Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.03.2003 at 01:11 #471684
Funduð þið bílana sjálfir Lúther og Urelgata, eða tóku félagarnir úr 4×4 þátt í leitinni? Það er frábært ef menn taka höndum saman og leita að bílum, um að gera að nota þennan vettvang til að auglýsa svona mál. Það heftir athafnir þjófanna á marga vegu. Sjálfur var ég alltaf að líta útundan mér um helgina, hefði samt verið betra að hafa myndir af bílnunum á netinu
Hver er ástæðan fyrir því að svona bílum er stolið, er þetta eitthvað grín bara. Ég á við, jeppinn með kerru upp á heiði, voru þessir aumu vesalingar bara að leika sér??
Samúðarkveðjur strákar, það hlýtur að vera ömurlegt að verða fyrir tjóni af völdum einhverra mannvitsbrekkna sem gengur ekki annað til en að rækta í sér fávitann. Ekki að þeir þurfi þess blessaðir, hann blómstrar hjá þeim greinilega.
Kv
Óli
31.03.2003 at 00:18 #47163650q er oft notað fyrir spil, og er yfirdrifin stærð fyrir stærstu 12 volta spilin. Í raun dugar 35q fínt fyrir spil minni en c.a 8000 pund í 12v. 24 volta spil draga helmingi minni straum en 12 v þannig að 35q ætti að duga fyrir stærstu 24v græjurnar.
Startkaplar úr 50q eru góðir, það er hægt að starta verstu diesel græjum beint með þeim enda sú stærð algeng í geymasamböndum á stærri dieselvélum. Kaplar úr svo sverum kapli eru hinsvegar þungir og kannski væri bara betra að vera með 35q til þeirra nota. Það eru fínur startkaplar og eins og bent er á hér að ofan sverari leiðari en í flestu því sem maður getur keypt tilbúið.
Það sem er virkilega mikilvægt í tengingum á spilum og öðrum straumfrekum búnaði er að tengingarnar séu góðar. Ekki pressa skóna á í skrúfstykkinu eða öðrum álíka aðferðum, fáðu annaðhvort góða töng, eða það sem er náttúrulega best, að lóða skóna á. Það er lítið mál með gastækjum, kosanbrúsa eða álíka búnaði. hita þetta almennilega og fylla skóinn algerlega af tini. Gott að setja koppafeiti undir allar tengingar líka og herða vel að. þá þarf ekki að líta á þetta í nokkur ár.
Góður frágangur á svona lögnum er nauðsynlegur, kaplar í spil hafa kveikt í bílum, eyðilagt rafgeyma með snöggri afhleðslu og annað slíkt. Gættu að því að lagnirnar geti ekki nuddast við neinstaðar. Leggðu líka jörðina úr spilinu með sama kapli beint í geyminn, ekki tengja hana í grindina rétt hjá spilinu.
Spil eru græjur sem eru notaðar sjaldan, og þegar á þarf að halda er þreytandi ef eitthvað funkerar ekki. Þegar jeppinn er á svarta kafi í krapa og spilið er eitt til bjargar þá er gott að hafa það bak við eyrað að maður fúskaði ekki við ísetninguna.
PS Ég mundi kaupa kaplana í einhverri rafmagnsheildsölunni, ískraft, reykjafelli ….whatever. Bílanaust selur jú góða kapla, en verðið hjá þeim er BREKKA
"Stuð"kveðjur
Óli
28.03.2003 at 19:41 #470376Grundvallaratriðið hér er einfalt og ég þykist skilja það ágætlega.
Ég geri nánast það sem mér sýnist svo framarlega sem það skaðar ekki aðra, eða hagsmuni þeirra á einhvern hátt, jafnvel óbeint.
Að láta 15 ára strák að burra eitthvað á jeppa skoða ég þessum augum, það hentar augljóslega ekki víðast hvar á vegum, en getur verið hið besta mál við réttar aðstæður og kemur þá öðrum en hlutaðeigandi ekki við.
