Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.01.2009 at 19:01 #638956
Skoðaðu pajero afturhásingu. Það er ansi margt sem mælir með þeim í svona project. Þær eru um 150 cm langar sem gæti virkað ágætlega. Original loftlás og fl. sniðugt.
10.01.2009 at 17:28 #547054Ég þekki nú willys það vel að ég sé að þessi rauði í vökinni hér ofar er ekki fastur fyrir 5 aura. Enda ef maður rýnir í myndina sést að þetta er ekki kaðall, heldur er þetta loftslanga, öndun fyrir driverinn sem er alveg að fara að standa willann upp úr þessu.
07.01.2009 at 19:51 #636446Er síðan margfeldi af öllum niðurgírunum frá vélinni og út í hjól. Lægsti gír í gírkassa/sjálfskiptingu getur t.d verið 4:1 (lesið fjórir á móti einum). Í millikassa í lágadrifinu 2,6:1 og síðan drifið 4,56:1. Heildarniðurgírun í þessu dæmi er 4×2,6×4,56= 47,42. Það þýðir að í lægsta gír og í lága drifinu snýst vélin 47,42 hringi til að snúa hjólunum einn hring.
Ef vélin er á 600 snúningum á mínútu þá þýðir það að hjólin snúast 600/47,42= 12,65 snúninga á mínútu. Á einni klukkustund snúast þau 12.65×60= 760 snúninga. Til að finna hraðann á bílnum við þessar aðstæður þá er að reikna dekkið út, 38 tommu dekk er 96 cm á hæð, eða 0.96m. Ummálið á því er 0.96xpi = 3.03metrar. Þ.e þegar dekkið rúllar einn hring þá fer það rétt rúma þrjá metra.
Á einni klukkustund rúllar það 760 hringi m.v dæmið hér ofar og fer í hverjum hring 3.03 metra sem gerir 760×3.03 = 2303m/klst. Sem er hraði upp á 2.3 km/klst.
07.01.2009 at 19:37 #636440Flestir millikassar eru með hlutfalli 1:1 í háadrifinu. Það þýðir að öxullinn inn í þá snýst jafn hratt og úttakið. Í lága drifinu er síðan niðurgírun. Mis mikil eftir því hvaða millikassi á í hlut. Í kassa með hlutfallið 2.6 þarf að snúa öxlinum inn í kassan 2.6 hringi til að fá einn hring á drifskaftið (drifsköftin). Því hærri tala, því meiri niðurgírun.
Í stöku bílum er háa drifið niðurgírað líka, t.d Suzuki.
07.01.2009 at 19:05 #636436Talan segir hversu marga hringi drifskaftið þarf að snúast á móti einum hring á hjólunum. Hærri tala þýðir lægra drif.
06.01.2009 at 11:10 #636374Hvernig er það, er ekki möguleiki að meika stærra drif þessa LC90 bíla að framan. Menn setja dana 50 að framan í stærri bílinn. Einhver spáð í þetta?
01.01.2009 at 15:54 #635898Flangsinn sem boltarnir halda er í stýringu, eða á að vera í henni og nokkuð þéttur í henni. Þá tekur hún átakið. Gæðakontrólið á smíðinni hjá ARB var(?) alls ekki nógu og gott að það var slatti af læsingum þar sem stýringarnar voru allt of rúmar. Bæði í þessum enda en líka stýringin undir kambinum. Það gerði þó minna til þar sem kambboltarnir halda talsvert meira en þessir ræflar í hinum endanum. Það er eitt sem er alveg öruggt – ef stýringin þarna er ekki passandi og heldur ekki við þá skiptir engu máli hvaða boltar eru settir þarna, eða jafnvel suðupunktar. Þetta mun losna.
Mér skilst að á nýrri ARB læsingum séu þessi samskeyti úr sögunni. Þá þarf líklegast bara að huga að stýringunni undir kambinum sem oft var svo laus að engin leið var að stilla drifið rétt inn. ARB er helvítis drasl ef þið vissuð það ekki nú þegar.
01.01.2009 at 11:17 #635894Ég er sammála þér í þessari greiningu. Annar möguleiki er að krapi og ís hafi spennt til lagnir þannig að lekið hafi t.d með hraðtengi ef slík eru á lögninni undir bíl. Sennlilega ekkert annað að gera en að bíða og sjá hvort að þetta endurtekur sig og fara þá á öndunina á hásingunni til að tékka hvað er í gangi.
