Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.01.2011 at 14:20 #716630
Félagar athugið að í dag, 21. janúar, er síðasti dagur til að gera athugasemdir við drög að frumvarpi um breytingar á náttúruverndarlögum.
Hvet alla til að senda inn athugasemdir og láta þannig vita að við erum ekki sátt við þetta.
kv. Óli
20.01.2011 at 09:50 #716616Nú rennur fresturinn út á morgun.
Ég held það sé of stuttur tími til undirskriftasöfnunar, en sjálfsagt að hvetja fólk til að senda inn athugasemdir. Ég hvet Ferðafrelsisnefnd og/eða Landssamtökin Ferðafrelsi til að að búa til staðlaðan texta sem fólk getur sent inn til umhverfisráðuneytisins til athugasemda. Póstfangið sem senda á athugasemdirnar er postur@umhverfisraduneyti.is, en sjá má upplýsingar um það á [url=http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1733:1km5eo7x]vef umhverfisráðuneytisins[/url:1km5eo7x].
[url=http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Lokagerd_frumvarps_til_laga_um_breytingar_a_nvl._1.12.2010.pdf:1km5eo7x]Drögin er að finna hér.[/url:1km5eo7x]
Kv. Óli
19.01.2011 at 21:17 #216937Góða kvöldið
Á opna húsinu annaðkvöld, fimmtudagskvöld, verður myndakvöld úr Litlunefndarferðinni í Veiðivötn. Eitthvað er komið af myndum á vefinn og verða þær sýnda á tjaldinu stóra, en einnig reiknum við með að fólk mæti með sínar myndir til að deila með okkur.
Litlanefnd hvetur alla ferðalanga til að mæta með sínar myndir.
Opin hús eru haldin í félagsheimili klúbbsins að Eirhöfða, sjá mynd hér.
Kv. Óli, Litlunefnd
19.01.2011 at 11:10 #716612Takk fyrir það Hjörtur.
Ég reyndar bið eftir útspili frá Ferðafrelsisnefnd klúbbsins eða Landssamtökunum Ferðafrelsi, því ég held að eitthvað hafi átt að gera hjá þeim í þessum efnum og kemur vonandi í ljós í dag … eða ?
Mín athugasemd var bara send af mér sem einstaklingi en ekki í nafni neinna samtaka eða félaga. Ég setti þetta einfaldlega hér inn svo aðrir gætu fengið hugmyndir eða vissu amk af þessu og líka til að lýsa minni skoðun á þessu.
Kv. Óli
19.01.2011 at 09:23 #716608Félagar athugið að nú eru aðeins tveir dagar þar til fresturinn til að skila inn athugasemdum við nýju náttúruverndarlögin rennur út, en hægt er að skila inn athugasemdum til 21. janúar n.k.
Ég hvet sem flesta til að skila inn athugasemdum og gaman væri að sjá hér hvaða athugasemdir menn gera.
Kv. Óli
18.01.2011 at 13:41 #716394Litlanefndin minnir á að á opnu húsi á fimmtudagskvöldið kemur, verður myndasýning úr veiðivatnaferð Litlunefndar. Þessi myndasýning byggir að sjálfsögðu á að ferðalangar í ferðinni mæti með sínar myndir.
Kv. Óli, Litlunefnd
18.01.2011 at 08:26 #716606Nú er það þannig að því fleiri sem senda inn athugasemdir, því meiri líkur eru á að eitthvað verði lesið og kannski tekið eitthvað tillit til athugasemda.
Ef fólk er sammála mér að einhverju leiti þá er ekkert sjálfsagðara en að fá lánaðan textann minn að hluta eða öllu til að senda inn.
Kv. Óli
17.01.2011 at 22:21 #216900Gott kvöld. Rétt í þessu var ég að senda athugasemdir við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd til Umhverfisráðuneytisins.
Ég sendi þetta í mínu eigin nafni og svo verða menn bara að vera sammála eða ósammála, en þetta finnst mér
Kv. Óli
[attachment=0:3djnwmok]náttúruverndarlög.pdf[/attachment:3djnwmok]
15.01.2011 at 23:44 #716390Gott kvöld
Þá var aðalfararstjórinn að detta í bæinn eftir góðan dag á fjöllum. Eins og fram hefur komið var góður hópur jeppa sem stefndi í Veiðivötn. Gekk ferðin að óskum og þrátt fyrir mjög mikla á hálku milli Búrfells og Hrauneyja þá komust allir heilu og höldnu í Hrauneyjar og þaðan áfram inn að skálaþyrpingunni við Veiðivötn. Vöðin voru góð, vaðið á Vatnakvíslinni greiðfært, en svolitlar skarir voru á Fossvatnakvísl. Spennandi að fara þar um en lítill farartálmi. Einn bíll þurfti að snúa frá við Vatnakvísl en hann var með bilaðar driflokur, náði ekki að komast i fjórhjóladrifið og snéri því til byggða.
