Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.08.2002 at 16:16 #462632
Þetta er greinilega hið skemmtilegasta mál sem er í gangi hjá þér stjóni!
Væri ég þú þá mundi ég fullvissa mig um að það sé vandamál til staðar með því að smella öðrum hitamæli í trukkinn. Langsótt, en menn hafa verið komnir með snöruna um hálsinn reiðubúnir í hengingu við að finna út úr hitavandamálum sem voru svo aldrei til staðar.En af því að hér er á ferðinni grunsamlegt mál þá er kannski rétt að benda þér á fleiri atriði sem hugsanlega geta verið að stríða þér. Vatnshosur eiga það til að trosna að innan og hanga þá gúmíflipar inni í þeim sem hindra verulega vatnsrennsli. Gormhosur eiga þetta til einkum og sér í lagi. Einnig er til í málinu að það sé hreinlega brot í hosum þannig að þær lokast þegar þær hitna (neðri hosan t.d)
Nú er mér ekki kunnugt um að hjólin í vatnsdælum á Nissan hafi nokkurntímann losnað, en einu sinni verður allt fyrst. Vitaskuld gæti það orsakað veruleg hitavandamál.
Eins og þú lýsir þessu máli þá er klárlega ekkert að heddinu enda væri græjan farin að blása all hressilega út í vatnsgang væri það raunin. Vanstilling á boostþrýstingi eða olíumagni mundi varla leyna sér. Væri of mikið olíumagn á ferðinni þá mundi gripurinn reykja eins og skorsteinn. Of hár boost þrýstingur framkallar ekki hita einn og sér, þvert á móti ef þú ert með góðann intercooler.
Aðallega þarft þú sem sagt að komast að því hvort að það sé öflug hringrás kælivatnsins í gegnum vatnskassann, sem getur varla verið því að þá mundi tækið varla hita sig eins og raun ber vitni, nema að hann sé bara alls ekki að hita sig
Gangi þér vel í baráttunni.
28.07.2002 at 21:17 #462586Ég mundi byrja á að fullvissa mig um að blessaður mælirinn sé réttur.
06.07.2002 at 17:54 #462048Enn og aftur skora ég á barbí eigendur að skrúfa framhjól undan "dúkkunni" og stara á hjólabúnaðinn. Gott er að hafa bjór við höndina og fyrir viðkvæma mæli ég tvímælalaust með sjóveikitöflum og uppsölupoka. Ekki spillir að hafa myndir af fjölskyldunni við höndina og skoða þær öðru hvoru þegar menn áætla styrkinn í klafadraslinu. Endurtakið svo í sífellu þar til þið trúið því…"Við komumst örugglega heil heim". Gefið sérstaklega gaum að neðri spindilkúlunni og átakinu á hana. Einnig ber að skoða vandlega fiskbeinið sem tengir liðhúsið að ofanverðu.
Brotið framdrif og þessháttar er eitthvað sem skiptir litlu máli, þá fá þeir sem starfa við viðhald og breytingar bara meira að gera og hagvöxtur í þjóðfélaginu vex að sama skapi. Gott mál það. Suma hluti er bara erfitt að bæta.
Hvað snertir þessa breytingu að öðru leyti þá er hún hið besta mál. Þessir bílar yrðu vafalaust "öflugri" við 44" dekk og betri til ferðalaga þegar aðstæður eru hvað verstar. Ekkert mælir gegn því að breyta þeim fyrir þessa dekkjastærð, og vandalaust fyrir kunnáttumenn að halda aksturseiginleikum og öryggi ef nóg er að gert. Takið eftir lykilorðinu hér….breyta!
Kv bensíndraugurinn
11.06.2002 at 01:36 #461440þann dag sem Toyota eða yfirleitt einhver af þessum slydduleppaframleiðendum smíðar diesel sem slær við heimskustu útgáfu af 350 cid chevrolet TBI eða Tpi í togi á lágsnúning, þá verður gaman hjá Glitni eða SP fjármögnun 😉
Mér væri það sönn ánægja að halda námskeið um lágsnúningstog fyrir félaga þína með ónýtu startarana Björn 😉
En svona í alvöru þá eru flestar nútíma 8 cyl bensínvélar alveg gríðarlegir togarar á lágum snúning og slá þar við nánast öllum dieselvélum á markaðnum í þeim efnum. 8 cyl bensínvélar hafa marga ágalla, skortur á lágsnúningstogi er samt alls ekki einn af þeim!
