Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.11.2016 at 14:29 #941011
Aðalfundur Húsavíkurdeildar verður haldin sunnudaginn 20 nóvember kl 20:30 í húsnæði deildarinnar út á Höfða.
Fundarstörf: Kosning stjórnar og önnur almenn fundarstörf.
Kv. Stjórnin.
29.12.2015 at 00:20 #935562Hin árlega og vinsæla áramótaferð Húsavíkurdeildar verður farin á gamlársdag og er mæting við Orku/Shell skálann. Mæting er um 09:30 og Brottför er kl 10:00 og verður haldið eitthvað uppá Reykjaheiði. Hvetjum við alla að koma og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.
Um leið óskar stjórn Húsavíkurdeildar félagsmönnum um land allt gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar það liðna. Kv. stjórnin.
01.11.2015 at 23:20 #934051Aðalfundur Húsavíkurdeildar og jafnframt fyrsti fundur vetrarstarfsins verður haldinn sunnudagskvöldið 15 nóvember í húsnæði deildarinnar út á Höfða og hefst fundurinn kl 20:30.
Fundarstörf: Kosning stjórnar og önnur almenn fundarstörf.
Kveðja. Stjórnin.
24.12.2014 at 12:01 #774962Ferðaklúbburinn 4×4 Húsavík óskar félagsmönnum um allt land gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar fyrir það liðna. Um leið viljum við minna á hina árlegu áramótaferð Húsavíkurdeildarinnar á gamlársdag. Farið verður frá Orkuskálanum(Shell) kl 10:00. Og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.
Kv. Stjórnin.
19.11.2014 at 23:35 #773073Húsavíkurdeildin hefur til umráða á veturna Þeistareykjaskála. En þess ber að geta að skálinn er í eigu Þingeyjarsveitar. Hefur þessi skáli alltaf verið opinn og síðustu ár verið gengið illa um skálann. Og þess ber líka að geta að litlar sem engar tekjar þar að leiðandi verið af skálanum. Því fólk kemur og fer og gerir ekki grein fyrir gistigjöldum. Síðasta vetur fékkst það loksins í gegn að skálanum yrði læst. Og þá vonir um tekjur fyrir skálann kæmu líka. Einnig lagði deildin vinnu og pening að gera skálann betri, með ýmsum búnaði eins og leirtaui og öllum þrifnaðarvörum sem þarf til að halda skálanum góðum. En þar sem skálinn er umsjón Þingeyjarsveitar yfir sumartímann var ákveðið að taka úr lás. Svo þegar F4x4 Húsavík tók við skálanum í haust, var aðkoman ekki góð, slæm umgengni og mest allt það dót sem til hafði safnast og verið keypt horfið eða eyðlagt. Og þar sem skálinn er búinn að vera opinn í sumar þá því miður ekki hægt að rekja þessu slæmu umgengni. Þess ber að geta við erum ekki að tiltaka eina eða neina fyrir slæma umgengni. Okkur langaði bara að koma þessu á framfæri og enn og aftur sýnir það sig hvað er mikilvægt að hafa þessa skála læsta. Svo hægt sé að rekja svona slæma umgengni.
Kv. Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 Húsavík
02.11.2014 at 20:47 #772877Aðalfundur Húsavíkurdeildar verður haldin sunnudaginn 16 nóvember kl 20:30 í aðstöðu klúbbsins út á Höfða. Þetta er jafnframt fyrsti fundur vetrarins.
Kv. Stjórnin.
16.04.2014 at 18:58 #457014Næstkomandi laugardag (19/4) ætlar Húsavíkurdeildin að halda fjölskyldudag upp á Þeistareykjum fyrir meðlimi og fjölskyldur þeirra. Planið er að keyra upp í Þeistareykjaskála í rólegheitum og ef vonandi færi og veður leyfir að stoppa og leyfa yngri og að sjálfsögðu eldri kynslóðinni að renna sér í brekkum og draga á skíðum, sleðum eða slöngum t.d. Svo um kl 13 býður deildin upp á grillaðar pylsur og djús i Þeystareykjaskála. Hvetjum við í stjórninni því alla að koma með sig og sína og eiga góðan og skemmtilegan dag með deildinni. Áætluð brottför er kl 11 um morguninn frá Shell. Vonumst til að sjá sem flesta. Kv. Stjórnin.
17.02.2014 at 22:11 #452357Þorrablótsferð 4×4 Húsavík 21-23 feb. Farið verður frá Orkuskálanum á föstudeginum og er mæting þangað kl 15:00. Ferðinni er heitið uppí Sigurðarskála í Kverkfjöllum á föstudeginum. Á laugardeginum er svo planið að taka einhvern hring útfrá Sigurðarskála og koma þangað aftur seinnipartinn og þar verður svo blótað.
Kv Stjórnin.Viðhengi:
21.01.2014 at 19:10 #444657Fyrirhuguð er þorrablótsferð Húsavíkurdeildar helgina 21-23 febrúar. Stefnt er að halda í Sigurðarskála í Kverkfjöllum og blóta þar og ef veður og færð leyfir verður tekinn einhver flottur hringur útfrá Kverkfjöllum á laugardeginum og til baka aftur í skálann og blótað.
Nánari upplýsingar síðar.
Kv. Stjórnin.
04.01.2014 at 14:42 #443341Fundur verður hjá deildinni sunnudagskv. 5 jan í húsnæði félagsins út á Höfða kl 20:30. Heitt á könnuni og súkkulaðiveitingar með. Birtar verða myndir frá ferðinni góðu á gamlársdag og þeir sem tóku myndir úr ferðinni eru hvattir til að mæta með sínar myndir á USB lykli til að leyfa félagsmönnum að njóta.
01.01.2014 at 13:42 #443011Að þessu sinni tóku 25 bílar þátt í ferðinni og tókst þetta frábærlega og voru allir sáttir, færið var þungt en skemmtilegt og var þetta sannkölluð jeppaferð. Farið var upp í Þeistareykjaskála. Farið var kl 10:00 um morguninn og voru síðustu bílar að koma heim um kl 16:30. Við í stjórn 4×4 Húsavíkurdeildar þökkum þeim sem í ferðina komum kærlega fyrir. Einnig hvetjum við félagsmenn sem voru duglegir með myndavélar á lofti að setja myndefni sitt á USB lykil og koma með á næsta félgasfund ef þeir hafa tök á. Gleðilegt nýtt ár.
28.12.2013 at 00:48 #442547Hin árlega áramótaferð 4×4 Húsavík verður farin á gamlársdag (þriðjudag). Brottför er frá Orkustöðinni kl 10:00. Það er komin áralöng hefð á þessa ferðir hjá Húsavíkurdeildinni og hafa þessar ferðir verið farnar á hverju ári síðan fyrir árið 1990. Vonumst til að sjá sem flesta og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.
19.11.2013 at 22:43 #438765Þeir sem mættu ekki á fundinn síðasta sunnudag og ætla mæta í pizzuna á laugardagskvöldið næsta eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með sms til Óla Jóns í síma 898-8352.
19.11.2013 at 00:16 #438719Bjór og pizzakvöld verður haldið í húsnæði félagsmanna laugardagskvöldið 23 nóv. Útá Höfða og opnar húsið kl 19:00. Mikil gleði mun ríkja á þessu kvöldi og verða sjálsfsagt ræddar ferðir, drifbrot, vélarúrbræðslur og almennur metingur milli manna um jeppa. Minni þá sem ætla að mæta í pizzuna að hafa með sér 1000kr seðil.
-
AuthorReplies