Gott nestisstopp var við Varðberg, einn skálann áður en haldið var áfram upp á öldurnar austan Fossvatna. Þaðan var haldið að Litlasjó og norður með honum, hefðbundna sumarleið. Á þeirri leið var ein til tvær svolitlar fyrirstöður en vel gekk að komast upp að Jökulheimaleið. Á þeirri leið var þó einn sem braut framöxul. Bíllinn var vel ökuhæfur og því ekkert að því að halda áfram. Við héldum svo áfram suður eftir Jökulheimaleiðinni. Tókum eystri leiðina og komum því inn á Veiðivatnaleið á milli kvíslanna og héldum svo sem leið lá í átt til byggða. Á leiðinni var stoppað á góðum stað, þar sem hægt var að spretta svolítið úr spori og fá útrás fyrir spól og brekkuklifur.
Eftir góða útrás fyrir jeppaþörfina var haldið til Hrauneyja. En þar á leiðinni gerðist það óhapp að einn bíllinn missti undan sér framhjól og stakkst útaf slóðinni. Flestir bílarnir héldu í Hrauneyjar en nokkrir björgunarmenn urðu eftir og hjálpuðu til að rétta af bílinn, koma hjólinu undir og koma honum í Hrauneyjar.
Þegar upp er staðið var þetta hin besta ferð og flestir eða allir sáttir. Ég þakka skemtilegum ferðalöngum fyrir daginn, en sérstakar þakkir til hópstjóranna, eins og venjulega stóðu þeir sig frábærlega. Fréttaritarinn stóð sig vel og að lokum langar mig að þakka Helga Péturssyni fyrir góðar upplýsingar um aðstæður á svæðinu, en Helgi sér einmitt um vefsíðuna helgi.dk þar hann hefur m.a. verið að setja eina mynd daglega frá Veiðivötnum.
Ég minni á að á opnu húsi á fimmtudagskvöldið kemur verður myndakvöld úr þessari ferð og vona ég að sem flestir mæti með sínar myndir.
Næsta Litlunefndarferð verður laugardaginn 19. febrúar n.k.
Kv. Óli, formaður Litlunefndar
12.01.2011 at 08:05 #715260Ég minni á að í kvöld, miðvikudag 12. janúar kl. 20:30 verður kynningarkvöld vegna Litlunefndarferðarinnar. Fundurinn verður í félagsheimili Ferðaklúbbsins 4×4 að Eirhöfða 11, skemmu 3.
[url=http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=292239&g2_serialNumber=2:163gkbnj]Sjá mynd af staðsetningu hér .[/url:163gkbnj]
Ég hvet alla þátttakendur til að mæta á fundinn í kvöld. Eftir kynninguna verðum við með stutt námskeið í jeppamennsku fyrir byrjendur.
Allt er þetta ókeypis.
Kv. Óli, Litlunefnd
10.01.2011 at 08:34 #715256Góðan dag
Nú hefur verið lokað fyrir skráningar í ferð Litlunefndar. Mikill fjöldi hefur skráð sig í ferðina og vænn biðlisti. Nú förum við yfir skráningar og sjáum hverjir af biðlistanum komast með. Mikilvægt er að þeir sem hafa skráð sig en komast ekki, láti vita sem allra fyrst til að hægt sé að taka inn fleiri af biðlista.
kv. Óli, Litlunefnd
09.01.2011 at 10:42 #715250Góð hugmynd hjá Davíð Diego að stinga upp á ferð fyrir stærri bílana. Ég hvet ykkur sem eruð á stærri bílum að hafa sambandi við Davíð og búa til skemmtilega dagsferð saman.
Nú virðist vera að fyllast í Litlunefndarferðina, þó er enn hægt að skrá sig á biðlista.
Kv. Óli, Litlunefnd
08.01.2011 at 22:53 #715242Athugið að skráning er hafin í janúarferð Litlunefndar. Sjá nánar á forsíðunni eða [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1262:skraning-hafin-i-januarfere-litlunefndar&catid=75:litlanefnd&Itemid=130:1094sj7l]hér[/url:1094sj7l].
Þar sem ekki verða mörg pláss laus, eða aðeins um 30 auk fararstjóra, borgar sig að skrá sig sem fyrst.
Munið að þó 35" bílar og minni hafi forgang, þá geta allir skráð sig. Ef það er pláss þegar skráningu lýkur þá gildir fyrirkomulagið "fyrstur kemur fyrstur fær" um stærri bílana.
