Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.10.2010 at 08:03 #705332
Athugið að nú er að fyllast í ferðina. Nú eru rúmlega 50 bílar skráðir, en við munum ekki bjóða upp á stærri ferð en 60 bíla í þessa ferð. Því eru nú aðeins örfá pláss laus og þeir sem skrá sig fyrstir fá þau pláss sem eftir eru.
[url=http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:3bhae4xc]Skráning fer fram hér.[/url:3bhae4xc]
Kv. Óli, Litlunefnd
18.10.2010 at 20:38 #705330Já þetta stefnir í stórgóða ferð. Skráningar eru líka komnar í 50, svo þetta verður fjölmennur hópur sem heldur til fjalla á laugardaginn kemur. Mig langar að biðja reyndari félagsmenn, sem vilja koma með okkur og aðstoða við hópstjórnun oþh. að hafa samband við Litlunefndina á póstfangið litlanefndin@f4x4.is. Allar hendur eru vel þegnar
Kv. Óli, Litlunefnd
14.10.2010 at 15:44 #705324Nú þegar eru 20 skráðir í þessa ferð og rétt búið að opna fyrir skráningu. Með þessu áframhaldi fyllist fljótt í ferðina. Svo þeir sem hafa hugsað sér að koma með, ættu að skrá sig sem allra fyrst, til að komast örugglega með.
Kv. Óli, Litlunefnd
13.10.2010 at 19:02 #705322Þá er búið að opna fyrir skráningu í þessa ferð. [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1210:skraning-hafin-i-oktoberfere-litlunefndar&catid=75:litlanefnd&Itemid=130:2qhfahvs]Sjá nánar á forsiðunni, eða hér.[/url:2qhfahvs]
Varpa má fram spurningum varðandi ferðina hér, eða í tölvupósti á litlanefndin@f4x4.is
Kv. Óli, Litlunefnd
10.10.2010 at 17:38 #705320Aðeins nokkrir dagar í að við opnum fyrir skráningu. Minni á að upplýsingar um ferðina má fá með því að setja inn spurningar hér á þráðinn eða senda okkur tölvupóst á litlanefndin@f4x4.is.
kv. Óli, Litlunefnd
08.10.2010 at 09:54 #705318Nú styttist í að við opnum fyrir skráningu, það gerist í byrjun næstu viku. Kynningarfundur fyrir þátttakendur í ferðinni verður miðvikudagskvöldið 20. október og einnig grunnnámskeið í jeppamennsku fyrir byrjendur.
Kv. Óli
ps. Dúllan verður komin í lag fyrir þessa ferð 😉
06.10.2010 at 12:23 #705314Sæll Ástþór Bragi
Takk fyrir fyrirspurnina. Þú kemst þessa leið auðveldlega á Wagoneernum þínum. Fyrir allar ferðir Litlunefndar eru kynningarkvöld fyrir alla þátttakendur og grunn-námskeið fyrir byrjendur sem þess óska. Í tengslum við þessa ferð verður þetta kynningarkvöld miðvikudaginn 20. október og þar verður farið yfir þessi praktísku mál eins og t.d. eldsneytismálefnin. Ég ráðlegg þér að skrá þig í ferðina þegar við opnum fyrir skráningar og mæta svo á kynningarkvöldið.
Og þú ert hjartanlega velkominn með í ferðir Litlunefndar, eins og allir sem eru á jeppum, hvort sem þeir eru í klúbbnum eða ekki.
Þeir sem ekki eru í klúbbnum, en vilja senda fyrirspurnir eða fá nánari upplýsingar geta gert það með því að senda tölvupóst á litlanefndin@f4x4.is.
Með bestu kveðju,
Óli, Litlunefnd
06.10.2010 at 08:13 #214997Laugardaginn 23. október n.k. verður næsta ferð Litlunefndar. Ákveðið hefur verið að reyna að fara hringinn frá Keldum, norður að Laufafelli, hina nýstikuðu leið í Hrafntinnusker, þar sem við munum skoða leifar íshellanna. Frá Hrafntinnuskeri stefnum við á að fara yfir hálsinn, upp á 1000 metra hólinn, niður Pokahrygg á Landmannaleið og þaðan á Landveg.
Þetta er nokkuð löng dagleið en afskaplega falleg og skemmtileg.
Ekki hefur enn verið opnað fyrir skráningar í þessa ferð, en takið frá daginn. Við munum auglýsa það nánar þegar opnað verður fyrir skráningar.
Ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í hópstjórastarfi Litlunefndar, látið þá endilega vita á póstfangið litlanefndin@f4x4.is
kv. Óli, Litlunefnd
29.09.2010 at 11:20 #704394Eftir því sem ég best veit er ekki kominn snjór þarna. En ef það eru stöku skaflar á leiðinni, þá verður fullt af bílum á ferðinni til að kippa í. Við viljum öll fá sem flesta og hjálpumst að ef eitthvað er.
Þar að auki verða bílar frá Hjálparsveit 4×4 á svæðinu ásamt reyndum hópstjórum úr Litlunefndarferðum og munu þeir aðstoða bíla ef eitthvað kemur uppá.
Kv. Óli, Litlunefnd
29.09.2010 at 10:04 #704390Þessi leið er fær öllum jeppum, óbreyttum sem breyttum !!!
kv. Óli
25.09.2010 at 14:28 #704022Þá eru allir komnir á malbik og þessari ferð hefur formlega verið slitið, mun fyrr en áætlað var. Heilbrigt er fyrir ferðalanga að reyna líka að snúa frá þegar árnar eru varasamar og hættulegar.
Þessari ferð er semsagt lokið. Næsta ferð Litlunefndar verður 23. október n.k. og verður hún auglýst frekar þegar styttast fer í ferðina.
