Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.04.2005 at 17:32 #520598
Sama virðist gilda í auglýsingakerfinu og ég útlistaði að ofan.
Mér sýnist að hnappurinn "eldra efni" vísi manni sjálfkrafa á síðu 2 í yfirliti auglýsinga, en ekki innan viðkomandi undirflokks.
Eins er með spjallið, sú síða sem maður fær upp þar við að ýta á "eldra efni" er sú sama fyrir alla undirflokka – eða síða 2 í yfirliti yfir nýjustu pósta.
Mann gæti svimað örlítið minna við að þetta yrði lagað
07.04.2005 at 17:24 #520596Langar til að óska klúbbnum til hamingju með þessa nýju síðu sem verður vonandi endurbætt þar til hún verður nothæf.
Spjallið sjálft er er í rugli af því að ekki virðist vera unnt að skoða undirflokka þess, nema eingöngu fáeina þræði í hverjum flokki þar sem hnappurinn "eldra efni" vísar manni alls ekki á eldra efni í viðkomandi undirflokki, heldur að því er virðist í nýjustu (eða nýlega) þræði (pósta) sem sendir hafa verið inn á síðuna.
Dæmi um þetta er ef maður smellir á undirflokkinn "Sýningarmál" – þá fær maður upp þræði úr þeim efnisflokki eins og vera ber sem raðað er í tímaröð. Vilji maður skoða eldri þræði í flokknum sýningarmál og smellir því á "eldra efni" þá fær maður nýja pósta úr öllum efnisflokkum í stað þess að vera áfram innan undirflokksins "Sýningarmál".
Þetta gildir um alla undirþræði að því er mér virðist og er vægast sagt ruglingslegt.
Kv
Óli
22.02.2005 at 19:17 #517548Takk fyrir þessar upplýsingar Mundi.
Ég hélt að gamli bíllinn minn væri að ganga aftur, þessi er sláandi líkur honum – miðað við það sem sést á myndinni allavega. Aksturslagið ekki svo ólikt heldur.
22.02.2005 at 19:14 #517556Rofinn fyrir dæluna (sá sem stýrir relay-inu) er í loftflæðiskynjaranum. Dælan á að fara í gang þegar spjaldið í skynjaranum hreyfist. Vittu hvort að spjaldið sé nokkuð fast,
22.02.2005 at 13:14 #517544Kannski sést hún [url=http://www.skagafjordur.net/4×4/?p=3&fID=18&mID=358:3t1f9xo0]hér[/url:3t1f9xo0]
Ef ekki þá er þetta slóðin,
http://www.skagafjordur.net/4×4/?p=3&fID=18&mID=358">
22.02.2005 at 13:08 #195544Sælir félagar.
Ég var að skoða ágæta heimasíðu Skagafjarðardeildar og renndi í gegnum myndaalbúm frá þorrabjótsferð í Áfangafell 2004. Þar rakst ég á mynd af bíl sem mér finnst kunnuglegur.
Spurningin er því þessi: Hvaða bíll er þetta?Vona að mér lukkist að setja myndina hér inn:
15.02.2005 at 21:13 #516944Þær vélar sem ég er að tala um eru t.d margar GM á milli 1985 og 1990 (TBI/TPI). Ég játa fáfræði mína með nýrri kerfin hvað þetta atriði snertir.
Það er rétt að þær hafa flestar súrefnisskynjara, og notast við MAF (mass air flow) eða MAP (manifold absolute pressure) eftir týpum og árgerðum.
Undir fullri gjöf, þ.e þegar afstöðuskynjarinn á loftspjaldinu gefur boð um slíkt, þá ræðst bensínmagnið sem vélin fær (lengd púlsanna á spíssa) af snúningshraða vélarinnar, vatns og lofthita. Púlstíminn er sóttur í fasta töflu og væntanlega fínstilltur eftir hitastiginu. Upplýsingar frá súrefnisskynjara, og MAF/MAP eru ekki teknar til greina undir botngjöf, og gildir þá einu hvort vélin er heit eða köld.
Ástæður fyrir því að þetta er gert akkúrat svona eru nokkrar, og ég geri ekki ráð fyrir því að ég viti allt um það mál. En súrefnisskynjarar þessara véla voru notaðir sem fínstilling á bensínmagnið og þegar þeir voru inni þá keyrði kerfið í "closed loop" en þá er markmiðið að halda blöndunni sem næst 14.7:1 (massahlutfall). Undir léttu álagi jafnvel enn þynnra eða kringum 15:1. Aftur á móti þá er blandan styrkt nokkuð við botngjöf til að fá meira afl (og kaldari bruna) og fer kerfið í "open loop" við þær kringumstæður. Annarsvegar er það ekki krítískt að stýra blöndunni nákvæmlega undir botngjöf (sparnaður ekki aðalatriðið) en hinsvegar voru á þessum árum vandræði með nákvæmni súrefnisskynjara undir botngjöf. Þetta skýrir af hverju nefndur skynjari fær ekki að vera með í leiknum á þessum vélum undir botngjöf.
