Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.02.2004 at 02:20 #494166
Þér til uppfræðslu ákvað ég að senda þér línu, já og takk fyrir síðast!
Sko.. Þó að þú hafir kannski gaman af því að fara höndum, já og jafnvel fótum(!) um dömur er ekki þar með sagt að frúin deili þessum áhuga hjá þér! Mér sýnist á öllu að þú verðir að næla þér í einhvern GÆJA handa frúnni til að gæla við á fjöllum. Umrætt verkfæri verður að sjálfsögðu að vera stæðilegt eintak, mikill um herðar, kraftmikill og eyðslusamur og að sjálfsögðu vel vaxinn niður. Algerlega karlkyns græja.
Svo getur verið að frúin vilji hlífa ættinni við því að hafa þig bullstressaðann í fermingu vitandi af báðum dömunum í leik á fjöllum.
Kv
Óli
14.02.2004 at 02:20 #488584Þér til uppfræðslu ákvað ég að senda þér línu, já og takk fyrir síðast!
Sko.. Þó að þú hafir kannski gaman af því að fara höndum, já og jafnvel fótum(!) um dömur er ekki þar með sagt að frúin deili þessum áhuga hjá þér! Mér sýnist á öllu að þú verðir að næla þér í einhvern GÆJA handa frúnni til að gæla við á fjöllum. Umrætt verkfæri verður að sjálfsögðu að vera stæðilegt eintak, mikill um herðar, kraftmikill og eyðslusamur og að sjálfsögðu vel vaxinn niður. Algerlega karlkyns græja.
Svo getur verið að frúin vilji hlífa ættinni við því að hafa þig bullstressaðann í fermingu vitandi af báðum dömunum í leik á fjöllum.
Kv
Óli
12.02.2004 at 02:42 #493697..verður að vera ÁN krappra beygja eða slöðurs átti að standa þarna…
Það má tengja vatnskælinguna með T inn á afrennsli miðstöðvar og síðan beint í vatnskassann.
12.02.2004 at 02:42 #488354..verður að vera ÁN krappra beygja eða slöðurs átti að standa þarna…
Það má tengja vatnskælinguna með T inn á afrennsli miðstöðvar og síðan beint í vatnskassann.
12.02.2004 at 02:38 #493693MMC túrbínur eru smurðar eins og allar aðrar túrbínur, en auk þess eru sumar þeirra vatnskældar að auki. Vatnsgöngin eru auðþekkt á því að það er snittað inn í túrbínuhúsið fyrir holboltum. Bajno með tveimur koparhringjum kemur svo undir boltana. (þetta fæst allt í Barka í kópavogi, líka rör til að beygja og brasa í þetta.)
Ég man ekki alveg hvernig tengingin fyrir smurþrýstinginn er inn á túrbínuna, minnir að það sé lítill flangs sem festist með 2 boltum, þessi lögn er talsvert grennri en afrennslið sem festist með flangs á 2 boltum, stærðargráðan á því er c.a 14-16 mm gat (mun sverara en fæðilögnin)
Gættu að því að afrennsli frá túrbínum verður að vera sem greiðast og er mælt með 19mm innanmáli á lögn frá túrbínu. Verður að koma í vél/pönnu ofan við olíuhæð og vera á krappra beygja eða slöðurs.
Vona að þetta hjálpi
Kv
Óli
12.02.2004 at 02:38 #488352MMC túrbínur eru smurðar eins og allar aðrar túrbínur, en auk þess eru sumar þeirra vatnskældar að auki. Vatnsgöngin eru auðþekkt á því að það er snittað inn í túrbínuhúsið fyrir holboltum. Bajno með tveimur koparhringjum kemur svo undir boltana. (þetta fæst allt í Barka í kópavogi, líka rör til að beygja og brasa í þetta.)
