Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.12.2008 at 12:08 #634810
Ég lenti í bremsuviðgerðum á gömlum BMW og fékk ekki stimplana í dælurnar. Fór í Barka og fékk rústfría tjakkstöng sem efnivið og Björn Jensen rennismiður smíðaði síðan fyrir mig stimplana. Þetta kom mjög vel út og kostaði slikk. Líklega endast þeir mun lengur en þessir húðuðu stimplar. Spurning hvort að einhver snillingurinn sem á góðan rennibekk ætti að taka sig til og smíða rústfría stimpla í toyota. Gæti verið markaður fyrir það.
17.12.2008 at 11:29 #203375Hvað eru afturdrifin í pajero stór, og hvaða drifhlutföll eru í þeim. T.d 9x árg af 2.5 diesel. Hvernig læsing er í þeim, rílufjöldi á öxlum. Hvað eru þær langar?
05.05.2008 at 16:35 #620714Að sjálfsögðu ræður aðalfundur.
Það breytir samt ekki því að að vefsíðan er helsta hryggjarstykkið í nýliðun í félaginu. Mér liggur við að halda að án lifandi vefsíðu sé félagið mjög illa statt.
Vefsíður lifa á því að á þeim sé nýtt efni. Gagnvirkar vefsíður eru vinsælastar í dag. Utan frá séð verður þessi vefsíða enn eitt líkið á netinu verði spjallinu lokað fyrir öðrum en félagsmönnum. Þetta er einfalt atriði sem varhugavert er að hunsa fyrir klúbbinn. Þ.e ef markmiðið er að hann vaxi og dafni og fái inn nýja félaga.
Bloggsprengjan ætti að vera nærtækur vitnisburður um hvert hlutirnir eru að þróast.
Mér virðist sem það sé viss viðkvæmni í gangi í klúbbnum, að fólki þyki óþægilegt að óhreinn þvottur sé á vefsíðunni. Að það setji vondan stimpil á klúbbinn og sé vont fyrir ímyndina osfrv. Það má vera að hluta til rétt, en enn verra er að loka spjallið og starfið inni í skáp á sama tíma og upplýsingabyltingin ríður húsum, og krafan er gagnsæi.
Er þetta ekki samkeppnismarkaður?
05.05.2008 at 01:11 #620688Fyrir alla muni halda spjallinu sem mest opnu og sem minnst inngrip. Ritskoðun er stórlega ofmetin og hún er líklega jafnversta stjórntæki sem til er. Fátt veldur meiri óánægju en einmitt hún. Hún getur og hefur, ein og sér, orðið uppspretta endalausra deilna og úflúðar – um það eru víða nærtæk dæmi.
Mér skilst að íslendingar láti almennt fremur illa að stjórn og af íslendingum er jeppafólk varla sú grúppa sem lætur best að stjórn. Þegar haft er í huga hið fræga nöldurgen okkar þá blasir við að spjall af þessu tagi verður alltaf öðru hvoru afrennsli fyrir nöldrið sem þarf að brjótast út. Að því leyti er þetta gott og blessað og óþarfi að mála skrattann á vegginn yfir því. Smá umburðarlyndi sakar ekki.
Það má heldur ekki gleyma því að ýmis gagnrýni og ábendingar sem hér koma fram er sjálfsagður og eðlilegur þáttur í frjálsum félagasamtökum. Því er það mjög gott og gagnlegt ef yfirvöld í klúbbnum sjá sér fært að svara efnislegum athugasemdum hér eftir mætti. Það gæti skilað sér til lengri tíma í ánægjulegra starfi.
Þáttakendur mega síðan gjarnan tóna niður persónugeringu og ræða efnisatriði.
Óska nýju stjórnar- og nefndarfólki farsældar og þakka þeim sem nú láta af störfum.
Kv.
Óli.
29.04.2008 at 15:00 #621806Íslenskir jeppamenn ættu kannski að fara að kynna sér peek oil.
Framtíð orkufreks sports er ekki beint glæsileg.
23.04.2008 at 22:49 #621300Það er ekki alveg laust við gamansemi að nú sé samið um sjálfsagt og eðlilegt tjáningarfrelsi félaganna hér á vefnum – bak við luktar dyr.
Vonandi verður niðurstaðan – ríkið, það erum við!
Heillaóskir.
21.04.2008 at 04:20 #620856Síðan ég skrifaði ofangreinda pistla er búið að taka til í þræðinum af vefnefnd og þurrka út vefslóðir. Líklega hafa það verið vefslóðir sem mér var hollast að sjá ekki.