Hversvegna MAP/MAF er sleppt líka undir botngjöf skal ég ekki fullyrða um. En trúlega er það einfaldlega vegna þess að það er engin sérstök þörf fyrir upplýsingar frá þeim. Ákveðin vél á ákveðnum snúningi þarf ákveðið bensínmagn þegar hún er staðin í botni, hitastig spilar auðvitað rullu. Hver þrýstingurinn er í soggreininni, eða hversu mörg kg af lofti hún étur á mínútu eru ekki nauðsynlegar breytistærðir. Þær upplýsingar eru ekki svo breytilegar.
Þetta þýðir einfaldlega að þessar innspýtingar svara ekki breytingum á vélinni, t.d er þýðingarlaust að setja flækur, stærri hedd, hærri þjöppu, heitari ás.. os.frv NEMA gera einhverjar ráðstafanir til að auka bensínmagnið samhliða. Kerfið óbreytt tekur ekkert tillit til bættar skolunnar eða meira lofts í gegnum vélina. (við botngjöf)
Þetta atriði gerir það að verkum vélarnar skila oftast fullu afli þó svo að bilun sé til staðar. T.d vinna þessar vélar ágætlega þó að MAP/MAF séu ónýtir, súrefnisskynjarar ónýtir, vélarnar "frjálslega" tengdar ofan í bíla osfrv.
Kv
Óli
15.02.2005 at 00:40 #516938Það er afar lífseig þjóðsaga að fjórgengis vélar þurfi mótstöðu í pústið, en engu að síður misskilningur. Tvígengisvélar (margar hverjar) ganga varla nema með réttu pústkerfi, og/eða vinna illa, en það á bara alls ekki við um fjórgengisvélar, og skiptir þá engu hvort að þær eru með beina innspýtingu eða ekki.
Þessvegna getur þú sett flækjurnar í. Hinsvegar er það misjafnt hvort að beinar innspýtingar hafi skynsemi til að auka eitthvað við bensínið samhliða bættu loftflæði með flækum.
Sumar rafeindastýrðar innspýtingar (t.d eldri GM) taka eingöngu mark á snúningshraða þegar skynja að þær eru "staðnar í botni" (með afstöðuskynjara á inngjöfinni) Þá skammtar tölvan magnið af bensíni eftir fyrirfram ákveðinni töflu og styðjast við vélarhita, snúning, og e.t.v lofthita í soggrein. Slíkar spýtingar fatta bara ekki baun þó að búið sé að setja heitan ás, flækur eða hver veit hvað á vélina og skila því bara sama gamla bensínmagninu og núlla því út mögulega aukningu á afli. (og í ýktari tilfellum verður blandan of þunn með ófyrirséðum afleiðingum)
Hvernig Susuki gerir þetta er mér ekki kunnugt. En ég mundi tippa á að ef það er loftflæðiskynjari (er í loftinntakinu) í þessari vél þá tæki því að setja flækurnar, þar sem slík græja ætti að mæla aukið loftflæði vegna flækjanna. Ef ekki er slíkur skynjari þá mundi ég bara sleppa þeim og fá hljóðlátara pústkerfi.
15.02.2005 at 00:25 #516966Nei, það er ekki hægt að draga sjálfskiptan bíl í gang. Þú getur dregið hann daglangt og vel mögulega skemmt skiptinguna, en í gang fer hann ekki.
Ps
Það skyldi forðast að draga sjálfskipta bíla, og ef það þarf að draga þá er gott að setja millikassan í neutral en hafa skiptinguna í park til að öxullinn inn í hana snúist ekki. Skiptingin smyr sig ekki nema vélin snúist þar sem dælan í henni er beintengd snúningi vélar. það er líka ástæða þess að enginn þrýstingur kemur á kúplingarnar og gerir að verkum að ekki er séns að draga sk. bíla í gang.
22.01.2005 at 03:30 #514314Ég er alltaf hrifinn af því þegar menn taka málin í eigin hendur og meta þau sjálfstætt. Mér sýnist að þú hafir tekið Hiclone í ágætis rauntest, hvers niðurstaða er afgerandi. Hiclone gerir akkúrat ekkert fyrir vinnsluna í bílnum þínum, og hverfandi líkur á að eyðslan breytist til batnaðar. Gott framtak, hafðu þökk fyrir.
Að öðru, ég sé að þú færð lægri afgashita við að hækka boostið upp um 1,5 psi sem er eðlilegt. En hversu mikið lækkaði hitinn við þetta ?
