Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.02.2008 at 04:30 #612768
Ég býð mig hér með fram sem gæludýr í þessa ferð.
Get legið til fóta og verið krúttlegur, kann líka að hella upp á kaffi og segja lygasögur. (gír)Kassavanur.Kv
Óli
09.02.2008 at 04:21 #613100Fáir, ef nokkrir, hafa meira vit á felgum en Héraðsbúar og Austfirðingar. Sér í lagi breiðum felgum. Eitthvað er um að lítið óbreittir fólksbílar sjáist í þessum landshluta á innan við 12" breiðum felgum en þeir eru víst fáir og flestir túristar.
Ágætur maður frá Egilsstöðum sagði mér eitt sinn frá því hvernig meðhöndla skal felgur áður en dekkin fara á. Sú meðhöndlun -ef ég man rétt- innifól nokkrar kvöldstundir, dós af rauðum bit ætigrunni og eitthvað fleiri dósir af góðu öli. Fyrst voru kantar hreinsaðir ofan í járn af fyrri málningu og öðrum aðskotaefnum. Síðan fyrir svefn á hverju kvöldi er mátulegt að rölta út í skúr og grunna kantsætin á felgunum eina umferð meðan dreipt var á ölinu. Þegar ölið er búið er tímabært að setja dekkinn á felgurnar.
Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að finna út hvernig þetta umreiknast í umferðafjölda, eða um hversu marga mm ummálið á felgunni stækkar. Það er einungis á færi heimamanna þar eystra að lýsa því.
Það er samt augljóst að heimilisiðnaður af þessu tagi er mjög til bóta fyrir samband manns og felgu, og svo lengi má grunna að felgan stækki. Ég sé engin rök mæla gegn því að þetta virki, hef raunar sjálfur gert þetta eitt sinn og engin voru vandræði með þær felgur – sem segir reyndar lítið um gagnsemina út af fyrir sig.
Kv
Óli
09.02.2008 at 04:02 #613544Ef ég man rétt er rafseglulloki á verkinu fyrir ádrepararnn, mundi kanna rækilega hvort að hann færi tryggan straum (og jörð líka) við allar kringumstæður. Spurning um að kippa lokanum af verkinu og kíkja á hann, prófa að víxla milli verka ef hann er eins á þeim osfrv. Meinið gæti legið í honum, ónýt spóla eða stirður kólfur.
Munurinn liggur í því að á turboverkinu er membra sem eykur magnið samhliða yfirþrýstingi í soggrein.
Ættir að geta notað bílinn með verkinu af þeirri túrbínulausu þó að nokkur hross vanti.
05.02.2008 at 04:45 #612584Einn lítill punktur.
Bensíntankar úr stáli (t.d rafgalvinseruðu) virka ljómandi vel til að byrja með. En eftir nokkur ár fara þeir að ryðga að innan, og það umtalsvert. Þegar svo er komið standa menn í stöðugum síuskiptum og veseni því ryðið fyllir síurnar. Þegar svo er komið er tvennt í stöðunni, smíða nýjan tank eða láta húða þann gamla að innan(!?) Ég þekki ekki hvernig húðun á gömlum tönkum reynist, og dreg í efa að slíkt svari fremur kostnaði á móti því að smíða nýjan tank.
Sennilega er þetta verra í bílum sem sjaldan eru notaðir og standa langtímum saman. Þó ekki víst að verulegur munur sé á þessu. Án þess að þora að fullyrða það sýnist mér að þetta vandamál eigi ekki við diesel tanka þar sem olíufilman loðir við og hindarar aðgang súrefnis að stálinu og virkar ryðverjandi. Slíkt gildir ekki um bensín.
Bensíntankar ættu því að vera úr efni sem ekki tærist, áli(?) eða ,,rústfríu" stáli.
————————–
Annar lítill punktur tengdur þessu snýr að síum. Innspýtingarvélar (bensín) þurfa góðar síur á eftir dælunni sem þola þrýstinginn á innspýtingunni – sem getur t.d verið kringum 50 pund. Jafnvel hærri í vissum tilvikum, en oft lægri. Sumar síur sem fást og eru þægilegar í mixerí (eru með slöngustútum) eru úr húðuðu stáli og komist vatn í þær ryðga þær að innan.
