Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.09.2013 at 19:22 #378750
Góðan dag
Það er merkilegt að mæta á viðburð á vegum mörgþúsundmanna klúbbs og sjá að aðeins ca. 10 sálir eru mættar til að stika leið á einu fallegasta svæði landsins, stutt frá höfuðborginni. Stikun er annar at tveimur atburðum sem haldið er á lofti sem hluta af umhverfisvænni stefnu klúbbsins. Hinn atburðurinn er landgræðsluferð, en fáir hafa mætt þangað líka að undanförnu.
Því hefur verið haldið fram að stikuferðirnar séu mikilvægar, vegna þess að auk þess að afmarka þær leiðir sem eru stikaðar, er rakað yfir utanvegaakstursför, villuslóðum lokað og lagfært á annan hátt á stikunarleiðinni. Vissulega er þetta allt rétt, en þegar svona fáir mæta í stikun er í raun ekkert hægt að gera nema að slá niður stikurnar og setja á þær endurskin, annað verður undan að láta.
Þetta var nú samt afskaplega skemmtileg ferð, þó hún hafi verið erfið. En félagar ættu nú að hugsa um sinn eigin hag og spá í hvort ekki væri rétt að fjölmenna í þá viðburði sem klúbburinn stendur fyrir, sérstaklega í viðburði sem klúbburinn nýtir sér í sínu markaðsstarfi og samskiptum við aðra aðila.
Takk Umhverfisnefnd fyrir flotta ferð.
kv. Óli
28.08.2013 at 17:56 #378741Skora á fólk að mæta í stikuferð, þetta eru skemmtilegar ferðir og leiðin sem verður stikuð er mjög falleg. Fyrir þá sem ekki vilja vera allan tíman er auðvitað ekkert mál að vera t.d. bara á laugardeginum. Því fleiri sem mæta því betur gengur að stika.
Kv. Óli
11.06.2013 at 15:07 #765971Það er auðvitað fáránlegt að halda leiðum sem eru greiðfærar lokuðum vegna þess að það gæti hugsanlega komið snjór á þær seinna, vegna þess að það gerði það einhverntíman áður. Þegar leið er orðin greiðfær á einfaldlega að opna hana … punktur. Annað er forsjárhyggja sem er algjörlega óþörf og í raun óþolandi.
Ef það fer að snjóa á leið sem hefur verið opnuð þá er nú ekki mikið mál að merkja hana ófæra. Þar að auki snúast þessar lokanir um aurbleytu og vegaskemmdir, en ekki ófærð. Þegar frost er farið úr jörðu hverfur aurbleytan og hægt að fara leiðirnar.
Látum nú ekki aðra ákveða allt fyrir okkur, hvetjum Vegagerðina til að opna það sem hægt er að opna, sama hvað dagatalið segir.
kv. Óli
10.06.2013 at 21:42 #226183Ég held það sé á hreinu að ég vinn þessa ljósmyndasamkeppni …..
kv. Óli
10.06.2013 at 21:21 #766429Frábær landgræsluferð að baki. Flott umhald hjá Umhverfisnefnd og Hreinn hjá Skógræktinni stóð sig með miklum sóma að venju. Skv. mínum upplýsingum voru um 2000 birkiplöntur gróðursettar og 100 reyniviðarplöntur. Auk þess var dreift um 600 kg. af áburði. Þetta var nú ekki stór hópur sem mætti, þeir hafa stundum verið stærri. Þeir sem mættu voru mjög duglegir og stóðu fyrir sínu, svo vinnan var kláruð á góðum tíma.
Við fórum og skoðuðum svæðið þar sem uppgræðslan byrjaði, dalverpið góða. Þar er nú allt að verða uppgróið og fallegt. Reyndar var nokkur sandur í dalbotninum, þar þarf eitthvað að gera til að reyna að binda, en almennt séð má segja að gjörbreyting hefur orðið á landssvæðinu. Starfið okkar síðustu ár hefur skilað miklum árangri og ekki síst hefur maður bundist þessu svæði böndum sem erfitt mun að slíta til langrar framtíðar. Þetta er svæðið okkar.
Ég hlakka til næstu landgræðsluferðar og vona að fleiri félagsmenn láti sjá sig og taki þátt í þessu frábæra starfi.
