Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.06.2010 at 23:11 #213109
Sælir félagar
Í haust verður NMT kerfinu lokað og skv. óljósum fréttum t.d. hér er unnið að því að vera í sambandi við jeppamenn vegna þessa. Mér leikur forvitni á að vita hvort einhverjir ykkar F4x4 félaga hafa fengið upplýsingar frá Símanum um hvað tekur við.
Svo er spurning hvort fjarskiptanefndin gæti komið upplýsingum um málið til okkar, t.d. hvernig síma gott er að nota, loftnetsmál oþh.
Kv. Óli, Litlunefnd (sem er enn með NMT síma í bílnum)
02.06.2010 at 22:40 #695046Jú algjörlega sammála, best er að nota dekkin, en maður kemur nú víst bara einum dekkjagangi undir í einu
kv. Óli
02.06.2010 at 21:41 #695042Ég fékk upplýsingar beint frá hr. Dick Cepeck um geymslu dekkja, þegar þau eru ekki undir bílnum. Hann sagðist mæla með að geyma dekkin ekki á jörðinni, gott væri að vera með gúmmídúk undir þeim. Síðan ætti að hylja dekkin eða geyma þau ekki í beinu sólarljósi. Mikilvægt væri að halda þeim frá rafeindatækjum (gefa frá sér ósón sem skemmir gúmmi). Hitastigið skal vera eins jafnt og mögulegt er. Það á að geyma dekkin lárétt og með einhverjum loftþrýstingi.
kv. Óli
15.05.2010 at 19:24 #693474Gott kvöld
Ég held að enginn þurfi að hafa samviskubit yfir að mæta ekki í hreinsunarstarf, nema menn séu sérstakir áhugamenn um samviskubit. Ég held að klúbbfélagar ættu frekar að vera stoltir yfir sínum klúbbi þegar félagar mæta í hreinsunarstarf og aðstoð eins og til dæmis í dag. Hinir sem ekki komust í dag, eiga eftir að fara síðar og þá verðum við sem heima sitjum stoltir af þeim. Þó við höfum aðeins verið tvö frá klúbbnum í Vík í dag, þá létum við alveg vita hvaða félagskap við tilheyrum og var mikil ánægja með það. Þess má geta að það verður áframhaldandi hreinsunarstarf á morgun og ég get fullyrt að það er tekið vel á móti þeim sem mæta.
Stjórnstöðin er í Leikskálum inni í þorpinu og þar er boðið upp á kaffi og hádegisverð auk þess sem maður fær leiðbeiningar um hvert skuli halda. Þið verðið að skrá ykkur þar og láta vita að þið komið frá F4x4. Aðal vinnan felst í hreinsun á þakrennum. Þetta er líkamlega auðvelt, en gjarnan er staðið í stigum og mokað úr þakrennunum með matskeiðum eða afskornum plastflöskum. Einnig er sópað og mokað frá utidyrum fólks. Ég mæli með að ef menn vilja taka með sér verkfæri að hafa álstiga, skóflur eða snjósköfur, strákústa og kannski matskeiðar eða smáskóflur. Einnig er mjög gott að hafa plastfötur til að moka öskunni í og jafnvel hjólbörur. Askan er mjög þétt í þakrennunum, sem dæmi þá vorum þrjú saman í hóp í dag og við náðum aðeins að hreinsa 2 hús.
Rjómablíða var í dag í Vík, fallegt og bjart veður. En 2 félagar okkur voru á Steinum að aðstoða við að lagfæra girðingar svo hægt væri að hleypa fé úr húsum. Undir Eyjafjöllum var mikið öskufall og dimmt hjá þeim félögum, við fundum einnig fyrir því þegar við keyrðum þar í gegn.
En í dag var enn einn góður dagur fyrir F4x4 og ég þakka þeim sem mættu. Vonnadi sjáum við svo ný andlit næst
Kv. Óli, Litlunefnd
14.05.2010 at 19:36 #693468Til upplýsinga !