Þetta lýsir einstakri staðfestu í ritskoðun og þöggun að hætti ávaxtalýðvelda. Séu þetta verk fráfarandi stjórnar er þetta ömurlegur legsteinn á stjórnarferil hennar. Megi hún hvíla í friði.
Ljóst er að þetta vefsvæði er ónýtt til skoðanaskipta fram yfir aðalfund – hið minnsta? Eða hvaða skoðun hafa þeir sem nú bjóða sig fram til stjórnar á þessu?
Ástæðan fyrir spurningunni er einföld – séu þetta almennt viðurkennd vinnubrögð er sjálfhætt í félaginu. Það er ekki lengur félag.
19.04.2008 at 22:07 #620824Það er nauðsynlegt að bæta því við að það setur þessar skyndilokanir í einstaklega vont samhengi að yfirvofandi er aðalfundur í klúbbnum.
Það er mjög alvarlegt ef ritstýring þessarar síðu er komin með slagsíðu vegna aðalfundar. Þá erum við komin hálfa leið til Kína í vinnubrögðum.
Í þessar almennu gagnrýni minni felst engin afstaða til fráfarandi stjórnar, sem ég þakka fyrir unnin störf. Ekki heldur stuðningur við nokkurn mann, þetta eru bara mínar skoðanir sem almennur félagi í ferðaklúbbnum 4×4.
Kv.
Óli.
19.04.2008 at 21:24 #620822Eina tengingin sem ég hef við klúbbinn er í gegnum þessa vefsíðu, sem ég les öðru hvoru.
Það kemur mér mjög á óvart ef mér er ekki lengur treyst fyrir því að leggja sjálfstætt mat á það efni sem félagar mínir í 4×4 kjósa að setja hingað inn undir fullu nafni.
Það er mjög sérkennileg tilfinning, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að upplifa það að einhverjir félagar í 4×4 hafi svo vondar skoðanir að mér, og öðrum, sé hollast að sjá þær ekki. Mig rekur ekki minni til þess að í lögum félagsins séu neinar klausur um það barnfóstruhlutverk að vernda félagsmenn fyrir vitleysu, eða skoðunum hvers annars. Jafnvel þó að þær henti ekki einhverjum.
Fram undir þetta hef ég litið á þessa vefsíðu sem samskiptavettvang félaga klúbbsins. Það er öldungis fráleitt að geðþóttaákvarðanir ráði því hverjir hér skrifa og hvað. Þær röksemdir sem settar eru fram hér ofar um að einhver sé að vinna gegn einhverjum, eða einhverjum meintum hagsmunum klúbbsins – eru með öllu haldlausar.
Yfirvöld klúbbsins eru kjörin af félagsmönnum, starfa í umboði félagsmanna – fyrir félagsmenn. Það er ekki þeirra hlutverk að þagga niður í félagsmönnum hér á vefnum – með því er lýðræðislegum leikreglum snúið á haus.
Kveðjur bestar.
Óli.
28.03.2008 at 05:53 #617578Ég var að skoða myndirnar hans Loga.
Það er rétt sem nefnt er hér á þræðinum að misfjöðrun á vagninum mun líklega – fyrr eða síðar- brjóta suðurnar við öxulinn. Einföld lausn á því gæti verið að hafa aðra stífuna soðna – eins og er á myndunum hans Loga, en hina í auga. (sambærilegu því sem er að framan). Uppsetning að öðru leyti eins og er á myndunum. Þar með er þessi þvingun úr sögunni og vagninn getur misfjaðrað frjáls.Þá tekur fasta stífan (sú soðna við öxulinn) við snúningsvæginu frá honum. Mér sýnist það ekki vera annað en það sem myndast vegna þess að púðarnir eru settir aftan á öxulinn. Ein þokkalega sterk stífa dugir vel í það, mætti styrkja hana við öxulinn ef vill.
Ps
Liggja ekki framstífur undan Range Rover, Toyota, Patrol og fl. út um allar koppagrundir sem upplagt væri að endurnýta í svona mix..!?
26.03.2008 at 17:42 #618556Hér grein sem gefur hugmynd um hvernig þetta virkar.
http://autospeed.com/cms/article.html?&A=2063Vandinn er sá forþjöppur þurfa verulegt afl. Blásari sem tekur eitt hestafl gerir fremur lítið fyrir bílvél, en er samt verulegt álag á rafkerfi bílsins – ~50 amper við 12V. Þetta getur samt verið áhugavert fyrir bensínvélar, sem eingöngu fá boost við botngjöf sem er vananlega lítill hluti af notkuninni. Bensínvélar svara auknu lofti nokkuð vel sem sést á því að talsverð sala er í opnari loftinntökum/loftsíum fyrir þær. Líklega er hægt sé að fá örfá prósent í viðbótarafli með rafmagnsblásara á bensínvél – bensínkerfið ætti að ráða við viðbót af þessu tagi.
