega víst að slíkt væri gefið upp, enda verður um einhverskonar ratleik að ræða. Ratleikurinn byggir á notkun GPS tækja og í því samhengi stendur Litlanefndin fyrir GPS námskeiði ásamt Arctic Trucks eins og sjá má hér á forsíðunni.
Það að vera með GPS tæki er auðvitað ekki forsenda fyrir því að koma með í ferðina, en þó er mun skemmtilegra að hafa slíkt tæki með í för þegar um svona ferð er að ræða.
Litlanefndin hvetur þá sem hafa hugsað sér að koma með okkur, að kynna sér GPS námskeiðið á heimasiðu Arctic Trucks.
Nánari upplýsingar um ferðina koma hér á síðuna þegar nær dregur.
Kv. Óli, Litlunefnd
26.02.2010 at 11:07 #683334Ég get ekki séð neitt að því að spyrja hann, þó hann verði ekki allt kvöldið að predika yfir okkur…..
Kv. Óli
26.02.2010 at 09:00 #683330Jón, svona er þetta …. maður fær ekki alltaf allt sem maður vill
En ég treysti því að Andrés velji það besta úr sínum fyrirlestri í þann tíma sem hann hefur. Held það sé hollt fyrir alla jeppamenn og fleiri að koma og hlusta á það sem Andrés hefur að segja.
Kv. Óli
26.02.2010 at 08:43 #683326Ég bendi á að Andrés Arnalds verður með fyrirlestur sinn, Ísland örum skorið – eða hluta úr honum á félagsfundi okkar í Mörkinni á mánudagskvöldið kemur. Sjá auglýsingu á forsíðu.
kv. Óli
21.02.2010 at 21:05 #684284Þú situr ekki auðum höndum þessa helgina. Flott þið fenguð góða ferð og gaman að vita að hægt er að skella sér á Skjaldbreið.
Kv. Óli
20.02.2010 at 22:57 #684092Það er litlu við frásögn Ásgeirs að bæta nema helst að þakklæti til allra fararstjóranna sem stóðu sig frábærlega. Einnig þakklæti til Ásgeirs fréttaritara og auðvitað allra þáttakendanna, en þetta var mjög jákvæður og skemmtilegur hópur sem naut lífsins á fjöllum.
Ekki má gleyma innilegu þakklæti til rekstraraðila Kerlingarfjallaskálans, fyrir að leyfa okkur að komast þangað inn. Það reyndi lítið á það, þar sem veðrið var svo gott að flestir sátu úti og borðuðu nestið sitt, en ákveðið öryggi í að vita að hægt var að komast inn ef á þyrfti að halda.
Svo má minna á að myndakvöld úr ferðinni verður á opnu húsi á fimmtudagskvöldið kemur.
Kv. Óli, Litlunefnd
18.02.2010 at 08:29 #681516Hmm snjó ? Við erum eiginlega búin að gleyma hvað það er ….
En að öllu gríni slepptu þá eigum við síður von á miklum snjó. Það getur auðvitað verið eitthvað í veginum en með óbreytta og lítið breytta bíla getur það verið svolítið ævintýri. En svo er úr ýmsu að moða þegar komið er í Kerlingafjöll. Aðalatriðið er auðvitað að í ferðum með Litlunefnd mæta allir með góða skapið og skemmta sér í góðum jeppatúr. Snjór og smá bras er bónus !
Minnum á að kynningarfundur er á opnu húsi í kvöld kl. 20:30.
Kv. Óli, Litlunefnd
16.02.2010 at 08:44 #681510Athugið að það er enn opið fyrir skráningar. Nánari upplýsingar er að finna [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1017:skraning-hafin-i-februarfere-litlunefndar&catid=75:litlanefnd&Itemid=130:3enhlf4j]hér[/url:3enhlf4j].
Kv. Óli, Litlunefnd
15.02.2010 at 08:22 #681508Við minnum á að enn er skráning í fullum gangi. Nánari upplýsingar um ferðina og skráningu er að finna [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1017:skraning-hafin-i-februarfere-litlunefndar&catid=75:litlanefnd&Itemid=130:3lw4ai8q]hér[/url:3lw4ai8q].