Takk fyrir flotta ferð,
Óli
10.06.2013 at 21:13 #765957Ég er nú ekki sammála þessum skilningi Jóns. Vegagerðin á auðvitað ekki að hugsa fyrir fólk um hvort það þurfi mögulega að bjarga því vegna hugsanlegrar snjókomu, byggt á dagsetningum aftur í tímann. Vegagerðin á að auglýsa leiðir lokaðar vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum. Þegar það ástand er yfirstaðið á að opna. Það á ekki að halda lokuðu bara vegna þess að einhverri dagsetningu er ekki náð eða af öðrum ástæðum eins og vegna fuglaverndar eða annað.
kv. Óli
06.06.2013 at 08:39 #766411Félagar
Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að skrá sig í landgræðslu um helgina. Það er ekki nóg að tala um hvað klúbburinn sé duglegur í landgræðslu og mæta svo ekki í landgræðsluna þegar kemur að henni !
Þetta eru stórskemmtilegar ferðir, svæðið sem við höfum sinnt undanfarin ár hefur tekið miklum breytingum og það er mjög gaman að sjá að vinnan skilar árangri. Þetta er engin erfiðisvinna, bara skemmtilegt og upplífgandi að njóta útiveru í náttúrunni og láta í leiðinni gott af sér leiða, bæði fyrir landið og klúbbinn.
Þeir sem ekki vilja tjalda geta auðvitað mætt á laugardeginum og tekið þátt í vinnunni. Munið að margar hendur vinna létt verk.
kv. Óli
26.04.2013 at 13:37 #765389Það er enginn sem segir að klúbburinn þurfi að bera allan kostnað af launuðum framkvæmdastjóra. Það eru til ýmsar leiðir í því. Ég tel að úr því að samtök eins og Landvernd með sína 740 félagsmenn ráði við að halda úti öflugum framkvæmdastjóra, þá ætti klúbburinn okkar að geta það líka. Þá erum við komin með aðila sem getur í fullu starfi sinnt hagsmunamálum okkar í umboði stjórnar og félagsmanna. Mun minna álag er þá á formann klúbbsins og ætti því að vera auðveldara fyrir menn að bjóða fram krafta sína í starf formanns og í stjórnarsetu.
En það er vissulega áhyggjuefni hversu framboðið af formannsefnum er takmarkað….
kv. Óli
23.04.2013 at 15:42 #765517Takk fyrir afskaplega góð svör hjá þér Samúel, eins og venjulega.
Eftir stendur þó sú fullyrðing þín [quote:3tj78goj] lög og reglur eru ágætar þegar þær sinna hlutverki sínu en þegar þær eru farnar að hamla breytingum og framþróun, þá er eitthvað að reglunum![/quote:3tj78goj] Við getum verið sammála um að lög klúbbsins eigi ekki að hamla starfi hans, en þá er kannski hagstæðara að breyta lögunum en að brjóta gegn þeim. Og hverjir eru betur til þess fallnir en stjórnin að sjá hvar kreppir skóinn og hvar má lagfæra.
Nóg um það, hef komið skoðunum mínum á framfæri um lög klúbbsins og hvernig ég tel að þetta mál falli ekki að þeim, en svo er það annara að meta fyrir sig.
kv. Óli
19.04.2013 at 21:27 #765505Rétt Þorvaldur, en í 10. grein stendur líka að skipun sé til ákveðins tíma og því má ætla að um sér að ræða verkefni sem hafa upphaf og endi. Kannski hafa trukkamálin sér endi … en það kemur þó hvergi fram og því ekki endilega lögleg nefnd, nema menn ætli sér að láta hana bara starfa eitt ár í senn með nýju skipunarbréfi á hverju ári. En þá er verið að teygja lög klúbbsins … sem er kannski allt í lagi…. eða ?
Annars skil nú ekki alveg hversvegna stjórn ætti að fá vantrauststillögu vegna þessa, þó verið sé að rökræða um túlkun laga klúbbsins.
kv. Óli
19.04.2013 at 21:14 #765501Ef það er svo mikilvægt fyrir klúbbinn að hafa þessa nefnd, hversvegna í ósköpunum var ekki lögð fram breytingatillaga við lög klúbbsins og lögð fyrir aðalfund. Stjórn hefði verið það í lófa lagið að græja þá breytingartillögu áður en fresturinn rann út. Miklu eðlilegra að hafa svona nefnd sem fastanefnd en stjórnskipaða.