Ég man ekki alveg hvernig tengingin fyrir smurþrýstinginn er inn á túrbínuna, minnir að það sé lítill flangs sem festist með 2 boltum, þessi lögn er talsvert grennri en afrennslið sem festist með flangs á 2 boltum, stærðargráðan á því er c.a 14-16 mm gat (mun sverara en fæðilögnin)
Gættu að því að afrennsli frá túrbínum verður að vera sem greiðast og er mælt með 19mm innanmáli á lögn frá túrbínu. Verður að koma í vél/pönnu ofan við olíuhæð og vera á krappra beygja eða slöðurs.
Vona að þetta hjálpi
Kv
Óli
09.02.2004 at 01:32 #193701Ég var að lesa þennan þráð og sá að menn eru að velta fyrir sér samningum við olíufélögin, þ.e hvort að það eigi að endurskoða samninginn við shell.
Er þetta ekki alveg borðleggjandi, nýr samningur verður einfaldlega gerður við Atlantsolíu, og öðrum ekki boðið til viðræðna. Væru það ekki mátuleg skilaboð til hinna félagana, og lóð 4×4 manna á vogarskálar frjálsrar samkeppni á olíumarkaði. Mér finnst óeðlilegt ef félög sem hafa orðið uppvís að glæpum undanfarið gegn okkur, sitji við sama borð og AO í samningum við klúbbinn.
Kv
Óli
04.02.2004 at 02:05 #491911Pajero turbina af 2.8 ætti að virka sæmilega á 2.4 toy. Hún mun samt koma seinna inn heldur en hún gerir í pajeronum sem er galli. Spurningin, hversu erfitt er að mixa slíkann grip í hilux er annað mál, sem ég hef ekki sett mig inní.
04.02.2004 at 02:05 #487452Pajero turbina af 2.8 ætti að virka sæmilega á 2.4 toy. Hún mun samt koma seinna inn heldur en hún gerir í pajeronum sem er galli. Spurningin, hversu erfitt er að mixa slíkann grip í hilux er annað mál, sem ég hef ekki sett mig inní.
04.02.2004 at 01:58 #487418Það vill svo til að ég setti diskabremsur að aftan undir willys cj7 og notaði Hi-lux diska og reyndar öxla líka, drifið var 12 bolta GM. Dælurnar voru framdælur úr Subaru.
Frambremsurnar hjá mér voru að mig minnir úr Blazer, frekar en Wagooner. Í stuttu máli var þetta setup BARA vont! Subaru dælurnar voru einfaldlega alltof litlar og gáfu of lítið bremsuátak á afturhjólin miðað við frambremsurnar. Umrætt tæki var aðeins 660Kg á afturöxulinn og á 38" dekkjum. Ég fékk hann aldrei til að draga hjól að aftan, ekki einu sinni á malarundirlagi. Subaru dælurnar gáfu sem sagt hægjur en ekki bremsur. Handbremsan hélt þó furðanlega. Þrátt fyrir þetta fékk bíllinn fulla skoðun á bremsur og gaf nægilegt bremsuátak á valsana hjá Bifreiðaskoðun, sem mér finnst umhugsunnarefni í sjálfu sér.
Ég var með original vakúmbremsukútinn og höfuðdælu úr cj7, prófaði að skipta dælunni út fyrir aðra minni, en allt kom fyrir ekki, tækið var nánast bremsulaust að aftan.
Mitt innlegg er því, ekki nota subaru dælur eða aðrar litlar fólksbíladælur ef þú villt halda afturbremsunum.
Kv Óli
03.02.2004 at 21:50 #487448Ég myndi aldrei kaupa túrbínu á 280 þús..
Mér finnst líka svolítið hátt verð á gamalli X túrbínu 100 þús kall, jafnvel með grein. Hélt að það væri hægt að fá nýjar túrbínur hjá I-Erlingson og fleirum fyrir þá fjárhæð.
03.02.2004 at 21:50 #491902Ég myndi aldrei kaupa túrbínu á 280 þús..