Kv. Óli, Litlunefnd
07.01.2011 at 10:07 #715236Ágætu félagar
Ég held að rétt sé að útskýra aðeins nánar þær breytingar sem Litlanefndin er að gera á ferðatilhögun núna í janúarferðinni. Breytingarnar eru tvæþættar. Í fyrsta lagi er verið að leggja meiri áherslu á minna breytta jeppa og í öðru lagi er verið að minnka ferðahópinn.
Í skipunarbréfi Litlunefndar kemur eftirfarandi m.a. fram:
Hlutverk nefndarinnar er að sinna ferðalögum og kynningarstarfi
fyrir eigendur minna breyttra jeppa og skipuleggja ferðir sem henta þeim sem og öðrum félagsmönnum.Ljóst er samkvæmt þessu að megináherslan í starfi nefndarinnar snýr að eigendum minna breyttra jeppa, þó einnig sé gert ráð fyrir öðrum félagsmönnum. Það virðist vera að jákvæð og góð umfjöllunn innan sem utan klúbbsins varðandi ferðir Litlunefndar hafi skilað sér í auknum fjölda ferðalanga með okkur, en einnig hefur ferðahópurinn smám saman verið að breytast þannig að æ stærra hlutfall er af bílum sem eru 38" og stærri. Þetta hefur ósjálfrátt valdið því að lagt hefur verið í heldur erfiðari aðstæður í ferðum, eitthvað sem hefði kannski ekki verið gert ef aðeins væru minni bílar í ferðunum. Þetta hafa eigendur minni bílana orðið áþreifanlega varir við. Einnig höfum við heyrt af því að þegar svo margir stærri bílar skrá sig til ferðanna, þá veigra eigendur minni bíla sér við að skrá sig með í okkar ferðir. Af þessum ástæðum var tekin ákvörðun um að prófa þessa breytingu. Við vitum að þetta þýðir að nokkrir aðilar á stærri bílum, sem hafa verið duglegir að koma með okkur í ferðir, komast mögulega ekki með í næstu ferð. En það má benda þeim aðilum á að nýta spjallið hér til að "rotta" sig saman í sína eigin ferð, enda margir komnir með nokkra reynslu í svona ferðalögum. Og ég hvet menn til að prófa þetta, það verða margar skemmtilegar ferðir til með þeirri aðferð. Það verður í þessu samhengi að geta þess að það er ekki verið að banna stærri bílum að koma með, aðeins að minni bílar hafa forgang. Þetta þýðir að þegar skráninagarfresti lýkur þá komast stærri bílar með ef ekki er fullt í ferðina af minni bílum.
Á þessu starfsári hefur fjöldi ferðalanga með Litlunefnd auknist mikið eins og áður sagði. Skráningar í ferðir hafa legið í kring um 60 bíla en þar höfum við sett hámarkið. Í sjálfar ferðirnar hafa farið milli 50 og 55 bílar, þar sem alltaf eru einhver afföll. Þetta er gríðarlega stór hópur að fara með á fjöll og nánast ómögulegt fyrir aðalfararstjóra og eftirfara að hafa yfirsýn yfir slíkan fjölda. Einnig hafa okkar frábæru hópstjórar verið með stóra hópa og þurft að velja einhvern af almennum ferðalöngum sem eftirfara í sínum hópi. Þetta hefur gengið ágætlega, enda lítið komið uppá sem truflað hefur. Nú ætlum við að vanda betur til verks, minnka hópinn og hafa hópstjóra og eftirfara hópanna úr hópi okkar eigin hópstjóra auk þess sem aðalfararstjóri og eftirfara verða í ferðinni. Þetta er gert til að auka yfirsýn fararstjóra og auka öryggi þeirra sem ferðast með okkur, enda finna fararstjórar til ábyrgðar gagnvart þeim sem fara með okkur, þó ábyrgð okkar sé í raun ekki lögbundin. Það má einnig benda á að þó við höfum nokkurn hóp frábærra hópstjóra til að leita til, þá komast ekki allir í allar ferðirnar og því takmarkað hvað við getum treyst á að vera með af slíkum reyndum aðilum.
Litlanefndin hefur aldrei verið feimin við að prófa nýungar. Enda er sjálfsagt að prófa hluti til að bæta starfið, og ef niðurstaða þeirra tilrauna er neikvæð, þá er auðvitað hægt að bakka með breytingarnar og fara aftur til baka í fyrra ástand.