Kv. Óli, Litlunefnd
14.02.2010 at 09:48 #681506Þegar ég skoðaði rétt í þessu mátti sjá að 12 af 29 bílum sem eru skráðir eru 38" eða stærri. Hver sem er getur skoðað stöðu skráninga með því að fara á [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:26vkkz44]skráningasíðuna[/url:26vkkz44]. Þar aftan við ferð Litlunefndar sést hversu margir eru skráðir. Ef smellt er á þá tölu, má sjá lista yfir hverjir eru skráðir.
Þetta stefnir í stórskemmtilega ferð.
Kv. Óli, Litlunefnd
13.02.2010 at 09:42 #681502Ég gat ekki annað en brosað þegar ég sá að flestir sem nú eru skráðir í ferðina eru á 38" bílum. Það er gaman að hafa slíka bíla og gerir ferðina skemmtilegri. En ég vona að það dragi þó ekki úr vilja þeirra sem eru á minni bílunum til að skrá sig, því þetta er auðvitað ykkar ferð og við miðum ferðatilhögun ávallt við þá sem eru á minni bílunum.
Svo ef einhver á óbreyttum eða lítið breyttum jeppa hefur fengið bakþanka við skráningu, þá er slíkt alveg óþarfi, við tökum vel á móti ykkur og gerum þetta að skemmtilegri ferð.
Kv. Óli, Litlunefnd
12.02.2010 at 20:34 #681500Þá höfum við opnað fyrir skráningu í febrúarferð Litlunefndarinna eins og fram kemur hér á forsíðunni. Við í Litlunefnd erum í fyrsta sinn að prófa nýtt skráningarform og biðjum við um að vera látnir vita á litlanefndin@f4x4.is ef einhver vandræði koma upp.
Hægt er að sjá hversu margir og hverjir hafa skráð sig með því að að fara á skráningarsíðuna, [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:1chs2t36]hér[/url:1chs2t36]. Þar er síðan smellt á ramma með tölu aftan við (hægra megin við) upplýsingar um ferðina.
Kveðja,
Óli, Litlunefnd
10.02.2010 at 19:25 #682492Ég bendi á að í ferðum Litlunefndar sjáum við flestar tegundir og allar stærðir af jeppum og þetta er alls ekki óeðlileg sjón. Og flestir þeirra drífa mun meira en menn trúa að óreyndu. Þess má geta að næsta Litlunefndarferð er 20. febrúar n.k. og hefst skráning í þá ferð á næstu dögum.
Kv. Óli, Litlunefnd
10.02.2010 at 08:10 #682412Ég veit ekki hvort [url=http://forum.ih8mud.com/80-series-tech/32406-how-fix-locker-pictures.html:31757rfu]þetta[/url:31757rfu] getur hjálpað þér. En ég hef oft leitað mér upplýsinga á [url=http://www.ih8mud.com:31757rfu]www.ih8mud.com[/url:31757rfu] og þú getur þá kannski leitað þar nánar. Þeas ef þú ert að spá í þetta fyrir LC.
kv. Óli
09.02.2010 at 10:56 #681498Ég er nú ekki viðkvæmur fyrir svona "stuldi", enda hjálpar það til við að halda þræðinum lifandi
Þetta mun verða frábær ferð enda alltaf skemmtilegir þátttakendur í Litlunefndarferðum og allir með sól í sinni, þó þessi á himnum feli sig kannski öðru hverju.
Kv. Óli
05.02.2010 at 09:20 #680110Já Ofsi, ég þarf líka ofan af höfða og niður í Kringlu á eftir. Spurning hvort ekki þurfi að senda "staðfesta ferðaáætlun"……
kv. Óli
05.02.2010 at 08:25 #680106Og hvað finnst fólki svo um nýjasta bréfið frá UST ? Ég sé ekki betur en þeir vilji fá "staðfesta ferðaáætlun" frá klúbbfélögum þegar þeir eru á ferðinni !
Ætli sé líka neyðarsími sem hægt er að hringja inn "staðfesta ferðaáætlun" þegar ákveðið er á síðustu stundu að leggja í hann, t.d. að kveldi eða um helgi … maður veltir því bara fyrir sér
Kv. Óli
04.02.2010 at 22:14 #681004Sælir félagar norðan heiða. Mér finnst frábært hvað þið eruð duglegir að efna til dagsferða og auglýsið skemmtilega hér á vefnum. Mann dauðlangar með ykkur í ferð … kannski kemur að því
Kv. Óli, Litlunefnd
-
AuthorReplies