Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.06.2004 at 20:01 #504258
Ég fór í þakgil í júlí 2002 þegar verið var að opna svæðið og heillaðist strax af því, enda mjög skemmtilegt svæði, veðursælt og skjólgott. Þá fór ég vegslóðann langleiðina yfir að Heiðarvatni, en snéri við þar sem ég var einbíla og vegurinn liggur í ánni sem stækkar og stækkar… Ég komst ekki í Þakgil í fyrra en nú er stefnan sett aftur inneftir um helgina til að ljúka við slóðann. Hvar er svo þessi slóði upp að jökli, maður verður að prufa hann líka. :o)
Svo verður stefnan væntanlega sett inn í Núpsstaðaskóg.
Kv, ÓAG.
29.06.2004 at 10:25 #504248Mæli ekki með að menn fari einbíla þarna inneftir. Þarna eru ár sem geta orðið ófærar á stuttum tíma, svipað og í Þórsmörk.
Mæli svo með Þakgili sem er sunnan undir Kötlu, rétt fyrir utan Vík. (http://www.thakgil.is/). Að vísu smá keyrsla frá þjóðveginum, en mjög skemmtilegur staður og vel þess virði að koma á.
Kv, ÓAG.
20.06.2004 at 21:08 #504010Endilega takið svo út úreltar auglýsingar þegar þær eru ekki lengur í gildi! Auglýsingarnar eiga bara að vera inni á vefnum á meðan þær eru í gildi.
BURT MEÐ ÚRELTAR AUGLÝSINGAR!
15.06.2004 at 19:01 #503864Ég lenti í þessum vandræðum með dobblarann, en hann lak kælivatninu ansi hratt á tímabili. Það var ekki fyrr en við prufuðum að þenja bílinn vel í smá tíma að vatnslekinn fannst.
(Ástæðan fyrir lekanum mínum voru léleg vinnubrögð frá verkstæði Stillingar þar sem gleymdist að fullherða eina hosuklemmu við ísetningu hreifilhitara. Þessi litlu mistök kostuðu marga lítra af frostlegi, yfirhitun á vél (sem þó slapp þó sjálf), ónýtt rakaglas sem bráðnaði við hitann, óvirkar læsingar er loftslöngur bráðnuðu, brotinn framlás vegna aukins álags á loftkerfið sem stjórnaði læsingunum og tala nú ekki um vesenið við að koma bílnum í bæinn frá Hornströndum!
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, en þessi gleymska á að herða eina hosuklemmu hjá verkstæði Stillingar kostaði mig um 300.000 kr.)
31.05.2004 at 13:34 #503512Þetta er eiginlega spurning um hvað þetta má kosta og finna svo læsingu í þeim flokki. Spurningin er líka hvort þú sért m.a. með loftdælu og kút fyrir í bílnum, á að setja í bæði framan og aftan osfrv. Ef peningar eru ekki vandamál þá mæli ég með loftlæsingum, en þær eru besti kosturinn fyrir þennan bíl, en óskosturinn er að þær eru frekar dýrar. Þetta eru skemmtilegar læsingar, auðveldar í notkun og þegar þú ert ekki að nota þær þá veistu ekki af þeim. Rafmagnslæsingar eru þó skemmtilegasti og besti kosturinn, en jafnframt sá dýrasti. No-spin er ódýrari, en mjög leiðinlegt að keyra bílinn á malbyki. Diskalæsingar eru ekki góðar, ættu varla að kallast læsingar.
Þú verður eiginlega að finna jafnvægi á milli hversu miklu þú vilt eyða í bílinn og hvað hann á að vera góður í snjó og skemmtilegur í venjulegum akstri.
Kv, ÓAG.
28.05.2004 at 22:13 #503353Sammála síðasta ræðumanni.
Svartamarkaðsbrask á ekkert erindi á þessa síðu.
Út með þetta!