31.12.2008 at 09:02 #635886Hvort að það loftið skilar sér út um öndunina á hásingunni. Ef það er svoleiðis þá þarf að opna drifið og athuga málið.
30.12.2008 at 12:31 #635560Ég er svo nískur að ég kaupi ekki sprengiefni, jafnvel ekki einu sinni af björgunarsveitunum. Það er reyndar svolítið skemmtileg þversögn í því að fjármagna sveitirnar með sölu á sprengiefni til almennings. Sjálfur reyni ég að sýna hug minn í verki með því að láta björgunarsveitirnar fá allar tómu bjórdósirnar. Líklega endar það á Vogi. Það er vandlifað. Gleðilegt ár og farið varlega með bomburnar.
30.12.2008 at 08:46 #635728Sé ekki betur en að það sé góður andi fyrir því að hækka þessa sekt mun meira. Það er spurning hvort að klúbburinn beitir sér ekki í málinu og skorar á stjórnvöld að sekta svona 200.000 kall fyrir að mæta of seint í skoðun.
29.12.2008 at 18:03 #635722Ekkert nýtt þar. Það var heldur ekki punkturinn.
29.12.2008 at 16:20 #635718Eru menn að reyna að sleppa við það að fara í skoðun með bílana og keyra um á óskoðuðum bílum?
————-
Það er náttúrulega ekki markmiðið. Hinsvegar er ásælni embættismanna/ríkisins í vasa bíleigenda slík að það er sérkennilegt þegar menn mæla auknum sektum – fyrir smávægileg brot – bót. Með háum sektum fyrir að mæta of seint í skoðun aukast líkurnar á því að mestu druslurnar verði keyrðar út þar til klippt verður af þeim. Fyrir hina sem mæta of seint er þetta bara aukin skattlagning. Ef markmiðið væri öryggi vegfarenda þá ætti bifreiðaskoðun að vera ókeypis. Það eru í það minnsta ekki verri rök en hver önnur í þessum efnum.
26.12.2008 at 19:59 #635430Ok, það hlaut að vera. Ég var að skyggnast eftir stífum á myndunum en sá þær ekki. Ég sé líka að bílarnir eru seldir þarna suðurfrá, það skýrir líka málið.
26.12.2008 at 19:25 #635426Það er alveg öruggt mál að þeir hjá Artic Trucks hafa pælt þetta út í gegn og hafa sínar forsendur. Ég var bara að forvitnast um þær.
[HTML_END_DOCUMENT]
Blaðfjaðrir eru jú ágætur búnaður og einfaldur, en þeim lætur margt betur en að taka við snúningsvægi frá stórum hjólum. Frostið hjálpar ekki heldur. Loftpúði er síðan ólíkt meðfærilegri varahlutur en blaðfjöður.
26.12.2008 at 17:48 #635418Ein smá spurning, af hverju eru þessir bílar ekki á loftpúðum að aftan?
20.12.2008 at 13:17 #634836Ég sagði þetta nú bara í hálfkæringi, þekki ekkert til sögu þessa ágæta bíls Jörgen. Það er bara gangurinn í þessu að það þarf að hjúkra þessu gamla dóti.
18.12.2008 at 12:11 #634832Það var í honum 350 TPI. Hún var fremur slöpp þegar ég eignaðist gripinn en komst til ágætrar heilsu eftir ýmsar lagfæringar; m.a smíðaði ég nýtt rafkerfi fyrir hana frá grunni. Eftir nokkra smárúnta og akstur inn í Setur fór hún að banka á stangarlegu og endaði þannig. Þrátt fyrir gagngera skoðun og viðgerðir á hásingunum hef ég ekki séð nein merki um nýlegt viðhald. 😉
17.12.2008 at 23:37 #634828Kristinn, jú ég á hann og er aðeins að föndra í honum. Það fór í honum vélin í fyrravetur og ég er núna að setja ofan í hann nýuppgerða vél. Ég er að melta með mér hvaða leið er þægilegast að fara í hásingarmálum, en báðar hásingar eru full dasaðar fyrir minn smekk. Pajero afturhásing gæti líklega gengið undir hann og væri tiltölulega einföld lausn.
17.12.2008 at 23:25 #634826Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar.
-
AuthorReplies