Kveðja úr bensíntunnuhaugnum.
31.05.2002 at 14:18 #461404Ef þið þekkið einhvern sem hefur orðið öruggari eða betri bílstjóri við að taka meirapróf þá vinsamlegast sendið mynd af viðkomandi hér inn takk. Ég man ekki eftir því að hafa breyst sem bílstjóri við að taka meiraprófið á sínum tíma. Það eina sem eftir stóð af þeirri vitleysu allri var að ég var 100Þús fátækari og gramur í þokkabót út af því hversu innihaldslaust námskeiðið var. Ljósir punktar við námskeiðið voru þó til..sem dæmi má nefna að bráðfalleg kona fjallaði um eitthvað sem ég man raunar ekki lengur hvað var.
Eftir þessa reynslu finnst mér hlægilegt að tala um að það þurfi meirapróf á jeppaskrjóða á tiltekinni dekkjastærð eða þar yfir. Fólk verður hvorki betri né verri bílstjóri eftir að hafa setið á svokölluðu námskeiði til aukinna ökuréttinda. Vissulega eru stórir bílar öðruvísi í akstri en þeir minni og það er meiri ábyrgð sem fylgir því að bramboltast á 3 tonnum í umferðinni en á Yaris, sú staðreind breytist aftur á móti ekkert við það að ökumaður stóra bílsins sé með fleiri stimpla í skírteninu sínu.
Þessar hugmyndir eru til þess eins fallnar að þrengja að frelsi borgaranna og auka gjaldtöku á jeppafólk. Þær eru síst líklegar til að stuðla að auku öryggi og eru því handónýtar sem slíkar.
Góðar stundir og jeppaferðir
Bensíndraugurinn
30.05.2002 at 04:04 #461158Sæll
Það er með ólíkindum ef hjólastilling, felgur eða annað slíkt stútar legunum hjá þér svona þétt. Hér er eitthvað annað á ferðinni. Fyrst að þetta er sama legan sem fer í tvígang þá er rétt að gaumgæfa vel samsetningu, og skoða vel hvort legusæti séu heil. Ég man ekki hvernig hjóllegur eru að framan í Lada sport en sé um kúlulegur að ræða er möguleiki að þær eigi að vera yfirslípaðar. (meiri rýmd í þeim en svokölluðum standard kúlulegum).Afturhjólalegur á berandi öxlum eru gjarnan yfirslípaðar til að ekki myndist spenna þegar öxullinn svignar, séu settar venjulegar legur í stað þeirra þá kemur fyrir að þær hreinlega brotna undan álaginu. Kannski á þetta alls ekki við í lödunni þinni að framan, ekki veit ég það
Fjalla og ferðakveðjur
bensíndraugurinn
22.05.2002 at 18:22 #460870Það kann að vera að þau séu enn undir nefndum four runner á 44 tommu. Aftur á móti hefa þó nokkrir barbí krúserar á dekkjastærð kringum 30 tommur týnt þeim fyrirvaralaus og nokkrir oltið af þeim sökum. Þetta er eitt best varðveitta leyndarmál í íslenskri jeppasögu. Af hverju sem það nú stafar. Væri ekki rétt að tækninefndin skoðaði það mál þannig að það fáist á hreint í eitt skipti fyrir öll.
Gormurinn þrýstir á neðri spyrnuna sem aftur tengist "liðhúsinu" með spindilkúlu. Þessu kúla er í togátaki og gefur sig þegar síst skyldi. Við það stingur bíllinn niður spyrnunni sem virkar eins og plógur og snýr bílnum án þess að nokkuð sé hægt að gera. Ég veit að grunur leikur á þvi að eitt banaslys hafi hlotist af þessu nú þegar. Þetta er þó ekki annað en grunur og ber að túlka með varfærni. Hitt er vitað með vissu að nokkrir barbí hafa stungist út af vegum á suðurlandi eftir að hafa týnt framhjóli.