05.05.2004 at 15:40 #501282Þegar verið var að spá í Arctic Trucks dekkin sálugu hérna um árið þá var gerður vísindalegur samanburður á þeim 38" dekkjum sem voru til þá. Farið var með jeppa í göngugreiningu hjá Össuri og sett mismunandi dekk undir bílinn og prufað. DC Kevlar var m.a. prufað og kom í ljós að þau lögðust illa og krumpaði það miðjuna á bananum undir sig. Það var því áberandi lítill flötur sem snerti jörð í einu og hafa menn sannreynt þetta í snjó. Þetta eru mjög góð keyrsludekk, en vonlaus í snjóakstur. Aftur á móti kom Arctic Trucks dekkið áberandi vel út sökum sérstakrar hönnunar og finnst mér miður að það ævintýri gekk ekki upp.
30.04.2004 at 10:27 #500295Þið eruð nú meiri rugludallarnir…
Það er greinilega eitthvað að þeim sem skrifa í þennan þráð..
hehe…
30.04.2004 at 10:22 #500473Hef ekkert nema gott að segja um þetta fyrirtæki og beini mínum viðskiptum þangað. Hef alltaf fengið 100% þjónustu. Topp fyrirtæki og topp starfsmenn. Þetta hefur bara verið undantekningin sem sannar regluna, en samt finnst mér þetta vera óþarft nöldur…
30.04.2004 at 10:21 #500469Hef ekkert nema gott að segja um þetta fyrirtæki og beini mínum viðskiptum þangað. Hef alltaf fengið 100% þjónustu. Topp fyrirtæki og topp starfsmenn. Þetta hefur bara verið undantekningin sem sannar regluna, en samt finnst mér þetta vera óþarft nöldur…
16.04.2004 at 15:58 #498916Takk fyrir upplýsingarnar.
Nú er bara að fara og skoða þennan forláta íshelli.
Kv, ÓAG.
15.04.2004 at 18:18 #194210Veit einhver um GPS punkt á íshellinum á Langjökli?
Flottar myndir af íshellinum hjá „sbg“.
Kv, ÓAG.
15.04.2004 at 18:06 #498297Nú er búið að skemma veginn langleiðina inn í Þórsmörk og til stendur að skemma hann alla leiðina inn að Lóni "til að byrja með". Ef ekkert verður að gert þá endar þetta með því að allur vegurinn verður skemmdur og þá munum við sitja uppi með það sama og er að gerast með t.d. Hveravelli.
Þegar staðir eins og Hveravellir og Þórsmörk verða of aðgengilegir þá missa þeir sérstöðu sína sem flottir ævintýra-hálendisstaðir sem gaman er að fara á og þá þykir ekkert spennandi að fara þangað lengur. Málið snýst um að komast í kynni við ósnortna náttúruna en ekki að keyra á öðru hundraðinu eftir uppbyggðum, malbikuðum hálendishraðbrautum!
Það er alveg öruggt að erlendir ferðamenn eru ekki að koma alla leiðina til Íslands til að keyra á malbikuðum vegum á milli McDonalds! Þeir geta gert það miklu ódýrara heima hjá sér! Það er ósnortin náttúran, ævintýrajeppaferðir um niðurgrafna fjallavegi og óbrúaðar ár sem þetta fólk er að sækjast eftir. Og hvers vegna erum við þá að eyðileggja hálendisrómantíkina þegar enginn vill það í raun!
Þetta "meikar bara ekki nokkurn sens" eins og einhver orðaði það svo skemmtilega…
Að lokum vil ég gera það að tillögu minni að vegpeningarnir sem var búið að úthluta í skemmdirnar á Þórsmerkurvegi, verði nýttir í eitthvað skynsamlegt og notaðir í það að laga núverandi vegskemmdir og færa veginn aftur í upprunalegt horf! Það er best gert með því að moka honum burt og endurheimta gamla góða veginn og gömlu góðu lækjarsprænu-vöðin sem var svo skemmtilegt að keyra yfir áður en þær voru settar í rör!
Stöðvum skemmdirnar – endurheimtum gamla góða veginn og Þórsmerkurrómantíkina!
15.04.2004 at 18:04 #498293Nú er búið að skemma veginn langleiðina inn í Þórsmörk og til stendur að skemma hann alla leiðina inn að Lóni "til að byrja með". Ef ekkert verður að gert þá endar þetta með því að allur vegurinn verður skemmdur og þá munum við sitja uppi með það sama og er að gerast með t.d. Hveravelli.