Það væri svosem í lagi ef þær ryðguðu ekki beggja megin við filterinn. Þegar það gerist – t.d ef bíll stendur lengi með vatn í síunni – þá fer ryðgumsið vélarmegin við filterinn, úr síunni beint inn á spíssana þegar bíllinn er ræstur – og festir/stíflar þá, eða síurnar í þeim ef þeir eru þannig útbúnir. Bensínkarlar ættu því að gefa sérstakan gaum að því að síurnar sem þeir nota séu annaðhvort úr áli eða rústfríu. Síur úr húðuðu stáli eru ávísun á vandræði, sér í lagi í jeppum sem standa langtímum saman.Kv
Óli
25.01.2008 at 11:20 #611470Ísfell og Smirnoff, gott að vita af þessu, takk.
Kristinn, jú númerið passar.
Ég held að ég fari rétt með að musso felgur séu mjög innvíðar – 12cm? – og henta því ekki í þessu tilviki nema maður leggist í að færa miðjuna. Ég ætlaði að sleppa við það.Kv
25.01.2008 at 04:28 #611462Ég heimsótti vini mína í Jeppasmiðjunni í gærkvöldi og þar blasti við á miðju gólfi feikilegt verkfæri sem við fyrstu sýn leit út eins og sambland af Coke sjálfsala, RoboCop og verkfæraskáp. Aðspurður sagði Óli mér að þetta væri nýjasta og flottasta gerð af lazer hjólastillingagræju sem væru svo fullkomin að hún gæfi upp Chamber/Caster/Hjólabil/Millibil á öllum nærliggjandi ökutækjum þegar hún væri ræst upp. Spurning um að ræða við þá jeppasmiði sem halda til rétt utan við Selfoss. S: 4822858.
Kristján í Bíltak á Selfossi er reynslubolti í hjólastillingum, m.a á jeppum og er með fín tæki til hjólastillinga. S:4823066.
25.01.2008 at 04:11 #201707Sælir félagar.
Í fyrsta skipti á ævinni á ég nú asískan jeppa og hef janfnvel hugsað mér að reyna hann til fjalla. Eins og gefur að skilja er eitt það fyrsta sem mér er kemur í hug öflugt dráttartóg til að félagarnir geti nú dregið mig þegar áhuginn ber drifgetuna ofurliði og ég sit gikkfastur í einhverjum skaflinum. Fyrsta spurning er því þessi;
Hvar fær maður virkilega mikið sveran teygjuspotta á besta verði í dag?Næsta spurning snýr að felgum, undir þessum bíl er Toyota framhásing, hún ásamt breytingunni á bílnum er lítið hrifin af miklu ,,backspace“. Ég er að velta fyrir mér að breikka felgur undir gripinn og vantar gott hráefni. 15 tommu felgur sem eru með innan við 10cm backspace en sæmilega voldugri miðju.
Hér í eina tíð voru original Landcruiser (jafnvel hilux) felgur t.d mjög fínar í svona dæmi, en þær eru varla finnanlegar í dag? Einhverjar hugmyndir hvar væri best að bera niður? Eða luma 4×4 félagar á einhverju sem kæmi til greina?Þriðja spurningin er fremur þreytandi – hvar fær maður aftur-bremsudælur úr Subaru (með handbremsunni í) í dag?
Fjórða spurningin er sínu mikilvægust – Willysinn var hressastur á fjöllum með kassa af Miller bak við sæti, hvað virkar á þessa asísku trukka?
Með fyrirfram þökk.
Óli
26.06.2007 at 02:14 #592898Ekki gott að segja hvaða hlutfall er í þessu, þú verður að telja það út.