Nokkrir valinkunnir menn í breytinga bransanaum hreinlega neita að breyta þessum bílum á 38" vegna þess hve hjólabúnaður þeirra er veikur að framan. Reynslan sýnir að þetta er ekki út í loftið hjá þeim, og var t.d ótrúlegt að sjá nýlegan barbí hjóllausann á bílastæði á selfossi eftir að eiandinn reyndið að snúa honum á sléttu bílaplani. þetta var bíll á c.a 30" hjólum.
Ég tel að við jeppakallar höfum sloppið vel frá hrútshorninu á gamla hilux sem gjarnan brotnaði og sem betur fer þegar verið var að manuera á plönum. Það er ekki víst að þreytubrot í hjólabúnaði á barbí fari jafn mjúkum höndum um eigendur og saklausa vegfarendur.
Í öllum bænum setjið hásingar undir þessa bíla ef þið ætlið í 44" dekk, það er lítið gjald fyrir betri bíl.
Better safe than sorryFjalla of ferðakveðjur.
22.05.2002 at 02:32 #460862Gerið nú sjálfum ykkur greiða. Skellið barbíkrúserunum inn í skúr, og skrúfið undam þeim framhjólin. Opnið bjór og fáið ykkur sæti á 38" og virðið fyrir ykkur hjólabúnaðinn að framann. Gefið sérstaklega gaum að því hvað það er í raun sem heldur (yfirleitt) hjólunum undir þessum bílum. Þegar þið eruð búnir með einn bjór þá segði upphátt við sjálfa ykkur… " þetta heldur alveg örugglega 44" dekkjum undir" endurtakið það þar til að þið farið að trúa þessu í einlægni.
Ef þið ætlið að nota upphaflega hjólabúnaðinn þá segi ég bara eins og frændi minn vestra, do you feel lucky, punk!?
Fjalla og ferðakveðjur
bensíndraugurinn.
27.02.2002 at 23:55 #459370Ástæðan fyrir því að það tekur því að setja sverara púst undir bíla sem sett er í túrbína er auðvitað sú að það þarf af flytja mun meira magn af gasi en ella. Ef túrbína blæs c.a 14.7 psi má gera ráð fyrir að vélin sé að nota tvöfalt loftmagn á við það sem hún mundi gera án túrbó. Pústið þarf þ.a.l að flytja c.a tvöfalt magn af gasi frá vélinni. Þess vegna getur sverara púst verið skynsamleg viðbót við túrbínu.
Ég held að það sé nokkuð skynsamlegt að álykta sem svo að framleiðendur bíla hafi pústið undir þeim nægilega svert í upphafi. Sú aflaukning sem fæst með því að útbúa sverara púst við óbreytta vél er að öllum líkindum svo lítil að hennar verður ekki vart. Það fengist aftur á móti meiri hávaði sem má túlka sem meiri kraft ef vilji er fyrir hendi.
21.02.2002 at 18:02 #459270Ég held að menn ættu að gæta sín á því að setja ekki fram svona skilyrði án þess að velta hlutunum vel fyrir sér.
Það sem þú bendir á er hárrétt og augljóst. Þetta hljóta að vera vel meint mistök :o) Vonandi kippa menn þessu í liðinn.
21.02.2002 at 17:16 #45926821.02.2002 at 17:12 #459254Lock right er stæling á no-spin, gallin er bara sá að þetta drasl virkar mjög stutt. Algerlega misheppnaður útbúnaður eins og nefnt er hér að ofan.
Ég skil reyndar ekki alveg þegar þú talar um að hásingin sé boltuð í grindina, þú átt sennilega við drifhúsið ekki satt?
Er einhver sérstök ástæða til að skipta út gúmífóðringunum? Ég mundi aldrei setja ál hólka í stað þeirra, þær dreifa álaginu milli festinganna og dempa hljóð og titring.