31.10.2004 at 00:18 #194755Hvað segja jeppamenn um nýútkomna skýrslu samkeppnisstofnunar?
Er að vænta viðbragða frá 4×4 í kjölfarið? Er ástæða til að klúbburinn skori á félagsmenn að beina viðskiptum til annarra félaga?
12.09.2004 at 18:14 #505602Ég tek undir með madda, tilbúin spjallkerfi fást fyrir lítið fé og sérsniðnar lausnir standa þeim oftast langt að baki. Vilji fólk kynna sér alvöru spjallborð er ekki langt að fara, hér er eitt til fyrirmyndar. http://www.malefnin.com/ib.
Ég mundi telja það praktískt að halda spjallinu einfaldlega sér og reyna að koma núverandi gagnagrunni yfir í svona/svipaða útfræslu.
07.05.2004 at 03:13 #501450Það sem stendur uppúr þessari umræðu er hvað þessi vefsíða er orðin þreytt að á henni skuli ekki finnast áhugaverðara efni en þetta.
Er ekki tími til að uppfæra spjallborðið, koma inn með almenning þar sem menn geta skiptst á gríni og meinlausu slúðri og fengið þannig smá útrás þegar sjóa leysir og fjallvegir lokast. Umræður hér gerast helst til alvarlegar á köflum.
Kv
Óli
18.04.2004 at 14:35 #499205Mér finnst menn bregðast undarlega við þessari grein LMJ sem er bara lítil klausa á lítt lesnum vef. Að dæma hann bara sem vitleysing, en svara nánast í engu efnislega sem hann skrifar. Er aðalmálið að kæfa umræðuna, þagga niður í svona "bullurum"?
Ef þetta er allt svona mikil þvæla hjá LMJ þá ætti bara að vera ánægjulegt fyrir jeppamenn að hrekja efnislega það sem hann segir. Lítið mál.
Ég er hjartanlega sammála því að jeppabreytingar á íslandi eru ekki hættulegt vandamál, og ekki langar mig í meira af reglum, svo mikið er víst. En það er óhuggulegt ef jeppakarlar eru orðnir svo skynhelgir að ekki má ræða efnislega um mögulegar hættur og aðstæður. Að þessi umræða sé svo tæknilega flókin að hún eigi eingöngu heima í reykfylltum bakherbergjum tækninefndar 4×4 er svolítið merkileg afstaða.
Leó talar til dæmis um mengun af tjúnuðum diesel jeppum, sem og endingu vélanna í kjölfar tjúnunar. Ætla menn að hafna þessu sem bulli? Hvernig stendur á því að IH kippti að sér höndum með að bjóða Patrol með kubb? Hvernig stendur á sótskýjum sem sjást á eftir ansi mörgum trukknum í umferðinni. Líklega má ekki ræða þetta innan veggja 4×4 sem hefur umhverfismál í brennidepli, allavega í orði kveðnu. Kyoto bókunin kemur okkur vitaskuld ekki rassgat við.
Stuðarahæð og árekstrar.. ekki nokkur ástæða til að ræða það heldur geri ég ráð fyrir. Orion skýrslan jarðar allar slíkar umræður eða hvað?
Alveg á sama hátt skulum við líka sleppa því að tala um ónýt tannstangarstýri sem hafa bilað/brotnað í breyttum jeppum. Við skulum ekki ræða sprungnar bremsudælur sem búið er að slípa í tætlur. Að sjálfsögðu skulum við sleppa því líka að LC 80 og margir fleiri jeppar eru bara með hægjur á 38"+ dekkjastærð. Ekki dettur mér í hug að minnast á LC 90 sem týna stundum hjólunum, bæði framan og aftan. Brotnir felguboltar og felgumiðjur og kengbognar framhásingar, engin ástæða til að ræða það heldur.
Það er margt sem ég vil ekki ræða í þessu, ég gæti skrifað þriggja metra póst um allt sem tekur því ekki að ræða um íslenskar jeppabreytingar.
Endilega ræðum bara veðrið, það er sjaldnast nógu og gott.
Kv
Óli
18.04.2004 at 01:02 #499173Það er semsagt alveg fræðilega útilokað að nokkuð af því sem Leó skrifar um í þessari grein sé réttmætt, eða eigi erindi inn í umræður?
16.04.2004 at 11:16 #498341Ef þú lest þráðinn hér í samhengi sérðu væntanlega að við erum sammála. Neðsta klausan í pósti þínum undirstrikar nákvæmlega það sem ég var að reyna að koma á framfæri.
Kv
Óli
16.04.2004 at 01:05 #498332Það kemur mér ekki á óvart að Skúli skuli hafa skilið hvað ég er að fara, og ég deili skoðunum hans og tilfinningum gagnvart rómantík Þórsmerkurferða.