Líklega hafa pinionslegurnar bráðnað fastar og halda draslinu föstu. Kannski er hægt að losa pinionsróna og dúndra vel á endann á pinioninum með slaghamri til að losa draslið þannig að hægt sé að snúa drifinu. Þá ætti að vera hægt að kippa öxlunum úr , en þeir eru splittaðir inni í drifinu með C-splittum á öxulendunum. Ef þú nærð öxlunum út getur þú náð út kögglinum, þá er að ná úr pinioninum. Ef þú nærð honum úr getur þú sett köggulinn í aftur og splittað öxlana fasta. Legurnar á kögglinum (keisingunni) eru varla hrundar og gætu dugað, þær fara mun síðar en pinionslegurnar að öllu jöfnu. Þá gætir þú sett á þetta lögg af olíu (eða makað koppafeiti inn í keisingarlegurnar) og teipað plastpoka fyrir pininonsgatið – ekið svo á framdrifinu, eða dregið hann. Þetta ætti að ganga, en gæti verið erfitt að ná pinioninum úr, stundum þarf gastæki ef þetta er bráðið í hönk.
08.05.2007 at 19:23 #590628Ég vænti mjög mikils af vinum mínum framsóknarmönnum í framtíðinni. Nú ber svo við að þeir hafa áttað sig á nauðsyn þess að kynbæta flokkinn, nokkuð sem er löngu tímabært, og er það vel að þeir flýttu fyrir þeirri þróun eftir mætti undir kröftugu frumkvæði Jónínu Bjartmarz nú á dögunum. Lengi má gott bæta.
Þrátt fyrir erfiða stöðu í skoðanakönnunum upp á síðkastið standa framsóknarmenn með báða fætur á jörðu og rækilega á kafi í góðum þjóðlegum gildum. Ekki var við því að búast að bilbugur yrði á framsóknarfólki þó að á móti blási um sinn og fylgið sé að mestu gufað upp. Ónei, af mildi sinni og umhyggju fyrir sínum bræðrum herða þeir róðurinn og halda áfram að boða fagnaðarerindið sem aldrei fyrr.
Eins og flestum er vonandi ljóst var það lengi þannig, og er víða enn, að maður fer lóðbeint til helvítis ef maður trúir ekki á guð. Reyndar hafa sumir umboðsmenn hans sannfrétt að af mildi sinni sleppi guð fólki við téð örlög ef það iðrast einlæglega, en þó í tíma áður en lýkur nösum. Þetta hafa dyggðum prýddir guðsmenn þurft að predika yfir lýðnum um aldir til að bjarga honum frá skelfilegum píslum eilífrar helvítisvistar.
Það er ekki því ekki leiðum að líkjast þegar óeigingjarnir framsóknarmenn, hoknir af kristilegri umhyggju, feta þessa sömu götu í fórnfýsi sinni og fræða okkur á því að hér fari allt saman fjandans til ef þeirra nýtur ekki við í stjórn landsins á næsta kjörtímabili. Ekki einungis mun hellast hér yfir atvinnuleysi, óðaverðbólga, stöðnun og almennt náttúruleysi af öllu tagi, heldur bætist nú við að hálendinu verður lokað fyrir öðru en myndavélum, og jeppamennska í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag – mun leggjast af með öllu ef þeirra nýtur ekki við!
Skilaboðin frá framsókn til kjósenda eru nú á síðustu dögum fyrir kosningar í kristilegum anda eins og þeirra er von og vísa. Þú þarft ekki endilega að trúa, það er nægilegt að iðrast í tíma og merkja x við B -og þér mun verða borgið.
Hvar værum við ef framsóknar nyti ekki við, ég bara spyr?
Gleðilegar Kosningar.
27.04.2007 at 15:01 #589170Koni demparar eru stillanlegir í sundurslagi – einfaldlega með því að þrýsta þeim alla leið saman og snúa stönginni í þeim, þannig er hægt að stilla sundurslagið stiglaust. Þessi stilling virkar mjög vel, ég þekki engan sem hefur prófað að fikta í þessu sem svo mikið sem efast um það augnablik.
Til að stilla samslagið í þeim verður að taka þá í sundur og skipta um ventla, eða fikta í þeim sem fyrir er að sveitamannasið.
