Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.02.2006 at 02:41 #542358
Jamm.
Ég hef nú prentað út þetta skjal og mér sýnist að helsta notagildi þess sé að skeina sig á því enda gengur það þvert á mína lífsskoðun. Mína skoðun á því hvað ferðamennska á fjöllum á að snúast um – félagsskap og bræðralag.
Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
KV
Óli – kommi.
11.02.2006 at 23:21 #542350——————————–
Ég samþykki án undantekninga að bæta aðstoðarveitanda allt tjón sem verður á farartæki hans við aðstoðina….
——————————–Ég sé ekki betur en að þetta sé opið í alla enda, og þetta er á engan hátt takmarkað við kaðlaslit. Ef dráttarbíllinn bræðir úr sér meðan á drætti stendur vegna olíuleysis þá sé ég ekki annað en að það megi heimfæra beint upp á þessa klausu sem bótaskylt tjón.
Ef það brotlendir ísbjörn úr oddaflugi á dráttartækið meðan á "aðstoð" stendur þá er það líka bótaskylt að mér sýnist (nokkuð algengt fyrir norðan)
Fyrir utan svo það tjón sem síðar kann að koma í ljós – að sjálfsögðu geta bílar skemmst við drátt þó að það komi ekki strax í ljós. Fyrir vikið má heimfæra æði margt upp á "tjón" vegna dráttar.
11.02.2006 at 22:24 #542346Ég tek undir með Einari, það ræðst mest af þeim sem dregur hvernig til tekst.
Um leið og þetta skjal leysir e.t.v einhvern vanda, þá sé ég ekki betur en að það búi til nýjan sem er engu betri, jafnvel öllu lakari.
Ég bið menn að hugleiða það hvort að þeir kæri sig um að gera þetta að hefð, ef sú verður raunin þá fara óprúttnir að misnota þetta rétt eins og allt annað. Menn fá kröfur og viðgerðarreikninga í bakið af því að þeir skrifuðu einhverntímann undir svona plagg hjá röngum aðila.
Ef menn telja sig virkilega þurfa á þessu að halda mætti einskorða plaggið við að sá sem er dreginn afsali sér með öllu bótarétti, en taki ekki skilyrðislausa ábyrgð á skemmdum í ökutækinu sem dregur.
11.02.2006 at 21:36 #542340Ég sé ekki betur en að þeir sem undirrita svona skjal séu komnir í fremur vafasama aðstöðu gagnvart ýmiskonar hlutum sem kunna að koma upp eftir dráttinn.
Drif brotnar daginn eftir drátt, var það ekki líklega af því að það veiktist í drættinum? Vél gefur upp öndina á heimleið – líklega þoldi hún ekki dráttinn? Svo mætti áfram lengi telja.
Ég held að það væri óskemmtilegt eftir góðan jeppatúr að vita til þess að fjöldi manns væri með opið veiðileyfi á mann vegna bilana.
Ég segi bara eins og er – ef þessi bransi er orðinn svo harður að menn verða að fá skriflega samninga, þá er eðlilegt að gera ráð fyrir því að það virki í báðar áttir. Að misjöfnu sauðirnir eigi svona skjöl líka.
07.02.2006 at 16:25 #541722Þessi vefur er í heild óaðgengilegur og flókinn. Gamla vefsíðan var barn síns tíma – og hún var drasl m.v góða vefi í dag. Þessi hér er engu skárri, það eru of margar krókaleiðir að hlutunum, tengingin við gamla hlutann er t.d afar dularfull og nærri gagnslaus.
Spjallkerfið er óaðgengilegt, einungis html fært fólk getur sett hér inn linka, myndir og þessháttar. Fyrir nú utan að stækka letur, feitletra, setja inn tilvitnanir, breyta lit á letri til áherslu os.frv. Að auki er spjallið rassborulega lítið og illa læsilegt fyrir gamamlenni eins og mig. Svona spjallkerfi standa lang best ein og stök og nýta megnið af skjánum. Ég ætla ekki að rekja sérstök dæmi um góð spjallkerfi – þau eru út um allt og kosta slikk.
Mig grunar að nokkur hluti félaga í 4×4 klúbbnum forðist að pósta hér eða nota vefinn akkúrat fyrir þær sakir hvað hann er flókinn og óaðgengilegur. Það er ekki hægt að miða við fólk sem notar tölvur að staðaldri, sem á þó alveg fullt í fangi með að rata um vefinn og botna í honum.