Litlanefndin vill einnig minna á að um næstu helgi verður farin stórferð í Vonarskarð þar sem ferðafrelsið verður jarðað. Þar verður líklegast hægt að komast um á öllum jeppum, en nánari upplýsingar koma um það þegar nær dregur helginni.
Kv. Óli
25.09.2010 at 13:01 #704020Kristján, aðalfararstjóri var að hringja og eftir að hafa gert atlögu að Steinholtsá, var ákveðið að snúa hópnum frá og hætta við. Nokkuð mikið vatn var í Steinholtsánni og var það að aukast, þannig að þó bílarnir hefðu kannski komist innúr, var alls óvíst að hægt væri að komast til baka aftur. Fært var yfir fyrir stærri bíla og prófuðu einhverjir þeirra að fara yfir.
Hópurinn er því á leið til byggða aftur og koma nánari fréttir hér á eftir, þegar allir eru komnir á malbik.
kv. Óli
25.09.2010 at 11:41 #704018Það er að frétta af Þórsmerkurförum að síðasti bíll var rétt í þessu að koma af malbiki á möl. Þar var þokkalegt veður, einhver rigning og skyggnið var þannig að það sást yfir í Fljótshlíð … en ekki mikið annað.
Laugi sem er fremstur með sinn hóp, var kominn að þar sem vegurinn skiptist við Lónið. Að hans sögn voru lækirnir á leiðinni fremur ljótir og við einn þeirra rákust þeir á Spánverja sem voru fastir í sandbleytu. Þeir voru allslausir og kunnu ekkert til verka, en himinlifandi ánægðir að láta bjarga sér úr ógöngum sínum.
Menn voru að taka ákvörðun um hvort ætti að fara upp að Lóninu eða neðri leiðina, en þar sem veðurspá gerir ráð fyrir heldur meiri rigningu þegar líður á daginn, reiknaði Laugi með að fara inn að Lóni núna, á leið innúr, vegna betra skyggnis.
Meira síðar,
Óli
25.09.2010 at 09:53 #214763Þá er fyrsta ferð Litlunefndar á þessu hausti hafin. Rúmlega 40 bílar voru skráðir í ferðina, en af ýmsum ástæðum kvarnaðist úr þeim hóp og af stað lögðu 33 bílar, stórir og smáir.
Ekki hófst þessi ferð fullkomlega því aðalfararstjórinn var varla kominn nema 3-4 bíllengdir frá Select þegar eitthvað gaf sig í millikassa í Dúllunni og var Kristján þá settur aðalfararstjóri í ferðinni og einhver endurröðun framkvæmd á hópum.
Þegar fyrrum aðalfararstjóri skrifar þetta, var síðasti bíll á Selfossi og var heldur minni rigning þar, heldur en á Hellisheiði og í Reykjavík, svo þetta lofar góðu hjá hópnum.
Kv. Óli
24.09.2010 at 20:34 #702880Haft hefur verið samband við fararstjóra vegna veðurspár á morgun. Gert er ráð fyrir einhverri rigningu, en það mun ekki stoppa okkur. Við reiknum með að halda inn í átt að Básum og skoða aðstæður eins og áætlað var. Allir mæta með gott skap og í ferðahug
Kv. Óli, Litlunefnd
23.09.2010 at 08:43 #702878Litlanefndin minnir á að í dag er síðasti dagur til að skrá sig í Haustlitaferðina. Skráningarfresturinn rennur út um miðnætti í kvöld.
[url=http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:loxp0qa7]Hægt er að skrá sig hér[/url:loxp0qa7]
kv. Óli, Litlunefnd
22.09.2010 at 09:39 #702876Litlanefnd minnir á að enn er opið fyrir skráningar í haustlitaferð Litlunefndar. Lokað verður fyrir skráningu fimmtudagskvöld.
Við minnum einnig á að kynningarfundur vegna ferðarinnar verður í kvöld í húsnæði klúbbsins að Eirhöfða í kvöld, miðvikudag, kl. 20:30. Í framhaldi af kynningarfundinum verður grunnámskeið fyrir nýliða í jeppamennsku.
[url=http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:1kcr76o8]Skráning fer fram hér[/url:1kcr76o8]
Kv. Óli, Litlunefnd
21.09.2010 at 21:41 #702874Eins og sjá má í [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1188:skraning-hafin-i-haustlitafere-litlunefndar&catid=75:litlanefnd&Itemid=130:1bl74xy4]frétt um ferðina á forsíðunni[/url:1bl74xy4], verður kynningarfundurinn kl. 20:30, miðvikudagskvöldið 22. sept.
Kv. Óli, Litlunefnd
21.09.2010 at 21:08 #703602Vírinn tengist aksturstölvunni sem er bílstjóramegin alveg fyrir ofan bremsufótinn. Þetta er silfurgrátt box og á því stendur “ECT” og eitthvað fleira. Vírinn sem á að klippa er blár, með svartri rönd og silfurdoppur með ca. tommu millibili. Vírinn er í röðinni sem er vinstramegin og er áttundi vír neðanfrá.
Ég hef sjálfur ekki klippt á þennan vír, heldur spila ég á skiptinguna með inngjöfinni með ágætum árangri. Þannig að ég get ekki ábyrgst að þetta sé rétti vírinn, en ég fékk þessar upplýsingar hjá mjög traustum aðila.
Kv. Óli
20.09.2010 at 14:40 #702864Ég hef haft af því spurnir að haustlitirnir séu að komast í hámark í Þórsmörk. Og að það verði samkeppni í að ná sem flestum náttúrulitum á eina mynd …..
Skráning enn í fullum gangi [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:3651z48i]á skráningarsíðunni, hér[/url:3651z48i].
Óli, Litlunefnd
-
AuthorReplies