Með þessum stillingum er t.d hægt að taka stóra vörubíladempara stilla þá niður í átaki þannig að þeir henti léttum bílum (torfærugrindur t.d) á hinn veginn er síðan hægt að stilla sömu dempara þannig að þeir haldi stæðilegum vörubíl svo rækilega að hann fjaðri nánast ekki neitt.
Þetta gildir líka um alla KONI vökvadempara sem menn eru að kaupa í jeppa í dag, þá er hægt að stilla yfir mjög vítt dempunarsvið. Allt frá því að bíllinn virki eins og demparalaus yfir í að hann fjaðri nánast ekkert, og allt þar á milli.
Þessi bílanaust maður sem þú ræddir við hefur greinilega eitthvað misskilið málið, eða þá að hann hefur verið að ræða einhverja aðra dempara sem ég kannast ekki við.
26.04.2007 at 22:24 #589166Til að finna lengd á dempurum verður að finna út lengdina milli festinga þegar bíllinn slær á samsláttarpúðana. Það verður að tryggja að demparar slái alls ekki saman, altso að þeir eigi smávegis eftir þegar samsláttarpúðarnir eru útflattir (flestir fara alveg í köku við ,,stunt"). Ef þessi fjarlægð er t.d 30 cm má demparinn ekki vera lengri en c.a 28-9cm. Ath að spá í hvort að tilt á hásingunni geti stytt fjarlægð milli festinga demparans enn meira og takið það til greina. (t.d ef þeir eru mjög utarlega á hásingu m.v samsláttarpúða)
það er síðan hlutverk demparans að stoppa sundurslagið, og gott að hann geri það áður en gormar eru alveg lausir (eftir smekk) eða loftpúðar eru komnir á tamp, eða hjöruliðir í drifsköftum fara á tamp, eða stífubúnaður…osfrv.
Ef valdir eru demparar sem eru nærri því alveg saman þegar bíllinn pressar samsláttarpúðana þá fæst mesta hreyfingin sem er í boði m.v festingarnar, því lengra milli festinga því meira travel í boði.
Ps
Týpa af dempara hefur meira að segja en tegund, sömu demparalínur eru með mismunandi ventlum fyrir mismunandi bíla. KONI hentar t.d ekkert betur en Ranco eða Gabriel – nema vegna þess að það er hægt að stilla þá bæði sundur- og samslag. Sé það ekki gert er óvíst að þeir virki eitthvað betur – eða verr.
12.04.2007 at 03:40 #587706Þekki ekki hvernig ABS dótið er í þessum hásingum, en ef skynjararnir eru við tannkransa á öxulendunum er hægt að skipta um kúluna og setja D44 stálkúlu í staðinn eins og Kristinn bendir á hér ofar, vafalítið 30 rílu öxlar í þessu sem ganga á milli. Svo er náttúrulega til D60 drif – 30 rílu sem öxlarnir passa inn í, en sennilega þykir flestum það orfausn í svona bíl, mér alls ekki reyndar, svoleiðis drif væri endanleg lausn sem þyrfti ekki að hafa áhyggjur af.
D44 drifið er alveg á mörkunum í 8cyl bíl á 38" dekkjum, sér í lagi lægri hlutföllin. Um það vitna ótal D44 afturdrif úr allskonar bílum sem menn hafa brotið gegnum tíðina, þau voru ekki öll vitlaust stillt inn. Ég segi fyrir mig að ég ég mundi reyna við eitthvað sterkara og mundi skoða hvort ekki væri þá hægt að flytja ABS kransana (og skynjarana) af öxlunum yfir á aðra öxla. T.d 9" ford eða 12 bolta GM.