Jæja, þá er ég búinn að vera leiðinlegur, vil taka það fram að ég er ekki að gagnrýna þá sem hafa þó komið þessum vef á lappirnar, þeir hafa að mér sýnist unnið gott starf, það var grunnurinn sem var ekki nægilega góður. Þar liggur vandinn.
07.02.2006 at 05:29 #541410-krílinu-
Hann sagði það sem segja þurfti.Hér þurfa menn að hugsa sinn gang.
02.02.2006 at 10:09 #541070Með frábærri markaðssetningu og góðri þjónustu hefur Toyota á Íslandi komið sér upp góðu orðspori, og að mínu mati eru þeir það umboð sem hefur staðið sig langbest hér síðustu áratugi. Bæði gagnvart hagsmunum sinna kúnna, en ekki síður gagnvart eigin hagsmunum.
Ef þeir eru farnir að framleiða bilanir á verkstæðinu þá er það nýtt fyrirbæri og alger kúvending á stefnu fyrirtækisins. Slíkt kæmi mér mjög á óvart og ég hef enga trú á því að það sé tilfellið.
Vandi þeirra er hins vegar sá að þeir eru að selja bíla, og bílar bila, slitna og úreldast, jafnvel þó að þeir heiti Toyota, og raunar engu síður.
Bremsudiskar hafa verið vangæfir í þessum bílum, að skipta reglulega út spindilkúlum í þeim er sjálfsagt öryggisatriði vegna hönnunar framfjöðrunarinnar sem er óvenjuleg. Driflæsingar hafa líka verið erfiðar í þessari tegund.
Held að þetta sé bara nokkuð "eðlilegt".
25.01.2006 at 18:48 #540268Sælir félagar.
Ég hef reyndar ekki lesið nærri allt hér á spjallinu, en hef stundum glott við tönn yfir mogga, verkfræðingnum og mörgum fleiri góðum mönnum, sem hafa lag á því að vera ekki sammála okkur hinum og skjóta inn furðulegum athugasemdum inn í umræðuna þegar síst skyldi.Nú ætla ég ekki að mæla því bót að fólk almennt taki þennan vettvang undir brandara eða skæting, en nokkrir molar inn á milli eru bara krydd í tilveruna. Svona spjallsvæði hafa bara gott af slíku. Það er líka herfilegt af allir eru sammála.
Kv
Óli.
23.01.2006 at 13:34 #539894Það eru til tvær hásingar sem ganga undir nafninu "14 bolta" annarsvegar er það fljótandi hásing með 10,5" kambi (þvermál), hinsvegar er það semi floating sem er með 9.5" – sú hásing er öll minni en sú fyrrnefnda.
Í þær báðar er hægt að fá slatta af hlutföllum, bíllinn hjá þér er væntanlega með þessa 9,5" sem var undir léttari pickup og suburban líklega líka.
Hér eru einhver hlutföll í hana t.d 4.88:1
http://www.4wheelerssupply.com/catalog/ … 496_23_495
23.01.2006 at 12:36 #539970Ástæðan fyrir því að voltmælirinn rokkar til strax eftir start er líklega að þá er hann að smella á hitakertunum af og á. Þau taka mikinn straum og spennan á kerfinu fellur þegar þeim er skotið inn, og hækkar síðan snöggt þegar slökkt er á þeim. Þetta er eðlilegt.
Fyrst að bíllinn hleður ekki nema 10v í dag þá mundi ég klárlega veðja á alternatorinn, hann er bilaður. Það er afar langsótt að geymar skammhleypist þannig að alternator í lagi nái ekki hærri spennu yfir þá en 10V, þeir geymar halda þá alls engri hleðslu og það er meiriháttar startkaplamál að ná bíl í gang með þá tengda við kerfið, þar sem þeir eru mun verri en engir.
Ef því villt sannreyna að þetta sé alternatorinn getur þú bara losað pólana af geymunum með vélina í gangi, þá á voltmælirinn að sýna kringum 14V.
23.01.2006 at 00:34 #539822Vandamálið hjá þér er að tvöfaldi liðurinn nær ekki beygjunni, hann fer sjálfur á tamp og eyðileggst síðan fyrr en varir.