19.02.2002 at 23:49 #459186Sæll Arnór
Ég er algerlega sammála þér í þinni greiningu á vandamálinu. Mig grunar hinsvegar að það sé annað sem er að gerast en virðist við fyrstu sýn. Nú er ég bara alls ekki kunnugur hvernig menn hafa leyst olíustjórnunina á vélinni hjá þér þegar túrbínan var sett í.Hér í eina tíð reyndu menn að meika membrur við olíuverkin sem stjórnuðu magninu eftir þrýstingi í soggreininni. Sumir náðu í olíuverk með membrum frá original túrbó-vélum með ærnum tilkostnaði. Gallin er sá að sumar svona stýringar á magninu virka einungis upp að ákvenu marki og fara að hegða sér undarlega þegar þrýstingurinn fer uppfyrir ákveðið gildi. Er möguleiki að eitthvað slíkt hafi verið að gerast hjá þér?
Það sem ég á við er að við ákveðinn þrýsting flippar stýringin og magnið á verkinu fer í botn. Þessar aðstæður geta skapast þegar afsláttarventillinn verður óvirkur og túrbínan fer á "free float" Þannig getur vélin verið að fá allt of mikla olíu m.v loft þó að boostið hafi aukist.
Ég sá t.d á netinu um daginn grein frá einhverjum gaurum sem voru að prófa mismunandi tölvukubba í Ford powerstroke og mæla virkni þeirra á dyno. Þeir ákváðu að prófa ekki þær gerðir sem gáfu mesta olíumagnið þar sem afgashitinn á vélunum fór upp úr öllu valdi (1500F). Þeir ályktuðu sem svo að það YRÐI að nota hærra boost ef menn hyggðust nota þessar græjur!
Of hátt boost skapar alls ekki hita eða áraun á dieselvélar þvert á móti er það eitt það hollasta sem fyrir þær getur komið
Svo framarlega sem menn fara ekki of hátt í olíumagni.
Sem dæmi um "heilagar" boost tölur þá stendur Econoline 7.3 powerstroke í 15 psi að jafnaði og það er ekkert met.
Kveðjur
19.02.2002 at 15:44 #459180Það er mjög algengt að bílar séu ekki með nægilega öfluga kælingu til að takast á við mikið álag á litlum hraða. Þegar ekið er í þungu færi, undan vindi eru hitavandamál bísna algeng hefur mér sýnst. Enda eru þessar aðstæður kannski ekki beinlínis algengar og ástæðulaust fyrir framleiðendur að taka tillit til þeirra. Stærri vatnskassi og betrumbættur viftubúnaður er góð hugmynd og ódýr miðað við að það sem er í húfi.
Hvað varðar hita á túrbínu-diesel þá virðist sem sá misskilningur ríki að of hátt "boost" hækki brunahita. Það sem keyrir brunahitann upp er miklu fremur of mikið magn af eldsneyti á móti of litlu lofti. Það sést t.d strax á afgashitamæli ef hosur til eða frá intercooler fara að leka. Þá fellur þrýstingurinn í soggreininni og afgashitinn veður upp. Ástæðan er jú auðvitað sú að loft er að stórum hluta köfnunnarefni sem tekur ekki þátt í brunanum. Það virkar því eins og kæling á brunann með því að hækka varmarýmd gasblöndunnar. Meira loft= meiri kæling.
Ef menn sitja uppi með bráðnaða stimpla og ónýt hedd þá er það einlfaldlega vegna þess að vélin hjá þeim fær of mikla olíu, eða of lítið loft. Smekksatriði hvernig menn líta á málið. Ég mæli eindregið með því að menn noti nú græjurnar sem eru í húddinu hvort sem er og hendi þessari gömlu kjaftasögu út í hafsauga. Mikið boost og hæfilegt olíumagn.
Auðvitað varður að skoða málið í heild og velta því fyrir sér hvað stýrir olíumagninu, hvort það sé membra á olíuverkinu eða tölvustýring eða hvað. Spurning hvernig olíumagn og boost fara saman, það er málið!
Kveðja úr skúrnum
09.02.2002 at 19:30 #458670Sæll lilli.