Á morgun, laugardag, fara 4 aðilar á 2 bílum til hreinsunarstarfa í Mýrdal. Einnig fara 2-4 frá okkur í girðingarvinnu undir Eyjafjöllum. Ég vill þakka þessum aðilum kærlega fyrir sitt framlag.
Ég hafði samband við miðstöð hjálparstarfs í Mýrdal áðan og þakklætið fyrir að fá þessa 4 aðila var átakanlega mikið. Það er greinilegt að hvert handtak skiptir máli.
Ég legg af stað í fyrramálið kl. 8:00. Ef einhver sér fram á að komast með, hvort sem er á bíl eða ekki, þá er bara að mæta á Select og gefa sig fram við mig. Ég er á dökkgrænum LC 80 og síminn minn er 844 4247.
Kv. Óli, Litlunefnd
14.05.2010 at 13:25 #693466Það er tilvalið að fara austur í Mýrdal á morgun og koma svo í bæinn á bjórkvöldið….
Hvernig er reglan? Engin aska = enginn bjór?
😉
kv. Óli
14.05.2010 at 12:40 #693464Ég er sammála Sveinbirni að sumu leiti, að það er undarlegt hversu fátt fólk lætur sig varða þær hörmungar sem dynja yfir landa okkar á suðurlandi. Flestir myndu þakka fyrir aðstoð sjálfboðaliða ef þeir lentu sjálfir í slíkum hörmungum, held ég. En auðvitað er það þannig að ekki eiga allir heimangengt alltaf og ekkert nema gott um það að segja. Ég treysti félögum í klúbbnum að bjóða sig fram þegar þeir geta það.
Miðað við framgang eldgossins má búast við að reglulega verði þörf fyrir allskonar sjálfboðaliðastarf fram eftir sumri og jafnvel lengur ef gosið stendur lengi enn. Og miðað við það orðspor sem nú þegar er komið af okkur í F4x4, verður leitað til okkar með slíka vinnu. En til þess að halda því, verðum við að hafa fólk sem er tilbúið að bjóða fram krafta sína.
Þær beiðnir sem okkur hafa borist fyrir þessa helgi eru tvíþættar. Annarsvegar girðingarvinna á Steinum, en það er orðið fullmannað. Eftir því sem ég best veit er þar verið að hólfa af til að bjarga skepnum frá ösku.
Hin beiðnin snýr að björgun fasteigna þeirra sem búa í Mýrdalnum. Þar hefur fallið mikil aska að undanförnu og þarf að hreinsa úr rennum og frá húsum og gluggum. Sú vinna sem þar er unnin er jafn erfið og fólk vill hafa hana. Hægt er að vinna rólega og komast áfram, en einnig hægt að hamast og erfiða mikið, allt eftir getu hvers og eins. Jafnvel unglingar ráða vel við þessa vinnu !
Ég hef sjálfur breytt mínum plönum og mun halda austur í fyrramálið með minni konu og kannski fleirum. Ég hef auglýst þessa beiðni í minni vinnu og nú skora ég á alla félaga í klúbbnum að leggja hönd á plóg og koma með okkur í vinnuna á morgun, eða sunnudag ef það hentar betur.
Til að hægt sé að skipuleggja starfið þarf ég að vita hversu margir komast og þessvegna bið ég um að þið sendið mér póst á olafurmag@gmail.com sem allra fyrst.
Kv. Óli, Litlunefnd
14.05.2010 at 09:36 #693460Góðan dag.
Ég bendi á frétt hér á forsíðunni, en stjórnstöðin í Vík í Mýrdal frétti af því að við hjá F4x4 værum dugleg og til í að aðstoða. Þau vantar aðstoð við að hreinsa í kring um íbúðarhús um helgina. Ég hvet ykkur til að leggja fólkinu á svæðinu lið, en auk þess að láta gott af sér leiða er þetta gríðarleg lyftistöng fyrir orðspor klúbbsinss okkar.
Skráning hjá olafurmag@gmail.com, upplýsingar í síma 844 4247.
Kv. Óli
13.05.2010 at 16:28 #693456Sæl öll
Þá eru 2 aðilar búnir að skrá sig … takk kærlega fyrir það.