Til að sjá hvernig þetta er skaltu losa framskaftið að neðan og tjakka bílinn upp að framan, og láta hásinguna hanga í dempurunum þannig að fjöðrunin teygi alveg á sér. Síðan skaltu máta drifskaftið við að neðan og prófa að snúa því í leiðinni. Ef það snýst alveg frjálst í þessari stöðu þá er það OK.
Mér sýnist að liðurinn hjá þér gæti verið nærri því á tamp í akstursstöðu, við minnstu sundurfjöðrun að framan þá nær hann ekki beygjunni og skemmist. (jafnvel bara snúningur á hásingu undan akstursátaki áfram getur dugað) Taktu eftir því að það er hægt að skrúfa drifskaftið í, jafnvel þó að liðurinn nái raunverulega ekki beygjunni, þar sem liðurinn fer fyrr á tamp á ákveðnum stöðum í hringnum fyrr en öðrum. (vona að þetta skiljist)
Eigendur mikið hækkaðra LC hafa glímt við þetta vandamál, sumir hafa sett yfirpinions hásingar (reverse drif) til að minnka brotið á skaftinu. Einnig hafa menn farið með spólurokk í tvöfaldaliðinn og slípað hann til þannig að hann taki meiri beygju, nú eða reynt að finna tvöfalda liði sem taka sérlega mikla beygju.
*lagfært og stagað*
17.01.2006 at 10:23 #539268Tjakkar bílinn upp öðru megin að aftan og setur millikassann í neutral og eða tekur úr gír til að unnt sé að snúa hjólinu frjálst.
Vegna mismunadrifsins þá snýst drifið sjálft (kambur) einn hring fyrir hverja 2 sem hjólið snýst. Ágætt að merkja á drifskaftið, nú eða að nota band og telja hringi þess fyrir hverja tvo sem hjólið snýst. Ef hjólið snýst t.d 2 hringi (drifið 1 hring) og drifskaftið 5, þá er drifhlutfallið 5:1
Gallinn við að snúa bara tvo hringi er að það er erfitt að áætla hvort að drifskaftið hefur t.d snúist 4,1 hringi, eða 4,2 Einnig hvort að þú sért búinn að snúna hjólinu nákvæmlega 2 hringi eða örlítði minna/meira.
Til að fá nákvæmlega út drifhlutfallið þá er ágætt að snúa hjólinu t.d 10 hringi, og telja hringina á drifskaftinu á meðan. Sé rétt talið er hægt að finna all nákvæmlega út drifhlutfall með þessari einföldu aðferð. Þar sem fyrrnefnd ónákvæmni vegur minna eftir því sem hringir eru fleiri, sé á annað borð rétt talið.
Dæmi; þú snýrð hjólinu 10 hringi, á meðan snýst kamburinn 5 (hitt hjólið kyrrt). Ef dfrifskaftið hefur snúist c.a 24,5 hringi þá er drifhlutfallið samkvæmt því 24,5/5=4,9 sem væri þá líklega hið algenga hlutfall 4,88:1
17.01.2006 at 00:36 #538610Sælir félagar.
Könnunin á forsíðu er út af fyrir sig svolítið dæmigerð fyrir ákveðinn misskilning sem mér finnst örla á í umræðunni. Að sjálfsögðu koma virkjanir, eða virkjanamál sem slík ekki ferðaklúbbnum við.
En það gera hinsvegar umhvefismál alveg tvímælalaust, með góðum vilja má meira að segja lesa það úr lögum klúbbsins, eða þeirri klausu sem var sett inn hér að ofan.
————
2. grein.
Markmið félagsins eru:
Að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifsbifreiðum.Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd.
————
Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að klúbburinn ræði innbyrðis og taki afstöðu til afleiðinga virkjana á umhverfið svosem; stíflur, lón, vegi og skurði og hvað annað sem framkvæmdum fylgir. Í því þarf alls ekki, og á ekki, að vera nein sérstök afstaða til virkjana. Það er alveg auglóst að mínu mati að hvert tilfelli verður að meta fyrir sig. Klúbburinn getur þannig ályktað gegn (eða gert athugasemdir við) vissu lóni, eða vegstæði eða hverju því sem félagsmenn telja æskilegt í þágu umhvefisverndar, eða sinna hagsmuna af öðru tagi, þar með í þágu þeirra sem leið eiga um íslenska náttúru nú sem í framtíðinni. Þetta ætti að vera hægt að gera án þess að taka afstöðu til virkjana almennt, eða jafnvel til einstakra virkjana.Að vera á móti einhverri virkjun er fremur altæk afstaða, að vera á móti því að lónið fyrir hana flæmist um stórt svæði er allt annar hlutur, og mun nær lagi að ferðaklúbbur hafi skoðun á því. Þannig gæti 4×4 orðið einn af þeim aðilum sem hnika til markalínum þegar virkjanir eru skipulagðar kjósi hann svo.