Varðandi ferðir fyrir stærri jeppa, þá er ekkert ákveðið í þeim efnum. Litlanefndin hefur bent á að það gæti verið gott fyrir klúbbinn að bjóða uppá reglulegar dagseferðir undir leiðsögn fyrir stærri jeppa, en engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíkt. Benda má á að á vegum klúbbsins eru fjölmargar ferðir, nýliðaferðir, vinnuferðir, stikuferðir, landgræðsluferðir, kvennaferðir, stórferðir osfrv. Einnig er mjög einfalt fyrir fólk að hópa sig saman með að nota spjallið á vefsíðunni. Ég veit til þess að einhverjir aðilar eru að hugleiða að bjóða upp á dagsferðir fyrir stærri jeppa, en óvíst hvort af því verður. Hafa verður í huga að til að slíkar ferðir gangi, verður að vera til mannskapur til fararstjórnar. Allt skipulagsumhverfið er til hjá Litlunefnd svo við erum meira en tilbúnir að veita allta þá aðstoð sem þörf er á til að koma svona ferðum á fót, svo ef áhugasamir félagsmenn vilja taka slíkt að sér þá má gjarnan vera í sambandi við okkur. Einnig ef menn vilja aðstoða við hópstjórn í Litlunefndarferðum, þá erum við þakklátir fyrir alla hjálp sem við fáum.
Að öllu þessu sögðu vona ég að félagsmenn og aðrir velunnarar Litlunefndar styðji okkur í þeim tilraunum sem við erum að gera til að bæta starfið.
Kv. Óli
Formaður Litlunefndar
01.01.2011 at 15:12 #714670Skemmtileg ferðasaga, takk fyrir að deila henni með okkur. Það væri nú enn skemmtilegra ef við fengjum að sjá myndir úr þessari ferð, hérna á síðunni
kv. Óli, Litlunefnd
30.12.2010 at 12:54 #714702Fín grein hjá þér Guðmundur og hún á alveg erindi fyrir almenningssjónir að mínu mati.
kv.Óli
23.12.2010 at 11:37 #714336Litlanefndin óskar öllum velunnurum nefndarinnar gleðilegra jóla.
Við sendum okkar bestu jóla- og áramótakveðjur til þess mikla fjölda sem hefur ferðast með okkur á árinu sem er að líða. Við hlökkum til nýs jeppaárs sem hefst laugardaginn 15. janúar n.k. hjá Litlunefndinni.
Kv. Litlanefnd
04.12.2010 at 20:15 #712614Þá er ferð F4x4 með heyrnarlausum lokið. Ferðin gekk mjög vel og flestir ef ekki allir hinir ánægðustu með hvernig allt gekk. Eins og fram hefur komið fórum við um Kaldadal, að Jaka og endað í Húsafelli. Nokkur stopp voru á leiðinni, bæði til að taka myndir og snæða nesti, en legst vorum við ofan við Jaka, þar sem allir spreyttu sig við snjóakstur upp í jökulinn. Sáralítið var af snjó á leiðinni, mest í slóðanum á leiðinni, en í honum voru djúp för eftir að ekið hafði verið þar í bleytu eða krapa og allt síðan pikkfrosið.
Vegna ástands jökla, fórum við stutt upp í Langjökul frá Jaka, ekki nema svona 2-300 metra. Enda var þunn snjóskán ofaná jökulísnum, nægjanlega mikið til að fela sprungur og ójöfnur, en ekki nægjanlega mikið til að halda nokkrum hlut.
Hinir heyrnarlausu bílstjórar stóðu sig með stakri prýði. Þeir fylgdu leiðbeiningum samviskusamlega og voru liprir ökumenn, læddust varlega yfir erfiðustu partana. Aðrir ferðalangar stóðu sig líka vel og fararstjórarnir auðvitað til fyrirmyndar.
Fyrir hönd Litlunefndar 4×4 klúbbsins þakka ég öllum þeim sem voru með okkur í dag fyrir flotta ferð á fjöllum.
Kv. Óli, Litlunefnd
04.12.2010 at 14:23 #712610Heyrnarlausir eru ad komast ad afleggjaranum ad Jaka. Her eru djup gaddfrosin hjolfor sem aru adeins erfid en allt gengur vel. Kv. Oli
25.11.2010 at 20:07 #711480Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála Stebba, ég slysaðist til að fara til Einars áttavillta með bílinn minn um daginn og hann fúskaði pústið svo mikið að ég þurfti að fara annað til að láta laga það allt. Hann tók reyndar ekkert voðalega mikið fyrir fúskið, en þegar búið var að lagfæra ruglið eftir hann var það bara komið í þokkalegan pening. Ég mun aldrei leita þangað aftur og ráðlegg engum að gera það. Aðrir pústsmiðir sem ég ræddi við bentu mér allir að tala við BJB í Hafnarfirði, þeir væru með bestu græjurnar til að smíða púst undir breytta jeppa, þá er fyrst og fremst verið að tala um beygjugræjurnar.
Kv. Óli
-
AuthorReplies