Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.01.2010 at 01:05 #210348
Spurt er í þessari grein Freys Eyjólfssonar útvarpsmanns hvort „jepparnir sem nú keyra um göturnar séu verstu bílar Íslandssögunnar?“
http://ruv.is/heim/vefir/pistlar/freyre/eldri/store807/item322868/
Jeppamenn eiga sér greinilega orðið fáa vini…!
28.04.2009 at 10:33 #646192Ég held að það sé ljóst að maður myndi ekki keyra á 15 pundum innanbæjar. Vanalega eru sett um 25 pund í 33" dekk sem ég hef látið eiga við. Keyri sjálfur á ca. 26-28 pundum að sumri.
27.04.2009 at 21:52 #646184Það er erfitt að segja hvað hefur gerst. Þó hefur grunur minn færst töluvert yfir á það að dekkjaverkstæðið hafi skemmt dekkið. Ég komst nefnilega að því að felgurnar eru mjög þröngar og erfitt að koma dekkjum á þær (álfelgur frá compomotive). Dekkið er skemmt á felgukantinum innanverðum en á miðri hliðinni utanverðu þannig að líklega eru þetta nokkrar ástæður að baki.
Það að felgurnar séu erfiðar passar hins vegar ekki við það sem dekkjaverkstæðið segir mér enda eru þeir eins og áður nefndir sjálfskipaðir dekkjasérfræðingar og segjast ekki geta gert mistök. Þeir hafa lesið þennan þráð og er velkomið að svara fyrir þetta.
Ég ætlaði Þórarni alls ekki að hafa selt mér viljandi skemmt dekk. Það verður hins vegar ekki af honum tekið að framkoma hans var hrokafull og dónaleg vægast sagt. Honum er einnig velkomið að svara fyrir það!
Það sá því enginn neitt, heyrði ekki neitt og veit ekki neitt… en ég sit uppi með ónýtan gang af dekkjum og má alveg vera örlítið fúll yfir því…!
Þakka annars svörin.
20.04.2009 at 18:13 #204278Ég verslaði í vikunni fyrir páska 4 stk 33″ Toyo dekk sem Þórarinn Gunnar Sverrisson / Tóti Musso / Musso varahlutir / BTC ehf. auglýsti hér á þessum vef til sölu. Ég fékk dekkin hjá honum felgulaus og lét setja á felgur fyrir mig. Þegar ég kem heim með dekkin sé ég að á innanverðu einu dekki er hnefastór kúla og önnur töluvert minni á því utanverðu. Ég ræddi þetta strax við Þórarinn og sýndi honum dekkið og voru viðbrögðin þau að ég hefði sennilegast eyðilagt dekkið sjálfur eða sá sem setti það á felguna fyrir mig hefur sprengt það upp á með látum sem hafa orsakað þetta. Þórarinn taldi útilokað að hann hefði selt mér skemmt dekk enda væri hann með svo mikla reynslu í að meðhöndla dekk að ég ætti ekki að vera að reyna að ræða þetta við hann… Einnig telur hann mig segja ósatt þegar ég segist ekki hafa sett dekkið undir bílinn hjá mér og skemmt það sjálfur…!
Ekkert kom fyrir dekkið í minni umsjá sem skýrir þetta og það voru 15 pund í dekkinu þegar ég fæ það af dekkjaverkstæðinu sem sagði einnig að þetta hafi verið ósköp venjuleg umfelgun og ekkert komið upp á. Þeir tóku hins vegar ekki eftir kúlunum. Þegar ég tek loftið úr því þá hverfa kúlurnar tvær þannig að ég gat ekki séð að eitthvað væri að dekkinu þegar ég tek við því frá Þórarni. Að mínu mati er líklegt að bíllinn sem dekkin voru undir hafi lent í einhverju höggi enda var þetta tjónabíll (Musso sport – auglýstur hér sem partabíll) eða hann staðið á loftlausu dekkinu í einhvern tíma.