Voru menn hræddir við að aðalfundur myndi fella þetta, eða voru menn bara ekki að hugsa þetta til enda?
kv. Óli
19.04.2013 at 14:21 #765493Það er í raun aukaatriði hversu gott eða vont málefnið er. Ef ekki á að fara eftir lögum klúbbsins, þá þarf ekki lög um klúbbinn. Það styttist í aðalfund, en samkvæmt lögum þarf að vera búið að leggja fram tillögur til lagabreytinga í síðasta lagi 15. apríl og skulu þær kynntar í aðalfundarboði, annars þarf að bíða fram að aðalfundi 2014, eða boða til aukaaðalfundar. Eðlilegt vinnubrögð væru að stjórn skipaði aðila í stjórnskipaða nefnd sem hefði þann tilgang að undirbúa lagabreytingu um trukkanefnd og leggja fyrir aðalfundinn ef menn vilja fylgja lögunum. Þannig hefði sú stjórnskipaða nefnd ákveðið verkefni og ákveðinn tíma, í samræmi við lögin.
Svo er auðvitað hægt að hafa þetta eins og menn vilja og sleppa því að fara eftir lögunum …..
[url=http://f4x4.is/bokasafn/Log_F4x4_20091107.pdf:3jdn9sag]Lög klúbbsins er að finna hér.[/url:3jdn9sag]
kv. Óli nöldrari
19.04.2013 at 12:38 #765487Góðan dag
Þetta er áhugaverð hugmynd að stofna stjórnskipaða nefnd um ákveðna gerð af bílum. Maður hlýtur að ætla að nefndin sé sett á fót með fyrirvara um samþykki aðalfundar. Í 9. grein í lögum klúbbsins kemur skýrt fram hvaða nefndir eru á vegum klúbbsins og í 10. grein er stjórn gefin kostur á að skipa stjórnskipaðar nefndir "til ákveðins tíma til að vinna að verkefni eða verkefnum er tengjast starfsemi félagsins."
Ekki get ég séð að verkefni nefndar um ferðalög "hústrukka" og eigenda þeirra sé tímabundið og varla heldur að það sé verkefni sem tengist starfsemi klúbbsins, eða amk er það á gráu svæði.
Nú vill ég ekki reyna að vera leiðinlegi gaurinn … en það gilda lög um klúbbinn og rétt að reyna að fara eftir þeim, eða leggja fram breytingartillögu á aðalfundi.
Einnig má benda á að eigendur annarra tegunda jeppa/bíla hafa fundið farvegi fyrir sinn áhuga án þess að formleg nefnd sé stofnuð um það á vegum stjórnar.
Besta kveðja,
Óli
19.04.2013 at 09:08 #765357Ég hef aldrei legið á skoðunum mínum varðandi það að hafa launaðan mann/konu fyrir klúbbinn.
Ég er á þeirri skoðun að við ættum að hafa formann og stjórn í sjálfboðastarfi, en vera með starfsmann/talsmann/framkvæmdastjóra eða hvað menn vilja kalla það. Þetta er að virka mjög vel hjá öðrum félögum, t.d. Landvernd, sem sem þó eru aðeins milli 7 og 800 félagsmenn (auk aðildarfélaga). Jú það hefur verið reynt áður hjá okkur en gekk ekki þá. En þó bíll sitji einusinni fastur í snjóskafli, þýðir það ekki að það sé aldrei hægt að fara þá leið aftur ….
Við þurfum að hafa aðila sem getur mætt á alla fundi og málþing og talað okkar máli. Sem getur komið sér að í fjölmiðla og komið okkar málstað á framfæri. Nuddað í málum á netinu. Því sú barátta sem við stöndum í verður aldrei unnin í átaksverkefnum, þó þau hjálpi, það er undiraldan og vinnan á bakvið tjöldin sem safnast saman og skilar sér á endanum. Ég hef trú á að góður aðili nái að afla styrkja og fjármagns til að standa straum af kostnaði við sig, svo það væri líka hægt að nota pening í Setrið
Ég sakna þess að sjá ekkert frá þeim sem eru að bjóða sig fram í stjórn, fyrir hvað þeir standa t.d. í ferðafrelsismálum og hvernig þeir hafa hugasð sér að haga þeirri baráttu eftir aðalfund.