Ég hef margoft séð unglinga fá að taka í til fjalla og sé ekkert athugavert við það. Ef fólk er orðið svo njörfað á klafa rétthugsunnar að það lítur svona lagað sem "vandamál" þá votta ég þeim hinum sömu mína dýpstu samúð.
kv
Óli
28.03.2003 at 00:44 #470372Mér finnst það hið besta mál ef strákar á öllum aldri fá að spreyta sig á akstri við heppilegar aðstæður. Að nöldra yfir því að 15 ára strákur sé eitthvað að liðka skrjóð föður síns utan í Skjaldbreið þegar veður og færi er hið besta, finnst mér einfaldlega sorglegt. Mér er fyrirmunað að skilja hvað það kemur ölvunnarakstri, eða almennri kaos í samfélaginu við. Það er hreinn útúrsnúningur í raun og veru.
Okkar skrítna þjóðfélag hefur tekið ótrúlegum breytingum á fáum árum. Allt er að verða meira niðurnjörfað af reglum, og kannski það sem verra er, líka af fólki sem lítur á það sem sjálfsagðann hlut að fara eftir hverju því sem misvitur stjórnvöld hella yfir okkur.
Ég man þá tíð þegar menn gátu keypt sér byssuhólk og farið til veiða án veiðikorta, námskeiða og annars þrugls sem nú plagar veiðimenn.
Ég man þá tíð þegar unglingar í sveitum landsins voru mikilvægir starfskraftar á vélunum.
Ég man þá tíð þegar unglingar unnu í fiski ef þá vantaði aur, já og jafnvel þó þá vantaði alls ekki aur.
Ég man líka þá tíð þegar maður gat farið í flatbotna gúmískóm, hjálmlaus og jafnvel lítið eitt hífaður á hestbak án þess að nokkur segði við því orð.
Sennilega er ég að verða gamall bara, þó margt hafi breyst hérna á skerinu þá finnst mér það ekki allt til batnaðar satt best að segja. Erum við kannski að gleyma því hvaða kosti það getur haft að vera fámenn þjóð í ótrúlega stóru landi?
Kv Óli sem hóf ökumannsferil sinn 8 ára og er enn á lífi.
24.03.2003 at 19:26 #470752Vals, alltaf gaman að sjá að menn taka hlutina sjálfir og tékka almennilega á þeim. Ég kvitta undir þetta hjá þér, virkar trúlega þessi niðurstaða að 38" sé af stærðargráðunni 190 lítar.
Hvað reiknar þú með að þrýstingurinn í kútnum fari niður í þegar þú ert búinn að pumpa á grafinu góða?
loftkveðja
Óli
21.03.2003 at 21:10 #467242Af hverju ferðu að stúta heddpakningum við "of hátt boost" í dieselvél? Jú eitthvað blæs trúlega meira niður með stimplunum t.d í sogslaginu, en 30 psi er nú bara hlægilegir smámunir miðað við þrýstinginn sem er við sprengingu í diesel.
Vissulega fitnar sprengingin við meira boost, en það er OLÍUMAGNIÐ sem ræður því á endanum hversu öflug hún er, og þar með þrýstingi og áraun á heddpakninguna.
Það sem ég er að reyna að koma til leiðar er einfaldlega að mikið loft.. þ.e hátt boost EITT OG SÉR í DIESEL hefur engin skaðleg áhrif á vélina, og er í raun hollt fyrir hana. Það sem ég er EKKI að segja er að hátt boost, SAMFARA miklu olíumagni sé hollt, það gefur vissulega mikið afl en á kostnað endingar.
Dæmi: Typical japanskur slyddujepplingur gengur t.d á 7 psi max. Íslenska aðferðin er að setja intercooler, hækka trukkið lítillega og fara svo í olíumagnið og auka það að þeim mörkum að eigandinn skammast sín ekki mikið fyrir að keyra um á bílnum vegna sótmengunnar. Þ.e.a.s olíumagnið er skrúfað upp í efstu mörk miðað við það loft sem rellan fær. Þannig gengur íslenska aðferðin (raunar alls ekki bundið við ísland) út á að nýta það súrefni sem bíðst til fullnustu ef svo má að orði komast…. Það sem ég er að benda á er að skynsamlegar og MUN betra væri að hækka boostið miklu meira og "oflofta" vélina..því að með því lækkar afgashitinn aftur.
