Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.11.2010 at 22:24 #710876
Gott kvöld
Nú hafa líklega flestir eða allir ferðalangar skilað sér til síns heima eftir góða og viðburðarríka Litlunefndarferð. Flest af því sem markvert gerðist hefur komið fram hér að framan og litlu við það að bæta. Breytt var frá upphaflegri áætlun að fara gamla Eyfirðingaveginn og Gjábakkavegur farinn í staðinn þar sem talið var að hann væri snjóléttari. Það reyndist þó vera nokkuð mikill snjór með köflum og þar sem hlýtt var, var nokkuð um krapapolla á milli og djúp för mynduðust sem reyndust minni bílunum nokkur fyrirstaða. Til að leysa úr þessu var hópauppröðun breytt, þannig að settur var stærri bíll á undan minni bílunum svo auðveldara væri að kippa í þegar það þurfti. En til að gera langa sögu stutta var þetta hin ágætasta ferð og flestir ferðalangar sem ég heyrði í nokkuð sáttir með þennan langa ferðadag.
Ég þakka ferðalöngum fyrir daginn, Einari Sól fyrir að ryðja og finna leiðir, hópstjórum fyrir sitt frábæra framlag og fréttariturum fyrir sitt framlag, en sérstaklega Klakinn lagði mikið á sig við að ná í okkur og á hann þakkir skildar fyrir það. Það má ekki gleyma að þakka fyrir VHF endurvarpakerfi klúbbsins, en eina leið okkar að ná til Reykjavíkur reyndist vera um endurvarpann á Hlöðufelli, þar sem bæði gsm og Tetra var úti langtímum saman.
Að lokum minni ég á að á fimmtudaginn kemur verður myndakvöld, þar sem ferðalangar eru hvattir til að koma með sínar myndir úr ferðinni.
Takk fyrir góðan dag á fjöllum,
kv. Óli, Litlunefnd
19.11.2010 at 09:02 #710622Ég mæli með því að nýliðar skoði mjög vandlega að fara í þessa ferð. Fyrir þá sem hafa verið að ferðast með okkur í Litlunefndinni, þá er þetta mjög gott framhald. Þarna er um gríðarlega skemmtilegt svæði að ræða, margir möguleikar í ferðaleiðum. Þar fyrir utan eru reyndir og góðir fararstjórar sem standa að ferðinni.
Þetta er ferð sem enginn nýliði má missa af !
Kv. Óli, Litlunefnd
17.11.2010 at 11:53 #708894Og fyrir þá sem vita ekki hvar Ferðaklúbburinn 4×4 er til húsa, þá auðveldar kannski að [url=http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=292239&g2_serialNumber=1:9app0fww]skoða það á mynd.[/url:9app0fww]
kv. Óli, Litlunefnd
17.11.2010 at 08:50 #708892Ferðalangar í Litlunefndarferðinni um helgina. Munið eftir kynningarfundinum í kvöld kl. 20:30. Fundurinn verður í Félagsheimili klúbbsins að Eirhöfða 11. Eins og venjulega bjóðum við uppá stutt grunnnámskeið í jeppamennsku fyrir byrjendur eftir kynningarfundinn.
Kaffi verður á könnunni
kv. Óli, Litlunefnd
15.11.2010 at 19:47 #708890Eins og sumir hafa tekið eftir er orðið fullt í Litlunefndarferðina, en við miðum við að 60 bílar séu hámarkið. Ég bendi áhugasömum ferðalöngum á að enn er hægt að skrá á biðlista, því reynslan sýnir að alltaf verða einhver afboðanir.
Kv. Óli, Litlunefnd
14.11.2010 at 18:21 #708888Og enn fjölgar skráningum, því nú eru aðeins eftir 3 laus pláss, en síðan verður hægt að skrá sig á biðlista. Við lokum endanlega fyrir skráningar á miðvikudagskvöld, nema allt sé orðið pakkfullt fyrir þann tíma. En á miðvikudagskvöld erum við einmitt með kynningarfund fyrir þátttakendur í þessari ferð.