22.12.2005 at 23:33 #533626Tilvalið að senda hann í lyfjapróf. Svo mætti líka senda hann í litgreiningu – svona í leiðinni.
Þeir sem þekkja Gunnar Egilsson vita mætavel að ef mikið liggur við þá má svefn bíða þar til tækifæri gefst. Óþarfi að velta slíkum smámunum fyrir sér.
Óska Gunnari til hamingju með glæsilegan árangur, ég bjóst reyndar aldrei við öðru af honum.
16.11.2005 at 22:25 #532652Það jafnast ekkert á við kúbiktommur
Skemmtilegt myndaalbúm þarna með góðum myndatextum.
16.11.2005 at 19:02 #532642Some Good Info on Dana 44 torque Specs
Ring-Gear bolts- 60 (lb-ft)
Bearing-cap bolts- 60 (lb-ft)
Diffrential cover bolts- 20 (lb-ft)
Front wheel-bearing lock (outer) nut- 160 (lb-ft)
Spindle to knuckle nuts- 65 (lb-ft)
Lower ball-joint nut (first pass)- 30 (lb-ft)
Lower ball-joint nut (second pass after upper
is torqued) -70 (lb-ft)
Upper ball-joint nut- 100 (lb-ft)
Adjusting ring-to-end forging
(upper ball joint) – 50 (lb-ft)
Steering arm to knuckle arm nuts- 90 (lb-ft)
U-bolts to axle- 150 (lb-ft)
Wheel lugnuts- steel wheel 88 (lb-ft), aluminum- 100(lb-ft)Hér er gert ráð fyrir að neðri róin sé tvíhert, fyrst er hún hert 30, síðan kónnin 50, þá efri róin 100 og í restina neðri róin 70… vona að þetta gagnist.
16.11.2005 at 18:26 #532640Þú þarft kastalalykil á kóninn til að geta gert þetta rétt – getur smíðað hann úr löngum topp ef í nauðir rekur.
Losar kóninn að ofan og smyrð hann vel og hefur hann lausan. Herðir fyrst neðri kúluna í c.a 70 pundfet.
Síðan herðir þú kóninn að ofan c.a 50-60 pundfet.
Loks stóru róna að ofan c.a 100 pundfet.*Þessar tölur eru ekki nákvæmar, ég man þær ekki glöggt, oftast nær fylgja leiðbeiningar með nýjum spindilkúlum með þessum herslutölum.*
Setja vel af feiti undir gúmíið á kúlunum þar sem ekki er hægt að smyrja þær þegar þetta er komið saman. (allavega ekki þá efri)
16.11.2005 at 12:31 #531962Ég tékkaði á þessu í gærkvöldi og það voru hnökrar á afspilun beint yfir netið. Ég hlóð því niður skránum (hægrismella á linkana og velja save link as) það virkaði ágætlega. Ekki mikill niðurhalshraði samt, ~50KB/sek sem er líklega ástæðan fyrir hnökrum í beinni afspilun yfir netið. Kannski voru svona margir að skoða um kl 11 í gær?
Takk fyrir ágætis videó, þetta er gott framtak og myndgæðin í góðu lagi fyrir svona netdreifingu.
10.04.2005 at 16:55 #520756Ástæðan fyrir því hvað myndaalbúmið er "rólegt" er líklega sú að það er ekki mögulegt að búa til ný albúm.
Ég næ þó að hlaða inn myndum í þau albúm sem fyrir eru í mínu safni.
10.04.2005 at 00:02 #520842Ég sé að það er LC á uppboði hjá TM þessa helgi, ein myndin af honum sýnir 38 trexus sem lítur út fyrir að hafa hvellsprungið.
Þar sem bæði spjall og myndakerfið hér er ekki upp á marga fiska þá er einfaldast að skoða myndina bara hjá TM.
http://tmnotes.tmhf.is/brunnar/utbod.ns … M820-9.jpgKannski er rétt að fara að skrúfa þetta undan áður en fleiri óhöpp verða?
-
AuthorReplies