Af hverju virkar að setja tölvukubba í bíla til að auka afl?? Jú einfaldlega vegna þess að framleiðendur eru farnir að nota meira loft miðað við olíu en áður. Nefndir tölvukubbar eru einfaldlega að nýta það loft með því að auka olíumagnið. Niðurstaðan er aukið afl, hærri afgashiti og ég leyfi mér að segja MUN styttri ending.
Það sem þú segir um bensínblöndu TekniQue er umdeilanlegt, þú ert greinilega með gömlu race formúluna í kollinum. Nútíma vélar ganga margar nærri 14.7:1 undir fullu álagi, það sem skiptir líka verulegu máli hér er þjapphlutfall, það tekur því varla að ræða boost á bensínvél án þess að geta þess í leiðinni hversu há þjappan er.
30 psi er brjálæði á original bensínvél, jafnvel talsvert bratt í keppni. Diesel er bara allt annað mál, það eru til bátavélar og vörubílar með yfir 30psi í þrýsting beint frá verksmiðju, kannski eru þeir framleiðendur bara brjálaðir, ég veit það ekki!
Kv
Óli bensíndraugur
21.03.2003 at 01:02 #471184þetta fer að minna mig á grikkina, ef þeir vildu vita hvað hestur væri gamall þá spurðu þeir Aristoteles, eða einhvern gáfumanninn í stað þess að kíkja upp í truntuna og sjá á tönnunum með ágætri nákvæmni hvað hún væri gömul..
Dragið upp málbandið strákar, þau fara álíka langt, pumpuð sem úrhleypt.
20.03.2003 at 12:52 #471168Ég skora á menn að mæla þetta áður en þeir láta stór orð fjúka um málið
Ég hef mælt þetta, og tilfellið er að hæðin frá miðju hjólnafi og niður í götu (virkur radíus?) ræður þessu ekki. Sú tútta sem ég mældi fór nefnilega heldur lengra á einum hring (steingólf) kasúrhleypt en undir fullum þrýstingi. Þetta er langt síðan, og ég man þetta ekki greinilega lengur. Endilega takið upp tommustokkinn og skoðið þetta.
Hvað varðar samanburð á beltabúnaði og þessu vil ég benda á þann augljósa mun að ysta brún hjólsins er vitaskuld ávallt á sama stað miðað við felgu. Slíkt er jú ekki tilfellið milli sprokethjóls og beltis. Samt eru einhver beltaáhrif hér á ferðinni
Allavega þá sýndist okkur að úrhleyping hefði bara engin áhrif á þá vegalend sem hjólið fer á einum hring.
Vindlausar hjólakveðjur
Óli
19.03.2003 at 20:19 #467236Ég er í flestum tilfellum sammála BTH, greinilega maður sem hefur velt þessu fyrir sér
EN.. það er ALGER grundvallarmunur á því hvernig diesel og bensínvélar svara háum boost þrýstingi. BTH skýrði ágætlega hvað gerist í bensínvél sem fær of hátt boost. því má við bæta að það er e.t.v svolítið villandi að tala um of hátt boost á bensínvél. Kannski réttara að segja að boostið hafið farið yfir þau mörk sem bensínkerfið ræður við, og jafnvel bensínið sjálft miðað við þjöppuna í vélinni. Bensínvélar verða að ganga á föstu blöndu hlutfalli sem er fræðilega 14,7 hlutar lofts á móti 1 af bensíni. (massahlutfall) Við það að aftengja wastegate í torbo bensínbíl þá hækkar trukkið og svo mikið að stýringin á bensínflæðinu fer í ystu mörk og getur ekki bætt við meira bensíni (spýssarnir standa t.d fullopnir).. eftir það tekur við það ferli sem BTH lýsti. Forkveiking, bráðnir stimplar.