Kv. Óli, Litlunefnd
12.11.2010 at 10:46 #708884Góðan dag. Ný styttist í að fyllist í Litlunefndarferðina. Nú þegar eru komnir 44 bílar skráðir !
Fyrir áhugasama er hægt að skoða hverjir eru skráðir og á hvernig bílum þeir eru. Smellið á [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:3iwzhr2j]skráningarlinkinn hér[/url:3iwzhr2j].
Síðan er smellt á töluna hægra megin við ferðalýsinguna til að fá listann, en talan sýnir fjölda skráninga.
Kv. Óli, Litlunefnd
11.11.2010 at 08:35 #708882Nú eru 30 bílar skráðir í ferðina okkar um aðra helgi (20. nóvember). Það stefnir í flotta ferð hjá okkur og við treystum á að snjóalög verði amk þokkaleg, jafnvel góð. Og veðrið leikur auðvitað við okkur eins og í öllum Litlunefndarferðum…..
Kv. Óli, Litlunefnd
10.11.2010 at 15:17 #708880Athugið að skráning í nóvemberferð Litlunefndar er í fullum gangi. Nú þegar aðeins hefur verið opið fyrir skráningar í tæpan sólarhring eru komnir yfir 20 skráðir bílar.
Allar nánari upplýsingar um ferðina og skráningar má finna á [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1227:skraning-er-hafin-i-novemberfere-litlunefndar&catid=75:litlanefnd&Itemid=130:38v5hp45]forsíðu eða hér.[/url:38v5hp45]
Kv. Óli, Litlunefnd
10.11.2010 at 14:12 #70975610.11.2010 at 13:15 #215737Vinsamlegast athugið að í augnablikinu er bilun í póstfanginu litlanefndin@f4x4.is, ekki er hægt að senda okkur póst. Ég læt vita þegar þetta er komið í lag.
Kv. Óli, Litlunefnd
09.11.2010 at 10:34 #708876Nú styttist í að við opnum fyrir skráningar í nóvemberferðina. Takið frá laugardaginn 20. nóvember, fyrir ferðina.
Ef einhverjir félagar vilja koma okkur til aðstoðar í ferðinni, þá má senda okkur póst á litlanefndin@f4x4.is.
Kv. Óli, Litlunefnd
05.11.2010 at 08:48 #709180Sæll
Þú getur kíkt á [url=http://forum.ih8mud.com/80-series-tech/95649-rear-e-locker-actuator-rebuild-pics.html:11tfrv9k]http://forum.ih8mud.com/80-series-tech/95649-rear-e-locker-actuator-rebuild-pics.html[/url:11tfrv9k]. Leiðbeiningar með myndum. Reyndar fyrir LC80 en ég held að LC90 sé eins eða mjög svipaður.
kv. Óli
28.10.2010 at 08:01 #707584Minnum á að á opnu húsi í kvöld verður myndakvöld úr síðustu 2 ferðum Litlunefndar. Allir að mæta með sínar myndir…
Kv. Óli, Litlunefnd
26.10.2010 at 11:08 #707582Minnum á myndakvöld úr síðustu 2 ferðum Litlunefndar. Myndakvöldið verður í félagsheimili klúbbsins að Eirhöfða á opnu húsi á fimmtudagskvöldið kemur, 28. okt. Þeir ferðalangar sem fóru í haustlitaferðina í september og í Hrafntinnuskersferðina nú í október eru hvattir til að mæta með myndir sínar.
Kv. Óli, Litlunefnd
23.10.2010 at 21:37 #707580Nú eru líklega flestir ferðalangar komnir til síns heima. Þetta reyndist hin skemmtilegasta ferð og eitthvað um ævintýri. Eins og fram hefur komið var haldið frá Reykjavík á Hvolsvöll, en þaðan að Keldum og að Laufafelli. Þegar við nálguðumst Laufafell var farið að bera á hálku, enda snjóaði nokkuð og hitastigið í kring um 0°C. Allir komust klakklaust í sitt nestisstopp, um helmingur við Dalakofann en hinn helmingurinn við fossinn sem við höfum nú 3 nöfn á, "Nafnlausi fossinn", Rúdolf og Lýsingur, en það verður ekki frekar rætt hér.