Gott væri að fá 1-2 í viðbót ég veit að það er laust pláss í báðum bílunum fyrir þá sem eru bíllausir en vilja láta gott af sér leiða.
kv. Óli
12.05.2010 at 18:39 #212692Eins og fram kemur á forsíðunni hefur verið haft samband við okkur og það er þörf fyrir 2-4 hressa aðila til að aðstoða við girðingarvinnu á bæ undir Eyjafjöllum. Þessi vinna fer fram á laugardaginn kemur.
Ég þarf að láta vita á morgun, fimmtudag hvort við getum útvegað þennan mannskap, svo vinsamlegast sendið mér póst á olafurmag@gmail.com, eða hringið í 844 4247.
Kv. Óli
10.05.2010 at 11:48 #693308Má skilja þennan lista þannig að Sveinbjörn mun ekki bjóða sig fram til formanns ?
Það er ljóst af þessum lista að það eru nokkuð mikil tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga að starfa að málefnum klúbbsins, mörg sæti laus í hinum ýmsu nefndum.
kv. Óli
06.05.2010 at 11:58 #692878Það væri gaman að sjá hvernig þessum málum verður háttað hjá öðrum nefndum og stjórn.
kv. Óli
06.05.2010 at 08:06 #692930Ég skora á fólk að taka helgina frá og skrá sig til þáttöku, þetta er lífsreynsla sem býr með manni alla ævi.
kv. Óli
05.05.2010 at 17:22 #212566Kæru félagar
Um helgina má búast við að kallað verði eftir aðstoð okkar við hreinsunarstarf. Enn gýs og en fellur aska yfir bæina undir Eyjafjöllum og fólkið sem þar býr berst hetjulega við að halda sínum híbýlum öskufríum og sínum býlum búvænlegum. Ástandið er þó þannig að ekki er á neinn leggjandi að halda þessu án utanaðkomandi aðstoðar. Við hjá klúbbnum höfum boðið fram aðstoð okkar svo eftir hefur verið tekið, en til að það gangi þurfum við duglega og viljuga félagsmenn (og aðra) til að leggja hönd á plóg.
Á forsíðunni er frétt um málið
Og einnig er skráningarform undir Klúbburinn og Skráning í ferðir, eða hér, en þar eru allir hvattir til að skrá sig.
Þetta snýst um stuðning við fólkið sem býr í sortanum undir Eyjafjöllum og einnig um gott orðspor klúbbsins. Tökum öll þátt og sýnum hvað við getum !!!
Kv. Óli, Litlunefnd
05.05.2010 at 12:22 #212559Nú styttist í aðalfund og tímabært að undirbúa mönnun nefnda. Litlanefndin ríður á vaðið með eftirfarandi upplýsingum:
Í Litlunefnd eru núna
* Kristján Kristjánsson á ár eftir
* Einar Berg Gunnarsson á ár eftir
* Guðmundur G. Kristinsson hefur lokið sínum 2 árum
* Ólafur Magnússon hefur lokið sínum 2 árum
* Sigurlaugur Þorsteinsson hefur lokið sínum 2 árumSamkvæmt lögum klúbbsins skulu amk. þrír vera í Litlunefnd og því þarf að kjósa amk einn til viðbótar við þá sem sitja áfram. Að mínu mati er mjög heppilegt að hafa 5 menn í nefndinni. 2-3 eru í framboði:
* Guðmundur G. Kristinsson gefur aftur kost á sér til tveggja ára.
* Björn Guðmundsson gefur kost á sér sem nýr nefndarmaður. Björn hefur verið mjög virkur sem hópstjóri hjá Litlunefndinni og tekið þátt í öllum ferðum nefndarinnar í vetur. Það væri mikill fengur að fá hann inn í nefndina.
* Ólafur Magnússon tekur afstöðu til síns framboðs á aðalfundinum.Athugið að opið er fyrir framboð annarra en þeirra sem hér eru nefndir.
Kv. Óli, Litlunefnd
02.05.2010 at 19:09 #692432Sæll Hjörtur og aðrir sem vilja koma að hreinsunarstarfi.