Ég hef trú á því að þetta sé bara fín vél oní há-lúxus jeppann þinn. Þessar vélar hafa komið ágætlega út í jeppum og eyða skaplega. Ég mundi samt íhuga 8 cyl, af hverju ekki að stíga skrefið til fulls?Hvað varðar ísetningu þá þarf að taka svolítið til í rafkerfinu sem fyrir er í bílnum og tengja vélina náttúrulega. Ég er ekki klár á því hvað menn taka fyrir slíkt í dag, en sennilega 50-100Þ Það er mjög mikilvægt að rafkerfið fylgi með vélinni og sé heilt. Að tengja svona vél sem hefur verið tekin út með skábít er mikil vinna.
Þessar vélar þurfa góða kælingu og þú þarft þriggja raða vatnskassa fyrir hana. Þeir eru til í hilux! Hún notar hringrásar bensínkerfi og þú þarft að breyta því ef þú ert ekki með 2.4 Efi. Ef þú ert með slíka þá getur þú notað bensíndæluna og bakrennslið sem er til staðar.
Það eru síðan fjölmörg skemmtileg smáatriði sem þú þarft að græja en gleymast stundum þegar menn eru á pælingastiginu. Breyta drifsköftum, græja tengingu á hraðamæli,setja park/neutral rofa á skiptirinn, smíða/breyta mikkikassabita, smíða púst…….og allt hitt
Þegar þetta er allt búið ertu hamingjusamur eigandi að Toylet. Gallinn er sá að drifin í hilux eru ekki sérlega hrifin af vélum sem skila öðru en japönskum smáhestum. Afturdrifið hjá þér kemur ekki til með að endast lengi, og sennilega ekki framdrifið heldur.
08.02.2002 at 19:40 #458832Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það verðlag á bensíni sem er aðal ókosturinn. Vissulega þarf að reiða meira bensín með sér í fjallaferðir en ef um diesel væri að ræða. Á móti kemur að bensínvélar eru talsvert léttari m.v afl.
Eyðsla á bílum er afstæð og fer eftir ýmsum þáttum. Ég hef í tvígang orðið vitni að því að 4cyl diesel jeppar drukku fleiri lítra af olíu en sambærilegur 8 cyl bensínbíll sem var í för með þeim, ótrúlegt en satt! Vitaskuld er þetta yfirleitt öfugt.
Talandi um afl þá er það líka smekkur okkar sumra að allt undir 200hö er of lítið. Persónulega finnst mér ekkert varið í jeppa sem skila undir 250hö út í hjól. Þegar maður hefur slíkann smekk þá er orðið harla lítið um dieselvélar sem geta keppt við bensín hvað snertir stofnkostnað og þyngd. Fyrir 150-200Þ er hægt að ná sér í 250-300 hö bensínvél sem er skemmtileg í jeppa. Diesel sem á að gera eitthvað svipað er miklu þyngri en bensínvélin og kostar í innkaupum margfalt.
Þegar menn eru að bera saman kostnað á diesel vs bensín í fjallaferðum blandast oft umræða um rekstrarkostnað á jeppanum yfir árið inn í dæmið! Þannig reikna menn sig upp í það að þeir ferðist ódýrt eða jafnvel ókeypis á fjöllum vegna þess að þeir eru á diesel. Vitanlega má líta svona á málið, hinsvegar má spurja af hverju nota þeir ekki bara sparneytinn fólksbíl í daglegt brúk og spara sér dekkjaslit og rekstrarkostnað á jeppanum. Þetta er auðvitað grautarpottur og botnlaus að auki.
Mér finnst ekkert varið í að hjakka um á stóru dekkjunum á auðu malbikinu hér í Rvk eða annarsstaðar þar sem rasspútur duga vel og eru mun þægilegri. Að ekki sé minnst á hvað þær eru hagkvæmari í rekstri en jepparnir. Mismuninn nota ég síðan í bensín og mikið af því!
Hvað varðar spurninguna þína Einar þá minnir mig að spíssarnir í vélinni hjá mér standi í <1.0% duty cycle í hægagangi þegar vélin er heit. Þeir gefa 30 Pund á klst stykkið m.v 100% opnun. Gróft reiknað gefur þetta
0.01x30x8(cyl)= 2.4pund/klst = 1.1Kg/klst.