Fyrir verulega aflaukningu á vélinni – yfir 10% þarf að sama skapi verulegt afl til að knýja blásarann og þar eru komin mörk á því sem praktískt er að taka út úr rafkerfinu. Í greininni er t.d talað um rafmagnsblower sem getur trukkað hressilega (20 psi) inn á 2,5l vélar og sú græja er með 18 hestafla rafmótora og henni fylgja 4 rafgeymar sem duga allt að 15 sek eftir því hversu mikið boost er notað. Síðan þarf að endurhlaða draslið.
Semsé: Rafmagnsblásari sem ekki ofbýður dæmigerðu rafkerfi í bíl gefur litla aflaukningu, því meiri aflaukning, því skemur í einu er hægt að nota hann (verður að láta alternator hlaða upp geyminn). Mér sýnist að það gæti verið gaman að fikta með þetta á bensínvél, en sé ekki praktísk not fyrir þetta á diesel.
23.03.2008 at 19:41 #618278Ætli þeir winter campers yrðu ekki hissa ef til þeirra mætti fölleitur íslendingur og hýjaði á þá af því að bílarnir þeirra eyða svo miklu.
Enn meira hissa yrðu þeir sennilega ef íslendingurinn mundi flauta græjurnar þeirra af með sömu rökum og telja ónothæfar og asnalegar. Þessi grein fjallar að mestu um winter camp sem virðist vera einskonar rallýkeppni. Svoleiðis sigra menn seint í ló-gírnum (Hver veit nema þeir eigi svoleiðis líka). Svo kostar bensínið hjá þeim innan við helming af því sem við borgum fyrir það hér.
Sýnist þetta gengi sem myndirnar eru af yrði í kaffistoppi og Miller time við Goðastein á Eyjafjallajökli meðan við værum enn að raða í lógírana á Hamragarðaheiðinni.
23.03.2008 at 15:54 #618270Eins og kemur fram í greininni líta þeir á þessa bíla sem vélsleða á hjólum. Þeir eru ekki notaðir yfir sumarið, einungis í snjókeyrslu. Leiðin sem þeir keyra í winter camp er ,,slóðuð" af vélsleða og þeir eru ekki að keyra í förum eftir snjóbíla.
Þessir menn búa líklegast við þær aðstæður að annaðhvort er vetur eða sumar hjá þeim, ekki hvortveggja í senn, eða hvorugt, megnið af árinu eins og hér. Fyrir vikið aka þeir sennilega bara malbikið á fólksbílum en nota jeppann í hitt. Engin ástæða til að hræra þessari notkun saman.
Grunar að snjóalög þarna séu öðruvísi en við þekkjum, það er líklegast lygnara þarna almennt og meira frost að staðaldri. Þeir eru því líklega að jafnaði að slást við lausan púðursnjó, sem er ósnortinn af vindi. Skjólið af trjánum hefur mikið að segja. Þetta sport hjá þeim snýst því um að drífa og komast áfram fyrst og fremst.
Léttir bílar með stórar vélar á stórum dekkjum. Einföld uppskrift. Brettakantapjatt, aksturseiginleikar á malbiki eða innanbæjar kemur ekki málinu við. Mismunandi skattlagning á eldsneyti gerir síðan að verkum að þeir hafa enn ekki hrakist í aflminni vélar eins og við gerðum fyrir áratugum síðan. Ég er ekki viss um að ,,þróun" íslenskrar jeppamennsku eigi neitt erindi við þessa ágætu menn.
18.03.2008 at 14:36 #617940Mér er ekki kunnugt um að einhverjir 6 gata öxlar passi í afturhásingu á Scout, það kann samt að vera að einhver eftirmarkaðsframleiðandi smíði þetta. Það er hægt að bora öxlana upp á nýtt fyrir 6 felgubolta. Líklega best að sjóða upp í gömlu götin, ég held að það ætti ekki að spilla öxlunum þó soðið sé í plattann á þeim (með pottvír)
Að framan hafa menn líka borað 5 gata nöf upp fyrir 6 gata. Það skal tekið fram að þetta er nokkuð vandaverk og best að láta vana menn um svona lagað
Annar möguleiki er að fá enda af 6 gata blazer, ford eða wagoneer hásingu og smella á scout húsið um spindlana. Innri öxlarnir úr scoutinum passa í sama kross og spindlarnir þeir sömu. Það eru ýmsar leiðir til að hræra saman D44 hásingum. Kosturinn við að fá aðra enda á scoutinn væri að fá betri framdrifslokur og sterkari hjóllegur, hvort tveggja veikur punktur í scout. Það er samt ekki víst að þetta henti þar sem Scout er með langa stýrisarma og göt fyrir togstangarenda beint í þá, sem hin hafa ekki.
