Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.04.2004 at 19:25 #495697
Það er ansi gaman að lesa þennan þráð yfir og sjá hin margvíslegu rök sem jeppamenn hafa gegn þessari breytingu á olíugjaldinu.
Fyrir nokkru lagðist ég í sjálfskipaða krossferð varðandi skálagjöld í skála 4×4. Þar var ég að benda á þann valkost að hætta að innheimta félagsgjöld, og hafa skála félagsins opna. Þessu var almennt séð hafnað á grundvelli þess að s.k.v öllu réttlæti væri eðlilegt að þeir greiddu sem nota. Að sjálfsögðu á þetta að vera megin reglan hér sem víðar.
Jamm, þeir greiða sem nota, en þegar á að taka af mönnum þau hlunnindi sem felast í miklum akstri á fastagjaldi þá fer allt í hund og kött, og þessi frábæra regla gleymist?
03.04.2004 at 14:20 #502831Það má velta því fyrir sér hvort að þetta sé ekki eðlileg stefna í umhverfismálum, að skattarnir séu í olíuverðinu og virki þannig til beinnar hvatningar til að nota sem minnst af henni.
Það er nokkuð ljóst að nú er senn á enda ákveðið tímabil í jeppasögu landans. Þetta mun væntanlega hafa það í för með sér að allt í einu skiptir orðið verulegu máli hvað diesel bílar eyða miklu, nokkuð sem hefur verið aukaatriði fram að þessu. Vitaskuld mun þetta hafa mikil áhrif á vetrarferðirnar sem eru í eðli sínu afar orkufrek skemmtun og því breytist kúltúrinn í þeim efnum væntanlega eitthvað. Ég efast reyndar um að þungum bensínjeppum fjölgi því að eftir sem áður eru slíkar græjur dýrar í rekstri, það að diesel jepparnir verði óhagstæðari breytir engu um það.
Ætli þetta verði ekki frekar til þess að sparneytnum bílum á fjöllum fjölgi (hlutfallslega) með tíð og tíma, og skiptingin verði jafnari milli bensín-diesel.
03.04.2004 at 14:20 #495507Það má velta því fyrir sér hvort að þetta sé ekki eðlileg stefna í umhverfismálum, að skattarnir séu í olíuverðinu og virki þannig til beinnar hvatningar til að nota sem minnst af henni.
Það er nokkuð ljóst að nú er senn á enda ákveðið tímabil í jeppasögu landans. Þetta mun væntanlega hafa það í för með sér að allt í einu skiptir orðið verulegu máli hvað diesel bílar eyða miklu, nokkuð sem hefur verið aukaatriði fram að þessu. Vitaskuld mun þetta hafa mikil áhrif á vetrarferðirnar sem eru í eðli sínu afar orkufrek skemmtun og því breytist kúltúrinn í þeim efnum væntanlega eitthvað. Ég efast reyndar um að þungum bensínjeppum fjölgi því að eftir sem áður eru slíkar græjur dýrar í rekstri, það að diesel jepparnir verði óhagstæðari breytir engu um það.
Ætli þetta verði ekki frekar til þess að sparneytnum bílum á fjöllum fjölgi (hlutfallslega) með tíð og tíma, og skiptingin verði jafnari milli bensín-diesel.
01.04.2004 at 16:38 #476662Þú bentir réttilega á að það sé meiri orka per kg af dieselolíu,en er í bensíni, því sé minni eyðsla.
Það er reyndar önnur skýring á minni eyðslu diesel bíla sem er að nýtni dieselvélanna er hærri vegna þess að þær hafa hærra þjapphlutfall en bensínvélar. Þessi staðreynd vegur mun þyngra í dæminu en eðlisþyngd eldsneytisins.
31.03.2004 at 19:59 #476628Er komið í ljós hvað lítrinn af diesel kostar eftir breytinguna, er það c.a 90 kallinn?
12.03.2004 at 14:30 #491334Hvernig reynslu hafa menn af þessum búnaði í dag?? Þegar þetta var nýlega komið á markað prófuðum við þetta og niðurstaðan þá var að þetta væri algert rusl. Undir þungu álagi sveik læsingin jafnvel þó að álag á bæði hjól væri svipað. Þetta lýsti sér sem þung högg í drifrásinni þegar kastalinn ( í læsingunni) sleppti og greip síðan aftur. Umræddur búnaður var fjarlægður eftir stuttan tíma og dæmdur rusl. Talsvert sá á tönnunum þrátt fyrir litla notkun.
