Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.01.2004 at 23:49 #483646
Ég var með 8" breiðar felgur undir bílnum en eftir reynsluna af þessari dekkjastærð (31") miðað við orginal hlutföllin þá ákvað ég að setja hann ekki á stærri dekk, eins og upprunalega planið var. 31" var alveg nóg til að fara allt og orginal hlutföllin voru í hærra lagi til að byrja með.
Þeir sem hafa farið alla leið í 33" geta væntanlega svarað fyrir sig.
ÓAG.
11.01.2004 at 23:41 #483644Ég var með bílinn á orginal hlutföllum og slapp það alveg, en ég hefði gjarnan viljað fá bæði hlutföll og læsingar í bílinn. Hann hefði þá farið allt. En það stóð ekki til boða á þessum tíma og seldi ég bílinn án þess að pæla meira í þessu.
ÓAG.
10.01.2004 at 00:35 #483630Nokkrar myndir komnar inn á myndasíðuna.
Kveðja,
ÓAG.
R-2170.
10.01.2004 at 00:12 #483628Það gleður mitt hjarta að sjá áhugann á þessum bíl þar sem það var nú ég sem átti fyrsta breytta Jimny bílinn, þennan rauða á heimasíðunni hjá Suzuki og Formverk!
Ég lét Bjarna hjá Formverk smíða kanntana og Reynir í Fjallasport breytti honum fyrir 31" dekk. Kanntarnir voru smíðaðir fyrir allt að 32" dekk, en mér var ráðlagt frá því á sínum tíma að fara alla leið í 33" eins og ég ætlaði fyrst að gera. Ástæðan var sú að ekki fengust hlutföll í bílinn á þeim tíma og yrði hann of hátt gíraður á 33" og þ.a.l. leiðinlegur í akstri. Þessi vínrauði fór svo alla leið seinna og notaði kanntana mína og setti aukalega gummikant til að ná út yfir dekkjamunstrið.
Þetta var mjög skemmtilegur bíll og fór ég mikið á honum, t.d. upp á Langjökul, upp að Heklu þegar hún gaus síðast og yfir Hellisheiðina þegar hún var lokuð og þrengslaævintýrið var í fullum gangi. Magnaður bíll en of lítill fyrir okkur og því var ákveðið að selja hann og fá sér stærri, en minningin lifir.
Ég set einhverjar myndir inn af honum við tækifæri.
Jimny-kveðja,
ÓAG
R-2170.
08.01.2004 at 15:40 #193404Nú vantar mig skjót svör úr ykkar stóra viskubrunni.
Hvað eru margir kílómetrar frá Reykjavík og inn í Nýjadal?
Hvað er maður lengi að keyra þangað?Með von um skjót svör.
Ólafur Arnar Gunnarsson
R-2170.
05.01.2004 at 10:30 #483270Þær eru flottar þessar.
Er einhver verðmiði á svona gullmola?
kv, ÓAG.
04.01.2004 at 22:17 #483332Fín dekk.
Fékk mér svona sem sumardekk og er á þeim ennþá. Ekki ennþá þörf að fara yfir á nagladekkin og breiðu felgurnar. Lét microskera allan banann og það kom mér mjög á óvart hve góð þau eru í snjó, hálku og vatnspollum.En það er eins með þessi dekk og öll önnur, þau eru mismunandi eftir eintökum. Ég var frekar heppinn með mín, en þau eiga það samt til að titra aðeins á öðru hundraðinu!
Ég held að þessi dekk séu ekki að springa meira en önnur (fyrir utan PJ).
Kv, ÓAG.
04.01.2004 at 21:01 #483266Jú jú, það fer bráðum að renna af mér en ekki fyrr en eftir þrettándann! Það er ennþá séns að kaupa og sprengja fleiri flugelda, þrettándinn er á þriðjudaginn! :o) Svo verðum við að bíða í heilt ár……..
Ég er alveg sammála þér að maður horfir á eftir þessum Pæjum á götunni. Skutlan hans Palla er Megababe en ég er því miður ekki ennþá búinn að sjá hina bombuna.
Hvenær er von á heilsíðu-opnu hér á vefnum???
Maður er bara farinn að vera verulega spenntur!Bið að heilsa Skriðjöklinum!
kv
ÓAGDjö, maður. Þú ert bara alveg að fara að ná mér í póstunum.
Maður verður nú að fara að herða sig…
04.01.2004 at 18:18 #483262Hvað segirðu AgnarBen, er þér farið að langa að losa þig við múrsteininn og fá þér Pæju á 44"?
28.12.2003 at 08:16 #482872Sammála síðasta ræðumanni.