16.03.2008 at 18:51 #617730Fálkinn er með góðan slatta af iðnaðarrofum sem eru ágætir í ýmiskonar mixerí. Síðast þegar ég vissi voru þeir á hóflegu verði m.v það sem gerist í bílabransanum.
14.03.2008 at 15:32 #608594Hafi smellirnir verið fyrir hendi með fyrri framdrifslokum er sérkennilegt að ekkert breyttist við að setja aðrar í -jafnvel þó að þær séu notaðar. Að sjálfsögðu ekki útilokað að þær sem fóru í hafi verið jafnslappar og þær gömlu.
Væri ég í ykkar sporum mundi rífa lengra og kippa öxlunum út og skoða öxulliðina vandlega. Inni í liðunum er gjörð sem heldur kúlunum á sínum stað, hafi einhverntímann komist vatn í liðina, eða verið ónógur smurningur í þeim getur þessi gjörð hafa sprungið/brotnað. Ef öxulliður er á leið til feðra sinna þá fylgja því ýmis skemmtileg hljóð.
09.03.2008 at 20:32 #617108Ég sé að skorinort athugasemd mín síðan í nótt hefur kallað fram viðbrögð – sem er gott.
Sem hagsmunagæslufélag jeppamanna hefur klúbburinn staðið sig vel þegar kemur að stjórnsýslunni. Ég átta mig ekki á því hver stefna klúbbsins er í neytendamálum, eða hvort að hann hefur yfirleitt einhverja slíka stefnu. Ýmislegt bendir til að klúbburinn beiti sér fyrir lágu vöruverði eins og t.d afslættir 4×4 vitna um. Sé litið til afreka klúbbsins gagnvart stjórnsýslunni er freistandi á álykta sem svo að hann gæti fengið einhverju áorkað í neytendamálum – ef á það væri látið reyna fyrir alvöru.
Eðli máls samkvæmt fer það ekki saman að vera að herja á fyrirtæki samhliða því að óska eftir styrkjum frá þeim sömu. Þetta virkar ekki. Samtök sem keyra á styrkjum eru gjörsamlega tannlausir varðhundar gagnvart þeim sem þá veita, og raunar yfirleitt. Andinn hér á spjallinu hefur einmitt litast af þessu síðustu árin, líklega frá upphafi. Illa er séð ef rætt er á neikvæðum nótum um fyrirtæki, eða þau gagnrýnd. Yfir vofir óttinn við að styggja einhvern, óttinn við að missa nú auglýsingu af vefnum, eða styrk af einhverju tagi.
Í stuttu máli er klúbburinn í heild á kafi í fyrirtækjadekri og stendur engan vörð um hagsmuni félaga sinna gagnvart þeim. Það er herkostnaðurinn af öllum styrkjunum. Það merkilega er að þetta virðist fremur fara vaxandi.
Síðasti dropinn í þennan mæli er síðan að vefnend er sjálf komin á kaf í sníkjurnar, farin að betla hjá fyrirtækjum eftir happadrættisvinningum. Þessi sama vefnend ritstýrir og ritskoðar síðan vefsíðuna þar sem félagsmenn tjá sig um sömu fyrirtæki. Þetta gengur ekki upp, og er afar slæmt fyrirkomulag út frá almennum sjónarmiðum. Ég tek það fram að ég er ekki að draga heilindi vefnefndar í efa, einungis að benda á yfirvofandi hagsmunaárekstur.
Skipti eitthvað máli í starfi klúbbsins er það tjáningarfrelsi félagsmanna, undir fullu nafni að sjálfsögðu. Eitthvað ímyndarkjaftæði klúbbsins, eða áferðarfegurð spjallþráða eru aukaatriði sem verða að víkja fyrir því.
09.03.2008 at 06:58 #6170644×4 félagar og raunar íslendingar allir kvarta sáran yfir háu verðlagi á t.d tryggingum, eldsneyti, vara- og aukahlutaum.