12.03.2004 at 14:30 #498065Hvernig reynslu hafa menn af þessum búnaði í dag?? Þegar þetta var nýlega komið á markað prófuðum við þetta og niðurstaðan þá var að þetta væri algert rusl. Undir þungu álagi sveik læsingin jafnvel þó að álag á bæði hjól væri svipað. Þetta lýsti sér sem þung högg í drifrásinni þegar kastalinn ( í læsingunni) sleppti og greip síðan aftur. Umræddur búnaður var fjarlægður eftir stuttan tíma og dæmdur rusl. Talsvert sá á tönnunum þrátt fyrir litla notkun.
06.03.2004 at 19:55 #468532Hitar hann glóðarkertin örugglega nóg?
06.03.2004 at 05:34 #490934Þverstífan þarf að halla alveg eins og tögstöngin, til þess að bíllinn beygi ekki við fjöðrun. Það er aðalatriðið hér.
Nú man ég ekki glöggt hvernig stýrisgangur er í Grandinum, en ég geri ráð fyrir að togstöngin tengist millibilsstönginni nærri endanum vinstra megin. Þú ert búinn að snúa millibilsstönginni við, þannig að gatið fyrir endann í togstönginni hefur væntanlega hækkað um 5-10 cm við þetta. Beinasta leiðin er að færa upp festinguna á hásingunni sem nemur hækkuninni á millibilsstönginni. Þá þarftu ekki að setja neina styrkingu þvert yfir í "grindinni" (boddíinu)
06.03.2004 at 05:34 #497516Þverstífan þarf að halla alveg eins og tögstöngin, til þess að bíllinn beygi ekki við fjöðrun. Það er aðalatriðið hér.
Nú man ég ekki glöggt hvernig stýrisgangur er í Grandinum, en ég geri ráð fyrir að togstöngin tengist millibilsstönginni nærri endanum vinstra megin. Þú ert búinn að snúa millibilsstönginni við, þannig að gatið fyrir endann í togstönginni hefur væntanlega hækkað um 5-10 cm við þetta. Beinasta leiðin er að færa upp festinguna á hásingunni sem nemur hækkuninni á millibilsstönginni. Þá þarftu ekki að setja neina styrkingu þvert yfir í "grindinni" (boddíinu)
23.02.2004 at 01:53 #489492Skyldulesning hjá þér TekniQue, vel mælt.
Fjalli hefur kannski gasbrúsa undir sætinu (nos)til að bakka upp þessar tölur.
Kv
Óli
23.02.2004 at 01:53 #495979Skyldulesning hjá þér TekniQue, vel mælt.
Fjalli hefur kannski gasbrúsa undir sætinu (nos)til að bakka upp þessar tölur.
Kv
Óli
21.02.2004 at 02:17 #489482Í þá gömlu góðu daga fyrir 1970 notaði kaninn SAE hestöfl sem hafa borið hér á góma, þetta voru fremur smávaxnir hestar enda mældir afturúr nöktum vélum, án allra aukahluta. Skömmu eftir 1970 breyttu þarlendir hestaflaskráningunni yfir í það sem í daglegu tali kallast SAE net hestöfl. Þessi skráning er lík þýska DIN staðlinum og er mér vitanlega notuð enn í dag.
Mótoraskríbentar hafa margir hverjir ruglað þessu saman við það sem gerðist í orkukreppunni þegar farið var að spá í mengun í USA. Þá gerðist tvennt.
Annarsvegar var vélunum breytt til að þær menguðu minna, þjappa lækkuð til að vega á móti lækkun á tetraethyl-led (blýi) í bensíni, sem aftur lækkaði raun-oktantöluna í bensíninu (minna þjappþol).. sem leiddi til færri hestafla.
Hinsvegar umrædd breyting á mælingu hestafla sem fækkaði hrossunum í skráningunni.
Samanlagt lækkaði þetta góða big-block sleggju niður um 100+ hross, sem menn kenndu alfarið helv.. mengunardraslinu. Í raun var það ekki svo mikið vegna þess, heldur einnig breyttrar skráningar.
USA hestöfl hafa verið hliðstæð þeim þýsku eftir þetta. Hestöfl fyrir 1970 ekki.
Japönsk hross voru mæld með SAE (ekki "net") lengi vel, og voru því einræktaðir smáhestar, andvana fæddir, eins og allir vita. Ég er ekki klár á því hvenær japaninn lét af þeim ósið, og er tregur til að viðurkenna að hann hafi gert það enn í dag
Kv
Óli
21.02.2004 at 02:17 #495960Í þá gömlu góðu daga fyrir 1970 notaði kaninn SAE hestöfl sem hafa borið hér á góma, þetta voru fremur smávaxnir hestar enda mældir afturúr nöktum vélum, án allra aukahluta. Skömmu eftir 1970 breyttu þarlendir hestaflaskráningunni yfir í það sem í daglegu tali kallast SAE net hestöfl. Þessi skráning er lík þýska DIN staðlinum og er mér vitanlega notuð enn í dag.