DIESEL hinsvegar gengur bara alls ekki á föstu blönduhlutfalli, og DIESEL vélar ELSKA MIKIÐ LOFT. Því meira því betra. Nefndur Kani hér að ofan hafði algerlega rétt fyrir sér. Of hátt boost er hugtak sem ekki er til gagnvart dieselmótor af þeirri tegund sem tíðkast í bílum…. Meira loft eykur nýtni, minnkar framleiðslu flestra mengandi loftegunda, og síðast en ekki síst, kælir brunann!! þar af leiðir lægri afgashiti (lesist brunahiti)..
Eina ástæðan fyrir því að vera með vastegate á nútíma dieselvél er að yfirsnúa ekki túrbínunni sem er höfð lítil til að hún komi fyrr inn eins og bent hefur verið á hér að ofan. Framleiðendur hafa vastegate til að tryggja lengri líftíma túrbínunnar, eða jafnvel að fyrirbyggja bráðan bana hjá henni, eftir stærð hennar og hraða. Þeir takmarka boostið líka við "skynsamleg mörk" til að minnka hávaða frá blásaranum. Takmarkið er ekki takmarka boostið inn á vélina hennar vegna.
Eins og ég hef sagt áður þá er það mín skoðun að 20 psi er bara fínt fyrir þessa diesel jálka já jafnvel 30 ef menn eru ekki smeykir við yfirsnúning á blásaranum. Það er hinsvegar olíumagnið sem er krítískt, þar liggja hætturnar, ekki í boostinu.
19.03.2003 at 12:41 #471086Ef þú mögulega getur haldið upphaflegu viftunni skaltu gera það. Hárétt hjá ýktum að slíkar græjur dæla miklu miðað við hefðbundna rafmagnsviftur. Ég lít á rafmagnsviftur sem viðbót skorti á kælingu.
15.03.2003 at 19:18 #470866Sæll beini, fyrir margt löngu síðan tengdi ég svona 2.4 af ameríkumarkaði ofan í hilux. Ég á því miður ekki bókina yfir þetta lengur.
Það er klárlega segulliði fyrir dæluna,eða relay á góðri íslensku. Það sem stjórnar segulliðanum er spjaldið í loftflæðiskynjarnum!! jamm þú last rétt sko, Það er greinilega micro-rofi tengdur við spjaldið sem triggerar liðann. Rofinn lokar (kveikir á dælunni) við minnstu hreyfingu spjaldsins.Þannig að þegar þú svissar á þá kviknar ekki á dælunni eins og algengt er í bílum þar sem vélartölvan stjórnar málinu. það er ekki fyrr en þú startar og spjaldið í skynjarnum hreyfist (opnast af loftstraumnum) að dælan fer í gang. Þetta var allavega svona í US týpunni og er líklega líka í bílum á markaði hér.
Það kom fyrir í umræddum bíl að dælan fór ekki í gang eftir snjóbyl og frost. Þá þurfti að opna plastruslið við skynjarann og pota í spjaldið því að það fraus fast virtist vera. Einnig mátti ekki vera þvingun á lögnunum kringum skynjarann því að við það skekktist húsið á skynjaranum og spjaldið opnaðist ekki í starti. (trúlega ekki vandamál í original bíl)
Tékkaðu á þessu, rofinn í skynjarnum gæti verið orðinn ónýtur, eða spjaldið fast t.d
PS Ég held að það sé öruggt að vélartölvan tengist þessu ekki neitt, en það eru komin ansi mörg ár síðan ég tendgi umrædda vél.