Hvað snertir innlegg Guls hér að ofan þá er ég reyndar gaur á Selfossi og afi minn Ólafur í Syðstu Mörk, móðir mín og fleiri skyldmenni mín hafa rekið rollur fram og til baka um Þórsmörkina. Þrátt fyrir það á ég ekki meira tilkall til hennar en Sigga sem býr í Reykjavík sem hét áður en hún fluttist til landsins fyrir 5 árum "Kim Il SU" og bjó þá í Kóreu.
Langi Siggu til að fara í þórsmörk á hún alveg jafnan rétt á því og ég, og þú Gulur. Sameiginlega myndum við þennan mannfjölda sem traðkar allt út, þarf bílastæði og salernisaðstöðu, óháð því hvort að við komum á jeppa, yaris eða rútu.
Góðar Stundir
Kv Óli
15.04.2004 at 21:56 #498312Rétt við erum líka almenningur nema við viljum fara að skera okkur frá þeirri köku viljandi.
Eftir að lesa þráðinn fékk ég sterklega á tilfinninguna að almenna viðhorfið hér væri á þessa leið. : Við komumst inn í þórsmörk á jeppunum, skítt með hina, þeir geta bara fengið sér jeppa eins og við, tekið rútu eða verið heima.
Oft er rætt um öfgar hjá göngufólki sem vill banna alla umferð vélknúinna farartækja, t.d á jöklum. Þessi tónn sem ég las hér úr þræðinum minnir óþægilega á öfgafullan málflutning göngumanna: Hér er hægt að komast gangandi, engin þörf á jeppum eða sleðum, þið getið bara gengið líka!
15.04.2004 at 20:16 #498305Sælir félagar.
Ég get vel skilið umræðuna, og ég set líka spurningarmerki við framkvæmdina útfrá forgangsröðun í vegamálum, já og jafnvel útfrá umhverfisþáttunum og eigin nostalgíu.
Það er hinsvegar alveg tært í mínum huga að 4×4 verður að fara varlega í ályktunum um þórsmerkurveg ef félagið hyggst ekki skjóta sig illilega í hausinn og glata trúverðugleika.
Félag sem berst fyrir frelsi til ferðalaga um náttúru íslands á 4×4 bílum getur ekki notað það sem rök að bætt aðgengi að náttúruperlum sé slæmt. Með því erum við að kvitta undir að 4×4 sé sérhyggjufélag jeppakarla og gefur skít í frelsi borgaranna (almennings) en berst eingöngu fyrir eigin rassi. Verði þessi skoðun almenn í samfélaginu á 4×4 verður rödd 4×4 algerlega máttlaus taki hún sér í munn umhverfissjónarmið eða almannahagsmuni. Allir sjá þá að það er fyrirsláttur og bull til að fela sérhagsmuni jeppakarla.
Ég held líka að það sé hættulegt að nota rökin um forgangsröðun í vegamálum,peningasukk eða janfvel tæknilega örðugleika á framkvæmdinni. Mér vitanlega er 4×4 ekki ráðgjafi hins opinbera í fjármálum eða vegamálum. Eða er það?
Rökin gegn þessari framkvæmd verða að ríma við stefnuskrá klúbbsins og markmið hans ef einhver á að taka þau alvarlega.
Rök eins og: að rútufyrirtæki missi af tekjum, að almenningur geti bara tekið rútuna, almenningur geti bara keypt sér jeppa, afhverju ekki að setja rúllustiga og lyftur í öll fjöllin þarna, nær að skipta út einbreiðum brúm annarsstaðar…. hljóma allavega ekki sannfærandi í mín eyru sem málefnaleg rök 4×4 gegn þórsmerkurvegi.
Ég spyr líka, hvað er að því að fólksbílar komist inn að jökulsá?
07.04.2004 at 19:25 #495697Það er ansi gaman að lesa þennan þráð yfir og sjá hin margvíslegu rök sem jeppamenn hafa gegn þessari breytingu á olíugjaldinu.
Fyrir nokkru lagðist ég í sjálfskipaða krossferð varðandi skálagjöld í skála 4×4. Þar var ég að benda á þann valkost að hætta að innheimta félagsgjöld, og hafa skála félagsins opna. Þessu var almennt séð hafnað á grundvelli þess að s.k.v öllu réttlæti væri eðlilegt að þeir greiddu sem nota. Að sjálfsögðu á þetta að vera megin reglan hér sem víðar.
Jamm, þeir greiða sem nota, en þegar á að taka af mönnum þau hlunnindi sem felast í miklum akstri á fastagjaldi þá fer allt í hund og kött, og þessi frábæra regla gleymist?
-
AuthorReplies