12 bolta GM er nokkuð mátuleg stærð af drifi í svona bíl að aftan, gallinn er sá að svoleiðis hásingar eru talsvert lengri en í t.d cherokee. Þá er spurning hvort að hilux öxlar gætu ekki virkað, en þeir passa beint inn í 12 bolta drifið og hafa reynst talsvert sterkari en D44 öxlar þó að sverleikinn sé svipaður. Ég var með svoleiðis í willys, 12 bolta drif – loftlás – og hilux öxla og hjóllegur – og diskabremsur. Þessi hásing passaði á mót D44 Scout framhásingu á lengdina og virkaði ágætlega, utan að loftásinn í þetta er bölvað drasl, eins og reyndar loftlásar eru yfirleitt. Illa smíðað rusl. Það hefði reyndar vel mátt nota hilux hásinguna eins og hún kom fyrir með skálabremsunum, ekkert að þvi, diskarnir voru pjatt.
Ps
D44, D60(sumar), 12bolta GM, Hilux, LC(60/80 t.d) eru með 30 rílu öxlum sem eru sama utanmál. Prófíllinn á rílunum í Dana hásingunum er öðruvísi en í hinum og því passa öxlarnir ekki óbreyttir á milli. Þeir ganga hinsvegar óbreyttir milli 12 bolta GM og Toyota hásinganna, enda 12 bolta talsvert verið notað sem endurbót fyrir minni Toyota drifin, eins og t.d hilux.
03.04.2007 at 20:28 #587166Það er loftflæðiskynjari í þessum vélum. Í skynjaranum er spjald sem hreyfist til vegna loftflæðisins. Þetta spjald sér um að kveikja á bensíndælunni (það er lítill rofi í loftflæðiskynjaranum tengdur spjaldinu sem opnar relay fyrir bensíndæluna þegar spjaldið byrjar að opna)
Þetta spjald á það til að festast eftir langar stöður, og einnig ef það er spenna á plaströradótinu að loftflæðiskynjaranum.
Bensíndælan fær straum MEÐAN þú startar, en þegar vélin tekur við sér og fer að draga loft gegnum umræddan skynjara á hann að sjá um að halda dælunni í gangi. Þar sem bíllinn ríkur í gang á starti en gengur ekki bendir það til að þetta gerist ekki. Því bendir allt til að þú þurfir að pota í spjaldið til að ná dælunni í gang, eða kíkja á það.
Gangi þér vel.
11.03.2007 at 02:40 #199888Vil þakka Stefaníu Guðjónsdóttur fyrir skemmtilegt myndband úr þorrablótsferð í Setur. Myndtextar og innskot lífga upp á myndbandið sem og ágætlega valin tónlist.
Gaman að þessu.
31.08.2006 at 19:56 #559052Sælir félagar.
Á þessum litla spjallþræði hefur þegar komið fram að breytingaverkstæði (eitt eða fleiri) ástunda óviðunandi frágang á lofdælum sem gerir að verkum að þær verða fljótlega ónothæfar með tilheyrandi óþægindum og útgjöldum fyrir eigendur bílanna.Hér hefur einnig komið fram að einhver breytingaraðili fullyrði að þetta sé í fínu lagi, þó að reynslan sýni að því er alls ekki þannig farið.
Hér á þessari vefsíðu hafa menn gert í því að nefna það ef þeir hafa fengið góða þjónustu hjá fyrirtækjum og verið ósparir við að dreifa þeim upplýsingum til annarra félaga. Það er auðvitað sjálfsagður hlutur og er gagnlegt fyrir aðra félaga. Það er vonandi hafið yfir allan vafa að þetta virkar í báðar áttir, ef menn fá óviðunandi þjónustu eða gallaða vöru ber að sama skapi að greina frá því á sama hátt, það veitir fyrirtækjunum aðhald og er til hagsbóta fyrir jeppamenn.
Sú hugmynd að þessi vettvangur sé ekki til þess að "nefna nöfn eða vera með fullyrðingar" passar fremur illa við ofangreindar skoðanir mínar. Ég átta mig ekki alveg á því hvaða tilgangi er verið að þjóna með því.
4×4 klúbburinn er hagsmunafélag jeppamanna, en ekki breytingafyrirtækja og verslana, eða þannig hef ég skilið málið.
Kv Óli.