Fjallakveðja
Óli
15.03.2003 at 12:40 #470824Það eru til díóðubox til miðla hleðslu frá alternator og yfir á tvo annars aðskilda geyma. Þau eru algeng í smábátum þar sem gerð er krafa um tvö aðskilin kerfi. Slíkt box kostaði að mig minnir c.a 10Þús fyrir 4 árum eða svo, græja af stærðargráðu sem hentar í jeppa t.d ..stimpluð 60A ef ég man rétt.
Trúlega er það þessi tenging sem er eitthvað að rugla menn, þessi box eru bara til að aðskilja kerfin þannig að annar geymir tæmist/hleðst óháð hinum. Þetta er ekki til að jafna eða regla hleðsluna á neinn annan hátt.
Fjallakveðja
Óli
15.03.2003 at 03:29 #470820Í 24 Volta kerfi eru geymarnir raðtengdir og hlaðið yfir þá með "24V" alternator þá er uppi ný hlið á teningnum. Sú orka sem fæst út úr kerfinu er algerlega háð afköstum LAKARI geymisins. því að þeir eru raðtengdir. Ef annar er lítill og slappur takmarkar hann strauminn í rásinni og ræður því aflinu sem kerfið, samanlagðir geymar í 24 voltum gefa út
.. Það að "stela" 12v af öðrum geyminum er ekki gott þvi að þeir eru hlaðnir báðir í einu af 24V alternator ( sem heldur c.a 28V yfir báða). Sami straumur fer því í gegnum báða geymana. Ef annar er lestaður sér..t.d með 12v notanda þá getur kerfið ekki hlaðið hann sérstaklega, því að hinn geymirinn er fullhlaðinn og hleypir því ekki straum í gegnum sig –> engin straumur fer í gegnum geymana til að hlaða þann sem á vantar upp á og hann verður tómur með tímanum, laskast við það og eyðileggst fyrir aldur framm..
Lausnin er að taka 12V út af þeim báðum með spennubreyti… Gallinn er sá að spennubreytar eru bilanagjarnir og henta illa þar sem álag er mikið. þú hefur því hitt á ""góða"" lausn helijo með því að bæta við auka 12V kerfi.
Ég mæli ekki með því að þú farir yfir í spennubreyti ef þú ert með mikla 12 volta notkun
15.03.2003 at 03:16 #470818Venjulegur alternator heldur uppi ákveðinni spennu og af henni hlaðast geymarnir. Typical er 13,8 V sem alternatorinn heldur yfir kerfið, við þessa spennu hlaðast geymar ( já venjulegur 12V geymar) upp. Allt hjal um að mismunandi geymar passi ekki saman og að annar hitni og hinn "roðni" er órökstutt og passar ekki við þann reynsluheim sem við flestir búum við. Vissulega er ekki tryggt að álag sé það sama á báða geyma ef þeir eru mismunandi að stærð, aldri eða uppruna. Aðalatriðið er að 12V geymir er bara það… já 12V geymir.. tengdu tvo hlið við hlið og þú færð út einn sem er jafn stór og samanlögð stærð hinna tveggja. Þetta er einföld rás og alþekkt!
Hafi menn lent í vanda með að tengja samana tvo geyma í 12V kerfi þá skora ég á þá að skýra frá því á rökrænann hátt.
14.03.2003 at 22:39 #470812Í raun þá skiptir engu máli þó innra viðnám rafgeyma sé aðeins mismunandi, og alls ekki gagnvart hleðslu í 12 volta kerfi. Tengdu saman þá geyma sem þú villt, stærð, aldur, og litur skiptir ekki máli. Vitaskuld bætir það ekki ástandið í 12 volta kerfi að bæta við geymi sem er handónýtur, eða kortslúttaður. Geymar sem teljast í lagi funkera fínt hliðtengdir í öllum tilfellum. 24V kerfi er svo annað mál og efni í annan póst.
Kv
Óli
14.03.2003 at 02:09 #470794Menn hafa jafnvel flutt vinstri rafgeiminn bak við framstuðarann, þarf aðeins að klippa úr stuðarabitunum til að koma honum fyrir þar. (þetta á allavega við um 3L bílinn þar sem húddið er fullt af torkennilegum græjum)
14.03.2003 at 02:01 #470744Ég ætla ekki að fullyrða hvað 38" dekk tekur marga lítra af lofti, en kannski skiptir það ekki alveg öllu í dæminu.