Á skráningarsíðu klúbbsins er hægt að skrá sig í vinnu næstu helgi. Mjög gott er að menn skrái sig þar ef þeir geta unnið, því við munum vera beint í sambandi við þá aðila sem eru þar skráðir, en erfit að vita hverjir geta og hverjir geta ekki ef það er ekki gert.
[url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:lwfarawk]Skráningarformið er hér.[/url:lwfarawk]
Ég er sammála Loga að við ættum að reyna að fylla bílana hjá okkur hvort sem um er að ræða atvinnulausa eða ekki. Það sem mestu skiptir er að létta undir með fólkinu sem býr í ösku-vítinu.
Ég fékk póst í morgun frá vettvangsstjórninni þar sem fram kemur þakklæti til okkar, því það sé gott að vita af góðu fólk sem er tilbúið að aðstoða. Auk þess að það sé mikil þörf á aðstoð á mörgum bæjum. Þar er nú verið að fara yfir stöðun að nýju og gera nýjar áætlanir.
Ég hvet alla til að taka strax frá næstu helgi til að vinna við hreinsunarstarf.
Kv. Óli, Litlunefnd
30.04.2010 at 16:59 #691730Eins og fram kemur í frétt á forsíðu hefur hreinsunarstarfinu um helgina verið frestað um óákveðinn tíma, vegna mikils öskufalls á svæðinu. Reynt verður aftur um næstu helgi.
Kv. Óli, Litlunefnd
30.04.2010 at 12:27 #691728Kæru félagar
Ég hef sent vettvangsstjórninni að Heimalandi tölu yfir fjölda sjálfboðaliða frá Ferðaklúbbnum 4×4 vegna hreinsunarstarfa á morgun, laugardag. Um er að ræða 14 einstaklinga !
Þó svo að ég hafi sent frá mér þessa tölu er ekkert sem stoppar okkur að bæta við. Svo ef einhver er að sjá þetta fyrst núna og vill taka þátt, þá má enn skrá sig á [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:21b91yjd]skráningarforminu[/url:21b91yjd].
Ég bendi á að það er full nauðsyn á að sýna fólkinu undir Eyjafjöllum stuðning, en skv. fréttum er aftur farin að falla aska á þeim slóðum í dag.
Kv. Óli, Litlunefnd – sem ætlar að moka aftur á morgun
30.04.2010 at 10:21 #691724Í fréttinni á forsíðu undir "Nánar" er að finna tímasetningar og gagnlegar upplýsingar. Set það hér líka:
Þeir sem ætla með verða að muna að hafa góðan hlífðarfatnað og góða gönguskó eða stígvél.
Einnig er óskað eftir verkfærum:
• Járn steypuskóflur (flatar skóflur)
• Strákústa
• Hrífur
• Garðverkfæri sem að notum kunna að koma
• Snjósköfur
• Fötur
• HjólbörurÁætlað er að leggja af stað frá Select upp úr kl. 8:00 á laugardagsmorguninn. Þá verðum við komin að Heimalandi um kl. 10:00. Þar fáum við upplýsingar um verkefnin sem þarf að sinna. Unnið er til hádegis og síðan aftur eftir hádegið til ca. kl. 16:00.
Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að skrá sig !
30.04.2010 at 08:45 #691722Félagar, nú eru 14 skráðir til leiks.
Ég skora á allar nefndir og stjórn að senda fulltrúa sinn í hreinsunarstarfið. Ég skora líka á deildirnar hér í kring, t.d. Vesturlandsdeild, Suðurnesjadeild og Suðurlandsdeild. Gaman ef nokkrir bílar bætast við á Selfossi á leið austur.
Við þurfum að vita af fjölda manna sem við getum útvegað á hádegi í dag, svo vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst. Ef vantar nánari upplýsingar þá má líka alveg hringja í mig, 844 4247
[url=http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:1db0qkqa]Skráningarsíðan er hér.[/url:1db0qkqa]
kv. Óli, Litlunefnd
-
AuthorReplies