31.08.2006 at 04:35 #559044Af hvaða ástæðu tilgreinir þú ekki um hvaða verkstæði er að ræða Davíð?
31.08.2006 at 04:05 #559040Ég tek eftir því að þú spyrð hvort að þetta séu vinnubrögðin (breytingaverkstæðanna þá væntanlega) og þú spyrð einnig hvort að breytingaverkstæðin séu að stunda svona fíflagang í fleiru?
Þessar spurningar fela í sér alhæfingu, þú ert að setja öll breytingaverkstæði undir sama hatt með spurningum af þessu tagi. Ég tel það ekki heppilegt þar sem ég veit fyrir víst að breytingaverkstæði eru eðli máls samkvæmt misjöfn rétt eins og menn eru margir sem þeim stjórna og á þeim vinna.
Umræða um vinnubrögð og þjónustu fyrirtækja er sjálfsögð og í raun nauðsynleg til að tryggja að eðlileg samkeppni fái þrifist. Það er eðlilegt að jeppamenn ræði sín á milli og opinskátt um þjónustu fyrirtækja og bendi á vankanta séu þeir fyrir hendi. Í því samhengi hefur takmarkað gildi að setja þau undir sama hatt – og því spyr ég;
Hvaða fyrirtæki breytti þessum Patrol?
*upphaflegum pósti breytt*
31.08.2006 at 02:32 #559012Athugaðu hvort að fæðidælan sé í lagi, og hvort að hún sé þétt.
28.08.2006 at 23:50 #558706Fyrst að vatnsdælan er í lagi (og vonandi reim á henni) og vatnslásinn er ekki í þá er líklegast að það sé lofttappi sem hindrar hringrásina á vatninu. Ef vélin blæs út í vatnsgang þá verður erfiðara að fá hringrásina af stað, en hún þarf að blása fjári mikið til að það takist alls ekki.
Hæðin á vatnskassanum er ekki svo krítísk, hæðin á kassanum eykur vissulega þrýstinginn á vatnskerfi vélarinnar, en þrýstimunurinn sem dælan þarf að yfirvinna er sá sami. Öðru máli gegnir um langar lagnir, og e.t.v hlykkjóttar. Hversu sverar lagnir ertu með í kassann?
Að vera með vatnskassann inni í bíl er líklega mögulegt, en menn þurfa að vera ansi harðsvíraðir til að nenna að nota slíkt fyrirkomulag. Í einföldun og örstuttu máli þá fer c.a sama orka út um vatnskassann í formi varma, og fer aftur úr sveifarás vélarinnar í formi hreyfiorku.
Það þýðir að þegar þú þeysir í góðum snjó með fordinn í botni, þá ertu með 150 hestafla miðstöð aftur í súkkanum, þar sem er vatnskassinn. Ég tel að þær dömur sem sitja brosandi undir svoleiðis hita teljist seint húslegar.
Kv
Óli.
21.08.2006 at 05:48 #558272Sverari kaplar eru betri, alltaf! Vegna þess að þeir flytja meiri straum við minna spennufall enn grannir kaplar.
Bensínstöðvarkaplar eru fínir til að ná 2000cc og minni bensínvélum í gang við bærilegar aðstæður, en þeir duga skammt á diesel ef rafgeymir við þær er tómur, og kalt er í veðri. Svo eru þeir oftast stuttir, og klemmurnar ómerkilegt drasl. Kannski má finna undantekningar frá þessu, en þær hef ég þó ekki séð nýverið.
Góðir jeppakaplar ná lengd á stæðilegum bíl, og eru þetta frá 35 kvaðrat með veglegum klemmum. 50 kvaðrat kaplar eru mjög fínir og duga vel á vinnuvélar og vörubíla, líklega óþarflega sverir fyrir jeppana. Efni í kapla fæst örugglega í Bílanaust.
Ég mundi þó persónulega reyna að fá kapalinn í Ískraft, Reykjafelli, eða þar sem verðið er skaplegra, enda hefur mér virst verðlagning á rafmagnsvörum í Bílanaust óhófleg.
-
AuthorReplies