Styrkjum björgunarsveitirnar því við vitum aldrei hvenær við þurfum á þeim að halda. Það hefur marg sannað sig að það er gott að hafa í landinu öflugar, vel útbúnar björgunarsveitir sem ávallt eru tilbúnar að hjálpa og bjarga verðmætum með engum fyrirvara. Þetta er allt unnið í sjálfboðaliðastarfi og því skulum við styðja við bakið á björgunarsveitunum í landinu og kaupa flugeldana hjá þeim.
Þetta er þeirra eina fjáröflun og á henni þurfa björgunarsveitirnar að reka alla sína starfsemi allt árið.
Kv ÓAG.
R-2170.
23.12.2003 at 12:59 #482740Ég hef alltaf haldið að kallrás á CB sé rás 6 ???
Annars notar enginn CB til að kalla á aðra en ferðafélagana og þá á fyrirfram ákveðinni rás!
28.11.2003 at 09:06 #481580Við höfðum þá rétt fyrir okkur, þetta var þá jepplingur eftir allt saman!
27.11.2003 at 14:08 #481566Er hátt og lágt drif í bílnum?
"Gríðarlega fullkomið fjórhjóla kerfi" hljómar eins og það sé verið að selja jeppling undir rangnefni sem jeppa!
19.11.2003 at 12:21 #480718Lalli, ég vona að þú farir nú ekki að taka belju og setja hana á 38" bara af því að þig vantar skilgreiningu á því hvað sé jeppi og hvað sé belja…
Hmmmm…..
19.11.2003 at 09:36 #480518Í einstaka tilfellum þegar samið er um björgunarlaun fyrir eitthvað ákveðið verk þá er oftast bara verið að tala um að fá eitthvað upp í kostnaðinn sem hlýst af þessari vinnu. Þetta eru þá helst fjársveltar, litlar björgunarsveitir úti á landi sem eru að reyna að lifa og neyðast til að rukka fyrir svona vinnu til að eiga fyrir olíu á tækin.
Kv, ÓAG.
18.11.2003 at 17:10 #480508Björgunarsveitir rukka ekki fyrir björgun og eiga ekki að gera það. Fólk leggur inn í "bankann" með því að kaupa flugelda af björgunarsveitunum og á að geta tekið út þegar það þarf á því að halda. Hræðslan við reikning á ekki að aftra mönnum að kalla til aðstoð. Við vitum öll að það getur haft alvarlegar afleiðingar ef fólk veigrar sér við að kalla til björgunarsveitir út af kostnaði. Gott dæmi um þetta er þegar Vikartindur fórst af því að skipstjórinn vildi ekki borga björgunarlaun fyrr en það var of seint! Þessi ranga ákvörðun og hræðsla við há björgunarlaun kostaði mannslíf, skipið og farm. Þetta viljum við ekki fá inn í björgunarsveitageirann. Aftur á móti getur hver og einn styrkt björgunarsveitirnar að eigin frumkvæði, en ekki á að rukka fyrir aðstoð. Verðmætabjörgun er svo annað mál, en oft er samið um björgunarlaun fyrirfram og verkið unnið í samræmi við það.
Kveðja,
ÓAG.
R-2170.
18.11.2003 at 12:35 #480690Þessi skilgreining er of flókin. Þetta þarf að vera einföld "þumalputtaregla" sem allir skilja.
Helsta skilgreining á jeppa í dag er millikassinn, þ.e. hátt og lágt drif og hefur útlit jeppa. Þetta er einfalt og virkar!
Meira þarf ekki að segja um málið!
18.11.2003 at 12:32 #480686Það er ekkert jeppalegt við gömlu 1800 Subaru og Legacy bílana! Því eru þeir ekki jeppar!
BMW jepplingurinn er jepplingur þangað til það verður settur millikassi í hann. Þá fyrst verður þetta jeppi.
Þegar menn tala um "Superjeep" þá eru menn að tala um fullbreytta jöklajeppa á 38" eða meira, óháð tegund!
18.11.2003 at 12:27 #480684Það er ekkert mál að breyta þessum jepplingum/sportjeppum yfir í alvöru jeppa, bara setja í hann millikassa og kannski aðeins stærri dekk…
Það væri gaman að sjá þessa bíla á 38"….
Nú þarf bara einhver að sanna að það sé hægt að gera alvöru jeppa úr þessum jepplingum/sportjeppum…
18.11.2003 at 12:22 #480682Þessi er víst með millikassa!
"Subaru ´83 33" (allt subarudót nema auka millikassinn er úr Lödu Sport (sídrifinn eða 4×4) læstur allan hringinn, vél 1800(tveggja blöndunga)GFT (portuð og kjaftæði, var 110hp orginal), 16gírar áfram og 4 afturábak, sjálfstæð fjöðrun, veghæð(undir kúlu, spirnur taka mjög lítið pláss) aðeins hærra en 38" hásinga bíl, Eiginþyngd:1160Kg"
Það vantar bara jeppaútlitið! Þessi myndi væntanlega flokkast sem "langaraðverajeppi"!
-
AuthorReplies