Ég spyr því. Hefur einhver lent í því að dekkjaverkstæði eyðileggi dekk með þessum hætti og hvernig ætti að það gerast? Þekkir einhver þennan Musso Sport og hvernig tjónið gerðist?
Mér finnst þetta líka vekja upp spurningar um hvort partasölur eigi að fá að auglýsa hér á síðunni. Það er alveg ljóst að maðurinn var ekki að gera þetta í eigin nafni heldur fyrirtækis síns og það er stór hluti af því að ég vek athygli á þessu hér.
11.03.2009 at 23:20 #643150Ég vil reyndar helst ekki gagnrýna neinn fyrir að fara með börnin svona ung út, aðalatriðið að menn hagi akstri með tilliti til þess og ani ekki í tvísýnu. Sjálfur fór ég með mína stúlku út 3 vikna gamla inn á Fjallabak seint að hausti og margar ferðir eftir það. Hún er ennþá heil.
Hvernig vorum við svona lengi á Miðjuna og til baka? Ég segi bara að þeir síðustu verða einn daginn fyrstir…! Við vorum bara að horfa á stjörnurnar og norðurljósin!
11.03.2009 at 13:48 #643146Miðjuferðin var alltof mikil ferð fyrir svona lítil kríli, ég var sjálfur 18 tíma í bílnum og var búinn að vera… en þetta er samt ekkert svart/hvítt. Á maður að draga mörkin við höfuðborgina þegar ferðast er með svona lítil börn, eða Gullfoss og Geysi, eða Landmannalaugar eða sumarferð yfir Sprengisand eða Gæsavatnaleið.
Tilfellið er að það getur ýmislegt komið upp á hvar sem er og menn verða alltaf að nota hyggjuvitið og haga sér eftir aðstæðum og kannski farminum í bílnum. Ég held að mönnum hætti frekar til að ofvernda börnin en hitt…
09.02.2009 at 22:25 #640276Ég held að þetta séu snilldarbílar en hef í sjálfu sér enga reynslu af þeim. Þeir eru þó flóknir tæknilega, fullir af rafmagnsbúnaði, sem mér persónulega finnst neikvætt… En það er kannski ekki hjá því komist í dag. Það er kannski ekki vinsælt að auglýsa aðra vefi hérna, en þú gætir athugað hvað menn segja í félagi Land Rover eigenda á [url=http://islandrover.is:2i7v1ynj][b:2i7v1ynj]islandrover.is[/b:2i7v1ynj][/url:2i7v1ynj]
02.02.2009 at 22:49 #639798Sammála að það sé óþolandi að menn keyri á troðinni braut. En hvar eru mörkin um hvar menn mega jeppast/sleðast á svæðinu? Ég var að lesa reglurnar þar sem þær hengu uppi við lyfturnar í Bláfjöllum og fannst þetta frekar opið. Talað um að ekki megi vera á lyftusvæðum, sem er sjálfsagt. Einnig að ekki megi vera á gönguskíðabrautum. En ekkert minnst á svæði þar fyrir utan.
25.01.2009 at 22:41 #638826Getið þið sagt mér hver munurinn er á 2 þátta trukkalakki og "venjulegu" 2 þátta bílalakki? Er leysiefnið í trukkalakkinu notendavænna fyrir bílskúrsnotkun?
05.10.2008 at 21:23 #630446Það má ekki vanmeta 33". Ég fór á Langjökul síðasta vetur í léttu færi á 33" Land Rover sem vegur rúmlega tvö tonn. Manni dettur samt ekki í hug eitt andartak að maður sé á fullbreyttum bíl sem fer allt. Auðvitað er þetta allt háð færi, en hver dekkjastærð hefur sína kosti og galla.
05.09.2008 at 18:43 #628972Ég er á Discovery ´98 en beinskiptur svo ekkert er cruise controlið… en að þessum vef algjörlega ólöstuðum mæli ég með að kíkja á vef Land Rover manna, islandrover.is og leggja inn fyrirspurn þar.
-
AuthorReplies