Nóg í bili,
kv. Óli
14.03.2013 at 16:52 #764417Félagar í klúbbnum, ég hvet ykkur til að senda þingmönnum línu og hvetja þá til dáða til að standa gegn því að náttúruverndarlögin komist í gegn um þingið. Nokkrir einstaklinegar hafa þegar gert það, en því fleiri því betra.
Hægt er að finna netföng þingmanna á eftirfarandi slóð:
[url=http://www.althingi.is/vefur/addr-s.html?teg_starfs=A:kybim73o]Netföng þingmanna[/url:kybim73o].kv. Óli
02.03.2013 at 19:39 #764079Minniháttar lagfæringar til bóta. Megnið er enn óviðunandi og því vona ég að þetta nái ekki í gegn og verði endurunnið. Tildæmis er ákvæðið um vegagrunninn inni, þó allir viti að hann hafi engin áhrif á náttúruvernd, heldur er bara stjórnunar og eftirlitstæki. Verði þetta að lögum verður erfitt að fylgja þeim og framfylgja.
kv. Óli
02.03.2013 at 18:34 #764043Flott Samúel, vissi að það væri hægt að treysta á þig
kv. Óli
01.03.2013 at 12:14 #764039Sem áhugamaður um ferðafrelsi þá er ég bara alls ekki sammála þeim sem finnst í lagi að loka Nesjavallaleið. Þarna er um skemmtilega leið að ræða, sem er stutt að fara fyrir þorra landsmanna. Stundum getur þurft að fara malbikaða leið til að komast í snjó en stundum er augljóslega hægt að keyra við hliðina á veginum. Ef ég man rétt (það er langt síðan ég fór þarna um) koma staðir þar sem þarf að fara upp á veginn spölkorn, en það má ekki núna. Leiðinni lokaði Vegagerðin að beiðni OR. Möguleg slys á fólki er lélegt yfirklór yfir að þeir tíma ekki laga kápuna á lögninni þau örfáu skipti sem einhver slysast til að rekast utaní hana eins og gerðist einusinni (kannski oftar) núna í vetur og ítarlega var fjallað um hjá fréttastofu RUV á sama tíma og þeir hunsuðu blaðamannafund hjá ferdafrelsi.is.
Leiðin hefur verið opin árum saman og fáránlegt að loka henni núna, en algjörlega í takt við stefnu núverandi stjórnvalda að loka eins miklu og hægt er af akstursleiðum.
Ég held að félagar í F4x4 ættu að standa vörð um ferðafrelsið og leggjast gegn illa ígrunduðum lokunum leiða, frekar en að verja ákvarðanir þær um. Hverju verður lokað næst ?
Ég legg til að stjórn klúbbsins slái á þráðinn til Vegagerðarinnar og fái á hreint hvað má og hvað má ekki í tengslum við Nesjavallaleið og fái hana helst opnaða á einhvern hátt.
kv. Óli
28.02.2013 at 20:46 #764025Þá er nú best að loka öllum vegum, því allstaðar er hætta á banaslysum.
kv. Óli
28.02.2013 at 17:37 #225668Góðan dag
Hefur stjórn F4x4 átt í viðræðum við Vegagerðina vegna lokunar Nesjavallaleiðar, eða stendur til að slíkar viðræður eigi sér stað? Mér finnst sjálfum ótækt að leiðinni sé lokað og rök fyrir lokun fremur veik. Nefnilega að þarna hafi orðið hálkuslys. Það hlýtur að vera hægt að finna einhverskonar málamiðlun þannig að jeppamenn komist þarna um þó engin þjónusta sé.
Núna er leiðin merkt þannig að allur akstur er bannaður líkt og er í vorleysingum á hálendisleiðum. Þó þarna fari allt á kaf í snjó, eða jafnvel ef leiðin er marauð þá má semsagt ekki aka þar um líklega að viðlögðum sektum.
Það væri þarft framtak fyrir jeppamenn á höfuðborgarsvæðinu (og fleiri) að klúbburinn hafi frumkvæði að því að akstur á þessari leið verði heimill á ný.
kv. Óli
-
AuthorReplies