Mér finnst líka svolítið hátt verð á gamalli X túrbínu 100 þús kall, jafnvel með grein. Hélt að það væri hægt að fá nýjar túrbínur hjá I-Erlingson og fleirum fyrir þá fjárhæð.
03.02.2004 at 21:46 #487446Ég mumdi aldrei kaupa túrbínu á 280 þús.
03.02.2004 at 21:46 #491899Ég mumdi aldrei kaupa túrbínu á 280 þús.
03.02.2004 at 21:38 #491879Hvað er að þessari sem á að kosta 80 þús?
03.02.2004 at 21:38 #487436Hvað er að þessari sem á að kosta 80 þús?
01.02.2004 at 22:13 #193631Smá ábending!!
Á ferðalagi núna um helgina rákumst við félagar á tvær kindur inni á Hrunamannaafrétti. Þær voru c.a 5 km frá Árbúðum, en reyndar hinu megin við Jökulkvíslina, og því ekki inni á Kili, og ekki beint í alfaraleið. Ég hafði samband við bændur í Hrunamannahreppi og sagði þeim af fénu og munu þeir gera leiðangur strax í fyrramálið til að sækja gripina. Þeir voru afar ánægðir með að ég skyldi leggja það á mig að segja þeim frá rollunum og kváðu slíkt sjaldgæft.Fyrir þá sem ekki vita er allur afrétturinn milli Hvítár og Þjórsár nýttur fyrir fé á sumrin, á haustin er afrétturinn smalaður eins og kostur er. Vitaskuld er ógerningur að kemba þetta stóra svæði svo vel að ekki verði eitthvað eftir af fé, og því má búast við því að ferðalangar rekist á einhverjar kindur sem orðið hafa eftir á ferðum sínum fram eftir vetri. Margar kindur sem verða eftir í smalamennskum skila sér til byggða þegar fer að hausta, en það er þó fjarri því að vera algilt. Sumar þeirra hreyfa sig hvergi, og eru því háðar duttlungum íslenskrar veðráttu þegar líður á og hagar fara undir frost og snjó. Þess dæmi að kindur hafi verið yfir vetur inni á hálendi og lifað af, en algengara er að þær fenni í kaf, drepist úr hor, eða heyji á einhvern hátt sitt hinsta stríð.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að láta vita um kindur ef menn rekast á þær á afréttum landsins að vetri til. Það er einfalt að hafa bara uppá sveitarstjóra, oddvita eða einhverjum þeim sem kann að geta leitt málið í farveg, það kostar ekki nema eitt símtal, og endilega muna eftir að negla GPS punkt á staðinn. Þakklætið og áhuginn sem maður fær til baka er sannarlega þess virði.
PS (lang flottast er náttúrulega að taka þær bara í framsætið og skila á næsta bóndabæ)
Kv
Óli – smali
28.01.2004 at 01:56 #486144Mér þykir ótrúlegt ef ný sía breytir einhverju í þessu samhengi. Ég myndi kippa pönnunni undan vélinni og tékka á legum og smurdælu.
27.01.2004 at 19:55 #486138Smurdælan dælir inn á legurnar í gegnum síuna, við síuna er bypassloki sem hleypir framhjá sér ef sían stíflast.
Við hvaða kringumstæður féll þrýstingurinn? Gerðist það allt í einu, var vélin köld eða heit, á háum snún eða lágum?
Þess eru dæmi að öxullinn neðan úr kveikjunni sem knýr smurdæluna brotni, sérstaklega ef verið er með high flow olíudælu og vélinni er snúið mikið kaldri. Á einkum við þegar gangsett er í miklum kulda.
PS er mælirinn örugglega í lagi?
Kv
Óli
23.01.2004 at 15:42 #485660Getur verið að spilmótorinn skorti jarðsamband, og að neistaflugið stafi af því að mótorinn sé að fá jörð gegnum vírinn?
Kv
Óli
-
AuthorReplies