Lítið var í Markarfljóti og auðvelt að komast þar yfir, en þegar kom að því að fara upp brekkurnar vandaðist málið, því snjórinn var þannig að hann þjappaðist fljótt og eftir nokkra bíla, var orðið flughált. Þar sem mikið er um brattar brekkur og úrrensli á þessari leið ákváðu fararstjórar að snúa við og velja aðra leið. Því var haldið aftur að Dalakofanum og þaðan inn á Hekluleið, en síðan átti að taka ákvörðun um framhaldið í ljósi aðstæðna. Sú leið reyndist ágæt, en krefjandi á köflum og fannst öllum áhugavert og spennandi að keyra í gegn um hraunið. Þegar komið var að gatnamótum Vatnafjallaleiðar, var ákveðið að halda þá leið til byggða. Þetta gekk vel, nema að seinfarið var yfir Mundafellsháls, vegna flughálku þar. En allir komust að lokum til byggða og skemmtu sér hið besta.
Mig langar að þakka hópstjórum okkar sem stóðu sig með mikilli prýði eins og venjulega, það er frábært að hafa svona góðan hóp til aðstoðar. Einnig vill ég þakka fréttasnápnum fyrir góðan fréttaflutning. En aðalþakkirnar fá þó hinir fjölmörgu ferðalangar sem komu með okkur.
Á opnu húsi hjá Ferðaklúbbnum á fimmtudagskvöldið verður myndasýning úr þessari ferð. Og hvet ég alla ferðalanga að mæta með sínar myndir til að deila með öðrum.
Næsta ferð Litlunefndar verður laugardaginn 20. nóvember n.k. en það verður jafnframt síðasta ferð nefndarinnar fyrir jól. Nánari upplýsgingar um þá ferð verða birtar hér á síðunni þegar nær dregur.
Kv. Óli, Litlunefnd
22.10.2010 at 14:38 #705346Takk Olgeir fyrir þessar upplýsingar. Það er gott að vita til þess að það sé kominn svolítill snjór á þessum slóðum, það gerir okkur auðveldara fyrir að fara um með svona stóran hóp. En við erum einmitt búnir að vera að hugleiða hvernig best sé að dreifa hópnum til að minnka álagið, en þar sem snjór er og frost, þá er auðvitað mun þægilegra að fara um, þó kannski finnum við skafla sem hægt er að festast í
kv. Óli, Litlunefnd
22.10.2010 at 10:04 #705340Við minnum á að mæting er í fyrramálið á Select kl. 8:30. Síðasti bíll leggur af stað frá Select kl 9:00. Það er köld veðurspá fyrir morgundaginn, munið því að taka með hlý föt fyrir alla ferðalanga og nóg nesti.
Skv. þeim upplýsingum sem við höfum er möguleiki á snjó á svæðinu amk á þeim hlutum sem liggja hvað hæst, gott er því að vera tilbúin í slíkt. Svo má ekki gleyma myndavélinni, því spáð er fallegu og björtu veðri
Hittumst í góða skapinu á Select í fyrramálið.
Kv. Óli
20.10.2010 at 13:22 #705338Litlanefndin minnir á að kynningarfundur fyrir þátttakendur í ferðinni verður í félagsheimili klúbbsins að Eirhöfða kl. 20:30 í kvöld. Allir þátttakendur eru hvattir til að koma og hitta okkur. Við förum yfir ferðatilhögun og fleira.
Eftir kynningarfundinn verður grunnnámskeið í jeppamennsku fyrir byrjendur.
Kv. Óli, Litlunefnd
19.10.2010 at 20:19 #705334Athugið að fullt er orðið í ferðina og þeir sem skrá sig hér eftir eru á biðlista. Yfirleitt eru einhver afföll svo mögulega komast fyrstu biðlistabílar með. Allir sem skrá sig hvort sem þeir eru á biðlista eða ekki, eru hvattir til að mæta á kynningarkvöldið á morgun, miðvikudag, en það verður haldið í félagsheimili klúbbsins að Eirhöfða kl. 20:30.
Kv. Óli, Litlunefnd
-
AuthorReplies