Ekki alveg áreiðanleg tala en gefur hugmynd engu að síður.Kveðja bensíndraugurinn.
07.02.2002 at 13:25 #458824Sæll Einar og takk fyrir gott innlegg.
Það sem þú segir er alveg rétt, það er vitaskuld ástæða fyrir því diesel nýtir betur en bensín. Það eina sem okkur kann að greina á um er hversu mikill munurinn er í raun. Einhvernveginn er ég mjög tregur til að samþykkja að sé meiri en þau 30% sem þú nefnir. Þessvegna finnst mér munurinn sem nefndur var hér að ofan of mikill.
Ég skal fúslega viðurkenna að oft á tíðum sér maður mikinn eyðslumun á bensínvélum á móti diesel. Ef munurinn er orðinn meiri en 20-30 prósent þá eru yfirleitt aðrar skýringar á honum en eingöngu nýtni vélanna.
Ég samgleðst alltaf með blessuðum diesel köllunum þegar við komum heim úr fjallaferðum og þeir keppast við að bera saman bækur um hvort að þeirra bíll hafi farið með 50-100 eða 150 lítrum minna en bensínbíllinn minn. Þeir verða jú að hafa einhverja ánægju út úr ferðunum (",)
06.02.2002 at 12:44 #458818Sæll Ragnar – bróðir í þjáningum :o)
Það er fremur skítt að borga vegagjald af bensíninu sem maður eyðir á snjóþekjunni uppi á hálendi. Ekki bætir úr skák að allt sem viðkemur bílum er orðið alveg hrikalega dýrt hvort sem það eru dekk, varahlutir eða eldsneyti.Það er alveg rétt hjá Birni þ hér að ofan að ég er sjálfur bensíndraugurinn. Hvernig nú sem hann komst að því? Sú leið sem hann lýsir er auðvitað góð og gild fyrir þá sem hún hentar. Hitt er svo annað mál að það má reikna dæmið hans fram og til baka. Það má t.d spyrja hann hver eru afföll af jeppanum hans á ári? Hver er vaxtakostanðurinn hjá honum á ári? Hvað er mikið dýrara að aka um á jeppanum heldur en að nota bara fólksbíl dags daglega? Eftir því sem ég kemst næst er engin leið til að sleppa ódýrt úr fjallaferðum þegar allt er talið.
Hvað viðkemur spurningunni um Diesel vs Bensín þá er það augljóst að diesel er ódýrari kostur í fjallaferðir, ekki ætla ég að deila um það. Málið er samt sem áður að sá kostnaður sem fer í að kaupa diesel vél og koma henni fyrir í bíl sem er með bensínvél er mjög lengi að borga sig upp. Sama hvernig dæmið er reiknað.
Að síðustu er rétt að benda á að margt sem sagt hefur verið um eyðslu bensínbíla gegnum tíðina er fremur froðukennt. Ég held að það sé mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það sem ræður eyðslunni er sú vinna sem vélin þarf að skila, fremur en hvað stendur í skoðunarvottorðinu um rúmtak og stimplafjölda.
Fræðileg nýtni bestu diesel véla er vissulega fáeinum prósentum hærri en nýnti hefðbundinna bensínvéla. Orkuinnihald í diesel er líka örlítið hærra en í bensíni. Þessi munur getur samt alls ekki útskýrt hversvegna Mr A ætti að eyða 200-250L af bensíni meðan Mr B fer með 120-150L af diesel í sömu ferð á sambærilegum bíl. Það er einhver önnur skýring á því.
Kveðja úr snjónum hér í RVK
Óli.