Í stað þess að virkja 4×4 klúbbinn sem tæki til að ná niður verðlagi með aðhaldi er endalaust spilað inn á hönd seljenda með snýkjum og rugli. Nægir fyrir seljendur að bjóða ,,tilboð" eða ,,afslætti" og þá snúast öll hjól hjá klúbbnum. Sponsoring í ferðir er af sama meiði. Viðkomandi söluaðili fær silkihanskameðferð hjá klúbbnum.
Sprenghlægilegt er að sjá félaga 4×4 falla kylliflata fyrir þessu happadrætti. Þeir hjá BB glotta örugglega við tönn – ódýrari gerast auglýsingar varla.
Mér finnst þetta vitlaust, og líka smekklaust. Ég vil ekki sjá svona auglýsingar inn á sjallþráðum 4×4.is.
Þetta er eins og hver annar ruslpóstur.BB og félagar (og vefnefnd) geta troðið þessu drasli þar sem sólin aldrei skín.
Þversum!Nei takk, ég er ekki með!
03.03.2008 at 03:56 #615916Flestir bílar eru hannaðir með nægilega stór loftinntök – lofthreinsara. K&N síur eru opnari en original og ættu því að vera yfirdrifnar séu þær í sömu stærð og upphaflega sían í boxinu. Ég dreg því verulega í efa að eitthvað vinnist í afli með því að nota svepp á móti því að nota K&N í upphaflega hreinsarann.
Eitthvað af meintri aflaukningu K&N sía yfirleitt er reyndar sálrænt, álíka og ofursveru pústkerfin, þar sem opnari sía einangrar hljóð minna og eykur því vélargný. Flestir ökumenn upplifa það sem aflaukningu.
Sveppir eru síðan vandræða búnaður í öðrum bílum en þeim sem eingöngu eru viðraðir á malbiki á góðvirisdögum. Velflestir drullupollar og lækjarsprænur af ýmsu tagi eiga greiða leið inn á vélina gegnum sveppina, með aðstoð viftuspaðans ef ekki vill betur.
Hafandi stórskemmt eina vél með K&N sveppum (af því að það var svo þægilegt að koma þeim fyrir) í vatnasulli þá lít ég ekki á þá sem valkost í jeppa, eða yfirhöfuð á nokkra þá vél sem máli skiptir.
Kv
Óli.
28.02.2008 at 05:18 #615254Þessir öxlar – eins og líklega allir nútíma bílöxlar eru yfirborðshertir. Það þýðir að þeir eru mjúkir að innan en ysta lagið tekur herslu. Líta má á bílöxla sem rör, þar sem rörið er herta yfirborðið. Við snúningsátak er spennan mest við yfirborðið, sama gildir raunar líka við vægi á öxla vegna burðar.
Fasaskipti í stáli verða við um rúmar 400 gráður og suða af einhverju tagi afglóðar, eða herðir suðusvæðið meira/minna – eftir því hvernig er að verki staðið. Aðalatriðið er að herslan á suðusvæðinu verður öðruvísi en í nágrenninu sem þýðir spennuhækkanir kringum suðuna. Þetta veikir öxulinn mjög verulega. Sama gerist ef borað er í öxul eða slípað, kom fyrir þegar menn voru að reyna að ná krumphólkum af öxlum hér í den. Djúpir ryðpollar hafa sömu áhrif. Þessvegna er t.d lykilatriði og skoða hvort að ryð hefur komist í kúluliði (toy-patrol) því það veikir þá verulega. (liðirnir eru líka yfirborðshertir)
Það er möguleiki að reynsluboltar í málmsteypu-herslu kunni ráð til að taka soðna öxla í hitameðferð sem dugir eftir suðu. Fræðilega séð ætti það að vera hægt. Ég dreg þó verulega í efa að okkar bestu menn hafi nægilegar upplýsingar um efnið í öxlum, eða að þeir hafi tækjabúnað til að framkvæma slíkt. Í öllu falli er sú leið ófær vegna kostnaðar nema um ræði ófáanlega hluti sem er afar kostnaðarsamt að skipta út.
Almenna reglan er að það þýðir ekki að sjóða bílöxla.
Og þeim skal hent sjáist á þeim skemmdir eftir slípun, borun, nudd eða aðrar yfirborðsskemmdir.Afsakið þráðaránið.
Ps
Hafi nafið losnað á öxlinum einu sinni passa kónarnir ekki saman og engin leið er að fá þetta fast. Vanalega er það nafið sem hefur aflagast – öxullinn er harðari. Efast um að legulím dugi þó má reyna það í hallæri. Sami búnaður var á öxlum í volvo lapplander og það þurfti fjári stóra pressu til að ná því í sundur ef allt var eðlilegt.Kv
Óli
-
AuthorReplies