Með því að nálga dekkið með "Torus" (kleinuhring) sem stendur 32cm í stóra radíus "R" og 15cm í litla radíus "r" þá fæst stærðargráðan á dekkinu ~ 142lítrar (þetta gefur kleinuhring sem er tæpar 38" í ysta þvermál og með "slönguna" um 12" í þvermál")
http://www.geom.umn.edu/docs/reference/ … ode60.html
Kjörgasjafnan gefur með smá snúningum að Vd x ((p2-p1)/(p4-p3))= Vk
þar sem:Vd er rúmmál dekks (þau eru sennilega 4 undir bílnum)
Vk er rúmmál kúts
P2 er þrýstingur í dekki eftir pumpun (10 psi)
P1 er þrýstingur í dekki fyrir pumpun (2 psi)
P4 er þrýstingur í kút fyrir pumpun (110 psi)
P3 er þrýstingur í kút eftir pumpun (30 psi)Ég nota c.a 8 bar~ 110 psi sem max hleðsluþrýsting í kútnum sem er algengt í loftkerfum, og vel að fara með þrýstinginn niður í c.a 2 bar eða um 30 psi þrátt fyrir að það verði trúlega lengi að síga í síðasta dekkið þegar þrýstingurinn í kútnum er kominn niður undir 30 psi.
Niðurstaðan er 142L x (8psi/80psi) ~ 14L fyrir eitt dekk
Fyrir fjögur er það þá væntanlega ~ 56L eða bara 60 lítra kútur! (ekki fjarri lagi m.v það sem Atli E segir)Vonandi gefur þetta þér hugmynd um málið, dekkin taka þó sennilega meira en 142 lítra per stk.
Það vill svo skemmtilega til að ég á kút handa þér sem er náttúrulega akkúrat 60 lítrar og á góðu verði
(bull)
PS hvað fékkstu út að dekkið tæki mikið með tommustokknum annars ??
Fjallakveðja
Óli
12.03.2003 at 01:01 #470544Í grundvallaratriðum er það bíllin.. þyngd/loftmótstaða/viðnám(dekkjastærð)/aksturslag sem ræður eyðslu. Jú fleiri kúbiktommur draga til sín meira bensín af fræðilegum ástæðum líka, en sá munur er minni en flestir halda. Nefndir jeppar eyða svo svipað með 4/6/8 cyl vélum að munurinn rúmast innan skekkjumarka í mælingum. Undantekning frá því væri helst allt of lítil bensínvel.
Fjallakveðja
Óli
04.03.2003 at 12:51 #469804Satt þessi þráður gæti fjallað um hina einu sönnu jeppaveiki, veit satt að segja ekki hvort tilfellið er erfiðara að "meðhöndla"!
Kærar þakkir fyrir hólið félagar, alltaf gott að fá smá klapp á bakið
04.03.2003 at 00:27 #4697961# Minnsta slag í þverstífu magnar jeppaveikina
2# Öflugasta leiðin til að drepa niður skjálftann er með öflugri dempun á stýrisgangi. Þú ert með stýristjakk sem er efni í góðann dempara, þrengdu götin inn í tjakkin niður í c.a 3-4 mm þvermál. Jú stýrið verður örlítið seinna kannski (ekki hægt að ratta alveg eins hratt og áður) en þetta slær út dýrustu stýrisdempara á markaðnum.Fikraðu þig áfram með gatastærð þar til þú nærð þessu úr.
3# Dekk hafa mikið að segja líka, en þröngur tjakkur og slitlaus stýrisgangur + þverstífa halda aftur af verstu skjálftatúttum. Ath líka að sumir herða Toyota endana fasta, þ.e pressa gorminn alveg saman, þó þannig að endinn sé "frjáls".
-
AuthorReplies