Þegar staðir eins og Hveravellir og Þórsmörk verða of aðgengilegir þá missa þeir sérstöðu sína sem flottir ævintýra-hálendisstaðir sem gaman er að fara á og þá þykir ekkert spennandi að fara þangað lengur. Málið snýst um að komast í kynni við ósnortna náttúruna en ekki að keyra á öðru hundraðinu eftir uppbyggðum, malbikuðum hálendishraðbrautum!
Það er alveg öruggt að erlendir ferðamenn eru ekki að koma alla leiðina til Íslands til að keyra á malbikuðum vegum á milli McDonalds! Þeir geta gert það miklu ódýrara heima hjá sér! Það er ósnortin náttúran, ævintýrajeppaferðir um niðurgrafna fjallavegi og óbrúaðar ár sem þetta fólk er að sækjast eftir. Og hvers vegna erum við þá að eyðileggja hálendisrómantíkina þegar enginn vill það í raun!
Þetta "meikar bara ekki nokkurn sens" eins og einhver orðaði það svo skemmtilega…
Að lokum vil ég gera það að tillögu minni að vegpeningarnir sem var búið að úthluta í skemmdirnar á Þórsmerkurvegi, verði nýttir í eitthvað skynsamlegt og notaðir í það að laga núverandi vegskemmdir og færa veginn aftur í upprunalegt horf! Það er best gert með því að moka honum burt og endurheimta gamla góða veginn og gömlu góðu lækjarsprænu-vöðin sem var svo skemmtilegt að keyra yfir áður en þær voru settar í rör!
Stöðvum skemmdirnar – endurheimtum gamla góða veginn og Þórsmerkurrómantíkina!
15.04.2004 at 10:03 #498611Ég sá þessi umræddu för á föstudaginn sl. og mér algjörlega blöskraði hvað fólk getur verið alveg sama um umhverfið. Ég vona að sá sem framkvæmdi umræddar skemmdir lesi þennan þráð og fari uppeftir og lagi til eftir sig. Svona asnaskapur á ekki að líðast! Það er sorglegt að það séu til svona hugsandi(?) fólk sem er alveg sama um náttúru landsins.
14.04.2004 at 12:14 #498253Nei takk!
Ég er alfarið á móti því að byggja upp veginn inn í Þórsmörk og brúa árnar. Þessi náttúruperla þolir ekki meiri umgang og mun svæðið algjörlega missa sérstöðu sína ef það verður fólksbílafært inneftir. Ég er búinn að fara þarna inneftir á hverju ári frá því ég var í maganum á Mömmu fyrir 30 árum og hef séð hver þróun svæðisins hefur verið með aukinni umferð gegnum árin. Mitt mat er að svæðið er nú þegar farið að láta töluvert á sjá og ég tel að það þoli ekki meiri umferð án þess að það hafi varanleg áhrif á svæðið, eins viðkvæmt og það nú er.
01.04.2004 at 12:50 #502333Með hvaða dekkjum mæla menn með undir fullbreyttan LC80, árg.91?
01.04.2004 at 12:50 #495015Með hvaða dekkjum mæla menn með undir fullbreyttan LC80, árg.91?
03.03.2004 at 21:04 #497264Hef séð svona jeppling inni í Goðalandi (Ekki Þórsmörk, hefði drukknað í Krossánni), en þá var líka ekkert í ánum þá. Ef það hefði rignt þá hefði hann verið fastur og ekki komist til baka. Þetta er líklega ágætis innanbæjarsnatttík, en ég myndi ekki fara á honum út fyrir þjóðveginn.
03.03.2004 at 21:04 #490682Hef séð svona jeppling inni í Goðalandi (Ekki Þórsmörk, hefði drukknað í Krossánni), en þá var líka ekkert í ánum þá. Ef það hefði rignt þá hefði hann verið fastur og ekki komist til baka. Þetta er líklega ágætis innanbæjarsnatttík, en ég myndi ekki fara á honum út fyrir þjóðveginn.
-
AuthorReplies