Mótoraskríbentar hafa margir hverjir ruglað þessu saman við það sem gerðist í orkukreppunni þegar farið var að spá í mengun í USA. Þá gerðist tvennt.
Annarsvegar var vélunum breytt til að þær menguðu minna, þjappa lækkuð til að vega á móti lækkun á tetraethyl-led (blýi) í bensíni, sem aftur lækkaði raun-oktantöluna í bensíninu (minna þjappþol).. sem leiddi til færri hestafla.
Hinsvegar umrædd breyting á mælingu hestafla sem fækkaði hrossunum í skráningunni.
Samanlagt lækkaði þetta góða big-block sleggju niður um 100+ hross, sem menn kenndu alfarið helv.. mengunardraslinu. Í raun var það ekki svo mikið vegna þess, heldur einnig breyttrar skráningar.
USA hestöfl hafa verið hliðstæð þeim þýsku eftir þetta. Hestöfl fyrir 1970 ekki.
Japönsk hross voru mæld með SAE (ekki "net") lengi vel, og voru því einræktaðir smáhestar, andvana fæddir, eins og allir vita. Ég er ekki klár á því hvenær japaninn lét af þeim ósið, og er tregur til að viðurkenna að hann hafi gert það enn í dag
Kv
Óli
21.02.2004 at 02:02 #489480Er small block frá Ford
er small block..
Til að útbúa 427 rúmtommu togara úr 351W má til dæmis nota:
351W blokk sem er boruð ,060" yfir standard mál, sveifarás úr 400m vélinni (tall deck cleveland) hefur slaglengd 4" í stað 3,5" í 351W. Umræddur ás er tekinn og honum breytt lítillega til að fitta við tímagír 351W. Einnig er hann renndur niður á stangarlegum til að passa við stimpilstengur úr 360 Chrysler. Ekki nóg með að ásinn sé renndur niður á stangarlegum, heldur er hann renndur "offset" eða þannig að legusætið er tekið meira niður á annann veginn. Þetta er til þess að lengja enn slagið eða upp í 4.125". Með sér stökum damper og stimplum er þessu troðið saman í eitt stykki mótor sem telur 427 rúmtommur.Helsti kostur þess að nota chrysler stengurnar í þetta er að þær eru langar, og menn eru að sækja í eðlisfræðifyrirbæri sem kallast piston dwell, sem ræðst af innbyrðisafstöðu sveifaráss og stangarlengdar og hefur að gera með "dvalartíma" stimpla kringum toppstöðu (og reyndar á öllum hringum).
Án forced induction ( turbo eða blower) er afar hæpið að þessi mótor skili mikið hærra togi en rúmum 500 pundfetum sem er samt hressilegur slatti.
Umræddur mótor er kraftmikill togari miðað við þyngd, og þessi breyting þykir ekki sérlega dýr (fæst fyrir c.a 3000$ í USA, long block). Hestaflatölur hljóða upp á 400-450 með góðum heddum, flækjum án kúta og þessháttar græjum.
Eins og með aðra strokera er ekki talið ráðlegt að snúa þessari vél mikið, enda er það togið sem sóst er eftir.
Kv Óli
21.02.2004 at 02:02 #495955Er small block frá Ford
er small block..
Til að útbúa 427 rúmtommu togara úr 351W má til dæmis nota:
351W blokk sem er boruð ,060" yfir standard mál, sveifarás úr 400m vélinni (tall deck cleveland) hefur slaglengd 4" í stað 3,5" í 351W. Umræddur ás er tekinn og honum breytt lítillega til að fitta við tímagír 351W. Einnig er hann renndur niður á stangarlegum til að passa við stimpilstengur úr 360 Chrysler. Ekki nóg með að ásinn sé renndur niður á stangarlegum, heldur er hann renndur "offset" eða þannig að legusætið er tekið meira niður á annann veginn. Þetta er til þess að lengja enn slagið eða upp í 4.125". Með sér stökum damper og stimplum er þessu troðið saman í eitt stykki mótor sem telur 427 rúmtommur.Helsti kostur þess að nota chrysler stengurnar í þetta er að þær eru langar, og menn eru að sækja í eðlisfræðifyrirbæri sem kallast piston dwell, sem ræðst af innbyrðisafstöðu sveifaráss og stangarlengdar og hefur að gera með "dvalartíma" stimpla kringum toppstöðu (og reyndar á öllum hringum).
Án forced induction ( turbo eða blower) er afar hæpið að þessi mótor skili mikið hærra togi en rúmum 500 pundfetum sem er samt hressilegur slatti.