05.02.2002 at 19:17 #458812Sæll
Því miður er það svo með blessaðar dísilvélarnar að þær sem eru nothæfar að einhverju gagni eru dýrar. Mér vitanlega passar engin dísill beint við C4 skiptinguna frá ford. Ég dreg stórlega í efa að þú finnir einhverja vél með gírkassa sem passar síðan við Dana 20 millikassann úr bronco. Enda má spurja hvort að það sé eitthvað atriði að halda í hann í sjálfu sér.Ef ég skil rétt þá ertu með Súkku og ert sennilega ekki mjög ginkeyptur fyrir þungum diesel vélum? Þá þarf varla að spá í 7.3L navistar eða 5,9L cummins
Amerísku vélarnar eru sennilega allar í þyngdarflokki sem þú kærir þig ekki um, þær eru allar talsvert þyngri en bensínvélin hjá þér. Trúlega mundi slík breyting telja 200 Kg ++ eftir vélum.
http://www.ib.is á náttúrulega einu almennilegu dieselvélina (6.6L Gm 300hö) sem tekur því að setja í bíl, en verðið er rúm milljón með skiptingu og millikassa ef ég man rétt.
Það sem þú ert að leita að er sennilega 4-6 cyl á bilinu 2.5-4L. Það er ekkert mikið úrval af vélum hérna, og þær sem til eru kosta talsvert. Þessi markaður er alger hörmung að mínu viti.
Það er hægt að ná í toyota 2.4L á <200Þús iskr. Þessi vél vinnur lítið með turbo+intercooler og ekkert annars. Gamli Landcrusier var með 3L eða 3.4L 4 cyl sem er e.t.v hægt að finna einhversstaðar fyrir skikkanlegt verð. 3.4L vélin er miklu betri en sú 3.0L sem er arfaslöpp. Með þessum vélum er að ég held 24V startari+alt sem verður seint talinn kostur í bíl með 12V rafkerfi. 3.4L vélin með turbo+cooler er bara nokkuð seig og með slíkum búnaði er hægt að fyrirgefa henni sleggjuganginn og glamrið.
Toyota 6 cyl aka Landcrusier 80 er hundleiðinleg án túrbó en minna leiðinleg með slíkum búnaði. Slík vél í lagi með kössum er þó sennilega á verði 300+þús vegna þess að menn eru enn að reyna að tjasla upp á kláfana og kaupa varahluti í þá af miklum móð hvað sem þá er að finna. Þessar vélar eru líka í sama þyngdarflokki og 6.2/6.5L GM v8 svo dæmi sé tekið.
Í gömlum Isusu og MMC eru til vélarlíki (svipað og toy 2.4l)sem ég man ekki hvað eru litlar. Það er ekki fyrr en í nýjustu árgerðum að Isusu/Toyota/Musso/MMC að komnar eru sæmilegar 4 cyl vélar sem skila sæmilega. Þessar vélar eiga það sameiginlegt að vera tölvustýrðar og rándýrar. 500Þús++ giska ég á.
Nissan á til slatta af vélum og e.t.v tekur því að pæla í 6cyl vélum frá þeim. Í gamla patrol var t.d 3.3L vél með Turbo og svo eru til líka 2.7/2.8/3.0. Hér er það gamla sagan að verð og afl fylgjast að.
Sumir sendibílar eru til með stæðilegum 4 cyl diesel eins og t.d 3.3/3.9L Isusu og Hino. Þær sem eru til hér eiga það sameiginlegt að vera útkeyrðar. Þessar vélar eru líka með 24starti og stórum kúplingshúsum/krögum sem er ekki gaman að mixa við.
Benz á slatta af vélum en þær sem eitthvað er varðið í kosta sitt, enda nýlegar og fást sennilega alls ekki hér.
Ég held að þú eigir eftirfarandi kosti í stöðunni, ég mæli eindregið með þeim síðasta;
#1
Finna eitthvð hræódýrt og brasa því oní súkkann. T.d Toy 2.4/MMC 2.5/Nissan 2.2/MB 240……og læra að lifa með því.#2
Finna þér tjónabíl með krami sem þú villt.
Patrol?/Toy?/Isuzu PU-trooper/ og reyna að selja þá eitthvað úr hræinu í staðinn. Þetta hafa sumir gert til að ná sér í vélar+kassa á "skikkanlegu" verði.#3
Sættu þig við það að bíllinn þinn eyðir bensíni og borgaðu það með bros á vör. Láttu ekki diesel kallana monta sig of mikið í fjallaferðum. Þeirra bíður þungaskattur þegar heim er komið!Fjallakveðjur á þessu helv.. snjóleysi.
-
AuthorReplies