Umræddur mótor er kraftmikill togari miðað við þyngd, og þessi breyting þykir ekki sérlega dýr (fæst fyrir c.a 3000$ í USA, long block). Hestaflatölur hljóða upp á 400-450 með góðum heddum, flækjum án kúta og þessháttar græjum.
Eins og með aðra strokera er ekki talið ráðlegt að snúa þessari vél mikið, enda er það togið sem sóst er eftir.
Kv Óli
18.02.2004 at 23:51 #494535Nóg vesenið samt þó að menn séu ekki að búa það til strax á hönnunnarstiginu. Þú setur á þetta tvo sleða, farangur, bensín, dregur þetta svo á stæðilegum jeppa eins langt og hann kemst. Þá muntu komast að því einn daginn að fólksbíladekk á fólksbílanöfum þola ekki við alltof lengi í svona skakstri.
Bara ábending
Kv
Óli
18.02.2004 at 23:51 #488776Nóg vesenið samt þó að menn séu ekki að búa það til strax á hönnunnarstiginu. Þú setur á þetta tvo sleða, farangur, bensín, dregur þetta svo á stæðilegum jeppa eins langt og hann kemst. Þá muntu komast að því einn daginn að fólksbíladekk á fólksbílanöfum þola ekki við alltof lengi í svona skakstri.
Bara ábending
Kv
Óli
16.02.2004 at 01:05 #494448Ég er að vísu ekki sérfræðingur í stafsetningu en reyni engu að síður
Fyrst er að fullvissa sig um að hann fái of sterka blöndu.. kok og bensínblaut kerti geta alveg eins bent á laskað kveikjukerfi,t.d ónýtt háspennukefli sem fjarar út við að hitna. Þreifaðu á keflinu eftir að bíllinn er orðinn heitur, ef þú finnur minnsta yl frá keflinu skaltu prófa annað kefli, mig minnir að við kveikjuna sé einhver kubbur sem getur klikkað líka. Erfitt að sannreyna eitthvað í þessum málum, en allavega skaltu tékka neistann vandlega af eftir að bíllinn er orðinn heitur. Það á að vera fanta neisti á þessu sem hleypur auðveldlega 6-10 mm
Þrýstiventillinn fyrir spýtinguna hefur fests í einstaka tilfellum og valdið of háum bensínþrýsting, sem aftur þýðir og sterk blanda, það væri snjallt að mæla hver þrýstingurinn er í raun með bílinn í gangi.
Ónýtur hitaskynjari (vatnsskynjari í heddi) fyrir innspýtingu getur ruglað blönduna, t.d ef tölvan heldur að vélin sé "köld" þá gefur hann of mikið. (klassískt en afar sjaldgæft vandamál). Möguleiki að súrefnisskynjari í pústi sé óstarfhæfur líka.
Trúlega væri snjallt að láta lesa út úr græjunni með kóðalesara, það er fljótlegt og á ekki að kosta formúgu, hitt er svo annað mál að allt of sjaldan varpar það ljósi á vandamálin í gömlum ford.
Kv
Óli
16.02.2004 at 01:05 #488730Ég er að vísu ekki sérfræðingur í stafsetningu en reyni engu að síður
Fyrst er að fullvissa sig um að hann fái of sterka blöndu.. kok og bensínblaut kerti geta alveg eins bent á laskað kveikjukerfi,t.d ónýtt háspennukefli sem fjarar út við að hitna. Þreifaðu á keflinu eftir að bíllinn er orðinn heitur, ef þú finnur minnsta yl frá keflinu skaltu prófa annað kefli, mig minnir að við kveikjuna sé einhver kubbur sem getur klikkað líka. Erfitt að sannreyna eitthvað í þessum málum, en allavega skaltu tékka neistann vandlega af eftir að bíllinn er orðinn heitur. Það á að vera fanta neisti á þessu sem hleypur auðveldlega 6-10 mm
Þrýstiventillinn fyrir spýtinguna hefur fests í einstaka tilfellum og valdið of háum bensínþrýsting, sem aftur þýðir og sterk blanda, það væri snjallt að mæla hver þrýstingurinn er í raun með bílinn í gangi.
Ónýtur hitaskynjari (vatnsskynjari í heddi) fyrir innspýtingu getur ruglað blönduna, t.d ef tölvan heldur að vélin sé "köld" þá gefur hann of mikið. (klassískt en afar sjaldgæft vandamál). Möguleiki að súrefnisskynjari í pústi sé óstarfhæfur líka.
Trúlega væri snjallt að láta lesa út úr græjunni með kóðalesara, það er fljótlegt og á ekki að kosta formúgu, hitt er svo annað mál að allt of sjaldan varpar það ljósi á vandamálin í gömlum ford.
Kv
Óli
-
AuthorReplies